Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 11
Getur ekki málað
blóm á veturna
Á sýningunni í Energiu má sjá
myndir af sjö íslenskum fánum
meðal blómanna. Þeir eru allir
málaðir með mismunandi aðferðum
og því ólíkir þó þeir séu eins. „Ég
viðurkenni það alveg að ég hef
fengið gagnrýni á þessi verk en ég
geri þetta af mikilli virðingu við
fánann og þetta er alveg löglegt á
meðan ég er ekki að mála á ís-
lenskan fána.“ Nilli er líklegast
þekktastur fyrir að mála kindur og
segir hann ferðamenn gjarnan hrí-
fast af þeim myndum. En þegar
hann er inntur eftir því hvað veiti
honum mesta gleði að mála segir
hann blómin vera þar ofarlega á
lista. „Um leið og fer að vora og
allt að lifna við langar mig strax að
fara að mála blóm. Það er samt svo
skrítið að ég get ekki málað blóm á
veturna.“
Rammar úr rekavið
Það sem gerir sýningu Nilla
óvenjulega að þessu sinni eru
rammarnir. Þeir eru smíðaðir úr
rekavið úr Hrútafirðinum. „Það
hefur alltaf blundað í mér að nýta
rekaviðinn og mig hefur lengi lang-
að til að vera með öðruvísi ramma
þannig að ég ákvað að kýla á þetta.
Ég skilaði hestinum mínum norður
og tók rekavið heim í staðinn. Ég
vissi í rauninni ekkert hvernig ég
ætlaði að hafa þetta en svo fékk ég
vin minn til að aðstoða mig við að
saga þetta niður. Þetta er svolítið
gróft eins og rekaviðurinn er. Ég
slípa hann ekki en ég pússa aðeins
yfir svo enginn fái flís og svo lakka
ég rammann með glæru lakki. Mér
finnst þetta í rauninni passa mjög
vel við blómin og ég á örugglega
eftir að halda þessu áfram þó að
það sé auðvitað gríðarlega vinna í
þessu.“
Málað á milli leiksýninga
Nilli er ekki eingöngu að fást
við að mála en hann er einnig
grunnskólakennari í Vogaskóla,
fimleikaþjálfari hjá Fylki, leikur í
flestum sýningum Vesturports,
stundar hestamennsku og er fjöl-
skyldufaðir svo eitthvað sé nefnt.
Þegar hann er spurður út í hvernig
hægt sé að finna tíma fyrir þetta
allt saman hlær hann og segir að
það sé alltaf hægt að finna tíma.
„Þetta er svolítið kaflaskipt hjá
mér. Ég er bara í 50% starfi í
kennslu en þjálfunin er tímafrek.
Svo tek ég tarnir við að mála þó að
ég sé alltaf með aðeins blautt í
penslinum. Ég á það síðan til að
sökkva mér í að mála og vera að
fram á nótt þegar það er minna að
gera hjá mér. Við ferðumst líka
mikið með Vesturporti og ef ég er
erlendis að leika þá er ég að mála
líka þannig að ég reyni að nýta alla
lausa tíma.“ Nilli hefur fylgt Vest-
urporti frá upphafi, leikið í mörg-
um sýninga þeirra og séð um fim-
leikaþjálfun innan hópsins. „Mér
finnst líka mjög gaman að leika en
eiginlega bara þegar æfingaferlið
er búið því það er yfirleitt ansi
strembið. Að æfingunum loknum
er þetta ekkert mál, þá er þetta
bara kvöldvinna öðru hvoru.“
Óvenjulegur rammi Grófur rekaviðurinn nýtur sín í
kringum viðkvæmar baldursbrár.
Fegurð „Það þarf ekki að vera slæmt að skera sig úr hópnum.
Maður þarf bara að njóta þess að vera sérstakur,“ segir Nilli.
Uppáhald Af öllum blómum heldur Nilli mest upp á lúpín-
una og berst ákaft fyrir tilverurétti hennar.
Við ferðumst líka mik-
ið með Vesturporti og ef
ég er erlendis að leika
þá er ég að mála líka
þannig að ég reyni að
nýta alla lausa tíma.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR
FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI
www.gilbert.is
Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna
JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts,
þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.
Nákvæmt auga og áratuga reynsla Gilberts tryggir gæði íslensku úranna.