Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
fi p y j g p
Carpaccio með valhnetu-vinaigrette og klettasalati Grafið lam
Villibráðar-paté með paprik
Bruchetta með tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparrótars
Bruchetta með hráskinku, balsam og grill uðu Miðjarðarhafsgrænm
- salat fersku
k r y d d j u r t u m í brauðbo
með Miðjarða
Risa-rækj
með peppadew Silu
með japönsku majón
si sinnepsrjóma- osti á bruchet
Hörpuskeljar, 3 smá
Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og fersku
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarb
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
sahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti m
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Sími 511 8090 • www.yndisauki.is
Leikarinn Nilli bregður sér í ólík hlutverk með Vesturporti. Hér er hann
ballerína í Voyzeck . Í Faust lék hann eldri mann og konu í Húsmóðurinni.
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Ég hef alltaf öðru hvorumálað blóm en aldreiverið með blómasýninguáður. Ég mála aðallega
villt blóm og mig langar til að
fanga fegurð blómanna, sýna að
þau geta í raun verið ólíkir karakt-
erar og mig langar líka til að heilla
áhorfendur,“ segir listmálarinn Jó-
hannes Níels Sigurðsson eða Nilli
eins hann er alltaf kallaður. Nilli
hefur málað olíumálverk frá því
hann var aðeins fimmtán ára en
myndmenntakennari hans í Haga-
skóla greindi hjá honum hæfileika
og hvatti hann til að leita inn á
þessa listabraut. „Ég byrjaði mjög
fljótt að herma eftir myndum
gömlu meistaranna og ég myndi
segja að það sé í raun mjög góður
skóli. Ég hef líka alltaf heillast af
realistum og sérstaklega þeim sem
voru að mála á 19. öldinni. Það eru
yfirleitt mjög vel málaðar myndir.
Þá er skítugt fólk málað skítugt í
framan og fátæktin sést en ekki
bara fína fólkið. Tæknin á bak við
málaralistina hefur líka alltaf heill-
að mig á sama tíma og ímynduð til-
vera truflar mig. Ég þoli til dæmis
ekki illa unnin málverk og til þess
að heillast af abstraktverkum þarf
tæknin að vera mjög flott eða
merkingin á bak við þau mjög góð.
Það kemur alveg fyrir að mér finn-
ist abstraktverk góð en það er afar
sjaldan.“
Villt blóm römmuð
inn í rekavið
„Ég á oft erfitt með að
skilgreina mig og veit
ekki hvað ég á að kalla
mig,“ segir listmálarinn,
fimleikaþjálfarinn, leik-
arinn og kennarinn
Jóhannes Níels Sigurðs-
son. Hann opnaði nýlega
málverkasýningu á Café
Energiu í Smáralind þar
sem áherslan er lögð á
villt blóm og íslenska
fánann.
Listamaðurinn Jóhannes Níels Sigurðsson eða Nilli eins og hann er alltaf
kallaður, hrífst af villtum blómum en á erfitt með að mála þau á veturna.
Ljósmynd/Eddi fyrir Vesturport
Morgunblaðið/Ómar
Capoeira er afró-brasilísk bardagalist
með fimleikaívafi. Capoeira á uppruna
sinn að rekja til Afríku þegar afrískir
þrælar voru að skipuleggja uppreisn á
17. öld. Þeir máttu ekki berjast en
vildu æfa bardagalist. Þeir dulbjuggu
því æfingarnar sem dans og notuðust
við tónlist á meðan.
Ef þér leikur forvitni á að vita meira
um þessa áhugaverðu íþróttagrein þá
er sérstakur byrjendatími í dag klukk-
an 11 með brasilísku meisturunum An-
gelo Capacete og Mestre Strong þar
sem þeir fara yfir undirstöðuatriðin.
Æfingar Capoeira fara fram í Crossfit
Krafti á Suðurlandsbraut. Í kvöld ætla
síðan Capoeira-aðdáendur og iðk-
endur á Íslandi að halda upp á vel
heppnaða önn með gleði á Faktorý.
Það verður Capoeira-sýning og Macu-
lélé ásamt fjölbreyttri tónlist.
Vefsíðan www.facebook.com/CapoeiraaIslandi
Capoeira Áhugasamir fá tækifæri til að kynna sér bardagalist í dag.
Capoeira-gleði í kvöld
Ilmurinn mun að öllum líkindum
fylla vit þeirra er leggja leið sína á
Lækjartorg nú um helgina. Ákveðið
hefur verið að halda matarmarkað á
Lækjartorgi á öllum laugardögum
júlímánaðar á milli 11 og 16.
Viðburðirnir eru á vegum um-
hverfis- og skipulagssviðs borg-
arinnar og er von á miklum fjöl-
breytileika fyrir bragðlaukana.
Meðal þeirra sem munu taka þátt í
markaðinum eru rekstraraðilarnir
Sæluostar úr sveitinni, Svandís
Kandís, Saltverk, Sandholt, Bergs-
son mathús og Búrið. Meðal þess
sem verður á boðstólum er brauð,
sætabrauð, ávextir, grænmeti, ostar,
ólívur, þurrkað kjöt auk tilbúins mat
sem hægt er að njóta á torginu eða
taka með heim í boxi.
Það er Eirný hjá ostaversluninni
Búrinu sem skipuleggur markaðinn
en hún hefur mikla reynslu af mark-
aðshaldi, jafnt hér á landi sem og
erlendis. Lagt verður upp með að
gera markaðinn eins skemmtilegan
og lifandi og hægt er. Fengnar verða
hljómsveitir til að spila fyrir gesti
og gangandi en það er sveitin White
Signal sem mun ríða á vaðið í dag.
Endilega...
... skellið ykkur á matarmarkað
Morgunblaðið/Valdís Thor
Markaður Lækjartorgið mun að öllum líkindum ilma alla laugardaga í júlí.
Í dag verður haldið 18 holu Texas
Scramble-golfmót á Úthlíðarvelli.
Glæsileg verðlaun í boði. Einnig
verður haldið upp á 20 ára afmæli
Golfklúbbsins og veisla verður í Rétt-
inni í kvöld sem um leið er afmælis-
veisla Björns bónda í Úthlíð. Dans-
leikur með Siggu Beinteins og
Grétari Örvarssyni verður að loknum
hátíðarkvöldverði.
Mótsskráning á www.golf.is.
Endilega…
…farið á golf-
mót í Úthlíð
Golf Skemmtileg íþrótt úti í náttúru.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.