Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
Aðeins þrjú verð:
690 kr.390 kr.290 kr.
Stöku sinnum verða grundvallarbreytingar áríkjandi sjónarmiðum og viðhorfum í sam-félögum og jafnvel á ráðandi skipan mála.Stundum er það atburðarás sem enginn einn að-
ili ræður sem veldur. Þannig er ekki fráleitt að segja að
fyrri heimsstyrjöldin hafi verið upphafið að falli hinna
gömlu evrópsku nýlenduvelda, þótt þau hafi staðið uppi í
stríðslok sem sigurvegarar, að seinni heimsstyrjöldin
hafi bundið enda á stöðu þeirra sem heimsvelda og Súez-
deilan 1956 innsiglað þau málalok.
Fall Berlínarmúrsins 1989 er tákn um hrun komm-
únismans, sem gjörbreytti pólitískri stöðu í Evrópu og
endalok herfarar Bandaríkjanna til Íraks og Afganistans
gæti verið byrjunin á því að Bandaríkjamenn dragi sig í
hlé sem eins konar alheimslögregla.
Þarna hefur sýnileg atburðarás ráðið ferðinni.
Grundvallarbreytingar á sjónarmiðum og viðhorfum
eru ekki jafn sýnilegar. Þær byrja að gerjast í undir-
djúpum samfélaga, verða síðan að straumum sem eru á
ferð undir yfirborðinu og brjóta
sér smátt og smátt leið upp á yf-
irborðið.
Fyrir fimm árum var það
ríkjandi viðhorf í Evrópu að
skattgreiðendur ættu að hlaupa
undir bagga, þegar bankar eða
önnur fjármálafyrirtæki lentu í
vandræðum. Í krafti þeirra
ríkjandi sjónarmiða voru Írar
látnir taka á sig óbærilegar byrðar vegna falls írskra
einkabanka. Fimm árum síðar hefur orðið gjörbreyting á
þessum sjónarmiðum. Nú er það orðin yfirlýst stefna
Evrópusambandsins að fyrst eigi hluthafar að tapa, svo
eigendur skuldabréfa sem bankar hafi gefið út og þá eig-
endur innistæðna sem eru umfram 100 þúsund evrur.
Þessi viðhorfsbreyting varð þannig til að gremja skatt-
greiðenda yfir því að þeir tækju á sig tapið en háttsettir
bankamenn kæmust frá þroti banka með mikla fjármuni
fór að búa um sig og brjótast fram í því að ráðandi flokk-
ar misstu völdin og vegur „pópúlískra“ flokka að vaxa. Í
aukakosningum í Frakklandi fyrir skömmu fékk Þjóð-
fylking Marine Le Pen 46% atkvæða.
Uppreisn almennings í mynd mótmæla, hvort sem er í
Arabalöndum, Tyrklandi, Brasilíu, ríkjum Suður-
Evrópu eða t.d. aðgerðum Occupy Wall Street-
hreyfingarinnar (sem sagt er að eiginkona hins nýja
Englandsbankastjóra hafi stutt opinberlega) er orðin að
pólitísku fyrirbæri sem eftir er tekið.
Þessi nýi pólitíski veruleiki er orðinn að þætti í stjórn-
málastarfi á Íslandi, sem ekki er hægt að horfa fram hjá.
Fyrir nokkrum áratugum og alveg fram undir lok þess-
arar aldar stjórnuðu þeir flokkar, sem til þess fengu
meirihluta á Alþingi, landinu. Það var svo undir for-
ystumönnum þeirra komið hvernig þeir stjórnuðu. Sum-
ir höfðu tilhneigingu til að stjórna landi með því að taka
sterkt tillit til þeirra strauma sem þeir fundu að voru á
ferð. Aðrir fóru sínu fram í von um að árangurinn skilaði
sér fyrir næstu kosningar.
Nú er svo komið að það er hæpið að hægt sé að stjórna
landinu með því að ganga þvert á ríkjandi viðhorf hjá al-
menningi, þótt meirihluti sé til staðar á Alþingi. Þrennt
hefur skipt mestu í því sambandi. Í fyrsta lagi er þjóðin
betur menntuð en áður og hver þjóðfélagsþegn þar af
leiðandi betur fær um það en kannski framan af 20. öld-
inni að leggja sjálfstætt mat á einstök mál. Í öðru lagi er
þjóðin betur upplýst en áður. Fólk hefur nú aðgang að
flestum þeim upplýsingum sem áður fyrr voru í höndum
tiltölulega fámenns hóps. Og í þriðja lagi hefur ný fjar-
skiptatækni gert fólki kleift að bera saman bækur sínar,
skiptast á skoðunum og leita eftir samstöðu alveg burt-
séð frá því hvað gerist eða gerist
ekki á vettvangi stjórnmálaflokk-
anna eða hinna hefðbundnu fjöl-
miðla.
Þessi breyting gerir það að
verkum að stjórnmálaflokkarnir
geta ekki lengur gengið að því
vísu að þeir geti farið sínu fram í
fjögur ár og vonast svo til þess að
dæmið gangi upp í kosningum.
Misstígi þeir sig að mati einhverra hópa í samfélaginu er
hafizt handa um undirskriftasöfnun og nái hún flugi get-
ur hún skipt sköpum. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson
hóf að beita málskotsrétti stjórnarskrárinnar fyrstur
forseta lýðveldisins opnaði hann gáttir sem ekki er víst
að hann sjálfur ráði við og út af fyrir sig spurning hvort
nokkur ástæða sé til að hann reyni að ráða við. Alla vega
frá sjónarhóli þeirra sem telja bezt að Íslandi verði í
framtíðinni stjórnað á þann veg að þjóðin sjálf taki
ákvarðanir í meginmálum og að það sé síðan hlutverk Al-
þingis að útfæra þær ákvarðanir.
Nú er tekin við ný ríkisstjórn og nýr meirihluti á Al-
þingi. Það má sjá merki þess að hinir nýju stjórnar-
herrar hafi ekki áttað sig á þessum grundvallarbreyt-
ingum í samfélagsmálum. Að þeir telji að þeir geti farið
sínu fram. En það er misskilningur. Þeir geta það ekki.
Flokkar geta ekki lengur stjórnað landinu að sínum geð-
þótta og síðan staðið eða fallið með gerðum sínum fjórum
árum seinna.
Þótt hér verði ekki valdaskipti eins og í Egyptalandi
þessa dagana, getur fólki misboðið svo mjög að það grípi
til þeirra aðgerða sem það á kost á, safni undirskriftum
undir mótmæli, gangi fylktu liði til Bessastaða og krefji
forseta um að hann beiti málskotsrétti og vísi málum í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég veit að reyndir stjórnmálamenn segja að það sem
hér er sagt sé bull. Svona sé ekki hægt að stjórna landi.
Þeir sem það segja hafa orðið viðskila við megin-
strauma samtímans.
Að verða viðskila við
meginstrauma samtímans
Flokkar geta ekki lengur
stjórnað landinu að sínum
geðþótta – þá grípur almenn-
ingur til sinna ráða
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Fyrir skömmu átti ég erindi til Ga-lapagos-eyja, og þá komst ég að
því, að íslenskur einsetumaður bjó þar
um 1930 til 1945. Hann kallaði sig oft-
ast Walter Finsen, en enginn maður
með slíku nafni er finnanlegur í ís-
lenskum skjölum. Íslendingsins er
getið í nokkrum bókum erlendra
ferðalanga á eyjunum, en einnig í ís-
lenskum heimildum. Ein slík er viðtal í
Vísi 1951 við íslenskan skipstjóra, sem
hafði hitt hann á stríðsárunum, þegar
bandaríski herinn hafði bækistöð á
eyjunum. Kvaðst hann þá vera af
Thorarensen-ætt. Önnur heimild er
viðtal í Morgunblaðinu 1967 við þýska
konu, búsetta á Íslandi, sem hafði farið
til eyjanna þá um sumarið og hitt
gamla nágranna Íslendingsins.
Þessi Íslendingur var sagður um
sjötugt, þegar hann lést á Galapagos-
eyjum 1945. Hann hafði haldið ungur
til sjós, væntanlega á síðasta áratug
19. aldar. Hann var staddur í San
Francisco, þegar jarðskjálftinn mikli
1906 lagði borgina í rúst, en lengst var
hann í Rómönsku Ameríku, meðal
annars við olíuleit í Maricaibo í Vene-
súela, en hafði einnig eitthvað að segja
af mexíkósku byltingunni 1910-1920.
Þegar hann var á sextugsaldri bjó
hann í Síle, en þá veiktist hann og
læknar sögðu honum, að hann ætti
ekki langt eftir. Þá ákvað hann að
flytjast til Galapagos-eyja, þar sem
hann átti dönsk kunningjahjón. Settist
hann fyrst að hjá þeim á eynni Santa
Cruz, en reisti sér síðan lítið hús þar
úr svörtum hraunhellum. Vegna mála-
kunnáttu sinnar var hann oft leið-
sögumaður erlendra ferðamanna og
kenndi einnig börnum eyjarskeggja.
Sagði hann sögur af Íslandi, og ís-
lenski sjómaðurinn, sem hitti hann á
stríðsárunum, hafði orð á því, að heim-
ili hans hefði verið með íslensku sniði.
Í íslensku heimildunum er ekki
nefnt, að Íslendingurinn varð vitni að
undarlegu morðmáli á eyjunum. Kona
birtist þar með tveimur ástmönnum
sínum og kallaði sig barónessu de
Wagner-Bousquet. Settist hún að á
Floreana-ey. En einn góðan veðurdag
árið 1934 hvarf hún ásamt öðrum ást-
manninum, og hefur ekki spurst til
þeirra síðan. Hinn ástmaðurinn flýtti
sér að reyna að komast til meginlands-
ins, en fannst nokkrum mánuðum síð-
ar látinn á eyðiey þar skammt frá. En
hver var Íslendingurinn, sem kallaði
sig oftast Walter Finsen? Hugsanlega
var hann Ágúst Bjarnason Thor-
arensen, sem fæddist 1880, missti föð-
ur sinn 1885 og fór í siglingar, og er
ekkert meira vitað um hann.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Íslenskur huldumaður
á Galapagos-eyjum
Bréf til blaðsins
Íslenski safnadagurinn verður hald-
inn hátíðlegur á morgun, 7. júlí, en
safnmenn hafa haldið upp á þennan
dag árlega í 17 ár með því að bjóða til
veislu á söfnum sínum í formi fjöl-
breytilegrar dagskrár sem sniðin er
að breiðum hópi gesta. Íslenski safn-
adagurinn var fyrst haldinn árið 1997
að frumkvæði safnmanna sjálfra.
Hugmyndina að baki deginum má
rekja til alþjóðasafnadags ICOM
sem haldinn er 18. maí ár hvert.
Vegna íslenskra aðstæðna hefur ver-
ið samkomulag um að færa safnadag-
inn til hér á landi og halda hann í júlí
ár hvert. Í stað fastrar dagsetningar
er honum valinn góður sunnudagur í
byrjun júlímánaðar þegar allt er í
blóma og fólk á ferðalagi um landið,
tilbúið að njóta þeirrar fjölbreytilegu
dagskrár sem söfnin bjóða upp á.
Markmiðið með deginum er að
vekja athygli á mikilvægi safnastarfs
og draga fram á hversu fjölbreyttan
og áhugaverðan hátt söfnin varðveita
og miðla íslenskum menningararfi.
Hlutverk safnanna er að varðveita,
safna, miðla og rannsaka en tengsl
safns og gesta þess er ekki síður
mikilvægur þáttur í starfsemi safna.
Um allt land má finna fjölmargar
sýningar og setur þar sem sjónum er
oft beint að afmarkaðra viðfangsefni.
Þessi fjölbreytni ber vitni mikilli
grósku í safnastarfi en um leið er
ljóst að akurinn er ekki plægður og
fjölmörg áhugaverð viðfangsefni
bíða úrlausnar framtíðarinnar. Öfl-
ugt safnastarf og faglegt er grund-
völlur að varðveislu, rannsóknum og
miðlun á menningararfi okkar Ís-
lendinga, jafnt í fortíð og nútíð.
Söfn eru vettvangur þar sem boðið
er upp á fræðslu á óformlegan og
áhugaverðan máta. Gesturinn geng-
ur inn á sögusvið sem er afrakstur
rannsókna, söfnunar og þróunar og
miðlunin í formi sýningar, sem er af-
rakstur mikils undirbúnings. Á safni
skoðar fólk raunverulega hluti, heyr-
ir sannar sögur og oft er það þannig
að raunveruleikinn tekur öllum
skáldskap fram. Nýlegar rannsóknir
á því hvernig safngestir skoða og
meðtaka sýna fram á að gestir í dag
eru ekki hlutlausir þiggjendur menn-
ingarefnis heldur eru þeir í raun
menningarframleiðendur sjálfir því
að þegar þeir skoða og meðtaka fer
ímyndunaraflið af stað. Auk þess
taka þeir með sér sinn eigin reynslu-
heim og arf og þegar þetta allt er
komið saman verður til eitthvað nýtt
og persónulegra efni sem geymist
með gestinum. Heimsókn á safn er
því einstök leið til lifandi þekking-
aröflunar og skemmtunar, fyrir fólk
á öllum aldri og þroskastigum.
Hlutverk safna er margrætt, við
vísum oft til þeirra sem menning-
arstofnana en um leið eru söfn virkar
samfélagsstofnanir. Mikilvægi
þeirra í samfélagsþróun og mótun er
ótvírætt og mikilvægt að starf þeirra
sé öflugt og nái að vera sá öxull milli
fortíðar og framtíðar sem söfn eiga
að vera.
Á undanförnum árum hefur ís-
lenskt safnastarf tekið miklum
breytingum og um allt land hefur átt
sér stað gróskumikil uppbygging.
Söfnin eru oft hjarta sérhvers sveit-
arfélags og dýrmætar perlur í menn-
ingarlífi samfélagsins. Margvíslegar
sýningar og viðburðir árið um kring
eru fastur hluti af starfi íslenskra
safna. Þau eru því lifandi vettvangur
fræðslu, upplifunar og skemmtunar.
Listasöfn, náttúrusöfn og menning-
arminjasöfn draga fram sérstöðu
þeirra svæða þar sem þau eru stað-
sett og gegna veigamiklu hlutverki í
menningarlífi sinna samfélaga.
Íslenski safnadagurinn er sprott-
inn upp úr grasrótinni, frá safn-
mönnum sjálfum og er það FÍSOS,
félag íslenskra safna og safnmanna
sem hefur umsjón með þessum degi.
Dagskrá safnanna er afar fjölbreytt
og þar geta allir fundið eitthvað við
sitt hæfi enda eru á Íslandi rúmlega
160 söfn og setur sem hvert um sig
hafa sína sérstöðu.
Landsmenn allir eru hvattir til að
sækja söfn og njóta skemmtunar og
fræðslu. Í dagskrá kennir ýmissa
grasa en upplýsingar um dagskrá
safnanna má nálgast á Facebook-
síðu íslenska safnadagsins,
www.safnmenn.is og www.safnabok-
in.is.
SIGRÍÐUR ER
FORMAÐUR FÍSOS,
BJÖRG ER VERKEFNA-
STJÓRI ÍSLENSKA
SAFNADAGSINS 2013.
Íslenski
safnadagurinn
Frá Sigríði Melrós Ólafsdóttur
og Björgu Erlingsdóttur