Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
Góð brauð – betri heilsa
Opið: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Lengri opnunartími á Dalveginum
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Handverk
í 18 ár
Brauðdagar
hjá Reyni bakara
13 Chapbooks:
Icelandic Poetry in English
13 poets of the 20th Century
Translations and biographies by
Hallberg Hallmundsson
The Poetry of Jóhannes úr Kötlum,
Ólafur Jóhann Sigurðsson, Steinn
Steinarr, Hannes Sigfússon,
Stefán Hörður Grímsson,
Þorsteinn frá Hamri, Jóhann
Hjálm-arsson, Gyrðir Elíasson,
Ísak Harðarson, Vilborg
Dagbjartsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir and
Sigurður Pálsson.
Shortly before Hallberg Hallmundsson died in January 2011 he
asked his relatives to publish his translations of
poetry that he had prepared in his computer.
Already The Village by Jón úr Vör has been
published and also Hallberg´s writing about
Icelandic literature in World Literature Today.
Soon Hallberg´s Potpourri of Icelandic Poetry
through Eleven hundred Centuries will be
published.
-------------------
13 Chapbooks is 410 pages.
First printing is sold out. Second printing now available.
Distributed by: JPV.
The book is in all of the bigger bookshops
Sýningin Wally
verður sýnd yfir
helgina en um er
að ræða skondinn
trúðleik sem börn
ættu að elska.
Hinn heims-
frægi sænski sirk-
ushópur Cirkus
Cirkör sýnir We-
ar it Like a Crown í Borgarleikhús-
inu um helgina og fram í næstu viku.
Írski sirkushópurinn Fidget Feet
kemur með sýninguna Hang on en
henni er best lýst sem danssýningu í
lausu lofti.
Animal Religion eftir annars veg-
ar finnskan og hins vegar spánskan
sirkuslistamann byrjar um helgina
og er fyrir alla aldurshópa.
Einnig er hægt er að sækja ókeyp-
is sýningar á Volcano, sirkuslistahá-
tíðinni í Vatnsmýrinni.
Sýningin Stokkhólmsheilkennið
er eldfim, bens-
índrifin, anark-
ista pönk-
sirkussýning sem
verður sýnd á
laugardag og
sunnudag. Ekk-
ert kostar inn á
sýninguna sem er
í rúman klukku-
tíma og lofar því
að kynda undir áhorfendum.
Bifröst, leiklistarhópur frá Nor-
egi, verður með ókeypis sýningu á
miðvikudaginn og eins hópurinn An-
ion sem sýnir um næstu helgi eða 14.
júlí.
Lipur Teygjanlegur listamaður.
Viðburðir í
Vatnsmýri
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Sirkuslistformið er Íslendingum framandi enda
lítið þekkt hér á landi. Kynni okkar af sirkusnum
eru helst í gegnum erlenda listahópa sem koma
til landsins endrum og sinnum til að skemmta og
sýna listir sínar. Listformið náði ekki að festa
rætur hér á landi í langan tíma enda íslenska
foldin ýmsum erlendum áhrifum erfið upp-
dráttar. Það tók harðgerðan og ákveðinn Ástrala
til að fá sirkuslistformið til að festa rætur á Ís-
landi og byrja að vaxa og dafna. Götulistamað-
urinn Lee Nelson hóf að kenna Íslendingum
grunninn að góðum sirkus árið 2007 og hefur
starfsemi hans, Sirkus Íslands, staðið að fjölda
sýninga og aukið áhuga Íslendinga á sirkusnum.
Nú er starfsemin í fullum gangi og tekur Sirkus
Íslands m.a. þátt í alþjóðlegu sirkushátíðinni í
Vantsmýrinni, Volcano.
Áhuginn að aukast á sirkusnum
Eyrún Ævarsdóttir er einn þeirra Íslendinga
sem hafa fundið köllun sína í sirkuslistinni og
leggur nú stund á nám í sirkuslistum í Hollandi
og sýnir þess á milli með Sirkus Íslands. „Ég
uppgötvaði sirkusinn í gegnum leiklistina og hef
alfarið fært mig út í sirkusinn. Sirkuslistformið
er bæði skemmtilegt og krefjandi sem á vel við
mig,“ segir Eyrún en hún hefur lagt stund á
sirkuslistir í að verða sex ár og má því réttilega
kalla hana einn af brautryðjendum listformsins á
Íslandi, í það minnsta á síðari tímum. „Heiðurinn
af starfinu á Íslandi á Lee Nelson en hann byrj-
aði með tíma í Kramhúsinu árið 2007 og færði
sig svo yfir í fimleikasal Gróttu þegar starfsemin
fór að vaxa og núna æfum við í fimleikasal Ár-
manns. Áhuginn hefur aukist með árunum og í
dag er sirkushópurinn vel mannaður og sífellt
fleiri sækja í að læra og æfa sirkuslistir.“
Fjölbreyttur bakgrunnur
Eyrún segir allan gang á því hvaða bakgrunn
sirkuslistamenn hafi og íslenski hópurinn sé fjöl-
breyttur og komi m.a. úr leiklist, söng og fim-
leikum. „Þegar Nelson var að stofna Sirkus Ís-
lands var mjög misjafnt hvernig fólk kom inn í
hópinn hjá honum. Hann sá t.d. tvo menn á ein-
hjóli úti á götu og bauð þeim að koma og taka
þátt. Sjálf kem ég úr leiklistinni og nokkrir hafa
komið úr fimleikunum, sérstaklega úr Ármanni
þar sem við höfum æfingaaðstöðu,“ segir Eyrún
en hennar sérsvið innan sirkussins er loftfim-
leikar en þar nýtist grunnur í fimleikum vel enda
fimleikafólk líkamlega vel þjálfað, hefur gott
jafnvægi og tök á erfiðri tækni að sögn Eyrúnar.
„Sirkusinn er svo fjölbreyttur að þar er pláss
fyrir fleiri en fimleikafólk. Við erum ekki bara að
sveifla okkur um í loftinu og því nýtist grunnur í
söng, leiklist og öðrum greinum fólki sem hefur
áhuga á sirkuslistinni.“
Ævintýraheimur sirkussins
Í hugum margra er sirkusinn hulinn sér-
stökum ævintýrablæ þar sem dýr og menn leika
listir sínar til að gleðja börn og fullorðna. Eyrún
segir það form enn tíðkast og kallist klassískur
sirkus en tímarnir breytast og mennirnir með. „Í
dag snýst sirkusinn fyrst og fremst um manninn
sjálfan og líkamlega getu hans og hæfileika.
Sirkuslistin er eins og dansinn að því leyti að
þetta er alþjóðleg tjáning og um það snýst nýi
sirkusinn.“
Nútímasirkussýningar eru fjölbreyttar og
skemmtilegar þó ekki sé verið að láta dýr hoppa
í hringi og upp á alls konar hluti. Líkamleg tján-
ing sirkuslistamannsins getur kallað fram allar
tilfinningar frá gleði yfir í sorg. Það er gert með
jafnvægislistum eins og að halda mörgum og
jafnvel margskonar hlutum á lofti á sama tíma,
þeysast um loftið í köðlum og reipum eða
skemmta áhorfendum með látbragði og öðrum
hætti. „Í raun er þetta allt sem maðurinn getur
gert með líkamanum á sviði.“Sirkuslistir eru ekki
hættulausar og þó lífið sjálft sé áhætta eru sum
störf hættulegri en önnur. Ekki er langt síðan
ung sirkuslistakona lét lífið í slysi á sýningu í
Las Vegas og er það áminning um hættuna sem
fylgir starfinu. „Fólk getur alls staðar meitt sig
og slasast ef ekki er gætilega farið. Við reynum
að lágmarka áhættuna með því að fara varlega
og hafa allt öryggi í lagi,“ segir Eyrún en hún lít-
ur á sirkuslistina eins og hverja aðra íþrótt. „Það
geta alltaf orðið slys en við notum dýnur þegar
við æfum og ef hætta er á tiltölulega háu falli eru
notaðar dýnur á sýningum líka. Við gætum vel
að öllu öryggi og notum til þess töluvert af klif-
urbúnaði og iðnaðaröryggisbúnaði sem er yfir-
farinn og athugaður reglulega. Strangar æfingar
og ríkar öryggiskröfur lágmarka því áhættuna
þó svo hún sé og verði alltaf til staðar.“
Fjórar sýningar á hátíðinni
Sirkus Íslands er með fjórar sýningar á al-
þjóðlegu sirkushátíðinni í Vatnsmýrinni, Volcano,
en þetta eru fjölskyldusýning, barnasýning, full-
orðinssýning og svo auðvitað sýningin hans
Wally. Sýningarnar heita Heima er best,
S.I.R.K.U.S, Skinnsemi og Wally og gestir. Þá
verður Sirkus Íslands einnig með sirkuskennslu
fyrir þá sem vilja læra undirstöðuatriðin í sirk-
uslistum eða bara prófa sig áfram og kynnast því
hvernig það er að vera sirkuslistamaður.
Íslenskur sirkus á uppleið
Sirkus Íslands með
fjórar sýningar á Volcano
Morgunblaðið/Eggert
Áhætta Sirkuslistir eru fjölbreyttar og geta sum atriði verið áhættusöm. „Í dag snýst sirkusinn fyrst
og fremst um manninn sjálfan og líkamlega getu hans og hæfileika,“ segir Eyrún Ævarsdóttir.