Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um
195 þúsund í júní sem er talsvert
meira en áður hafði verið spáð. Þetta
kemur fram í opinberum tölum sem
birtar voru í gær. The Wall Street Jo-
urnal greinir frá því að tölurnar séu
til marks um miklar umbætur á
vinnumarkaði og að þær styrki grun-
semdir um að Bandaríski seðlabank-
inn muni draga úr örvunaraðgerðum
sínum.
Þrátt fyrir fjölgun starfa helst at-
vinnuleysi áfram í 7,6%. Það stafar af
fjölgun fólks á vinnumarkaði. Hins
vegar hefur dregið verulega úr at-
vinnuleysi á seinustu þremur árum en
í októbermánuði árið 2009 mældist at-
vinnuleysi næstum 10%. Greinendur
segja ástæðuna mega rekja til fækk-
unar fólks á vinnumarkaði, bæði hafi
eldra fólk hætt störfum og ungmenni
gefist upp á atvinnuleitinni.
Aðeins fjölgun í einkageiranum
Opinberu tölurnar um fjölgun
starfa voru umfram spár en gert hafði
verið ráð fyrir um 166 þúsund nýjum
störfum í júní. Þá endurskoðaði
vinnumálastofnun Bandaríkjanna töl-
ur frá því í apríl og maí og komst að
þeirri niðurstöðu að ný störf hefðu
verið um 70 þúsund fleiri en áður
hafði verið greint frá.
Athygli vekur að störfum fjölgaði í
einkageiranum en fækkaði í hinum
opinbera. Þannig fjölgaði störfum um
202 þúsund í einkageiranum í júní en
7 þúsund störf glötuðust hjá hinu op-
inbera. Störfum hjá hinu opinbera
hefur farið fækkandi í Bandaríkjun-
um seinustu mánuði en sumir hag-
fræðingar rekja fækkunina til niður-
skurðar í opinberum fjármálum, sem
tók gildi fyrr á árinu.
Dregur bráðum til tíðinda
Greinendur telja atvinnuleysistöl-
urnar vera merki um að bandaríska
hagkerfið sé að ná sér á strik eftir
þrengingarnar undanfarin ár. Er það
mat greinenda að með þessu áfram-
haldi muni Bandaríski seðlabankinn
hækka vexti á næstu mánuðum.
Ávöxtunarkrafa á 10 ára ríkisskulda-
bréf, sem er ágætur mælikvarði á
væntingar markaðarins til aðgerða
seðlabankans, tók stökk upp á við og
hefur nú ekki verið jafnhá síðan í
ágúst árið 2011.
Ben Bernanke, bankastjóri Banda-
ríska seðlabankans, hefur látið í ljós
það álit sitt að bankinn dragi úr örv-
unaraðgerðum sínum þegar atvinnu-
leysi mælist 7%. Þá hefur hann gefið
vísbendingu um að bankinn muni
hækka vexti þegar atvinnuleysi nær
6,5%. Sérfræðingar á markaði segja
ekki lengur spurningu um hvort held-
ur hvenær, og í hve miklum mæli,
bankinn muni draga úr skuldabréfa-
kaupum sínum. Sem stendur kaupir
bankinn skuldabréf fyrir 85 milljarða
dala á mánuði en hagfræðingar, sem
fréttavefur Reuters ræddi við, spá því
að bankinn muni fyrr en síðar kaupa
bréf „aðeins“ fyrir 65 milljarða dala.
„Þetta eru seinustu atvinnuleysis-
tölur sem stjórnendur Bandaríska
seðlabankans sjá áður en þeir funda í
lok júlí. Betri horfur í efnahagslífinu
styrkja þann grun minn að bankinn
muni draga úr aðgerðum sínum, lík-
legast í september,“ sagði Kathy Jon-
es hjá Charles Schwab-bankanum í
samtali við CNBC.
Störfum fjölgar um 195
þúsund í Bandaríkjunum
Styrkir grunsemdir um að seðlabankinn dragi úr örvunaraðgerðum sínum
Störf Margir telja fjölgun starfa í einkageiranum vera sterka vísbendingu um að atvinnulífið sé að ná sér á strik. Þá
benda sumir á að fækkun opinberra starfa sé eðlileg í ljósi þess hve mikið hið opinbera hefur blásið út seinustu ár.
AFP
Fleiri störf
» Störfum fjölgaði um 195
þúsund í Bandaríkjunum í júní.
» Athygli vekur að störfum
fjölgaði aðeins í einkageiranum
en ekki í hinum opinbera.
» Greinendur telja nýju töl-
urnar vera merki um bata í
hagkerfinu.
» Það er ekki lengur spurning
um hvort heldur hvenær
Bandaríski seðlabankinn dragi
úr örvunaraðgerðum sínum.
» Líklegt er talið að bankinn
dragi úr skuldabréfakaupum á
markaði á næstu mánuðum.
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Alþingi kaus í gær nýtt bankaráð
Seðlabankans. Aðalmenn í ráðið voru
kjörin:
Ólöf Nordal, Ingibjörg Ingvadóttir,
Ragnar Árnason, Jón Helgi Egilsson,
Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Valur
Gíslason og Auður Hermannsdóttir.
Varamenn í bankaráð Seðlabankans
voru kjörin:
Ingvi Hrafn Óskarsson, Linda Björk
Bentsdóttir, Heiðrún Lind Marteins-
dóttir, Leó Löve, Sigrún Elsa Smára-
dóttir, Hildur Traustadóttir og Sunna
Jóhannsdóttir.
Nýtt bankaráð kosið
● Landsbankinn veitti 15 milljónir
króna í samfélagsstyrki úr Samfélags-
sjóði bankans. Veittir eru þrjátíu og
fjórir styrkir, þrír að upphæð ein millj-
ón króna hver, sautján að fjárhæð 500
þúsund krónur og fjórtán að fjárhæð
250 þúsund krónur. Yfir 450 umsóknir
bárust sjóðnum að þessu sinni.
Samfélagsstyrkjum er einkum ætl-
að að styðja þá sem sinna mannúðar-
og líknarmálum, menntamálum, rann-
sóknum og vísindum, verkefnum á svið-
um menningar og lista, forvarnar- og
æskulýðsstarfi og sértækri útgáfu-
starfsemi, segir í tilkynningu.
Landsbankinn veitir 15
milljónir króna í styrki
Hagnaður suðurkóreska raftækja-
framleiðandans Samsung mun nema
8,3 milljörðum dala, jafnvirði ríflega
þúsund milljarða króna, á öðrum
ársfjórðungi ársins ef marka má
afkomuspá framleiðandans. Frétta-
vefur BBC greinir frá þessu. Þrátt
fyrir að tekjur Samsung hafi aldrei
verið hærri sýnir spáin hagnað undir
væntingum greinenda, en flestir
höfðu gert ráð fyrir níu milljarða
dala hagnaði.
Hlutabréf félagsins féllu um 3,8% í
verði þegar markaðir voru opnaðir í
gær en alls hafa bréfin fallið 15% í
verði síðan í byrjun júnímánaðar.
Óttast fjárfestar að hægja muni á
vexti framleiðandans.
Skortur á fjölbreytni
Samsung setti á markað Galaxy
S4-snjallsímann fyrr á þessu ári en
sérfræðingar á snjallsímamarkaði
segja símann hafa verið lykilinn að
vexti Samsung undanfarið. Hins
vegar er það álit greiningaraðila að
Samsung þurfi að kynna til leiks
vöru sem hefur ekki áður verið til.
Framleiðandinn leggi of mikla
áherslu á símamarkaðinn. kij@mbl.is
AFP
Farsímamarkaðurinn Fjárfestar óttast að Samsung sé orðið of háð far-
símamarkaðinum en um 74% af tekjum framleiðandans koma þaðan.
Afkoma Samsung
undir væntingum
Fjárfestar óttast minni vöxt Samsung
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,/
+01.--
++0.23
,+.2+2
,4.,00
+0.-05
+54./3
+.,-+3
+02.12
+2+.,-
+,-.-/
+00.4+
++3.4/
,+.213
,4.5/0
+0.251
+54.0-
+.,--2
+01.5,
+2+.1
,+0.+34/
+,-.0/
+00./1
++3.53
,+.1/,
,4./40
+0.23+
+5+.,+
+.,-35
+01.00
+2,.+-
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á