Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þó að Íslendingar telji sigjafnan framarlega á mer-inni í öllu því sem viðkemurnýrri tækni eru þeir eftir- bátar annarra Norðurlandabúa þeg- ar kemur að netnotkun á þráðlausum tækjum eins og snjallsímum, spjald- tölvum og netlyklum. Þetta er á með- al þess sem lesa má um í nýrri nor- rænni samanburðarskýrslu sem fjarskiptaeftirlitsstofnanir á Norð- urlöndunum, ásamt Eistlandi og Litháen, hafa tekið saman um notk- un á helstu fjarskiptaþjónustu og þróun síðustu ára. Niðurstaða skýrslunnar er sú að fjarskiptanotkun Norðurlandanna sé afar lík og að íbúar þeirra nýti sér sambærilega tækni á svipaðan máta að því er segir á vefsíðu Póst- og fjar- skiptastofnunar. Engu að síður má greina nokkurn mun á notkun Ís- lendinga á símum og fjarskiptatækj- um og Norðurlandabúa. Minni notkun á tækjunum Þegar litið er til farsímaáskrifta miðað við höfðatölu reka Íslendingar lestina, en í Finnlandi eru áskrift- irnar flestar. Í skýrslunni segir að áskriftum sé enn að fjölga í öllum löndunum sjö og helgast það fyrst og fremst af fjölgun snjallsíma. Þess ber að geta að inni í tölum um farsímaáskriftir eru einnig taldar gagnaáskriftir fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og netlykla. Þar sem út- breiðsla þriðju kynslóðar far- símaneta, svokallað 3G-net, hófst tveimur til þremur árum síðar hér á landi en í samanburðarlöndunum, þarf ekki að koma á óvart að allar farsímaáskriftir, að meðtöldum þráð- lausum tækjum, séu færri hér á landi. Það útskýrir einnig hvers vegna aðeins Litháar flytja minna gagna- magn um farsímatengingar en Ís- lendingar. Hér á landi er meðal- gagnaflutningamagn á áskrifanda rúmlega tvö gígabæt á ári. Í Finn- landi er það um tíu GB og um þrettán í Svíþjóð þar sem það er mest. Minni netnotkun Íslendinga í gegnum farsíma er einnig staðfest í skýrslu Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD) sem birt var fyrr í vikunni. Þar kemur meðal annars fram að hlutfall einstaklinga sem notuðu farsíma til að komast á netið á Íslandi árið 2010 var um 17%. Það er aðeins yfir meðaltali Evrópusam- bandslanda en helmingi lægra en hlutfall þeirra sem það gera í Noregi. Fastar netáskriftir, þ.e.a.s. eins og nettengingar í heimahúsum, eru hins vegar svipaðar að fjölda hér á landi og í samanburðarlöndunum. Danir tróna á toppnum með 0,4 áskriftir á íbúa en Íslendingar, Finnar og Svíar koma þar á eftir með á bilinu 0,3-0,35 áskriftir á haus. Tölum í vel á annan sólarhring Þó að Íslendingar noti þráðlaus tæki minna til að fara á netið tala þeir svipað mikið og aðrir Norður- landabúar í farsíma. Finnar tala í flestar mínútur í símana sína en Ís- lendingar og Norðmenn eru ekki langt á eftir í masinu. Meðaláskrif- andinn á Íslandi talar í um tvö þús- und mínútur á ári í farsímann sinn. Það eru meira en 33 klukkustundir á ári hverju. Þrátt fyrir þessa miklu farsíma- notkun senda Íslendingar ekki jafn- mörg SMS-skilaboð og aðrir Norður- landabúar, utan Eista. Hér á landi sendir meðaláskrifandinn rúmlega 500 SMS á hverju ári, varla eitt og hálft skeyti á dag, en í Svíþjóð, Dan- mörku og Litháen sendir hann um og yfir 1.500 SMS á ári. Það eru rúm fjögur skilaboð á dag. Förum minna á netið en mösum jafn mikið Gagnaflutningar um farsímanet Meðaltalsnotkun áskrifenda í gígabætum á ári Heimild: PFS 14 12 10 8 6 4 2 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Svíþjóð Noregur Finnland Danmörk Ísland Eistland Litháen 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Portúgalareiga ekki sjödagana sæla um þessar mundir. Ekkert lát er á kreppunni þar í landi og frekar að harðni á dalnum, en að efna- hagslífið taki við sér. Í vikunni virtist stjórnin vera að springa, fjármálaráðherra og utanríkis- ráðherra landsins sögðu af sér og meirihlutinn farinn. Pedro Passos Coelho, forsætisráð- herra landsins, tókst að kaupa sér gálgafrest, en aðhaldsgerð- irnar, sem hann hefur blásið til eru óvinsælar, svo ekki sé meira sagt. Portúgölum er líkt farið og öðrum jaðarþjóðum ESB, sem við upptöku evru fengu óheftan aðgang að ódýru lánsfé þótt ljóst væri að hagkerfi þessara landa stæðu aldrei undir end- urgreiðslu lánanna ef syrti í ál- inn. Almenningur í Portúgal er ekki sáttur við að þurfa að súpa seyðið af aðgerðum til að bjarga bönkum og fjár- málastofnunum. Portúgalar sömdu um 78 milljarða evra lán við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, Evrópusam- bandið og Evrópska seðlabank- ann. Lánunum fylgdu harðir skilmálar um aðhald, nið- urskurð og sparnað. Kunn- uglegt stef. Hinum svokölluðu „björg- unaraðgerðum“ hefur hins veg- ar ekki fylgt neinn efnahags- bati. Aðgerðirnar tryggja beinlínis viðvarandi kreppu í Portúgal. Ástandið í Portúgal sýnir að vandi evrunnar hefur langt frá því verið leystur. Í vikunni hrikti í mörkuðum vegna stöð- unnar. Helstu tals- menn aðhalds hófu að venju upp raust sína eins og kór í grískum harmleik og hömruðu á því að Portúgal- ar yrðu að standa við skuld- bindingar sínar. Grikkir, Spánverjar, Ítalir og Krítverjar hafa allir fengið að heyra sama sönginn. Falli stjórnin í Portúgal er harla ósennilegt að kjósendur verði ginnkeyptir fyrir boð- skap um aðhald eða koðni und- an hótunum um hvað taki við velji þeir aðra leið. Kosninga- loforð um áframhaldandi kreppu eru ekki sérlega sann- færandi. Innleiðing evrunnar hefur verið afdrifarík. Hún hefur verið dragbítur þeim evruríkj- um, sem verst hafa farið út úr kreppunni. Án evrunnar hefðu þau í fyrsta lagi ekki haft sama aðgang að lánum og í öðru lagi getað notað gjaldmiðilinn til að auka samkeppnishæfni sína. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur verið ein- arður talsmaður aðhalds, en gerir sér nú grein fyrir því að viðvarandi atvinnuleysi tuga milljóna manna í Evrópu er stóralvarlegt mál. Seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, talaði líkt og hann hefði gengið í stjórnmála- skóla Samfylkingarinnar þegar hann reyndi að slá á óróleikann á mörkuðum í vikunni með því að segja að Portúgal hefði náð frábærum árangri í endur- uppbyggingu og væri nú í „öruggum höndum“. Öryggi hlýtur að vera síðasta orðið sem Portúgölum dettur í hug í yfirstandandi hremmingum. Vandi evrunnar langt frá því leystur}Þrengingar Portúgala Ein ímyndinsem margir hafa haft af framþróun tækn- innar á síðustu ára- tugum er af ung- mennum sem sitja sem límd við sófann í ímyndar- og afþreyingarheimum sem taka hinu daglega amstri langt fram. Hreyfingarskorti ung- menna af þessum völdum hefur verið lýst sem einu alvarleg- asta heilsufarsvandamáli sam- tímans. Vandamálið virðist ekki bara einskorðað við ung- menni því að sú mikla bylting í tölvu- og símatækni sem orðið hefur á síðustu árum hefur gert það að verkum að sífellt fleiri límast við sífellt smærri skjái. Liggur við að hægt sé að nota orðið fíkn um það. Á sama tíma eru fleiri og fleiri að hagnýta sér tæknina til hagsbóta fyrir fólk sem vill hreyfa sig. Í Morgunblaðinu hefur til dæmis verið fjallað um smáforrit í síma sem geti auðveldað hjólreiðamönnum að komast leiðar sinnar. Einnig er til aragrúi forrita sem öll reyna að stuðla að aukinni hreyfingu, telja fót- stig í göngu, mæla hversu langt og lengi menn hlaupa, aðstoða við golfsveifluna og svo mætti lengi telja. Þessi dæmi sýna það að hugsanlega þarf ekki að óttast það að framtíðarmaðurinn verði fastur við sófann með til- heyrandi heilsubresti þó að tæknin taki til sín sífellt meira af tíma okkar. Þvert á móti verði hægt að nýta tæknina til þess að gera hreyfinguna markvissari og betri. Einu mun tæknin þó aldrei breyta: Fyrsta skrefið til bættrar heilsu þarf hver og einn alltaf að stíga sjálfur. Tækniframfarir og hreyfing geta vel haldist í hendur} Hreyfing með hjálp tækninnar É g ætla að voga mér inn í um- ræðuna um skúrina, skúrinn eða skúrið. Það er vitanlega dæmi- gert sumarröfl að þurfa að röfla um það af hvaða kyni nafnorðið skúr er, þegar rætt er um rigningarskúr. Í sérdeilis skemmtilegu viðtali í Sunnudags- mogganum síðasta sunnudag lýstu fimm veð- urfræðingar Veðurstofunnar því fyrir Júlíu Margréti Alexandersdóttur blaðamanni hvernig daglegt líf þeirra á Veðurstofunni gengur fyrir sig, og þar kenndi svo sannarlega margra grasa og ætla ég alls ekki að hefja neina upptalningu úr þeim grasagarði, heldur bara að einblína á eitt atriði viðtalsins skemmtilega, sem var umræða veðurfræðing- anna um skúrina, skúrinn eða skúrið. Ég varð eiginlega fyrir vægu áfalli við þennan lestur, því svo oft hef ég hugsað veðurfræðingi á skjánum þegj- andi þörfina, sem ávallt talar um hann skúrinn og þá skúrana. Ég var barnung þegar ég lærði að skúr í merkingunni regnskúr væri kvenkynsorð og hef haldið mig við það síð- an. Lögð var á það áhersla í minni uppfræðslu að regn- skúrin væri í engu skyld skúrnum í merkingunni húskofi. En eftir að spekingarnir höfðu tjáð sig af þessu líka ör- yggi um þrjú kyn þessa orðs varð ég bókstaflega að kynna mér málið og viti menn: Guðrún Kvaran, Stofnun Árna Magnússonar svarar eftirfarandi spurningu á Vís- indavefnum Hvaða kyn hefur orðið skúr þegar talað er um rigningarskúr?: „Orðið skúr er eitt þeirra orða sem notuð eru í tveimur kynjum, annars vegar kvenkyni og hins vegar karlkyni.“ Beyging orðanna er þessi. Kk. et. skúr, skúr, skúr, skúrs. Kk. ft. skúrar, skúra, skúrum, skúra. Kvk. et. skúr, skúr, skúr, skúrar og kvk. ft. skúrir, skúrir, skúrum, skúra.“ Síðan segir Guðrún í svari sínu: „Notkunin var áður fyrr nokkuð staðbund- in. Karlkynið var einkum notað á Norður- landi, það er einhverjir skúrar, en kvenkynið sunnanlands, einhverjar skúrir. Nú eru mörkin ekki jafnglögg og áður og heyra má til dæmis bæði kynin nánast jafnt í Reykjavík. Oft slær kynjunum saman. Til dæmis getur sami maður sagt: „Það gerði mikinn skúr (kk) um miðjan daginn“ og „Það voru skúrir (kvk) allan daginn“.“ Svo mörg voru þau orð og ekki dettur mér í hug að deila við dómarann í þessum efnum. En mér finnst það eiginlega óþolandi að hafa haft rangt fyrir mér svo ára- tugum skiptir og verið gallhörð í sannfæringu minni um skúrina, en ég verð víst að bíta í það súra. Kannski menn fari bara að segja: það skiptast á skin og skúrar! Ég verð samt sem áður að viðurkenna að ég fann ör- litla huggun í því að Guðrún Kvaran nefndi aðeins karl- kynsnotkun og kvenkyns á nafnorðinu skúr. Hún minnt- ist ekki einu orði á það í svari sínu að skúr væri einnig til í hvorugkyni. Þvílíkur léttir! Enda hvað finnst ykkur, les- endur góðir, um orðskrípið skúrið? agnes@mbl.is Pistill Alltaf sárt að hafa rangt fyrir sér Agnes Bragadóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Íslendingar eru fastheldnastir á heimasímann af þeim þjóðum sem skýrsla fjarskiptaeftirlits- stofnananna nær til. Notkun hans er á niðurleið í öllum lönd- unum nema í Litháen þar sem hún hefur haldið svipuðum dampi undanfarin ár. Hlutfallið hér er um 45%. Finnar eru sú þjóð sem nota heimasímana minnst en innan við 20% þeirra eru með heimasímaáskriftir. Íslenskir heimasímanotendur tala einnig mest í símana, eða rúmlega 4.000 mínútur á ári. Það er hátt á þriðja sólarhring. Halda fastast í heimasíma Í ÞRJÁ DAGA Í SÍMANUM Skífa Norðurlandabúar hafa í meira mæli hætt að nota heimasíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.