Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
Sem 3ja barna móðir, hlaupari /- þríþrauta-
kona og hársnyrtir verð ég að passa vel upp á
líkamann minn. Ég er rétt skriðinn yfir þrítugt,
í líkamlega krefjandi vinnu og var farin að
finna fyrir stirðleikum í liðum, sérstaklega
fingrum og ökkla sem hefði getað komið
niður á starfi og íþróttum. Sú tilfinning var
óþægileg. En var svo heppin að fá ábendingu
frá viðskiptavini um ágæti NutriLenk sem ég
hef notað síðan með frábærum árangri.
Fann árangur fljótt
Ég ákvað að fjárfesta í bæði í Nutrilenk GOLD
og ACTIVE og tók inn samkvæmt leiðbeining-
um og strax á annarri viku var ég farin að
finna gríðarlegan mun. Ökklarnir eru orðnir
miklu betri, minni stirðleiki í fingrum, ég er
ferskari í líkamanum og get stundað mitt
sport án þess að finna fyrir verkjum og
stirðleika.
Nutrilenk verður tekið með morgunmatnum
mínum um ókomin ár svo ég geti haldið
áfram að lifa lífinu verkjalaus, sinnt börnunum
mínum, starfinu og bætt mig í sportinu
mínu..
Nutrilenk er fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna
Skráðu þig á facebook síðuna
Nutrilenk fyrir liðina
- því getur fylgt heppni!
Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
NUTRILENK Active
• Eykur liðleika og sér til þess að lið-
irnir séu heilbrigðir og vel smurðir.
• Hjálpar liðunum að jafna sig eftir
æfingar og átök.
• Inniheldur vatnsmeðhöndlaðan
hanakamb, hátt hlutfall af
Hýalúrónsýru.
NUTRILENK Gold
• Fyrir þá sem þjást af minnkuðu
liðbrjóski og slitnum liðum.
• Unnið úr fisk- og hvalbrjóski, hátt
hlutfall af kóntrótín súlfat.
• Eittmest selda fæðubótaefnið fyrir
liðina á Íslandi síðastliðinn ár.
NUTRILENK - hollráð við liðkvillum. Náttúrleg bætiefni fyrir liðina
NUTRILENK Active
og NUTRILENK Gold
eru efni semgeta unnið
mjög vel saman fyrir fólk
sem þjáist af liðverkjum.
Liðheilsan skiptir mig miklu máli
Ebba Særún Brynjarsdóttir
Póstkassa ís-
lensku jólasvein-
anna hefur verið
komið fyrir á
Laugaveginum í
Reykjavík, við
Litlu jólabúðina.
Um er að ræða
heldur minni
kassa en sömu
aðilar settu upp á
Akureyri nýver-
ið. Ferðamenn geta keypt sérstakt
bréf til jólasveinanna í næstu minja-
gripaverslun og sett í kassana. Þeir
verða tæmdir í desember og hverju
bréfi verður svarað, segir í tilkynn-
ingu, með lítilli gjöf sem minnir á
Ísland á einhvern hátt.
Til stendur að setja upp fleiri
svona póstkassa á helstu ferða-
mannastöðum víðar um landið, að
sögn Eysteins Garðarssonar.
Jólasveinapóstkassi
á Laugaveginum
Póstkassi
jólasveinanna.
Hinn árlegi íslenski safnadagur er
á morgun, 7. júlí, og taka söfn um
allt land þátt í deginum. Árbæjar-
safn lætur ekki sitt eftir liggja. Í til-
efni dagsins verður aðgangur
ókeypis að safninu og boðið verður
upp á áhugaverða dagskrá. M.a.
verður boðið upp á árvissa forn-
bílasýningu í samstarfi við Forn-
bílaklúbb Íslands. Safnið verður op-
ið á morgun kl. 10-17 og
fornbílasýningin hefst kl. 13.
Árbæjarsafn Fornbílar til sýnis.
Fornbílar í Árbæjar-
safni á morgun
Tónlistarhjónin
Ellen Kristjáns-
dóttir og Eyþór
Gunnarsson
verða með tón-
leika í Sólheima-
kirkju kl. 14 í
dag, laugardag.
Íbúar Sólheima
hvetja alla
áhugasama til að
kíkja í heimsókn
en alla daga, frá kl. 12 til 18, eru
sýningar á staðnum opnar almenn-
ingi, kaffihúsið, verslunin og
plöntusalan. Þannig má í sýningu í
íþróttahúsinu skilja eftir skilaboð,
ljóð, óskir og kveðjur á trén sem
standa þar uppi. Með góðum óskum
gætu þau laufgast rétt eins og trén
utandyra á Sólheimum, segir í
fréttatilkynningu.
Ellen og Eyþór í
Sólheimakirkju í dag
Ellen
Kristjánsdóttir
Götulistahátíðin Götugleði hófst í
miðborg Reykjavíkur í gær og
stendur til 14. júlí nk. Heimsþekktir
götulistamenn munu leika listir sín-
ar á hátíðinni sem fer fram í Austur-
stræti. Upphafsmaður hátíðarinnar
er Lee Nelson, eða trúðurinn Wally.
Höfuðborgarstofa, Sirkus Ísland og
Volcano-sirkuslistahátíðin standa að
Götugleði.
Gleði Götulistahátíð haldin til 14. júlí.
Götulistahátíð
í miðborginni
STUTT
Skúli Hansen
Hjörtur J. Guðmundsson
Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte
telur að ástæða sé til að skoða bók-
hald hjúkrunarheimilisins Eirar
frekar í þeim tilgangi að ganga úr
skugga um hvort viðskipti eða við-
skiptahættir sem telja megi óeðli-
lega hafi viðgengist þar á undarförn-
um árum til viðbótar við það sem nú
þegar liggur fyrir. Í framhaldi af því
og með hliðsjón af þeim upplýsing-
um sem liggja þegar fyrir þurfi síðan
að meta hvort stjórnendur Eirar
kunni að hafa farið á svig við lög í
störfum sínum.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í niðurstöðum skýrslu sem
Deloitte vann um starfsemi Eirar.
Þá segir í skýrslunni að Deloitte hafi
farið yfir afrit af reikningum sem
greiddir voru úr þróunarsjóði á ár-
unum 2009-2011. Greiðslur þaðan
hafi numið samtals 2,7 milljónum
króna og verið vegna dagpeninga,
gistinga, flugferða og veitinga er-
lendis sem tengist fyrrverandi for-
stjóra hjúkrunarheimilisins, fjöl-
skyldumeðlimum hans, fyrrverandi
fjármálastjóra Eirar og maka hans,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
rekstrar og fyrrverandi starfsmanni
hennar.
Óeðlilegar greiðslur
„Allar greiðslurnar voru sam-
þykktar, ýmist af fyrrverandi for-
stjóra og/eða fjármálastjóra. Út frá
þeim gögnum sem við skoðuðum hef-
ur ekki verið sýnt fram á að greiðsl-
urnar tengist með beinum hætti
rekstri Eirar og við teljum því líkur á
því að um óeðlilegar greiðslur geti
verið að ræða,“ segir í skýrslunni.
Skoða þarf bókhald Eirar nánar
Deloitte segir að meta þurfi hvort stjórnendur Eirar hafi farið á svig við lög
Morgunblaðið/Ómar
Hjúkrunarheimili Deloitte hefur
skilað skýrslu um starfsemi Eirar.