Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 35
IBM-vélum hjá Skrifstofuvélum
1973-1976, starfrækti eigin heild-
verslun G.Hinriksson hf. 1976-1991.
Þessu næst leigði Sigurður og rak
bensínstöðvar Skeljungs við
Hraunbæ og Miklubraut í 11 ár. Í
framhaldi af því var hann ráðinn for-
stöðumaður söludeildar og heildsölu
Skeljungs og starfaði við það 1991-
2003. Meðal verkefna hans hjá Skelj-
ungi var að gegna stjórnarfor-
mennsku fyrir hönd Skeljungs í Gas-
félaginu ehf. sem var í eigu
olíufélagana þriggja, Skeljungs, Olís
og Esso. Eftir að heildsöludeild
Skeljungs var seld út úr félaginu var
Sigurður ráðinn til Vélasviðs Heklu
sem þá var að hefja starfsemi í
Klettagörðum í Reykjavík og var
hann forstöðumaður vörusölu vara-
hluta og hjólbarða Vélasviðs Heklu
sem hefur umboð og þjónustu fyrir
Caterpillar, Scania, Goodyear og
fleiri vörumerki, þar starfaði hann ár-
in 2003-2006.
Með öðrum störfum hans hjá
Heklu var hann aðaltengiliður Mit-
subishi Heavy Industries við sölu og
uppsetningu á túrbínum í Nesjavalla-
virkjun og túrbínum við Hellisheið-
arvirkjun. Árin 2006-2007 starfaði
Sigurður sem framkvæmdastjóri hjá
Sturlaugi & Co.
Frá árinu 2008 til dagsins í dag hef-
ur Sigurður starfað sem fram-
kvæmdastjóri og einn af eigendum
Hrauntaks ehf. Meginstarfsemi fyr-
irtækisins er sala og innflutningur á
þungavinnuvélum, hjólbörðum og
tækjum því tengdum.
Áhugamál
Fjölskylda Sigurðar og Erlu er
mjög samhent og hafa þau hjón síð-
astliðin 30 ár stundað hestamennsku
af kappi og eiga þau hesthús í Faxa-
bóli í Reykjavík á svæði Fáks. Þá
hafa þau byggt upp jörðina Gilsbakka
á Rangárvöllum þar sem þau eyða öll-
um þeim tíma sem gefst við hesta-
mennsku og skógrækt og útiveru.
Fyrir nokkrum árum voru 50 hekt-
arar af landi Gilsbakka teknir undir
skógrækt sem smám saman er að
bera ávöxt. Hestaferðir eru ómiss-
andi þáttur af tilverunni og hafa hjón-
in farið víða um landið með skemmti-
legum hópi góðra vina. Í fyrrasumar
var riðið um Dalina sem eru mikil
paradís fyrir hestamenn og nú í júlí
fara þau Erla í 12 daga hestaferð um
Fjallabök sem er sennilega fallegasta
og skemmtilegasta reiðleið í heimi.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist Erlu Möller 21.
febrúar 1976 en hún er fædd 7.12.
1954. Erla starfar sem móttökuritari
hjá Læknahúsinu. Foreldrar Erlu
eru Óttarr Möller forstjóri, f. 1918, og
Arnþrúður Möller, f. 29.11. 1923, d.
24.2. 2009.
Börn Sigurðar og Erlu eru Óttar
Þór Sigurðsson, f. 1.7. 1976, sölumað-
ur og býr í Kópavogi. Maki: Guðrún
Tinna Valdimarsdóttir tannsmiður.
Barn þeira er Erla Sjöfn Óttars-
dóttir; Arnþrúður Dögg Sigurð-
ardóttir, f. 13.11. 1978, framleiðandi
og býr í Reykjavík. Maki: Sindri Páll
Kjartansson kvikmyndagerðamaður;
Sigurður Kristinn Sigurðsson, f. 25.5.
1984, sölumaður og býr í Kópavogi.
Maki: Stefanía Steinarsdóttir. Barn
þeirra er Tristan Orri Sigurðsson
Systir Sigurðar er Margrét Guð-
laug Sigurðardóttir, f. 29.11. 1959, að-
stoðarframkvæmdastjóri TVG Zim-
sen. Maki: Þórir Steingrímsson.
Foreldrar Sigurðar eru Sigurður
Sigurðsson, f. 23.1. 1915, d. 5.3. 1994,
vélstjóri, uppalinn í Gerði og Búlandi
í Vestmannaeyjum en bjó lengst af í
Reykjavík, og Bogey Kristín Dag-
bjartsdóttir, f. 1.10. 1918, húsmóðir í
Reykjavík, fædd þar og uppalin.
Úr frændgarði Sigurðar Kr. Sigurðssonar
Sigurður Kr.
Sigurðsson
Kristín Árnadóttir
húsfr. í Hringsdal í Arnarfirði
Bogi Gíslason
bóndi í Hringsdal í Arnarfirði
Þórunn Gísla Bogadóttir
húsfr. í Neðri-Hvestu í Arnarfirði
Dagbjartur Elíasson
b. í Neðri-Hvestu í Arnarfirði
Bogey Kristín Dagbjartsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Kristín Jónsdóttir
húsfr. í Selárdal í Arnarfirði
Elías Oddsson
b. og sjóm. á Uppsölum í Selárdal
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
húsfr. á Syðstu-Grund
Sigurður Eyjólfsson
b. á Syðstu-Grund,
Eyjafjöllum
Sigríður Sigurðardóttir
húsfreyja í Búlandi
Sigurður Bjarnason
múrari í Búlandi í Vestmannaeyjum
Sigurður Sigurðsson
vélstjóri í Reykjavík
Elín Sigurðardóttir
húsfreyja í Eystri-Garðsauka
Bjarni Einarsson
b. í Eystri-Garðsauka, Hvolhr., Rang.
Sigurður og Erla Árið er 1976.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
Eggert Gíslason Þorsteinssonráðherra fæddist í Keflavík6.7. 1925, Foreldrar hans
voru Þorsteinn Eggertsson skip-
stjóri þar og k.h. Margrét Guðna-
dóttir húsfreyja. Faðir Þorsteins var
Eggert Gíslason óðalsbóndi í Kot-
húsum í Garði. Bróðir Þorsteins var
Gísli Árni skipstjóri, sem var faðir
Eggerts skipstjóra og margfalds
aflakóngs.
Fyrri kona Eggerts Þorsteins-
sonar var Jóna Jónsdóttir hár-
greiðslukona, for.: Jón Kornelíus
Pétursson og k.h. Ágústa Gunn-
laugsdóttir. Seinni kona hans var
Helga Soffía Einarsdóttir yfirkenn-
ari, for.: Einar Jóhannsson og k.h.
Ingibjörg Jónsdóttir. Börn Eggerts
og Jónu voru Þorsteinn, Jón Ágúst,
Eggert og Guðbjörg.
Eggert tók sveinspróf í múrsmíði
frá Iðnskólanum í Reykjavík 1947 og
sótti tungumálanám í aukatímum og
á kvöldnámskeiðum. Eggert var
múrari í Reykjavík 1947-1953 og
stundaði þá iðn að nokkru næstu ár.
Hann varð þingmaður fyrir Alþýðu-
flokkinn 1953 og sat á þingi til ársins
1978. Hann var skrifstofustjóri Hús-
næðismálastofnunar ríkisins 1961-
1965 eða þar þar til hann varð sjávar-
útvegs- og félagsmálaráðherra, 1970-
1971 var hann sjávarútvegs-, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra.
Eftir að Eggert hætti á þingi og
sem ráðherra varð hann fram-
kvæmdastjóri Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra 1972-1979 og for-
stjóri Tryggingastofnunar ríkisins
1979-1993.
Eggert vann að verkalýðsmálum,
sat í nefndum á vegum Alþýðu-
sambands íslands og var varaforseti
sambandsins 1958-1960. Eggert
gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Al-
þýðuflokkinn og átti m.a. sæti í mið-
stjórn hans í tæpa hálfa öld frá árinu
1948. Hann var formaður Félags
ungra jafnaðarmanna 1949-1953,
næstu tvö ár formaður Sambands
ungra jafnaðarmanna. Hann var for-
maður Múrarafélags Reykjavíkur
1953-1958.
Eggert lést á Landspítalanum 9.5.
1995.
Merkir Íslendingar
Eggert G.
Þorsteinsson
101 árs
Dóra Ólafsdóttir
85 ára
Ásgeir Ólafsson
Bergþóra Magnúsdóttir
Elita Benediktsson
Sigurjón K. Nielsen
80 ára
Guðrún Margrét Elísdóttir
Lýður Bakkdal Björnsson
Selma Guðjónsdóttir
Stefán Bjarnason
75 ára
Arnþór Garðarsson
Ester Steindórsdóttir
Þuríður Magnúsdóttir
70 ára
Aðalsteinn Steinþórsson
Ágúst Guðmundsson
Friðbjörn Þórðarson
Gunnar Guðjón Baldursson
Helga B. Yngvadóttir
Höskuldur Erlendsson
Maria Powichrowska
Sóley Þorkelsdóttir
60 ára
Ásta Margrét Jónsdóttir
Birgit Nyborg
Hallbjörg Thorarensen
Helga Brynjólfsdóttir
Herdís Einarsdóttir
Hörður Jónsson
Sigríður Marteinsdóttir
Sigrún Kristjánsdóttir
Sigrún Rósa
Sigtryggsdóttir
Sigurður Heiðdal
Sigurður Kristinn
Sigurðsson
Steven Jón Rogers
Þóra Þuríður Jónsdóttir
Þórunn E. Benediktsdóttir
Þuríður Kristín
Heiðarsdóttir
50 ára
Ármann Ingason
Bernhard Nils Bogason
Elín Þórðardóttir
Eyjólfur Hafsteinsson
Gróa Kristjánsdóttir
Guðrún Rut Erlingsdóttir
Hólmgeir Baldursson
Janusz Bachara
Jón Skúli Indriðason
Páll Arnar Ólafsson
Sigurbjörn Egilsson
Stefanía H. Sigurðardóttir
Þorsteinn Jónsson
40 ára
Axel Hrafn Helgason
Guðmunda Valdís
Helgadóttir
Heiðrún Hámundardóttir
Jolanta Limbaité
Jón Ingvar Hilmarsson
Óskar Örn Gunnarsson
Ragnheiður Birna
Guðmundsdóttir
Rósalind Sigurðardóttir
Signý Ingvarsdóttir
Sigurður Sóleyjarson
Stefán Haukur Gunnarsson
30 ára
Árni Þór Jóhannesson
Elín María Jóhannsdóttir
Guðjón Björnsson
Halla Margrét
Jóhannesdóttir
Hrafnhildur Ýr
Bernharðsdóttir
Jón Pétur Pétursson
Kolbrún Freyja
Þórarinsdóttir
Margrét Una Kjartansdóttir
Matthildur Filippusd. Patay
Pawel Rosa
Viðar Örn Viðarsson
Sunnudagur
90 ára
Sigrún Jónsdóttir
85 ára
Aldís Björnsdóttir
Anna Þ. Bachmann
Björgvin Sigurbjörnsson
Pétur Guðmundsson
80 ára
Guðjón Sigurbjörnsson
75 ára
Einar Þorbjörnsson
Gylfi Ísaksson
Ingibjörg Gunnarsdóttir
Sæunn Eiríksdóttir
Valgerður Ragnarsdóttir
70 ára
Alda Jónsdóttir
Baldur Aðalsteinsson
Brynhildur E. Árnadóttir
Einar Már Einarsson
Guðbjartur Gunnarsson
Guðjón S. Guðbergsson
Guðrún Magnúsdóttir
Hallgrímur Óskarsson
Hanna Jónsdóttir
Hreinn Valtýsson
Lilja Ólafsdóttir
Samson Jóhannsson
Sigríður Magnúsdóttir
Steinunn Ingólfsdóttir
60 ára
Alda Björg Kristjánsdóttir
Björn Ingi Bjarnason
Friðrik Alfreðsson
Kristjana B. Frímannsdóttir
Rósa Björg Helgadóttir
Stefán Haukur Hreiðarsson
50 ára
Aðalsteinn Þór Arnarsson
Anna Pálmey Hjartardóttir
Bergur Elías Ágústsson
Bjarney Margrét Jónsdóttir
Einar Sigurðsson
Eiríkur Sigurðsson
Ellert Þórarinn Ólafsson
Guðný Kristín Snæbjörns-
dóttir
Helena Birna Þórðardóttir
Hervör Alma Árnadóttir
Hrannar Jónsson
Ívar Sigurbergsson
Kristinn Gylfi Jónsson
Roufia Alexeeva
Runólfur Ingi Ólafsson
Signý Sigurðardóttir
Sigrún Ragnarsdóttir
Sigurborg Eyjólfsdóttir
Sigurjón Halldórsson
40 ára
Auður Halldórsdóttir
Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmunds-
dóttir
Guðmundur Bergsson
Halldór Þór Jónsson
Ragnar Friðbjarnarson
Rita Kluga
Sigurlaug Ingvarsdóttir
Stefán Þórðarson
Steinunn Fjóla Sigurð-
ardóttir
30 ára
Anna J. Waage
Óskarsdóttir
Björn Vilberg Jónsson
Ellert Vopni Olgeirsson
Helgi Pétur Hannesson
Jóhanna Katrín Svansdóttir
Kolbrún Helga Bjarkadóttir
Marsibil Anna Jóhanns-
dóttir
Rakel Róbertsdóttir
Rut Rúnarsdóttir
Soffía Dagbjört Jónsdóttir
Völundur Logi Mímisson
Ægir Amin Hasan
Til hamingju með daginn