Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Hólmarar verða þess fljótt varir þegar sumarið nálgast. Á fyrstu vor- dögum fara ferðamenn að láta sjá sig og þeim fjölgar jafnt og þétt. Það lifn- ar yfir bæjarlífinu og í boði er fjöl- breytt þjónusta fyrir gesti okkar. Mikilvægi ferðaþjónustu eykst með hverju árinu hér í Hólminum.    Upp á Súgandisey ganga flestir ferðamenn sem hingað koma. Þar blasir við falleg sýn yfir Breiðafjörð, óteljandi eyjar og einstök sýn yfir Stykkishólmshöfn. Mikil þörf hefur verið að gera endurbætur á eyjunni til að geta tekið á móti aukinni um- ferð gangandi fólks. Stykkishólms- bær hefur fengið styrki til að end- urbæta aðstöðu og gönguleiðir um eyjuna. Í sumar var hafist handa og verða göngustígar endurbyggðir og umhverfið í kringum vitann hellulagt. Þetta er mikið verk, en þarft.    Framkvæmdir eru að hefjast við miklar endurbætur á St. Fransiskus- spítalanum. Nú þegar liggja fyrir að- alteikningar og kostnaðaráætlun og er markmið framkvæmdanna að styrkja bak- og hálsdeild sjúkrahúss- ins og sameina hjúkrunarheimili dvalarheimilisins við starfsemi spítal- ans. Á kynningarfundi með fyrrver- andi velferðarráðherra í apríl var greint frá því að heildarkostnaður framkvæmdanna er áætlaður 1.200 milljónir króna. Þar var sagt að fram- lag í endurbætur í ár og á næsta ári yrði um 500 milljónir. Í sumar verður unnið við fyrsta áfanga framkvæmd- anna og hefur verið samið við Skipa- vík í Stykkishólmi um verkið. Um er að ræða að brjóta niður veggi fyrir nýjum matsal við hlið eldhússins. Kostnaður er 10-15 milljónir króna og meira verður ekki gert þetta árið.    Starfsemi rannsóknarnefndar sjóslysa í Stykkishólmi er að flytjast til Reykjavíkur. Við það fækkar um tvö opinber störf og munar um minna í ekki stærra samfélagi en hér. Heimamenn eru að sjálfsögðu mjög ósáttir við þessar ráðstafanir. Rann- sóknarnefndin hefur starfað í Hólm- inum frá árinu 2001, starfsemin geng- ið vel og stofnunin dafnað. Það hefur sýnt sig og sannað að þessi störf er ekki síður hægt að vinna á lands- byggðinni en í höfuðborginni. Það er því merkileg tilhneiging stjórnvalda að færa æ fleiri störf til höfuðborg- arinnar á kostnað landsbyggðarstefn- unnar.    Grásleppuvertíðinni við inn- anverðan Breiðfjörð sem hófst 20. maí er brátt lokið. Frá Stykkishólmi stunduðu 25 bátar veiðar á móti 35 bátum í fyrra. Fram til þessa dags hefur verið landað 309 tonnum af grá- sleppu og hrognum á móti 497 tonn- um í fyrra. Veiðin er því 38% minni árið 2013. Nokkrar ástæður liggja þar að baki, m.a. færri net og færri dagar.    Það eru góðar almennings- samgöngur við Snæfellsnes í sumar og hafa þær aldrei verið betri. Dag- lega eru þrjár ferðir á Snæfellsnes og til baka til Reykjavíkur. Strætó býð- ur upp á tvær ferðir alla daga vik- unnar og fyrirtækið Sterna upp á eina ferð. Þeir eiga því ekki í erf- iðleikum sem bíllausir eru og vilja heimsækja Snæfellsnesið og fyrir einstaklinga er þessi ferðamáti hag- stæður á allan hátt. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Súgandisey Vitinn var reistur á Gróttu 1897 og fluttur í Súgandisey 1942. Nú er hann til minningar um liðna tíð. Endurbætur í Súgandisey 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013 HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í YFIR 1 6 ÁR S Ó LG L E R - AU G U N FÆRÐU HJÁ OKKUR MEÐ EÐA ÁN STYRKLEIKA NÝ SENDING SÓLGLERAUGU OG UMGJARÐIR þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin Í byrjun næsta árs munu Svíar og Finnar sinna loftrýmiseftirliti á Ís- landi samhliða reglubundinni loft- rýmisgæslu Norðmanna. „Um er að ræða merkileg skref í sögu nor- rænnar varnarsamvinnu og Atl- antshafsbandalagsins,“ segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Alls munu þátttakendur frá löndunum þremur verða á bilinu 200-250 manns. Loftrýmiseftirlitið mun eiga sér stað dagana 3.-21. febrúar nk. og hafa þjóðþing Finna og Svía samþykkt þátttökuna, sem og fasta- ráð Atlantshafsbandalagsins. Lokaundirbúningur fer fram á Íslandi í lok október nk. Öll ríkin þrjú munu leggja til orrustuþotur en einnig er fyrirséð að ratsjár- vélar frá Atlantshafsbandalaginu og þyrlur og eldsneytisáfyllingar- vél frá Finnlandi og Svíþjóð verði liður í eftirlitinu. Norðurlandaþjóðir í loftrýmiseftirliti Míla hefur sett upp vefmyndavél um borð í Húna II. sem hefur nú fengið nýtt hlut- verk rokkbáts. Hann mun sigla umhverfis landið í júlí og leggja að landi víðs vegar í byggðum landsins með skemmti- dagskrá í hverri höfn. Þetta er í fyrsta skipti sem vef- myndavél í beinni útsendingu er sett upp um borð í bát á siglingu.Vélin verður keyrð á 3G sambandi sem hefur ágæta dekkun í fjörðum lands- ins, en má þó búast við að samband detti út þegar siglt er út fyrir land. Fylgjast má með ferðum Húna á vef RÚV og vef Mílu. Vefmyndavél sett um borð í Húna II. Í tilefni íslenska safnadagsins sunnudaginn 7. júlí verður boðið upp á ratleik með rúnum á Land- námssýningunni Aðalstræti 16 Reykjavík. Ratleikurinn er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna, unga jafnt sem aldna, þar sem ráða þarf í forn- ar rúnir og bera kennsl á aldar- gamla gripi, segir í tilkynningu. Ratleikurinn tekur um það bil tutt- ugu mínútur og verður aðgengileg- ur á milli kl. 13.00 og 16.00. Öllum er velkomið að taka þátt í rat- leiknum og þátttaka er ókeypis. Boðið í ratleik STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.