Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 187. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Lítið líf sem mátti bjarga“ 2. Gistiheimili án rekstrarleyfis lokað 3. Læknir barði hjartasjúkling 4. Eva fær aðgang að skýrslunni  Innileiki nefnist dagskrá sem Þór Breiðfjörð söngvari ásamt hljómsveit flytur á djasstónleikum á Jómfrúar- torgi við Lækjargötu í dag milli kl. 15 og 17. Aðgangur er ókeypis. Þór Breiðfjörð með Innileika á Jómfrúnni  Bandaríska listakonan Liz Tran opnar sýn- ingu á nýjum verkum í 002 Galleríi í dag kl. 14. Sýninguna nefnir hún Fæðu- leit/Foraged og voru öll verkin unnin á Listasetrinu Bæ á Hofsósi þar sem mánaðardvöl hennar var að ljúka. Verk sín vinnur Liz eingöngu úr þeim fjársjóðum fjörunnar sem hafið hefur fært henni. Liz Tran með Fæðu- leit í 002 Galleríi  Hljómsveitin Ylja heldur tónleika ásamt Snorra Helgasyni í Sjóræn- ingjahúsinu á Patreksfirði annað kvöld kl. 20. Miklar annir eru hjá Ylju um þessar mundir því hljómsveitin leikur á tónlist- arhátíðinni á Rauðasandi nú um helgina auk þess að koma fram á Dýrafjarð- ardögum í kvöld kl. 19. Ylja og Snorri Helga- son á Patreksfirði FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi vestlæg átt með rigningu, 13-20 m/s A-til en hægari V-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag SV 5-13 m/s. Skýjað en úrkomulítið V-lands, en léttskýjað fyrir austan. Snýst í A 3-10 S-lands um kvöldið með rigningu, en lægir N-til. Hiti 9 til 16 stig. Á mánudag Austlæg átt, 3-10 og rigning S-lands, en hæg breytileg átt og skýjað en þurrt að kalla fyrir norðan. Hæg NV-læg átt seinnipartinn og léttir víða til um kvöldið. David Moyes kom í fyrsta skipti fram sem knattspyrnustjóri Manchester United á blaðamannafundi í gær en þar sagði hann frá því að Sir Alex Ferguson hefði fengið sig í heimsókn og tjáð honum að hann væri að láta af störfum viku síðar. Eftir það sagði Sir Alex Ferguson við samlanda sinn að hann yrði næsti stjóri Englands- meistaranna. »1 Ferguson sagði við Mo- yes að hann tæki við Vésteinn Hafsteinsson, frjálsíþróttaþjálfari og fyr- irlesari, segir hlaupadrottn- inguna ungu, Anítu Hinriks- dóttur, vera mikið efni en er þó með skýr skilaboð til hennar. Vésteinn, sem hefur marga fjöruna sopið og þjálfað upp Ólympíu- meistara, vill að hún fari sér hægt og njóti þess að vera unglingur. Aníta fari á stór- mót þegar hún er tilbúin. »3 Vésteinn með skilaboð til Anítu Knattspyrnumaðurinn Hákon Atli Hallfreðsson hefur verið frá keppni í tæplega tvö ár og gengist undir fjóra uppskurði. Hann er samt bjartsýnn á að geta leikið eitthvað með FH áður en þessu keppnistímabili lýkur. „Þetta er ekki búinn að vera góður tími. Það hefur komið áfall ofan á áfall. En það þýðir samt ekkert að væla,“ segir Hákon Atli. »4 Fjórir uppskurðir á tveimur árum Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is „Það er ákveðin fegurð fólgin í því að skapa tímabundin verk, þannig að aðeins þeir sem ná því á þess- um skamma tíma fá að njóta,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir, sem í sumar glæðir Reykjavíkurborg lit með heldur óhefðbundnum hætti. Ólöf starfar ásamt þeim Ágústu Sveinsdóttur og Degi Sævarssyni í listhópi á vegum Hins hússins. Verkefni þeirra felst í að skapa listaverk úr krít á götur og veggi borgarinnar. Krítarnar kalla fram bros „Ágústa kynntist listforminu kolam þegar hún var að ferðast um Indland, en það felst í krít- arskreytingum og er notað til að lífga upp á hráslagalegt umhverf- ið.“ Indverska listformið varð þeim þannig innblástur fyrir verk- efnið. „Maður getur gengið sömu götu og fram hjá sömu húsum á hverjum degi, en þegar búið er að breyta umhverfinu á þennan hátt, kannski bæta við blómum á göt- una, horfirðu allt í einu á það með öðrum augum.“ Hún segir krítar vera til þess fallnar að gleðja menn, þær kalli fram barnslega gleði, og litadýrðin eigi sérlega auðvelt með að kalla fram bros á björtum sumardögum. „Það kom til dæmis til okkar útigangsmaður og bað um óskaverk, teiknimynda- persónu sem var á RÚV í gamla daga, línukarlinn svokallaða. Við gerðum það og gaman var að sjá hvernig það gladdi hann greini- lega.“ Erfitt að kríta í rigningunni Veðrið hefur þó vissulega sett strik í reikninginn, þar sem mikil rigningartíð hefur hrjáð borg- arbúa í sumar. „Veðrið hefur verið alveg hrikalegt og við höfum verið að færa okkur í bílakjallara til að kríta. Við nýtum þó rigningardag- ana í skissuvinnu þar sem við und- irbúum öll verkin á þann hátt og nýtum þá alla góðviðrisdaga til þess að fara út.“ Þrátt fyrir að listaverkin veki upp góð viðbrögð hjá flestum segir hún ekki alla vera sammála um ágæti listarinnar og til dæmis hafi ekki verið tekið vel í þá hug- mynd að breyta steypustaurum fyrir utan Alþingishúsið í tótem súlur. „Á fyrstu súlunni kom til okkar vörður sem sagði að veggjakrot varðaði viðurlögum, ekkert krítarkrot væri þar leyfi- legt. Við reyndum að útskýra að við værum bara að fegra borgina, en það var nú ekki hlustað á það.“ Fegurð býr í því tímabundna  Listhópur sem krítar á götur Reykjavíkur Krítarar Ólöf segir ferðamenn hafa sérlega gaman af krítarverkunum. „Einn ferðamaður hoppaði upp og klappaði þegar við sögðum henni frá því hvað við værum að gera. Það verða allir svo glaðir þegar þeir ganga framhjá.“ Krítarnar sem notaðar eru til verksins búa þau til sjálf, en það er til þess að hafa úr fleiri litum að velja. Þau hafa unnið með þrívíddarteikningar og krosssaum. „Við fengum verkefni 17. júní og fannst það þurfa að vera þjóðlegt. Við gerðum því stóran refil úr kross- saumi á tröppur Menntaskólans í Reykjavík.“ Þau hafa einnig verið að vinna með einfaldari form og nota þá skapalón til þess að búa til blóm og mynstur. „Næst erum við að hugsa um að búa til reipi á milli bygginga í borginni og binda þannig húsin saman.“ Ólöf og Ágústa eru með bakgrunn í vöruhönnun, en Ólöf var að útskrifast frá Listaháskólanum og Ágústa kláraði sitt annað ár í vor. Dagur útskrifaðist úr mynd- list í Listaháskólanum í vor. Ætla að binda borgina saman BÚA SJÁLF TIL KRÍTARNAR SEM ÞAU NOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.