Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 17
Sorglegt Ragnar segist hafa spilað öll sorglegustu lög sem hann kunni.
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart-
ansson opnaði sýninguna „Allt
sekkur í botnlaust myrkur“ í Galt-
arvita á Vestfjörðum á Jónsmessu.
Sýningin er opin í allt sumar og
er að sögn Ragnars teikningasería.
„Þetta er unnið úr sögu Óskars Að-
alsteins, fyrrverandi vitavarðar,
þar sem hann sagði sögu af syni sín-
um sem málaði með öllum skærustu
litum sínum á blað og lét síðan
svartan lit sigra.“
Í textanum segir: „Fyrst ræðst ég
á alla litina með svörtum. Það er
enginn sem ræður við alla litina,
nema svartur.“
Ragnar endurtók verkið og mál-
aði því myndir og tússaði yfir þær
með svörtum penna. „Reyndar
kláraðist tússið af því ég var fastur
í Galtarvita, þannig að ljósið skín í
gegn á nokkrum myndum.“
Sýningin er afrakstur vikudvalar
Ragnars ásamt unnustu í vitanum.
Á hverju ári er listamanni boðið að
dvelja í listamannaíbúð í vitanum
og setja í kjölfarið upp sýningu á
Jónsmessu. Hver listamaður til-
nefnir þann sem fær að fara árið
eftir, en Hrafnkell Sigurðsson til-
nefndi Ragnar.
Ragnar segir að gott sé að kom-
ast úr ys og þys borgarlífsins, og
blaðamaður dregur það ekki í efa
þar sem nokkur símtöl þurfti til að
ná Ragnari í næði. Ýmist var hann á
hlaupum á eftir stöðumælaverði
eða með sprungið bíldekk að bíða
eftir aðstoð. „Þetta er bara einn af
þessum dögum,“ sagði Ragnar og
hló. „Það er einmitt stórkostlegt að
fara á þennan stað, sem hefur þann
magnaða eiginleika að vera bæði án
síma- og internetsambands.“
Tímanum varði Ragnar í gerð
rabarbarasafa, listina og svefn.
„Þetta er alveg frábært, en það er
sniðugt að senda listamenn þangað
þar sem þeir eiga oft auðvelt með
að hafa ofan af fyrir sér.“
Þegar sýningin var opnuð dró
Ragnar fána að húni ásamt föður
sínum, Kjartani Ragnarssyni, og
hélt stofutónleika í vitanum.
„Hlífðu mér þó við því að birta
mynd af mér að reisa fána í Morg-
unblaðinu, mitt kommúníska hjarta
getur það ekki,“ sagði Ragnar hlæj-
andi. „Á tónleikunum spilaði ég öll
sorglegustu kántrílög sem ég
þekki, ég hef virkilega gaman af
sorglegum lögum. Þessi skáld-
skapur er svo stórkostlega sannur.“
Hann segir sorgleg lög ávallt vera
betri en glaðleg þar sem þau komi
við hjartað á sterkari hátt.
Ragnar segist ekki hafa ákveðið
hvern hann tilnefni fyrir verkefnið
á næsta ári. „Ég er að íhuga það
vel, þetta er mikill heiður og það er
frábært tækifæri að fá að taka þátt
í þessu.“
Svartur ræður við alla aðra liti
Ragnar Kjart-
ansson sýnir í
Galtarvita
Ljósmynd/Díana Júlíusdóttir
Fáninn að hún „Hlífðu mér við því að birta mynd af mér að reisa fána í
Morgunblaðinu, mitt kommúníska hjarta getur það ekki.“
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Með lánveitingum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til viðskipta-
bankanna var í raun farið fram hjá lagaheimildum sjóðs-
ins til íbúðalána með ólögmætum hætti. Þetta var nið-
urstaða álitsgerðar sem Jóhannes Sigurðsson prófessor
gerði að beiðni Samtaka atvinnulífsins og Samtaka banka
og verðbréfafyrirtækja árið 2005. Niðurstaða hans var
þvert á lögfræðiálit sem Árni Páll Árnason vann fyrir
ÍLS sama ár. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis um sjóðinn.
Deilt var um lögmæti þess að ÍLS lánaði viðskipta-
bönkunum fé sem safnaðist hafði saman hjá sjóðnum eft-
ir að miklar uppgreiðslur hófust hjá honum í kjölfar þess
að einkabankarnir hófu að veita húsnæðislán. Í kjölfar
umræðu um lögmætið óskaði ÍLS eftir því að Árni Páll,
sem þá var sjálfstætt starfandi lögmaður og hafði áður
unnið fyrir sjóðinn, ynni lögfræðiálit í málinu.
Niðurstaða Árna Páls var í stuttu máli að lánin væru
lögmæt. Lög um sjóðinn og reglugerð um áhættustýr-
ingu hans kölluðu á það að hann ávaxtaði eins vel og kost-
ur væri það fé sem hann fékk vegna uppgreiðslna. Svig-
rúm hans til að velja ávöxtunarkosti takmarkaðist aðeins
af ákvæðum í reglugerð og áhættustýringarstefnu sjóðs-
ins. Ekki væri um að ræða að sjóðurinn aflaði fjár á
skuldabréfamarkaði sem væri síðan varið til að endur-
lána fjármálastofnunum. Því stönguðust lánin ekki á við
ákvæði EES-samningsins um ólögmæta ríkisstyrki.
Féllu ekki undir skilgreiningu á verðbréfum
Jóhannes kemst að andstæðri niðurstöðu í sinni álits-
gerð. Hann taldi ÍLS ekki heimilt að lána fjármálastofn-
unum jafnvel þó að tilgangurinn væri að þær endurlán-
uðu vegna íbúðarhúsnæðis. Ástæðan væri fyrst og
fremst sú að lán í gegnum einkabankana væru á öðrum
kjörum og umtalsvert hærri en þær heimildir sem ÍLS
sjálfur hefði til að veita almennum lánum. Þannig væri
farið fram hjá lögum um sjóðinn með ólögmætum hætti.
Í lögum sem giltu um ÍLS væri ekki gert ráð fyrir að
hann aflaði fjár til að stunda aðra fjármálaþjónustu en þá
sem honum væri falin sérstaklega. Því taldi Jóhannes að
honum væri óheimilt að lána bönkunum.
Þá sagði hann lánasamninga ÍLS við fyrirtækin ekki
uppfylla skilyrði laga og reglugerða um eigna- og
áhættustýringu. Honum væri heimilt að eiga viðskipti
með eigin verðbréf og önnur. Samningarnir væru hins
vegar ekki verðbréf þar sem þeir væru ekki framselj-
anlegir. Þá taldi Jóhannes að lánin stönguðust á við EES-
samninginn því fjármunanna hefði verið aflað í skjóli rík-
isábyrgðar.
Í niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar segir að sveigt
hafi verið hjá reglum og mörk um útlán ÍLS gróflega rof-
in. Þá hafi ekki verið lagastoð fyrir reglugerðum félags-
málaráðherra sem áttu að heimila lánasamningana.
Farið í kringum lögin
Ekki lagastoð fyrir reglu-
gerðum félagsmálaráðherra
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rannsókn Sigurður Hallur Stefánsson, formaður rann-
sóknarnefndarinnar, kynnir skýrsluna á þriðjudag.
Rakin er saga þess þegar Íbúðalánasjóður hóf að
lána fjármálastofnunum í rannsóknarskýrslunni.
ÍLS mátti eiga viðskipti með eigin verðbréf og önn-
ur. Reglugerð var sett í júní 2004 en ekkert frekar
kveðið á um slík viðskipti. Þau átti að útfæra frek-
ar í áhættustýringarstefnu ÍLS. Henni var breytt í
desember 2004 af stjórn sjóðsins og heimildir til
að fjárfesta í skuldabréfum rýmkaðar, án þess að
umsagnar Fjármálaeftirlitsins væri leitað sem lög
kváðu þó á um. Skömmu síðar voru fyrstu lánin
veitt.
Það var ekki fyrr en í september 2005 sem ný
reglugerð var sett sem heimilaði þessi viðskipti ÍLS
og bankanna. Fyrir setningu hennar var sjóðurinn
hins vegar búinn að gera lánasamninga fyrir 87
milljarða króna. Rannsóknarnefndin bendir á að
reglugerðin hafi ekki getað verið afturvirk og hún
hlyti að víkja fyrir ákvæðum laga um sjóðinn. Allt
bæri að sama brunni: að lánin væru ólögmæt.
Búinn að lána milljarða
HEIMILDIN KOM EFTIR AÐ LÁN VORU VEITT
Kaffi á könnunni og næg bílastæði
b ó k a b ú ð
f o r l a g s i n s
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA
kl. 10–18
OG LAUGARDAGA
kl. 11–15
Fiskislóð 39
Sendu pöntun ámbl.is
eða hafðu samband í
síma 569-1100
ER ÞÍN
AUGLÝSINGIN
ÞAR?
Alla þriðjudaga fylgir
Morgunblaðinu
sérblað umBÍLA