Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 18
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Afar góð laxveiði var í borgfirsku án- um í liðinni viku. Til að mynda veidd- ist 361 lax í Norðurá í vikunni og trónir hún á toppnum yfir aflahæstu ár landsins, eins og tölurnar á vef Landssambands veiðifélaga sýna. Umsjónarmaður vefsins, Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, segir að þetta sé næstbesta byrjun á lax- veiðinni síðan LV hóf að skrá viku- lega veiði í 25 veiðiám sumarið 2006. Árið 2010 er eina árið sem sýnir betri árangur á þessum tíma. Þorsteinn segir að síðastliðin ár hafi veiðin í Norðurá aldrei verið svona góð í byrjun, þótt metárið 2010 slagi hátt í þessa tölu. Hann bendir á að Haf- fjarðará fari einnig mjög vel af stað en byrjunin þar var þó enn betri 2010. Samkvæmt vef SVFR fékk síðasta þriggja daga holl í Norðurá 162 laxa og sem dæmi um öflugar göngur í ána veiddust 40 á neðsta svæðinu einn morguninn. Eins hafa afar sterkar göngur verið í Langá á Mýr- um, þar sem síðasta holl landaði 116. „Enn sem komið er virðist Faxa- flóasvæðið standa hvað best. Húna- þing sýnist aðeins á eftir, enda eru ár þar í kaldara lagi og kunna drjúg snjóalög í vetur sem leið að eiga þátt í því. Sama má líklega segja um Norðaustur- og Austurland,“ segir Þorsteinn á Skálpastöðum. Veiði hófst í flestum ánum á norð- austurhorninu um mánaðamótin og hafa menn víða verið að fá góð „skot“, til að mynda í Laxá í Aðaldal og í Svalbarðsá, með stórlöxum. Mjög fín veiði í Þverá „Hér hefur verið mjög fín veiði,“ sagði Andrés Eyjólfsson, leið- sögumaður við Þverá í Borgarfirði, í gær. „Við fengum 18 fiska á morg- unvaktinni og 25 í gær. Stakar stang- ir hafa verið að fá upp í sex laxa á vakt, fyrir utan þá laxa sem sleppa.“ Sterkar göngur eru í ána og hafa veiðimenn horft á laxatorfur renna sér upp brot í ánni. „Þetta lítur vel út, er allt annað en í fyrra. Það er reyndar gott ár að miða við! En talan hækkar ört þessa dagana. Nokkrir 70 cm laxar eru að veiðast, flestir eru smærri en þetta er mjög vænn fiskur, mikið um fimm pund.“ Ljósmynd/Margrét K. Júlíusdóttir Sterkur Agnes Viggósdóttir með „þverhandarþykkan“ hæng, 93 cm langan, sem hún veiddi í Svalbarðsá í gær. Næstbesta byrjunin  Tölur LV sýna aðeins betri byrjun árið 2010  Mjög góð laxveiði í borgfirsku ánum  162 laxa holl í Norðurá Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Norðurá (15) Þverá-Kjarrá (14) Blanda (12) Haffjarðará (6) Langá (10) Flókadalsá (3) Eystri-Rangá (18) Elliðaárnar (6) Miðfjarðará (10) Grímsá og Tunguá (8) Ytri-Rangá & Hólsá, V. (14) Brennan (Í Hvítá) (3) Laxá í Kjós (10) Skjálfandafljót, n. hl. (6) Laxá í Leirársveit (7) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra 352 160 243 237 215 111 167 238 84 52 140 149 85 71 51 Staðan 3. júlí 2013 711 417 337 310 300 165 164 162 128 128 108 101 86 70 62 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013 Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Einstrengingsleg stefna og sparn- aður borgaryfirvalda við grasslátt bitnar á borgarbúum. Hirðuleysi borgarinnar veldur því að illgresis- fræ dreifist nú hratt út í borgarland- inu og í meira mæli en nokkurn tím- ann áður. Þetta segir Steinn Kárason, reyndur garðyrkju- og umhverfis- stjórnunarfræðingur, við Morgun- blaðið um stefnu Reykjavíkurborgar í grasslætti og umhirðu með græn- um svæðum. Steinn segist vita dæmi þess að húseigendur hafi gefist upp við að verja lóðir sínar fyrir ásókn illgresis og aðrir gripið til örþrifaráða með notkun á hættulegum illgresiseyði. „Ég sé þetta til dæmis mjög vel þar sem ég bý í Fossvoginum, í grennd við gömlu Skógræktina. Þar er illgresisnáma fyrir umhverfið og illgresið berst inn á einkalóðir. Þetta veldur óþægindum og ama hjá þeim sem vilja ekki þessar plöntur inn á sínar lóðir,“ segir Steinn og nefnir fífla og krossgras sem dæmi um óvelkomið illgresi. Eykur magn frjókorna Til viðbótar þessu nefnir Steinn aukið magn frjókorna sem herjar á ofnæmissjúklinga í meiri mæli en áður, þegar gras er slegið sjaldan. „Gras sem er slegið reglulega mynd- ar ekki frjókorn,“ segir Steinn. Þá bendir hann á að með góðum og reglulegum slætti skapist fleiri störf fyrir ungmenni í borginni. Um- hverfið verði auk þess snyrtilegra og taka þurfi tilliti til markaðssetningar á Reykjavík sem ferðamannastaðar. Hann segir það virðingarvert að borgin reyni að spara fjármuni en yfirvöld verði þá að vera vel með- vituð um afleiðingarnar. Efast hann um að menn hafi reiknað dæmið til enda. „Þessi stefna borgarinnar er illa ígrunduð og í meira lagi tvíeggj- uð. Glíman við illgresið verður erf- iðari og dýrari.“ Steinn tekur fram að smekkur fólks geti verið misjafn, sumum þyki fíflar og mikið gras bara fallegt. Það sé sjónarmið út af fyrir sig. „Þá þurfa menn að gera sér vel grein fyrir afleiðingunum,“ segir hann. Illgresi breiðist út vegna hirðuleysis  Garðyrkjufræðingur gagnrýnir stefnu borgarinnar í grasslætti Morgunblaðið/Golli Garðyrkja Steinn Kárason hefur áhyggjur af stefnu borgarinnar. Landsbankinn hefur lokið við að leiðrétta endurreikning megin- þorra þeirra gengistryggðu hús- næðislána sem fordæmi Hæstarétt- ardóma 2011-2013 eiga við um. Leiðréttingin nær til um 1.500 lána og nemur heildarniðurfærsla lána um 6,7 milljörðum króna. Unnið er að leiðréttingu endurút- reiknings bílalána og mun fyrstu viðskiptavinum sem hana fá verða tilkynnt um niðurstöðuna á næstu dögum, segir í tilkynningu. Endurreikningur langt kominn Starfsmenn og verktakar á vegum Reykjavíkurborgar stefna að því að ljúka annarri sláttuumferð sumarsins í næstu viku. Að sögn Guðjónu Bjarkar Sigurðardóttur, skrifstofustjóra rekstrar og umhirðu borgarlandsins, eru notuð 120 sláttuorf, 20 minni sláttutæki og 15 traktorar með sláttutækjum og grassöfnurum. Haft er eftir Guðjónu í tilkynningu frá borginni að búið sé að bæta við mannskap og tækjum til að mæta ábendingum borgarbúa. Á stærri svæðum verði umferðum fjölgað í ár um eina, úr þremur í fjórar umferðir. Slá þarf gras á 400 hektara svæði, sem jafngildir fjórum milljónum fermetra í hverri umferð. Skipta Reykjavíkurborg og Vegagerðin með sér verkum. Tekið er á móti ábend- ingum íbúa á vef Reykjavíkurborgar; www.reykjavik.is/borgarland. Slá þarf 400 hektara svæði BORGIN LÝKUR ANNARRI SLÁTTUUMFERÐ Í NÆSTU VIKU Í Morgunblaðinu í gær var haft eft- ir Evu Hauksdóttur að hún hefði sent inn kæru vegna aðgangs að skýrslunni „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“ hinn 17. september 2012. Um var að ræða mismæli af hálfu Evu, en hið rétta er að þann dag fór hún fram á það við lögregluna að fá að- gang að skýrslunni en eiginlega kæru sendi hún ekki inn fyrr en 16. október sama ár. skulih@mbl.is Kærði 16. október

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.