Morgunblaðið - 06.07.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16
Originals by Sika Design
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Þrír menn létu lífið í Egyptalandi
gær og fjöldi manns til viðbótar
særðist þegar þúsundir stuðnings-
manna Mohameds Morsis, sem
steypt var af stóli forseta á miðviku-
dag, mótmæltu aðgerðum hersins.
Heyra mátti skothríð í Kaíró þegar
mótmælendur nálguðust höfuð-
stöðvar hersveitar, sem nefnist varð-
liðar lýðveldisins og hefur það hlut-
verk að verja höfuðborgina og
stjórnkerfið. Hrópuðu mótmælend-
ur vígorð á borð við „svikarar“ og
„Morsi er okkar forseti“.
Fréttaritari fréttastofunnar AFP
kvaðst hafa séð tvö lík, sem hefðu
verið hulin með ábreiðu. Að auki
hefði maður verið skotinn í höfuðið
og hlotið bana af.
Mótmælendurnir komu af fundi,
sem Bræðralag múslíma, flokkur
Morsis, boðaði til við mosku í Kaíró.
Íslamistar saka herinn um að hafa
framið grímulaust valdarán þegar
hann steypti Morsi, fyrsta lýðræð-
islega kjörna forseta landsins, í kjöl-
far fjöldamótmæla 30. júní þegar ár
var liðið frá kjöri hans.
Atburðarásinni var lýst þannig að
herinn hefði hafið skothríð þegar
maður reyndi að hengja mynd af
Morsi á gaddavír fyrir utan höfuð-
stöðvar herdeildarinnar. Eftir það
hefði mátt heyra skotið úr báðum
áttum og skelfing hefði gripið um
sig. Þá hefði herinn notað táragas til
að leysa mótmælin upp.
Dómarinn Adly Mansour, sem
herinn skipaði forseta, gaf út fyrstu
tilskipanir sínar í gær þegar hann
leysti upp þingið, þar sem íslamistar
eru í meirihluta, og skipaði nýjan yf-
irmann leyniþjónustunnar. Áður en
mótmælin hófust í gær hvatti
Mansour til einingar í sjónvarpsvið-
tali. „Allt sem ég get sagt er að
egypska þjóðin á að vera ein heild.
Við höfum fengið nóg af óeiningu,“
sagði hann í viðtali við breska rík-
isútvarpið, BBC, og rétti flokki
Morsis sáttahönd: „Bræðralag músl-
íma er samofið egypsku samfélagi.
Það er einn af flokkum landsins. Því
er boðið að renna saman við þessa
þjóð og vera hluti af henni.“
Moahmed ElBaradei, einn af leið-
togum andstöðunnar við Morsi og
fyrrverandi yfirmaður kjarnorkueft-
irlits SÞ, varði valdaránið í viðtali við
BBC: „Við báðum herinn um að
skerast í leikinn því að öðrum kosti
hefði brotist út borgarastyrjöld. Við
vorum milli steins og sleggju og fólk
verður að skilja það.“
„Egypski herinn er rauð lína“
Ahmed Fahmy, einn af æðstu for-
ustumönnum Bræðralags múslíma,
skoraði í gær á stuðningsmenn
hreyfingarinnar að bjóða hernum
ekki byrginn. „Egypski herinn er
rauð lína og yfir hana má ekki fara,“
sagði í yfirlýsingu frá Fahmy, sem
birtist í egypskum ríkisfjölmiðlum
skömmu eftir að mennirnir þrír
féllu.
Mohammed Badie, æðsti leiðbein-
andi Bræðralags múslíma, sagði hins
vegar á fjöldafundi í gær að mótmæl-
endur myndu ekki láta deigan síga
fyrr en Morsi sneri aftur. „Milljónir
manna verða áfram á torgum þar til
við berum hinn kjörna forseta okkar,
Mohamed Morsi, á öxlum okkar,“
sagði Badie við mikinn fögnuð.
Forusta bræðralagsins saksótt?
Morsi hefur verið í stofufangelsi
frá því honum var steypt. Háttsettur
yfirmaður í hernum sagði AFP að
hann hefði verið settur í „fyrirbyggj-
andi varðhald“ og gaf til kynna að
hann kynni að verða dreginn fyrir
dóm. Haft var eftir heimildamanni
úr dómskerfinu að á mánudag
myndu saksóknarar hefjast handa
við að yfirheyra félaga í Bræðralag-
inu, þar á meðal Morsi, fyrir að van-
virða réttarkerfið. 35 forustumenn
hreyfingarinnar eru í farbanni.
Barack Obama Bandaríkjaforseti
hefur lýst yfir áhyggjum af ástand-
inu, en forðaðist að kalla inngrip
hersins valdarán. Ríkisstjórnir í
Mið-Austurlöndum fögnuðu aðgerð-
um egypska hersins, í mismiklum
mæli þó, en samtök Afríkuríkja vís-
uðu Egyptalandi úr öllu starfi sam-
takanna þar til reglu samkvæmt
stjórnarskrá yrði komið á að nýju.
Þrír féllu í blóðugum mótmælum
AFP
Mannfall í mótmælum Stuðningsmenn Bræðralags múslíma mótmæltu valdaráni hersins í Kaíró í gær, héldu myndum
af Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta, á lofti og kröfðust þess að hann fengi völdin að nýju. Þrír féllu í gær.
Leiðtogi Bræðralags múslíma skorar á mótmælendur að hætta ekki fyrr en þeir beri Morsi á öxlum
sér Nýskipaður forseti réttir Bræðralaginu sáttahönd Forustumenn þess yfirheyrðir á mánudag
Ólgan í Egyptalandi
» Andstæðingar Mohameds
Morsis, sem sigraði í forseta-
kosningunum fyrir ári með
51% atkvæða, sökuðu hann
um að setja öll völd í hendur
Bræðralagsins og missa tökin
á efnahagslífinu sem stóð veik-
um fótum fyrir.
» Stuðningsmenn hans segja
að embættismannakerfið, sem
Hosni Mubarak, fyrrverandi
forseti, skildi eftir sig, hafi
veitt Morsi mótspyrnu við
hvert tækifæri.
Navi Pillay, yfirmaður mannréttindamála hjá Samein-
uðu þjóðunum, lýsti í gær yfir áhyggjum út af fjölda-
handtökum forustumanna Bræðralags múslíma í
Egyptalandi. Öllum bæri að virða grundvallarfrelsi.
„Það ætti ekki að vera meira ofbeldi, engar geð-
þóttahandtökur, engar ólöglegar hefndaraðgerðir,“
sagði hún í yfirlýsingu. „Taka ætti alvarleg skref til að
stöðva og rannsaka óhugnanlegar og að því er virðist
á stundum skipulagt kynferðislegt ofbeldi á hendur
konum í röðum mótmælenda.“
Sjö mannréttindasamtök í Egyptalandi gagnrýndu einnig herinn og for-
dæmdu ritskoðun fjölmiðla. Var herinn gagnrýndur fyrir að loka gervi-
hnattarsjónvarpsstöðvum íslamista og handtaka menn úr starfsliði
þeirra. Herinn bar því við að kynt hefði verið undir ofbeldi í útsendingum
þeirra. Samtökin svara því að réttmætt sé að láta æsingamenn sæta
ábyrgð, en að loka fjölmiðlum sé brot á frelsi þeirra.
Áhyggjur út af handtökum
YFIRMAÐUR HJÁ SÞ GAGNRÝNIR EGYPSKA HERINN
Navi Pillay
Frönsk stjórnvöld neituðu því að
þau stunduðu víðtækar rafrænar
njósnir á frönskum borgurum, en
dagblaðið Le Monde, sem birti frétt
um málið á fimmtudag, kvaðst í gær
standa við frétt sína. „Franski stóri
bróðir fylgist með,“ sagði í blaðinu.
Blaðið sagði að leyniþjónustan
DGSE hleraði öll samskipti innan
Frakklands sem og við umheiminn
og geymdi upplýsingar um símtöl og
tölvusamskipti svo árum skipti þrátt
fyrir að það væri ólöglegt. „Bin Lad-
en hefur nært stóra bróður,“ sagði í
leiðara blaðsins.
Uppljóstranir Le Monde ber upp
á sama tíma og andar köldu í sam-
skiptum Evrópusambandsins og
Bandaríkjanna vegna uppljóstrana
Edwards Snowdens um hleranir
Bandaríkjamanna á rafrænum sam-
skiptum, þar á meðal embættis-
manna ESB og erindreka aðild-
arríkja sambandsins.
Embættismenn Evrópusam-
bandsins, sem halda til Washington
á mánudag til viðræðna um skipti á
upplýsingum hótuðu því í gær að
hætta gagnaskiptum vegna njósn-
anna. Þar er meðal annars um að
ræða upplýsingar um flugfarþega og
millifærslur fjármuna.
AFP
Undir eftirliti Mótmælandi fyrir utan öryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA,
í Washington sendir skýr skilaboð: Hættið að njósna.
„Franski stóri
bróðir fylgist með“
ESB með hótanir vegna njósna