Morgunblaðið - 28.08.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 28.08.2013, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. Á G Ú S T 2 0 1 3  199. tölublað  101. árgangur  LÆRUM OG LEIKUM MEÐ HLJÓÐIN ÁTTA UPPFÆRSLUR Á FIMM DÖGUM ÞORLÁKSMESSU- ÞEFURINN FINNST Í ÁGÚST LEIKLISTARHÁTÍÐIN LÓKAL 38 GRUNDARFJÖRÐUR 18SMÁFORRIT FYRIR BÖRN 10 ÁRA STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Eggert Alþingi Þingmenn munu koma saman í nokkra daga í september og ljúka þinginu.  Formenn þingflokkanna komu saman til fundar í gær, þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, kynnti þinghaldið, sem hefst 10. september nk. Þingið mun starfa í sex daga í september, eða til 18. september, þegar því verður slitið. „Það sem fyrir liggur er að Hagstofumálið frá forsætisráðu- neytinu mun vera tekið fyrir. Þá verða önnur hefðbundin störf, með óundirbúnum fyrirspurnum og um- ræðu um störf þingsins,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, um fundinn. Samið var um í vor að Hagstofumálið yrði tek- ið fyrir þegar þingið kæmi saman á ný. Nýtt þing verður sett 1. októ- ber. Fjármálaráðherra mun þá mæla fyrir fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu strax í upphafi. Þingið kemur sam- an 10. september og starfar í sex daga Göngur og réttir » Bændur fara á afrétti fyrr en vant er af ótta við óveður. » Spáð er illviðri á Norður- landi á föstudag og laugardag. » Réttað verður á föstudag. Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Þetta gengur ágætlega. Við erum komnir langleiðina og eigum rúman klukkutíma eftir á áfangastað í Þor- geirsfjörð,“ sagði Heimir Ásgeirs- son, gangnaforingi í Grýtubakka- hreppi, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Illviðri er spáð um allt norðanvert landið á föstudag og laugardag og því hafa bændur farið á afrétti og smalað fyrr en vant er. Smalað er allt frá Húnaþingi vestra og austur í Öxarfjörð. Blíðviðri var þó í Grýtubakka- hreppi í gær þegar lagt var af stað úr Höfðahverfi og sem leið lá í Fjörður. Síðan átti að leggja aftur í hann í nótt. „Við smölum í tvo langa daga, alla jafna erum við lengur. Yfirleitt tek- ur þetta stóra svæði þrjá daga í smölun í venjulegum göngum,“ út- skýrir Heimir. Hópurinn telur 16 manns og munu þeir smala um fjög- ur þúsund fjár. Um 20 manns munu koma úr byggð í dag og smala á móti hópnum. „Það leggjast allir á eitt þegar svona mikið er í húfi,“ segir Heimir. MFarnir af stað í göngur »4 Í kapphlaupi við illviðrið  Vilja ekki lenda í sömu hremmingum og fyrir ári síðan  Smalað er allt frá Húnaþingi vestra og austur í Öxarfjörð  Vonskuveðri enn spáð um helgina Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Beislað Heimir Ásgeirsson gangnaforingi hélt af stað með mikið og harðsnúið lið út í Fjörður og var ferðinni heitið að Þönglabakka, um sex tíma reið. Bændur norðanlands beisluðu hesta sína og lögðu af stað í göngur í gær Morgunblaðið/Kristinn Tækni Línuhraðall Landspítalans er kominn til ára sinna. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Vonir standa til að nýr línuhraðall fyrir geislameðferðardeild Landspít- alans verði kominn hingað til lands um miðjan október og hann verði kominn í fulla notkun um áramót. Að sögn Jakobs Jóhannssonar, yfir- læknis á deildinni, verður nýtt slíkt tæki pantað á næstu dögum en geng- ið verður frá samningi við banda- rískt fyrirtæki um kaupin. „Það þarf að smíða tækið sérstak- lega fyrir okkur og það tekur svo tíma að setja það upp þegar það er hingað komið. Ég reikna með að við verðum komin með það í notkun í kringum áramótin,“ segir hann. Undanfarið hefur verið safnað fyr- ir kaupum á tækinu undir merkjum Bláa naglans en tilkynnt verður í næstu viku hversu mikið hefur safn- ast þar. Þá standa söfnuðir þjóð- kirkjunnar fyrir söfnun fyrir nýjum línuhraðli. Línuhraðallinn kostar um 400 milljónir að sögn Jakobs en stjórnvöld hétu fyrr á þessu ári 300 milljónum til kaupa á nýjum hraðli fyrir geislameðferðardeildina. »4 Í notkun í kringum áramót  Nýr línuhraðall fyrir Landspítala pantaður á næstu dögum  Ágúst H. Bjarnason grasafræð- ingur veltir því upp á vefsíðu sinni hvort Vegagerðin hafi notað plöntueitur við vegakanta á vegum inni í Vatnajökulsþjóðgarði. For- svarsmenn Vegagerðarinnar segja svo ekki vera og þjóðgarðsvörður kannast ekki við að slíkt hafi gerst. Barátta Landgræðslunnar við lúpínu norðan við þjóðgarðinn kann að hafa valdið plöntudauða innan vébanda þjóðgarðsins. Vegagerðin segir nauðsynlegt að drepa gróður við vegi, því hann geti ýtt undir skafrenning á vegum. Þó er ekki endilega nauðsynlegt að beita til þess eiturefnum, heldur kann að vera hægt að sjóða gróð- urinn í burtu með heitu vatni. »4 Eitranir Vegagerðar vekja spurningar Verðlaun ESB fyrir nútímabygg- ingarlist sem í ár féllu í skaut Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, hafa styrkt samkeppnis- stöðu íslenskra arkitektastofa á er- lendum mörkuðum. Mörg verkefni sem nú berast inn á borð koma utan frá, flest frá Noregi. Til dæmis er arkitektastofan Batteríið nú að hanna tæplega 400 herbergja ráð- stefnuhótel í Stafangri og nýlega gerði stofan einnig samning um hönnun 5.000 fer- metra hjúkr- unarheimilis í Ósló. Gert er ráð fyr- ir að tæplega helmingur veltu hjá arkitektastofunni Arkís komi frá erlendum verkefnum. Þar hefur ný- lega verið gengið frá samningum um hönnun 4.000 fermetra hjúkr- unarheimilis og leikskóla í Noregi. Einnig er hönnun á 2.500 fermetra sundlaug á Óslóarsvæðinu á leið í hús. Þá er Arkís að teikna tvö einbýlishús í Stafangri og stórt verkefni um hönn- un skrif- stofu- húsnæðis í Litháen er á döfinni. »6 Íslenskar arkitektastofur fá fleiri verkefni erlendis eftir að Harpa fékk verðlaun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.