Morgunblaðið - 28.08.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 28.08.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 á norðaustanverðu hálendinu. Hann segir ennfremur að allt norðanvert landið muni fá þetta veður og einnig Vestfirðir, Strandir og Austurland á laugardag. „Þetta er eiginlega allur norðurhelmingur landsins,“ segir Þorsteinn og varar við ferðalögum á norðanverðu landinu um helgina. Fundað um framhaldið Sveitarstjórn Húnaþings vestra kom saman í vikunni og fundaði ásamt fulltrúum fjallskiladeilda. Skipuð var aðgerðarstjórn vegna óveðursins sem er yfirvofandi og í kjölfarið funduðu fjallskilastjórnir hver á sínu svæði og tóku ákvarðanir um aðgerðir varðandi breytingar á göngum og réttum. Nú þegar hafa bændur farið af stað í Víðidal og gert er ráð fyrir að fé verði komið til réttar annað kvöld og réttað verði strax á föstudags- morgun. Í Miðfirði var farið af stað á hjólum eftir hádegi í gær og stefnt er að því að rétta á morgun ef kostur er. Einnig er stefnt á að fé verði réttað á fimmtudagsmorgni í Hrútafirði austan, en þar var farið af stað á hjól- um í gær. Í Hrútafirði vestan ætluðu bænd- ur að bíða til dagsins í dag og sjá til með veður, en stefnt er að því að smala Meladal, Tröllakirkju, Geld- ingafell og fell vestan Kollsár og Kol- beinsár á morgun. Þá ætla bændur á Vatnsnesi og í Vesturhópi að smala heimalönd í dag og á morgun, en Heydalur og Ormsdalur verða smal- aðir á morgun. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Göngur Höfðhverfingar úr Grýtubakkahreppi fóru af stað í göngur í gær. Þeir leituðu í allan gærdag og fóru af stað um kl. fjögur í nótt til þess að smala í allan dag og ljúka því í kvöld. Vanalega tekur smalamennskan þrjá daga. Farnir af stað í göngur  Göngur hefjast fyrr en vant er vegna yfirvofandi óveðurs um helgina  Bændur brenndir af fannferginu síðasta haust Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Gangnaforingi Heimir Ásgeirsson er gangnaforingi í Grýtubakkahreppi. Hann segir að smalamennskan hafi gengið vel og er bjartsýnn á framhaldið. SVIÐSLJÓS Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Það er ekkert öruggt í því þegar veðurspáin er annars vegar og það getur allt breyst tiltölulega fljótt. En hinsvegar bendir margt til þess að veðrið verði mjög slæmt og þá vilja menn lágmarka þann skaða sem mögulega gæti orðið af í svona veðri,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Illviðri er spáð á Norðurlandi um helgina og hafa bændur víða tekið ákvörðun um að flýta göngum. Sindri segir að þessi staða komi sjaldan upp enda er svona vont veð- ur óalgengt í lok ágúst. „Bændur eru brenndir af því sem gerðist í fyrra- haust og skiljanlega eru bæði þeir og veðurfræðingar með varann á sér og vilja ekki láta slíkt koma fyrir aftur,“ segir Sindri. Gífurlegt fannfergi var á norðanverðu landinu í fyrrahaust og mikið fall var á fé. Veðurspáin vond fyrir helgina „Það er sama leiðindaspáin,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðing- ur hjá Veðurstofu Íslands. Á föstu- daginn verður stormur sem byrjar norðvestanlands en talsvert mun rigna og snjóa upp til fjalla og áfram á laugardag. „Þá á að ganga niður seinnipartinn vestanlands en það verður áfram hvassviðri og slydda. Á laugardaginn verður rigning norð- austantil, meira á láglendinu en á há- lendinu mun snjóa,“ segir Þorsteinn. Hann segir að veðrið verði svipað og í fyrrahaust og mikið fannfergi verði Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur birti um helgina færslu á vef sínum þar sem sjá má myndir af dauðu lyngi og hríslum. Ágúst fullyrðir að þetta séu afleiðingar notkunar plöntueitursins Roundup og veltir upp þeim möguleika að eitrið hafi verið notað innan vébanda Vatna- jökulsþjóðgarðs. Kannast ekki við eitranir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðs- vörður segist ekki kannast við að Roundup eða annað plöntueitur hafi verið notað innan þjóðgarðsins. „Ef það var eitrað þarna við mynni Ásbyrgis þá er það á veghelg- unarsvæði, sem hefur ekkert með þjóðgarðinn að gera því norðaustur- vegurinn er á mörkum hans,“ sagði Hjörleifur. „Okkur er samt ekkert endilega vel við að menn noti eitur.“ Hjörleifur kannaði aðstæður sjálf- ur en sagðist ekki hafa séð ummerki þess að eitri hefði verið dreift innan vébanda þjóðgarðsins. Hann vildi ekki útiloka að eitthvert eitur kynni að hafa farið á gróður innan þjóð- garðsins fyrir slysni. „Land- græðslan eyddi lúpínu norðan þjóð- garðsins fyrir nokkrum árum með eitri, en því hefur verið hætt í sam- ráði við þjóðgarðsvörð og við tekið það verkefni að okkur.“ Roundup í vægasta eiturflokki Bæði Hjörleifur og Pálmi Þor- steinsson, þjónustustjóri Vegagerð- arinnar á Akureyri, bentu á að gróð- ur í vegakanti getur haft þær afleiðingar að snjór safnast á veg- unum og skyggt á vegstikur með til- heyrandi hættu. „Roundup er í væg- asta eiturflokki og hægt að kaupa á bensínstöðvum án nokkurra leyfa. Það var talað um að þetta væri svip- að og að nota grænsápu í þetta,“ sagði Pálmi. „Ef þetta efni verður hins vegar á einhverjum tímapunkti talið varasamt þá munum við hætta að nota það. Úðararnir sem við not- um ná kannski einn og hálfan metra inn á vegöxlina, lengra fer þetta nú ekki.“ Hann sagði jafnframt að ef hentug lausn sem skilaði jafngóðum árangri fyndist sem þætti umhverf- isvænni, þá væri Vegagerðin hlynnt því að skoða alla slíka möguleika. Pálmi vísaði því jafnframt alfarið á bug að eitri hefði verið dreift við vegi innan þjóðgarðsins. Eitrað við þjóð- vegi landsins  Vegagerðin segir ekkert til í get- gátum um eitranir innan þjóðgarða Ljósmynd/Ágúst H. Bjarnason Eitur Gróður í einum vegkanti sem hefur verið eitrað fyrir. Matthildur Bára Stefánsdóttir, deildarstjóri umhverfis- og örygg- ismála hjá Vegagerðinni, segir aðr- ar leiðir færar en þær að eitra fyrir gróðri við vegakanta. „Ég hef hvatt starfsmenn Vega- gerðarinnar til að nota sem minnst af þessum eiturefnum. Danska fyr- irtækið NCC Roads hefur þróað aðferð sem kallast SPUMA, en það er aðferð til að eyða gróðri í veg- köntum án eiturefna. Búnaðurinn kostar 14 milljónir í Danmörku og við vildum gjarnan fá þennan bún- að, sem þarf svo að setja upp á bíl sem ekki er innifalinn í verðinu.“ Matthildur segir SPUMA virka þannig að heitu vatni er blandað saman við nokkur önnur umhverf- isvæn efni, sem mynda þétta froðu. Froðunni sé svo sprautað á vegkanta, en við það eyðist gróðurinn. Meðferðin virkar í allt að 100 daga, eða sem nemur um það bil einu íslensku sumri eða svo. Hægt að sjóða gróðurinn burt GRÓÐUREYÐINGARTÓL VEGAGERÐARINNAR Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Kostnaður við nýjan línuhraðal fyrir geislameðferðardeild Landspítalans nemur um 400 milljónum auk ýmiss viðbótarbúnaðar að sögn Jakobs Jó- hannssonar, yfirlæknis geislameð- ferðardeildar. „Við erum búin að fá tilboð og það á endanlega eftir að skrifa undir. Ég reikna með að það verði búið að ganga frá því á næstu vikum von- andi,“ segir Jakob. Stjórnvöld lögðu 600 milljónir króna til tækjakaupa á Landspítal- anum fyrr á þessu ári og af þeim eiga 300 milljónir að fara í kaup á nýjum línuhraðli. Auk þess hafa ýmsir að- ilar staðið fyrir söfnunum til að kaupa tækið, þar á meðal Blái nagl- inn og þjóðkirkjan. Samkvæmt upp- lýsingum frá Bláa naglanum var síð- asti dagur söfnunarinnar í gær en nú sé verið að hringja út í flest fyrirtæki á landinu til að afla frekara fjár. Töl- ur yfir söfnunina verði birtar um miðja næstu viku. Hjá þjóðkirkjunni fást þær upp- lýsingar að stefnt sé að því að af- henda Landspítalanum það fé sem safnast hjá söfnuðum hennar í nóv- ember. Jakob segir að ef eitthvert fé yrði umfram kostnaðinn við línuhraða- linn eftir safnanirnar rynni það í aukakostnað við hraðalinn á næsta ári. Hann segir mikla þörf á nýju slíku tæki. „Bæði til að endurnýja það sem fyrir er en svo er mikil þróun í geisla- meðferð á krabbameinssjúklingum. Hún verður nákvæmari og stöðugri. Bara til að fylgja þeirri þróun er þetta tæki mjög nauðsynlegt.“ Styttist í nýjan línuhraðal  Söfnun Bláa naglans fyrir nýjum línuhraðli að ljúka  Þjóðkirkjan stefnir á að afhenda sitt fé í nóvember Morgunblaðið/RAX Nagli Ljóst verður í næstu viku hve mikið safnaðist með Bláa naglanum. Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrú sloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tí a var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á fer aleiðsögn e a ekki. LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8- 2 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.