Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 6

Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Reykjavíkurborg greinir nú skýrslu sem Bandalag háskóla- manna (BHM) kynnti í fyrradag sem sýnir að mesti kynbundni launamunurinn hjá félögum í aðild- arfélögum þess er hjá borginni. „Auðvitað eru það vonbrigði að sjá þessar tölur og við ætlum að skoða þetta mál ítarlega á næstu dögum og bregðast við í samræmi við það. Við tökum þetta mjög al- varlega og viljum fara vel yfir mál- ið,“ segir Helga Björg Ragnars- dóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Kjarakönnun BHM leiddi í ljós að þegar búið er að leiðrétta fyrir áhrifum starfshlutfalls og vinnu- stunda, aldurs og menntunar og mannaforráða og fjárhagslegrar ábyrgðar félagsmanna sem starfa hjá borginni þurfi konur að hækka um 8,5% í launum til að hafa sömu laun og karlar. Munurinn var 8,3% hjá ríkinu, 8% hjá einkafyrir- tækjum og 6,4% hjá öðrum sveitar- félögum en Reykjavíkurborg. kjartan@mbl.is Launamunur kynja hjá borginni í skoðun Ráðhúsið Skv. könnun BHM er 8,5% mun- ur á launum karla og kvenna hjá borginni. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðmundur Ósvaldsson, fram- kvæmdastjóri arkitektastofunnar Batterísins, segir það hafa styrkt samkeppnisstöðu stofunnar á er- lendum mörkuðum að verðlaun ESB fyrir nútímabyggingarlist, kennd við Mies van der Rohe, skuli í ár hafa fallið í skaut Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík. En Harpa er verk Batterísins og arki- tektastofu Henning Larsen í Dan- mörku, í samvinnu við stúdíó Ólafs Elíassonar í Berlín. „Því er ekki að neita að þetta hefur hjálpað. Verð- launin gefa okkur aukið aðgengi að alþjóðlegum samkeppnum.“ Spurður hvað sé í farvatninu er- lendis segir Guðmundur ný verkefni hafa bæst við og að önnur séu að klárast. „Þetta er heldur meira en í fyrra. Flest eru í Noregi. Við erum til dæmis að hanna tæplega 400 her- bergja ráðstefnuhótel í Stafangri. Þá vorum við að gera samning um hönnun 5.000 fermetra hjúkrunar- heimilis í Ósló. Það er stórt verkefni. Annað verkefni er hönnun 50 íbúða fyrir Óslóarborg og hönnun skóla og íþróttahúss í Stafangri. Verkefni á okkar vegum í Kanada er að ljúka og hafa ekki fleiri bæst við þar í landi í ár. Staðan er svipuð í Svíþjóð. Ýmis verkefni á okkar vegum eru á frum- stigi í Suður-Svíþjóð og Hels- ingjaborg.“ Rólegt hér heima Spurður hvernig gangurinn hér heima hafi verið í ár segir Guð- mundur að lifnað hafi yfir mark- aðnum á fyrri hluta ársins en að síð- an hafi ró færst yfir. Hann áætlar að um 80% veltunnar komi af verk- efnum að utan, borið saman við 93% í fyrra. Starfsmenn Batterísins eru svipað margir og í fyrra eða um 30. Hann áætlar að ný verkefni í vinnslu skili Batteríinu um 300 milljónum í tekjur. Hann segir aðspurður að sem svarar tugum milljarða króna kosti að reisa mannvirkin sem arki- tektastofan er að hanna í Noregi. Verkefnum í Bergen að ljúka Ivon Stefán Cilia, framkvæmda- stjóri arkitektastofunnar T.Ark, segir aðkomu stofunnar að hönnun hótels fyrir norðan Bergen lokið. Þá sé hönnun um 200 íbúða í tveimur hverfum í Bergen í bið en samið var um verkið í fyrrasumar. Að öðru leyti segir Ivon að stofan sé ekki að sinna erlendum verkefnum. Hann segir verkefnastöðuna hér heima hafa batnað en stofan kemur meðal annars að hönnun gufuafls- virkjana við Þeistareyki og Bjarnar- flag. „Það hefur verið meira um smærri verkefni hér heima en undanfarin ár. Í ársbyrjun var útlit fyrir að það versta væri afstaðið eft- ir hrunið og að bjartari tíð væri í vændum. Það hefur hins vegar verið ósköp rólegt frá kosningum.“ Batteríið hannar stórt ráðstefnuhótel í Stafangri  Stofan hefur notið góðs af alþjóðlegri viðurkenningu vegna Hörpunnar í sumar Á teikniborðinu Hótelkeðjan Scandic mun reka hótelið og ráðstefnuhúsið í Stafangri. Húsið er klætt með einingum úr gleri og áli. Húsið er hannað af fjölda arkitekta, arkitektum hjá Batteríinu og norsku stofunni Link arkitektur. Tölvumynd/Batteríið „Ég er með rekstrarleyfi fyrir ákveðinn fjölda af börnum og það er búið að fylla öll laus pláss langt fram í tímann,“ segir Valgerður. Vilja opna aftur leikskólann Vilji er af hálfu leikskólastjórans Huldu Lindu Stefánsdóttur að opna leikskólann að nýju en samkvæmt María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Fá úrræði virðast vera í stöðunni fyrir foreldra þeirra barna sem pláss eiga á Leikskólanum 101 en hann er nú lokaður á meðan rannsókn fer fram. Á fundi sem Reykjavíkurborg hélt með foreldrum í fyrradag kom fram að börn af leikskólanum nytu ekki forgangs umfram önnur börn inn á leikskóla borgarinnar og að það væri á ábyrgð foreldra að finna þeim pláss á leikskóla eða hjá dagforeldri. Sigrún Edda Lövdal, formaður fé- lags dagforeldra í Reykjavík, segir að lítið sé um laus pláss. „Staðan er ekki góð fyrir þá sem eru að leita að plássi nálægt miðbænum og allir dagforeldrar á svæðinu búnir að fylla sín pláss fyrir haustið. Það er helst í úthverfunum sem er að finna pláss til dæmis í póstnúmerunum 109 til 113 og þá er um að ræða eitt og eitt pláss hér og þar og það er óljóst hvort að þau pláss anni þess- um börnum auk þess sem það er langt fyrir foreldrana að fara,“ segir Sigrún. Valgerður H. Valgeirsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Lundar, segir biðlistana vera langa. óformlegri könnun á áðurnefndum fundi virtist lítill áhugi vera meðal foreldra á slíku úrræði. Þyrí Stein- grímsdóttir, lögmaður Huldu, gagn- rýnir Reykjavíkurborg fyrir úrræða- leysi gagnvart foreldrunum. „Starfsmennirnir sem rannsóknin beinist að eru í leyfi frá störfum og það er ekkert því til fyrirstöðu að opna aftur leikskólann t.d. með stuðningi frá Reykjavíkurborg og Barnavernd Reykjavíkur.“ Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir hjá Barnaverndar Reykjavíkur segir það ekki vera skyldu barnaverndar- yfirvalda að ganga inn í einkafyrir- tæki eða skóla. „Við könnum mál og komum með tillögur en getum ekki lagt til starfsfólk til þess að tryggja að starfsemi haldist gangandi á leik- skóla,“ segir Halldóra. Skýrslutökur eru hafnar Halldóra segir að lögmaður Huldu hafi haft rangt eftir sér varðandi það hvort glæpur hafi verið framinn. „Við óskum ekki eftir lögreglurann- sókn nema að við teljum að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Þetta er viðamikið mál og lagðar voru fram athugasemdir um mjög marga þætti í starfsemi leikskólans. Margt var ekki saknæmt en annað var það,“ segir Halldóra. Friðrik Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir rannsókn málsins á frumstigi. „Skýrslutökur eru hafnar en stefnt er að því að ljúka rannsókn sem fyrst,“ segir Friðrik. Morgunblaðið/Rósa Braga Fundur Á fundinum kom meðal annars fram að það væri á ábyrgð foreldra að finna út úr því hvað hentaði börnum þeirra og þeim sjálfum best. Börn leikskólans 101 njóta ekki forgangs inn á aðra leikskóla  Fá pláss hjá dagforeldrum  Langir biðlistar eru hjá ungbarnaleikskólum Hvalfjarðargöng voru lokuð í um klukkustund í gær eftir að dráttar- vél með aftanívagn og jepplingur rákust þar saman. Farið var með báða ökumennina á sjúkrahúsið á Akranesi til skoðunar en að sögn lögreglu slasaðist enginn alvarlega. Lögreglan segir að dráttarvélin hafi farið yfir á öfugan vegarhelm- ing með þeim afleiðingum að hún rakst utan í jepplinginn sem kom úr gagnstæðri átt. Tilkynning um slys- ið barst kl. 15.53. Ökumaður drátt- arbifreiðarinnar sagði við lögreglu að annað afturhjólið hefði læst sig með fyrrgreindum afleiðingum. Göngum lokað vegna árekstrar Þorvarður L. Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Arkís, reiknar með að um 40-45% veltunnar í ár komi frá erlendum verkefnum, eða svipað eða meira en í fyrra. Stærstur hlutinn komi frá Noregi. „Við erum nýbúnir að ganga frá samningum um hönnun 4.000 fermetra hjúkrunarheimilis og leikskóla í Noregi. Þá er hönnun 2.500 fermetra sundlaugar á Óslóarsvæðinu að koma í hús en kærufrestur vegna þess verkefnis rennur út á fimmtudaginn kemur. Þetta eru verkefni sem við vinnum í samstarfi við Verkís,“ segir Þorvarður og bætir því við að Arkís sé einnig að teikna tvö einbýlishús í Stafangri. Hann seg- ir stórt verkefni um hönnun skrif- stofuhúsnæðis í Litháen á byrjunarstigi. „Við höfum nýlokið stóru verkefni við hönnun 25.000 fermetra IKEA-verslunar sem var opnuð í Vilnius fyrr í þessum mánuði,“ segir hann. Hönnuðu nýja IKEA-verslun STÓRVERSLUN OPNUÐ Í VILNIUS Í Vilnius IKEA-verslunin nýja. Fjöldi undirskrifta á síðunni lend- ing.is var kominn hátt í 56 þúsund í gærkvöldi, þar sem lýst er yfir stuðningi við Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Þar með fór fjöldi undirskrifta yfir það sem safnaðist árið 1974 undir yfirskriftinni Varið land. Sú söfnun stóð yfir frá 15. jan- úar til 20. febrúar 1974. Markmiðið þá var að sýna stuðning lands- manna við veru varnarliðsins á Ís- landi í kjölfar umræðu um endur- skoðun varnarsamnings við Atlantshafsbandalagið. 55.522 und- irskriftum var safnað og þær af- hentar Alþingi 21. mars sama ár. Þessi áskorun Varins lands til al- þingismanna olli miklum úlfaþyt og deilum í þjóðfélaginu. Miðað við að landsmenn eru mun fleiri í dag en fyrir tæpum 40 árum, þá er söfnun Varins lands mun stærri en t.d. fyrri undirskriftasöfnun vegna Ice- save, sem fór yfir 56 þúsund. Undirskriftir Fjöldi fór yfir 55.522 í gærkvöldi á vefsíðunni lending.is. Meira en Varið land

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.