Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 10
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Bryndís Guðmundsdóttirtalmeinafræðingur hefurþróað íslenskt námsefnifyrir börn undir heitinu
Lærum og leikum með hljóðin.
Námsefni þetta er notað í leik- og
grunnskólum víða um land og hefur
nýst vel í framburðarkennslu ásamt
því að auka orðaforða og hljóðkerf-
isvitund. Bryndís hefur nú útfært
efni sitt enn frekar og í dag verður
formleg opnun á smáforritinu Lær-
um og leikum með hljóðin sem
byggist á fyrra efni hennar. Sam-
hliða hefur hún hannað smáforritið
Kids Sound Lab, sem er ensk útgáfa
af íslenska forritinu. Mennta-
málaráðuneytið og Barnamenning-
arsjóður styrktu íslensku útgáfuna
og Nýsköpunarmiðstöð Íslands;
Átak til atvinnusköpunar styrkti þá
ensku.
„Ég hef svo mikla trú á að þetta
geti hjálpað til og geti skilað árangri
bæði fyrir fjölskyldur og skólana.
Mitt leiðarljós er að foreldrar geti
haft áhrif á mál og tjáningu barna
sinna með því að byrja nógu
snemma og með því að byrja á rétt-
an hátt. Þau fá tæki í hendurnar
sem leiðir þau áfram og kennslan
verður að sjálfsögðu alltaf að vera í
leik því þetta verður að vera
skemmtilegt svo árangur náist,“
segir Bryndís.
Tæknin kemur ekki í veg fyr-
ir kröfu um lestrarkunnáttu
Bryndís segir rannsóknir sýna
greinilega tengingu milli skertrar
getu barna að þekkja og greina hljóð
Forrit sem hefur
áhrif á tjáningu barna
Talmeinafræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir hefur undanfarin tvö ár unnið
hörðum höndum að smáforritinu, Lærum og leikum með hljóðin, og enskri útgáfu
af sama forriti, Kids Sound Lab. Forritið er ætlað öllum barnafjölskyldum og fag-
fólki sem vilja veita börnum forskot á hljóðmyndun, auka orðaforða þeirra og
undirbúa þau fyrir lestur. Formleg opnun er í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 15.
Einfaldleiki Smáforritið er einfalt í notkun og aðgengilegt fyrir börnin.
Litagleði Bryndís segir nauðsynlegt að efnið sé skemmtilegt fyrir barnið.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Framtakssemi og frumleiki hafa skil-
að mörgu sniðugu í áranna rás. Nú
hafa fyrirtækin Matís og Landsbank-
inn komið á fót nýsköpunarkeppni
fyrir viðskiptahugmyndir í matvæla-
og líftækniiðnaði sem byggjast skulu
á íslensku hráefni eða hugviti.
Veitt verða peningaverðlaun fyrir
bestu hugmyndina auk þess sem
Matís veitir þeim sem hlutskarpastir
eru mikilvæga tæknilega ráðgjöf og
aðstöðu. Höfundar nokkurra annarra
framúrskarandi viðskiptahugmynda
munu einnig fá tækifæri til að fræð-
ast nánar um þróunar- og fram-
leiðsluferla í matvæla- og líftækni-
iðnaði auk annars. Sá sem vinnur
keppnina hlýtur eina milljón króna í
verðlaun auk þess sem hann fær að-
stoð frá sérfræðingum Matís að
verðmæti tvær og hálf milljón króna.
Nánar má lesa um verkefnið á vef-
síðunni matis.is/nyskopun. Umsókn-
arfrestur er til kl. 17 hinn 2. sept-
ember 2013.
Vefsíðan www.matis.is/nyskopun
Nýsköpun Fyrirtækin Matís og Landsbankinn efna til nýsköpunarkeppni.
Milljónir króna í verðlaun
Síðari hluti hinnar frábæru listahá-
tíðar Festisvalls, sem fram fór í Art-
ímu galleríi síðastliðinn laugardag,
verður haldinn í kvöld á skemmti-
staðnum Harlem við Tryggvagötu 22 í
Reykjavík.
Um er að ræða tónleikakvöld þar
sem raftónlist ræður ríkjum en meðal
þeirra sem koma fram eru Future-
grapher, Good Moon Deer, Tanya &
Marlon og Quadruplos. Meðal styrkt-
araðila Festisvalls eru Evrópa unga
fólksins, Reykjavíkurborg, Reyka
Vodka og Macland. Viðburðurinn
hefst klukkan 20 og eru allir vel-
komnir sem aldur hafa til.
Endilega …
… kíkið á
Festisvall
Morgunblaðið/Ómar
Tónleikar Futuregrapher kemur fram.
Myndlistaskólinn í Reykjavík býður
upp á fjölbreytt námskeið næstkom-
andi vetur en þau munu flestöll
byrja um miðjan september. Bæði er
boðið upp á námskeið fyrir börn og
unglinga sem og fyrir lengra komna.
Kennt er í aðstöðu skólans við
Hringbraut og í Miðbergi í Breið-
holti.
Meðal námskeiða sem eru í boði
eru módelteikning, málun, leirkera-
rennsla, ljósmyndun, tilraunastofa í
myndlist fyrir hreyfihamlaða og víd-
eó- og hreyfimyndagerð svo eitthvað
sé nefnt. Námskeiðin eru styrkhæf
hjá flestum fræðslusjóðum stéttar-
félaga en nánari upplýsingar um slík
réttindi fást hjá viðkomandi stéttar-
félagi. Veittur er fjölskyldu- og
systkinaafsláttur auk þess sem
framhaldsskólanemar fá afslátt. Þá
nýtist frístundakort Reykjavíkur-
borgar til að niðurgreiða námskeiðs-
gjöld fyrir börn og unglinga á aldr-
inum sex til átján ára sem eru með
lögheimili í Reykjavík. Nánari upplýs-
ingar um námskeiðin má finna inni á
vefsíðu skólans, myndlistaskolinn.is.
Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á fjölda námskeiða
Listrænn vetur í vændum
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Námskeið Stunda má teikningu og ljósmyndun í Myndlistaskólanum í vetur.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
TISSOT, LEADER IN TACTILE WATCH
TECHNOLOGY SINCE 1999
Experience more at www.t-touch.com
TACTILE TECHNOLOGY
IN TOUCH WITH YOUR TIME
compassmeteo altimeter