Morgunblaðið - 28.08.2013, Síða 14

Morgunblaðið - 28.08.2013, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúar og hagsmunaaðilar við fyrir- hugaðan byggingarreit í Brautarholti 7 í Reykjavík telja að stúdentagarðar sem þar eiga að rísa muni auka á vanda vegna fárra bílastæða. Lóðin er í dag nýtt sem bílastæði fyrir um 60 bíla og eiga 20 stæði að koma í staðinn þegar ný hús eru risin með hátt í 100 íbúðum. Miklu minni bílageymsla Snorri Waage er eigandi skrif- stofuhúsnæðis í Brautarholti. Hann gagnrýnir að hætt skuli hafa verið við að reisa bílageymslur með samtals 252 stæðum á lóðinni og að nú eigi að- eins að byggja bílageymslu fyrir 18 bíla, auk tveggja stæða fyrir fatlaða. Áttu 113 stæði að vera fyrir almenn- ing í fyrri tillögunni, en 139 að vera í notkun fyrir íbúðir, fyrirtæki og stofnanir í tveim byggingum. Eiga þess í stað að rísa stúdentagarðar með 90-97 íbúðum. „Það segir sig sjálft að ef menn eiga í vandræðum með að finna bílastæði fyrir sig og viðskiptavini sína mun það hafa fæl- andi áhrif á fyrirtæki,“ segir Snorri. Kristinn R. Árnason, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið, í Brautarholti 8, tekur undir þetta. „Ef svæðið fyllist af íbú- um þurfa þeir að leggja bílum í nær- liggjandi götum. Það mun þrengja að því sem fyrir er. Við erum með rúm- lega 40 starfsmenn og fáum daglega viðskiptavini til okkar. Þeir koma allir á bílum,“ segir Kristinn. Bjarni M. Jónsson býr í Ásholti 8, norðanmegin við bílastæðið. Hann segir ásóknina í bílastæði á svæðinu Segja borgina skapa skort á bílastæðum Morgunblaðið/Rósa Braga Byggingarreitur Um 60 bílastæði eru þar sem Brautarholt 7 mun rísa. Hér fyrir neðan má sjá tölvuteikningu af fyrirhuguðum stúdentagörðum.  Íbúar í Brautarholti vilja fleiri stæði  Fleiri stæði verða í Einholti en til stóð Íbúðareitir í Holtahverfi Þv er ho lt Ra uð ar ár st íg ur Stórholt Íbúðir við Stakkholt Íbúðir Búseta við Þverholt Íbúðir við Brautarholt 7 Loftmyndir ehf. Brautarh olt Tölvuteikning/ARK ÞING Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Frá því að Garðlist ehf var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðskiptum við undanfarin ár, á sama tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. ALHLIÐA GARÐÞJÓNUSTATUNGUHÁLSI 7 » 110 REYKJAVÍK » SÍMI 554 1989 » GARDLIST.IS ALLT FYRIR GARÐINN Á EINUM STAÐ » Trjáklippingar » Trjáfellingar » Garðsláttur » Beðahreinsun » Þökulagnir » Stubbatæting » Gróðursetning » Garðaúðun o.fl. Fulltrúar þýska fyrirtækisins Brem- enports voru á ferðinni hér á landi í gær, til að skoða aðstöðu fyrir mögu- lega stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes. Funduðu þeir með sveit- arstjórnarmönnum í Langanes- byggð og Vopnafjarðarhreppi, auk þess sem þeir hittu að máli ráðherra úr ríkisstjórninni. Er þýska fyrir- tækið reiðubúið að leggja fram um 45 milljónir króna til rannsókna á því hvort hagkvæmt sé að reisa höfn í Finnafirði, til að þjónusta fyrirtæki við olíuleit og vinnslu á Drekasvæð- inu og ekki síður fyrir siglingar um Norður-Íshafið. Kom fram í gær að Langanesbyggð, Vopnafjarðar- hreppur og Bremenports ætla að taka höndum saman um slíkt undir- búningsfélag. Í nýju aðalskipulagi Langanesbyggðar er gert ráð fyrir umtalsverðum umsvifum vegna um- skipunar- og þjónustuhafnar í Finnafirði. Þjóðverjar í Finnafirði  Fulltrúar Bremenports skoðuðu hafnaraðstöðu í gær Ljósmynd/Ólafur Steinarsson Hafnarmál Fulltrúar Bremerhaven og heimamanna á ferð sinni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.