Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
VESTURLANDDAGA
HRINGFERÐ
GRUNDARFJÖRÐUR
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Þegar menn og konur í Víkingafélag-
inu Glæsi í Grundarfirði koma saman
sveifla þau vígalegum víkingavopn-
um og halda veislur að víkingasið.
Sjálf segjast þau vera „klikkaðir bar-
dagamenn“ og „barngóðir víkingar“
og hafa af dugnaði og hagkvæmni
byggt upp lítið víkingaþorp á svæði
sem áður var í lítilli notkun og hyggja
þar á ýmsa nýbreytni í bæjarlífinu.
„Við tókum frá einn mánuð í
sumar til að vinna á svæðinu,“ segir
Atli Freyr Guðmundsson, einn stofn-
félaga Glæsis. „Núna stendur þar eitt
hús með torfþaki og samkomutorg
með áhorfendapalli og sviði og þar
væri hægt að vera með leikrit eða
sýningar. Það væri t.d. gaman að fá
ferðamenn í heimsókn, bjóða þeim
upp á íslenskan mat og kynna þeim
líf víkinga.“
Framkvæmdirnar voru að
mestu leyti á kostnað félagsmanna
Glæsis. „Við höfum líka fengið mikla
hjálp frá fólki og fyrirtækjum hér í
bænum. Það eru allir svo jákvæðir
gagnvart félaginu, við höfum t.d.
fengið ýmislegt gefins. Við erum ekki
að þessu bara fyrir okkur sem erum í
félaginu. Við erum að gera þetta fyrir
allan bæinn. Við sjáum t.d. fyrir okk-
ur að þarna verði hægt að halda tón-
leika, halda markaði eða eitthvað
annað sem fólki dettur í hug.“
Fjölbreyttur víkingahópur
Flestir félaganna í Glæsi eru bú-
settir í Grundarfirði og nágrenni. Atli
segir erfitt að nefna nákvæma fé-
lagatölu, félagið sé opinn félags-
skapur og starfsemin margþætt.
„Það eru allir velkomnir og þeir sem
hafa áhuga ættu endilega að vera
með okkur. Yfirleitt mæta um 13 á
skylmingaæfingar, en þetta er svo
opið hjá okkur og við erum að gera
margt annað; við hittumst til dæmis
og saumum búninga úr ull og hör og
smíðum vopn.“
Kunnáttuna til slíkra verka ætti
ekki að skorta meðal Glæsismanna,
en í félaginu er fjölbreyttur hópur
fólks, þeirra á meðal eru bændur,
sjómenn, járnsmiður og silfur-
smiður.
Víkingafélagið Glæsir var stofn-
að í byrjun fyrrasumars og má rekja
það til Víkingafélagsins Rimmugýgj-
ar í Hafnarfirði, en Atli og fleiri
Glæsisvíkingar höfðu starfað með
því um hríð. „Okkur datt í hug að at-
huga hvort það væri áhugi fyrir
svona félagi í Grundarfirði og í fram-
haldinu var félagið stofnað.
Glæsir lét til sín taka á bæjar-
hátíðinni Á góðri stund sem haldin
var í Grundarfirði í lok júlí. Félagið
stóð þar fyrir víkingaskóla, hélt bas-
ar til fjáröflunar og setti upp gapa-
stokk að víkingasið, þar sem sjálf-
boðaliðar úr röðum félagsmanna
voru festir og sagðir vera eggjaþjóf-
ar. Gafst gestum og gangandi kostur
á að kasta í þá eggjum í refsingar-
skyni fyrir þjófnaðinn.
Áhuginn fyrir eggjakastinu var
svo mikill að egg seldust upp í mat-
vöruverslun bæjarins, reyndar varð
almenn eggjaþurrð í bænum þar sem
margir Grundfirðingar brugðust við
eggjaleysi verslunarinnar með því að
Ljósmynd/Víkingafélagið Glæsir
Glaðbeittir víkingar Stofnfélagar Glæsis fyrir framan Eyrbyggju, sögumiðstöðina í Grundarfirði.
Svolítið klikkaðir og
barngóðir víkingar
Glæsisvíkingar sveifla sverðum og byggja víkingaþorp
Því hefur verið lýst sem einu sérkennilegasta fjalli landsins, áður fyrr á öld-
um kölluðu danskir sæfarar það Sukkertoppen eða sykurtoppinn og af sumum
er það talið meðal fegurstu fjalla Snæfellsness. Þetta er Kirkjufell, sem er 463
m hátt og stendur við vestanverðan Grundarfjörð.
Fjallið er ágætlega kleift vönum og vel útbúnum göngumönnum, en einnig er
hægt að ganga í kringum það. Fyrir ofan Kirkjufell er hin tröllslega Mýrarhyrna,
sem er 578 m og á þessum slóðum má glöggt sjá hvernig jöklar og straumvötn
hafa mótað landslagið síðustu árþúsundin.
Morgunblaðið/RAX
Kirkjufell Lögun þess er óneitanlega sérstök, enda kallað sykurtoppur.
Fjallið er fagurt og sérstakt
„Gæði svæðisins og möguleikar til
að búa til aukin verðmæti eru rauði
þráðurinn, hvort sem litið er til mat-
vælavinnslu, iðnaðar, listsköpunar
eða skólastarfs,“ segir Björg
Ágústsdóttir, verkefnisstjóri og ráð-
gjafi hjá Alta í Grundarfirði.
Stofnun svæðisgarðs á Snæfells-
nesi er í vinnslu. Gerð svæðis-
skipulags er hluti af því. Unnið er út
frá náttúrufari, landslagi, atvinnulífi
og menningu svæðisins, en einnig
fjallað um lífsgæðin sem felast í bú-
setu á svæðinu. „Með aðgengilegum
upplýsingum um sérstöðu og auð-
lindir heimabyggðarinnar og leið-
beiningum um hvernig megi nýta
þær frekar má styðja við atvinnulíf
og stofnanir.“
Sveitarfélög á Snæfellsnesi
standa að verkefninu, með fleirum.
„Þetta er frumkvöðlaverk, en í anda
þróunar erlendis þar sem svæð-
isbundin samvinna er nýtt til að efla
svæði. Vinnan getur nýst atvinnu-
greinum og þeim sem vilja þróa
hugmyndir sínar og taka mið af því
sem býr í svæðinu. Sjálfbærni er
leiðarljós, þ.e. að ákvarðanir um
uppbyggingu byggist á að fólk þekki
hvað gerir þetta svæði einstakt,“
segir Björg Ágústsdóttir.
Leiðarljósið er sjálfbærni
Svæði Björg Ágústsdóttir og Kristín Rós Jóhannesdóttir eru ráðgjafar hjá Alta
í Grundarfirði og sinna ýmsum verkefnum, svo sem á sviði skipulagsmála.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Skólastarf tekur breytingum í sam-
ræmi við þróun samfélagsins. Verk-
efnamiðað nám, og eftirfylgd með
nemendum sem miðar meðal annars
að virkri þátttöku þeirra í náminu
og þar með samfélaginu öllu, er
skref í þá átt,“ segir Jón Eggert
Bragason, skólameistari Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði.
Vetrarstarfið þar hófst í sl. viku og
til leiks mættu 216 nemendur. Þar af
eru um 20 í fjarnámsdeild á Patreks-
firði. Tuttugu kennara eru við skól-
ann, auk annars starfsliðs.
Tíunda starfsár Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga er nú að hefjast.
Þegar áherslur í starfi skólans voru
mótaðar – og húsnæði hannað – var
ákveðið að fara nýjar leiðir. Þannig
er aðeins ein kennslustofa, sem svo
getur kallast, í húsinu. Þannig er
miðrými skólahússins skipt upp með
færanlegu skilrúmum og við hring-
borð í hverju þeirra sitja nemendur
og vinna með kennurum sínum.
Byggt á leiðsagnarmati
„Nokkrir nemendur hér hafa
lokið námi til stúdentsprófs á þrem
árum. Hér eru alla jafna ekki próf í
annarlok heldur er byggt á leiðsagn-
Nýjar leiðir við hringborðið
216 nemar við Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga Nám miði að virkri þátttöku
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nám Kennt er í hólfuðum rýmum á sal skólans.
Skóli Jón Eggert Bragason skólameistari og Hrafnhild-
ur Hallvarðsdóttir sem er aðstoðarskólameistari.