Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Grundarfjarðarbær er miðsvæðis á norðanverðu Snæfellsnesi,
innst í firði, umlukinn tignarlegum fjöllum og ber þar einna hæst
hið sérstæða Kirkjufell. Bærinn á mikið undir sjávarútvegi og
þar er einkar góð höfn frá náttúrunnar hendi. Þó er atvinnulíf
fjölbreytt og þar starfa öflug og traust fyrirtæki í ýmsum
greinum atvinnulífsins.
Íbúar eru
tæplega
900
Framkvæmdir Víkingarnir grundfirsku hafa byggt upp aðstöðu til sýninga og skemmtanahalds í Grundarfirði.
sækja egg í eigin skápa til að kasta í
víkingana.
Víkingafélag fyrir alla
Glæsismenn mæta gjarnan í
fullum víkingaklæðum á fundi og
með alvæpni á skylmingaæfingar.
Engin ástæða er þó til að óttast fé-
lagsmenn að sögn Atla. „Við erum
kannski svolítið klikkaðir bardaga-
menn en líka barngóðir víkingar.“
Spurður að því hvort nauðsynlegt sé
að eiga fullan víkingaskrúða til að
geta tekið þátt í starfsemi Glæsis
segir Atli svo ekki vera. „Fólk ræður
því alveg sjálft og við ætlumst ekki til
þess. En það er miklu skemmtilegra
þegar við erum svona klædd, svo er
líka gaman að sauma þessi föt,“ segir
Atli sem hefur saumað nokkra al-
klæðnaði úr ull og hör bæði á sjálfan
sig og aðra. Hann segir starf með
víkingafélagi afar skemmtilegt. „Ég
mæli með því fyrir alla að ganga í vík-
ingafélag, bæði konur og karla.“
Í gapastokk Hugrakkur víkingur úr Glæsi lét festa sig í gapastokk og
var grýttur með öllum þeim eggjum sem fundust í Grundarfjarðarbæ.
armati. Í megindráttum gengur
þetta vel, þó að ábendingar hafi
komið um að nemendur með þennan
bakgrunn séu á háskólastiginu ekki
jafn vel í stakk búnir að taka löng
skrifleg próf eins og æskilegt væri.
Því kemur til greina að innleiða þau
að einhverju marki,“ segir Jón Egg-
ert.
„Stóri kosturinn við fyrir-
komulag kennslunnar hér, er sá að
með okkar útfærslu á kennslu til-
einka nemendur sé sjálfstæð vinnu-
brögð í gegnum verkefnavinnu og
kennsla í opnu rými kemur vel út.
Þrjá heila vetur mína hér hafa aldrei
komið upp agavandamál tengd
kennslunni.“
Fjöllin fjörðurinn og ég
Snæfellingar hafa metnað
gagnvart skólanum sínum, segir Jón
Eggert Bragason. Má í því sambandi
nefna námsefnið Fjöllin, fjörðurinn
og ég, sjö eininga samþættan náms-
áfangi á fyrsta skólavetri nemenda.
Þar eru raungreinar, félagsfræði og
íslenska í einum áfanga og mörg við-
fangsefnin sótt í nærumhverfið á
Nesinu. Þetta segir skólameistarinn
falla vel að námsskrá framhalds-
skóla, þar sem sjónum er beint að
læsi, heilbrigði og velferð, sjálf-
bærni, lýðræði og fleiru.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í
samvinnu við Fjarmenntaskólann,
samstarfsvettvang átta framhalds-
skóla á landsbyggðinni. Markmiðið
þar er að auka framboð náms á
framhaldsskólastigi á starfssvæði
þeirra og víðar. Í því felst að nem-
endur eins skóla geta tekið fjar-
námsáfanga frá öðrum og þannig
eykst námsframboðið til muna.
Kennarinn getur t.d. verið austur á
fjörðum en nemandinn fyrir vestan.
Að minnsta kosti níu víkingafélög
starfa hér á landi. Rimmugýgur í Hafn-
arfirði, sem er systurfélag Glæsis, er
þeirra elst og stærst, en það var stofn-
að árið 1997 og er með margvíslega
starfsemi.
Samkvæmt lauslegri athugun eru
önnur víkingafélög Einherji í Reykja-
vík, Hringhorni á Akranesi, Æsir á Ak-
ureyri, Víkingafélag Suðurnesja, Ei-
ríksstaðir-Víkingar á Blönduósi,
Víkingafélag Dalamanna og Víkingar Vestfjarða. Einnig er í bígerð að
stofna víkingafélag í tengslum við starfsemi Grettisbóls á Laugarbakka.
Víkingafélög um allt land
MIKILL ÁHUGI VIRÐIST VERA Á VÍKINGASIÐUM
Vopn Glæsisvíkingar hafa útbúið
víkingavopn af miklum hagleik.
„Satt að segja er ég allt árið á
höttunum eftir skötu fyrir Þor-
láksmessuna. Fer að huga að
þessu strax í upphafi ársins og
kaupi alla þá skötu sem á fisk-
markaðinn kemur. Skatan er
fyrst sett í kör til kæsingar og svo
fer hluti af henni í söltun. Svo er
hún líka seld einvörðungu kæst
fyrir þessa allra hörðustu,“ segir
Margrét Hjálmarsdóttir í Grund-
arfirði.
Með systkinum sínum rekur
hún fyrirtækið Hjálmar ehf sem
gerir út bátinn Haukaberg SH-20
og starfrækir fiskverkunina
Tanga í Grundarfirði.
Sá fiskur sem unninn er hjá
Tanga fer að talsverðu leyti í
Kolaportið. „Já, það fer alltaf
drjúgt á þetta markaðstorg
Reykvíkinga. Það er uppistaðan
hjá okkur,“ segir Margrét. Í
Kolaportinu selur Árni Elvar,
sonur Margrétar og Eyjólfs Sig-
urðssonar, fisk og innfluttar as-
ískar matvörur undir merkjum
Fiska.is
Stæk lyktin ágerist
„Skatan veiðist mest við
Reykjanes og fyrir sunnan land,
ég fæ helst fisk af Suðurnesjabát-
um. Og nú er þetta komið hingað
vestur, börðin eru skorin og kom-
in í kerin. Eftir svo sem viku fer
ammoníakslyktin að finnast og
hún ágerist eftir því sem líður á
haustið. Fólk finnur þef af Þor-
láksmessunni sem sumum þykir
stækur en mér líkar hann vel,“
segir Margrét sem býst við því að
geta sent frá sér 2-3 tonn af skötu
fyrir Þorláksmessuna. sbs@mbl.is
Margrét Hjálmarsdóttir kæsir skötuna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fiskur Margrét Hjálmarsdóttir rekur útgerð og fiskvinnslu.
Þorláksmessuþefur-
inn finnst í ágúst
Næsti viðkomustaður 100
daga hringferðar Morgunblaðs-
ins er Snæfellsbær.
Á morgun
Við bjóðum frábæra
þjónustu á Grundarfirði
Allar almennar bílaviðgerðir
Rétting, sprautun og hjólbarðaþjónusta
Tölvulesum einnig flest alla bíla
Sólvellir 5, 350 Grundarfjörður, sími 438 6933
K.B. Bílaverkstæði ehf