Morgunblaðið - 28.08.2013, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
• Mylur alla ávexti, grænmeti
klaka og nánast hvað sem er
• Hnoðar deig
• Býr til heita súpu og ís
• Uppskriftarbók og
DVD diskur
fylgja með
Lífstíðareign!
Tilboðsverð kr. 106.900
Með fylgir Vitamix sleif
drykkjarmál og svunta
Fullt verð kr. 125.765
Meira en bara
blandari!
Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og
þægindabúnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja aksturs-
upplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og
árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense.
Outlander kostar frá
5.590.000 kr.
Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
mitsubishi.is
Eyðsla aðeins
frá
5,5 l/100 km.
MITSUBISHI OUTLANDER
Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn Nú á enn betra verðifrá 5.590.000kr.Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur
Nærri 25 þúsund nemar féllu á inn-
tökuprófum í Háskóla Líberíu, ann-
an af tveimur ríkisreknum háskól-
um landsins. Ekki einn einasti
umsækjandi stóðst prófin en að
sögn starfsmanns háskólans skorti
þá bæði eldmóð og grunnþekkingu
á enskri tungu.
Forseti landsins, Ellen Johnson
Sirleaf, handhafi friðarverðlauna
Nóbels, viðurkenndi fyrir skömmu
að menntakerfi landsins væri í
óreiðu og að mikið þyrfti til að bæta
það. Marga skóla skortir kennslu-
efni og kennarar eru lítt hæfir en
þetta mun vera í fyrsta sinn sem
enginn námsmaður nær inntöku-
prófunum.
Menntamálaráðherrann Etmonia
David-Tarpeh sagðist í samtali við
BBC vantrúuð á niðurstöðurnar en
talsmaður skólans sagði stjórnvöld
verða að grípa til aðgerða.
LÍBERÍA
Ekki einn stóðst
inntökuprófin
Nám Það verða engir nýnemar í
ríkisháskólanum næsta árið.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Viðbrögð sýrlenskra stjórnvalda og
bandamanna þeirra við afmörkuðum
loftárásum Vesturlanda yrðu líklega
takmörkuð en grípi erlend ríki til
víðtækra aðgerða til að koma Bashar
al-Assad frá völdum eru líkur á að
allt fari í bál og brand á svæðinu.
Þetta hefur AFP eftir sérfræðingum
í málefnum Sýrlands en líkur á al-
þjóðlegri íhlutun í átökin í Sýrlandi
aukast nú dag frá degi.
Sérfræðingarnir segja umfang og
afl viðbragða bandamanna Assads
munu velta á hvers konar aðgerðir
Vesturveldin ráðast í. „Allt veltur á
eðli, umfangi og markmiðum vest-
rænnar árásar og enn sem komið er
á ég ekki von á meiru en viðvörun-
arárás,“ segir Joseph Bahout, pró-
fessor við Sciences Po í París og sér-
fræðingur í málefnum Sýrlands.
„Í þeim aðstæðum munu hvorki
Hezbollah né Íran ganga of langt.
Við getum gert ráð fyrir hliðar- og
óbeinum aðgerðum, á borð við ófrið
gagnvart UNIFIL [friðargæslu
Sameinuðu þjóðanna í Líbanon] eða
nafnlausar eldflaugar gegn Ísrael,
en þegar allt kemur til alls verður
það ekkert nýtt.“
„Óvæntar“ varnir
Íranar og Rússar eru helstu al-
þjóðlegu bandamenn sýrlenskra
stjórnvalda en liðsmenn Hezbollah í
Líbanon hafa barist með hersveitum
stjórnarhersins gegn uppreisnar-
mönnum. Bahout segir að geri Vest-
urveldin tilraun til að koma Assad
frá völdum gætu viðbrögð banda-
manna forsetans hins vegar orðið
allt önnur og meiri. „Í því tilfelli get-
um við ekki útilokað róttæk við-
brögð, sérstaklega af hálfu Írans. Og
það er að minnsta kosti ein óþekkt
breyta – viðbrögð Rússa,“ segir
hann.
Stjórnvöld í Mosvku vöruðu í gær
við því að hernaðaríhlutun í Sýrlandi
gæti haft hörmulegar afleiðingar
fyrir svæðið en Sergei Lavrov, utan-
ríkisráðherra Rússa, sagði að Rúss-
land myndi ekki blanda sér í hern-
aðarátök. Utanríkisráðherra Sýr-
lands, Walid Moallem, sagði landið
búa yfir vörnum sem myndu koma
alþjóðasamfélaginu á óvart. „Sýr-
land er ekki auðvelt tilfelli. Við búum
yfir vörnum sem munu koma öðrum
á óvart,“ sagði hann við blaðamenn í
Damaskus.
Bandaríski herinn viðbúinn
Háttsettur íranskur herforingi
varaði við því á sunnudag að það
hefði alvarlegar afleiðingar í för með
sér ef Bandaríkjamenn hefðu af-
skipti af málefnum Sýrlands vegna
ásakana um notkun efnavopna.
Fátt bendir þó til annars en að ein-
hvers konar inngrip sé yfirvofandi
en Chuck Hagel, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær að
herafli landsins væri í viðbragðs-
stöðu og háttsettur embættismaður
innan varnarmálaráðuneytisins
sagði að hvers kyns árás væri mögu-
leg innan nokkurra daga.
Samkvæmt heimildamönnum
CNN innan Hvíta hússins hefur for-
setinn enn ekki tekið ákvörðun um til
hvers konar aðgerða verður gripið
en talsmaður forsetans, Jay Carney,
sagði á mánudag að fyrsta skrefið í
átt að hernaðaraðgerðum væri opin-
ber birting leyniskýrslu um árásina
21. ágúst síðastliðinn.
Hart verður látið
mæta hörðu
Viðbrögð bandamanna Assads ráðast af umfangi íhlutunar
AFP
Eftirlit Rannsóknarleiðangri vopnaeftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna var
frestað í gær þar sem öryggi eftirlitsmanna þótti ekki tryggt.
Átök og árásir
» Hugsanlegt er að jafnvel
hófsöm viðbrögð af hálfu
Vesturveldanna gætu haft víð-
tæk áhrif á svæðinu.
» Ítalir munu ekki taka þátt í
hernaðaraðgerðum án sam-
þykkis öryggisráðs SÞ.
» Stjórnvöld í Jórdaníu segja
landið ekki munu verða „skot-
pall“ í hernaðaraðgerðum gegn
Sýrlandsstjórn.