Morgunblaðið - 28.08.2013, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.08.2013, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Sigling Þeir sem sigla með Baldri yfir Breiðafjörð standa gjarnan á þilfarinu og horfa til hafs og hugsa sitt, eins og þessi ferðamaður sem glitti í þegar kíkt var undir björgunarhring. Kristinn Lögfræðileg álits- gerð sem utanrík- isráðherra hefur látið vinna staðfestir að ný ríkisstjórn og nýtt al- þingi er ekki skuld- bundið að framkvæma þingsályktun frá fyrra þingi, ef hún er ekki studd með lögum eða byggist á tilgreindum atriðum í stjórn- arskrá: „Að þessu virtu standa skýr laga- leg og réttarpólitísk rök gegn því að ætla þingsályktunartillögum lagalega þýðingu eða hafa lagalega bindandi áhrif gagnvart stjórnvöldum. Af því leiðir að þingsályktanir hafa ekki bindandi áhrif umfram það sem af þingræðisvenjunni leiðir. Þingsálykt- anir lýsa fyrst og fremst pólitískum vilja meirihluta þess þings sem sam- þykkir þær og geta sem slíkar haft mikil pólitísk áhrif. Ef þingstyrkur að baki þingsálykt- unar breytist eða hverfur hlýtur pólitísk þýðing slíkra fyrirmæla að dvína í samræmi við það og eftir at- vikum fjara út, t.d. ef meirihlutinn missir umboð sitt í kosningum.“ Samþykkja þarf nýja aðildar- umsókn ef halda á ferlinu áfram ESB umsóknin var feigðarflan frá upphafi. Hún er gamall draumur kratanna og í raun eina baráttumál Samfylkingarinnar undanfarin ár. „Subbuskapurinn“ við afgreiðslu um- sóknarinnar á þingi vorið 2009 átti sér enga hliðstæðu. Undir atkvæða- greiðslunni gekk forsætisráðherrann á milli þingmanna í þingsal með hót- unum. Einstaka þingmenn og ráð- herrar sögðu já en lýstu jafnframt andstöðu við málið. Forysta VG fórn- aði grunnstefnu sinni og kosningalof- orðum 2009 fyrir ESB-umsóknina. Þingmenn og fjöldi félaga yfirgáfu flokkinn vegna þeirra svika. Bæði VG og Samfylking hétu því hins- vegar fyrir kosningarnar nú í vor að halda aðlöguninni að ESB áfram næðu þeir til þess þingmeirihluta. Þjóðin var á annarri skoðun og guldu anlegar undanþágur frá regluverki sambandsins komi ekki til greina. Svokallaðir samningar snúast bara um hversu hratt við getum tekið yfir og innleitt einstaka laga- og reglu- gerðarákvæði og orðið fullgildir með- limir. Menn geta séð ýmsa við- skiptalega kosti við að ganga í ESB, sem þó er flestum hægt að ná með tvíhliða samningum. Innganga í ESB snýst hinsvegar um framsal á full- veldi í til ríkjasambands sem verður æ miðstýrðara. Hótanir ESB og ólögmætar þvingunaraðgerðir gagn- vart Færeyingum ættu að færa okk- ur heim sanninn um eðli þessa sam- bands. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild er sjálfstætt mál ESB-umsóknin var eitt umdeild- asta mál síðasta alþingis og rík- isstjórnar og var því eitt stærsta málið sem kosið var um við síðustu alþingiskosningar. Skilaboð þjóð- arinnar voru hins vegar mjög skýr í kosningunum: ESB-stefnunni var hafnað og VG og Samfylkingin guldu fullkomið afhroð. Það virðist því ljóst af útspili utan- ríkisráðherra nýja samþykkt alþingis þarf til ef endurnýja ætti umsóknina. Eins og nú er þá virðist hún sjálf- dauð og eðlilegt að samninganefndin verði strax leyst upp svo og önnur vinna sem tengist þessari aðild- arumsókn. Ríkisstjórnin átti reyndar að hafa það sem sitt fyrsta verk í samræmi við kosningaloforðin að henda ESB-umsókninni út af borð- inu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB er sjálfstætt mál og getur að- eins snúist um hvort við viljum ganga í ESB eða ekki. þessir flokkar afhroð og töpuðu meir en helmingi þingsæta sinna, mest vegna ESB-umsókn- arinnar. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem nú mynda ríkisstjórn lýstu báðir yfir því fyrir kosningar að þeir myndu hætta við umsóknina að ESB, enda væru þeir and- vígir aðild. Við það verða þessir flokkar að standa refjalaust annars falla þeir í sama fenið og forysta VG lenti í gagnvart stefnu sinni og kjós- endum. Ef alþingi samþykkti að end- urnýja umsóknina að ESB, þýddi það sjálfkrafa fall ríkisstjórnarinnar. Eðlilegast að afturkalla um- sóknina formlega Ég er sammála lögfræðiáliti utan- ríkisráðherra að núverandi alþingi og ríkisstjórn sé ekki skuldbundin til að fylgja eftir þingsályktun- artillögunni um aðild að ESB. Um framhald ESB-viðræðnanna var ein- mitt kosið við síðustu alþingiskosn- ingar. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur höfðu báðir á flokksþingum sínum samþykkt að hætt yrði við umsókn að ESB, ef þeir kæmust til valda í ríkisstjórn og hafa því skýr fyrirmæli frá þjóðinni um að hætta strax umsóknar og að- lögunarferlinu og leysa upp þá vinnu sem er í gangi. Ég tel þó að eðlilegast að alþingi afturkalli ESB-umsóknina formlega, annars hangir hún eins og myllu- steinn um hálsinn á ríkisstjórninni. Hún þarf að losna við þann stein sem fyrst og í eitt skipti fyrir öll. Ríkisstjórnin þarf að geta snúið sér að öðrum málum sem hún var kosin til eins og úrlausn skuldamála fjölda heimila og uppgjöri við kröfuhafa bankanna. Pakkinn liggur fyrir – engar varanlegar undanþágur Land sækir um aðild að ESB til að komast inn, ekki til að kíkja í pakk- ann. Þeir sem vildu það hafa hins vegar fengið sitt. Pakkinn er yf- irtaka og innleiðing regluverks ESB án undantekningar. Ítrekað hefur komið fram af ESB hálfu að var- Eftir Jón Bjarnason »ESB-umsóknin var feigðarflan frá upp- hafi. Hún var gamall draumur kratanna og í raun eina baráttumál Samfylkingarinnar síð- asta áratug. Jón Bjarnason ESB umsóknin fallin úr gildi – Borðið hreinsað? Höfundur er fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Nú stendur nokkur um- ræða um stað- setningu og til- vist Náttúru- minjasafns Íslands og sýn- ist sitt hverj- um. Safnið var stofnað með lögum 2007 sem eitt af þremur höfuðsöfnum landsins en það á ekkert aðsetur og hef- ur ekki starfað svo heitið geti. Sýningum Náttúrugripa- safnsins sáluga sem voru á Hlemmi var pakkað niður árið 2008, ári eftir að safninu var breytt í Náttúrufræðistofnun, og náttúrugripasafnið á Akur- eyri hlaut sömu örlög. Forsagan er enn lengri og einkennist af vonbrigðum og sviknum loforðum. Nú er mál að linni og kominn tími til að sýna náttúru Íslands þá virð- ingu sem henni ber. Ríki og borg hafa gert samkomulag um að setja grunnsýningu safnsins upp í Perlunni. Ég er eindreginn stuðningsmaður þess. Ég hef starfað við hönnun margra sýn- inga, setra og safna undanfarin tuttugu ár og sé mikla mögu- leika í þessari ráðstöfun. Perlan er eitt af kennileitum Reykja- víkur, hún er frábærlega stað- sett og þangað koma hundruð þúsunda gesta árlega, einkum til að fara á klósettið og njóta útsýnis yfir borgina. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja en yfirleitt lítið um að vera nema útsölur á bókum og geisla- diskum ef frá er talin falleg sýning Sögusafnsins í einum tanknum. Hlutverk þessa merkilega mannvirkis hefur alltaf verið afar óljóst og löngu kominn tími á að fá Perlunni verðugt hlutverk. Tölur sýna að 80% ferða- manna heimsækja Ísland vegna náttúrunnar en hér er ekkert opinbert safn sem fræðir og upplýsir um myndun landsins og lífríkis þess á landi og í sjó. Nátt- úruminjasöfn eru með vinsælustu við- komustöðum bæði heimamanna og ferðamanna í öðrum löndum og engin ástæða til að ætla að annað gildi hér. Vönduð sýning um stórbrotna náttúru Íslands, sett upp með nútímasýningartækni, mun draga að sér mikinn fjölda ferðamanna yfir sumarið, skólafólk á veturna og fjöl- skyldur allt árið. Líklega má áætla að um 200 þúsund gestir greiði 1.000 krónur í aðgangseyri að safninu árlega sem gerir 200 milljónir á ári. Því til viðbótar má svo reikna tekjur af sölu minja- gripa og öðru. Safnið þyrfti að fá allt húsið til umráða, ákveða ráðstöfun þess og hafa tekjur af útleigu alls veitingarýmis. Þar ætti allt að bera keim af afurð- um íslenskrar náttúru í stóru og smáu og falla að einni heild- armynd. Perla íslenskrar náttúru á Öskjuhlíð er flott hugmynd sem mun ekki verða baggi á sam- félaginu heldur lyftistöng ferðaþjónustu, menningu og daglegu lífi borgarbúa. Styðj- um þessa góðu hugmynd. Eftir Björn G. Björnsson » Það er úrelt sjón- armið að menn- ingin sé baggi á sam- félaginu. Gott náttúruminjasafn er góð viðskiptahug- mynd sem mun skila kostnaði fljótt til baka. Björn G. Björnsson Höfundur er hönnuður. Perla íslenskrar náttúru

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.