Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
✝ Dagbjört Guð-ríður Þórðar-
dóttir fæddist á
Granda í Ketil-
dalahreppi í
Arnarfirði 10.
október 1921. Hún
lést á Hrafnistu í
Boðaþingi í Kópa-
vogi 17. ágúst
2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Þorbjörg Sigurðardóttir, f. á
Brjánslæk í V-Barðastrand-
arsýslu 26. október 1899, d. 27.
mars 1987, og Þórður Valgeir
Benjamínsson, f. í Flatey á
Breiðafirði 2. ágúst 1896, d. 10.
nóvember 1985. Þau bjuggu
lengst af í Hergilsey, Flatey og
Stykkishólmi. Dagbjört var
þriðja elst af sextán systkinum,
en hin voru: Valborg Elísabet,
f. 1918, d. 2008, Sigurður, f.
1920, d. 1975, Björg Jóhanna, f.
Dagbjört útskrifaðist frá
Hjúkrunarkvennaskóla Íslands
í maí 1951. Hún starfaði sem
hjúkrunarkona á handlækn-
ingadeild Landspítalans 1951-
1953; Sentralsykehuset Akers-
hus í Osló 1953-1954; Barna-
deild á Rikshospitalet Osló
1954. Hún fór í náms- og kynn-
isferð til Johannesberg, Marie-
stad í Svíþjóð, janúar til apríl
1955. Þá starfaði hún við Cent-
ralsygehuset í Hilleröd í Dan-
mörku 1955; Kleppsspítala
1955-1956; Heilsuvernd Vest-
mannaeyja 1956-1959; St. Jós-
epsspítala í Reykjavík 1959-
1960. Dagbjört hóf störf á
Reykjalundi í janúar 1960 og
var þar yfirhjúkrunarkona/
forstöðukona/hjúkrunarfor-
stjóri frá ágúst 1961 til október
1982. Síðustu starfsárin, frá
1983 vann hún á Hrafnistu í
Reykjavík. Dagbjört var for-
maður Hlífar, deildar ellilífeyr-
isþega Hjúkrunarfélags Íslands
1984-1986. Dagbjört var sæmd
gullmerki SÍBS 1982.
Útför Dagbjartar verður
gerð frá Digraneskirkju í
Kópavogi í dag, 28. ágúst 2013,
og hefst athöfnin kl. 13.
1923, Auður, f.
1925, Benjamín, f.
1927, d. 2013, Guð-
mundur Sigurður,
f. 1928, d. 2004,
Ari Guðmundur, f.
1929, Sigríður
Hrefna, f. 1931, d.
1945, Jóhannes, f.
1932, d. 2010, Guð-
brandur, f. 1933,
Ásta Sigrún, f.
1937, Ingunn, f.
1939, Gunnar, f. 1940, d. 1940,
Gunnar Þórbergur, f. 1942, d.
1969, og Sigurbjörg, f. 1945.
Fjölskyldan flutti úr Arnarfirði
til Hergilseyjar 1924 og ólst
Dagbjört þar upp.
Sambýlismaður hennar var
Vigfús Egilson, f. 13. febrúar
1917, d. 19. mars 1986, skrif-
stofumaður hjá Eimskipafélagi
Íslands. Foreldrar hans voru
Sveinbjörn Ásgeir Egilson rit-
stjóri og Elín Svanhvít Egilson.
Elsku Dæja frænka mín. Mig
langar að kveðja þig með þessum
fallega kveðnu orðum:
Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni,
eilíft og fagurt – dauðinn sætur
blundur.
Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og
þrotni,
veit ég, að geymast handar stærri
undur,
þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni,
bíður vor allra um síðir Edenslundur.
Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi
vona og drauma, er þrýtur
rökkurstíginn.
Sjá hina helgu glóð af arineldi
eilífa kærleikans á bak við skýin.
Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra
kveldi,
kemur upp fegri sól, er þessi er hnígin.
(Jakob Jóhannesson Smári)
Ég man eftir þér heima hjá
okkur þegar systkini mín Hildur,
Bjarni og Guðjón voru lítil börn.
Þú komst reglulega í heimsókn,
færandi hendi, með vínber og
fleira gotterí handa okkur krökk-
unum. Ég man að þú hjálpaðir
mömmu að passa upp á englana
þína eins og þú kallaðir þau. Mér
hefur alltaf fundist þú mögnuð
kona, sterk og góð og afburðafal-
leg. Sagan þín ber þér þess vitni.
Ég er þakklát fyrir mín kynni af
þér elsku Dæja en nú færðu að
hvílast í friði.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Vigdís Lúðvíksdóttir.
Við kveðjum með söknuði ást-
kæra frænku okkar. Elsku Dæja.
Nú þegar þú ert fallin frá eru okk-
ur afar minnisstæðar þær stundir
sem við áttum saman og einkum
þegar við fengum að heimsækja
þig. Því getum við svo sannarlega
trúað að þú hafir létt henni
mömmu mikið lífið þegar þú pass-
aðir okkur eða þegar við fengum
að fara í heimsókn til þín en
mamma hafði í nógu að snúast
með fimm börn. Þær voru ófáar
heimsóknirnar okkar til þín og átt-
um við okkar náttföt og tann-
bursta heima hjá þér og fengum
alfarið að stjórna búðarferðunum
sem farnar voru til að kaupa í mat-
inn. Okkur fannst alltaf svo gaman
að koma til þín. Á kvöldin fórum
við ávallt með faðirvorið saman og
fleiri góðar bænir sem þú kenndir
okkur. Árbæjarsafnsferðirnar eru
okkur einnig ofarlega í huga en í
þeim ferðum keyptirðu gjarnan
kandís eða brjóstsykur fyrir okk-
ur og sagðir svo skemmtilega frá
lífinu í gamla daga. Þú kenndir
okkur svo margt gott. Okkur eru
einkanlega minnisstæð orð þín um
börnin á rólónum sem höfðu verið
vond við okkur en þú útskýrðir
fyrir okkur að það væri vegna
þess að þeim væri illt í hjartanu.
Þau orð fá vel lýst hjartahlýju
þinni og samkennd með öðrum.
Mikið sem þú varst alltaf góð við
allt og alla. Þú tókst okkur algjör-
lega að þér og við vorum ávallt vel-
komin í heimsókn til þín. Alveg
fram á síðustu stund í seinustu
heimókn okkar til þín léstu okkur
alltaf vita hvað þér þótti vænt um
okkur og kallaðir okkur alltaf
englana þína. Við kveðjum þig
með miklum söknuði og þakklæti
fyrir þann tíma sem við áttum
saman og það góða sem þú gafst
okkur. Guð blessi þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hildur og Bjarni.
Trú von og kærleikur kemur
upp í hugann þegar ég hugsa til
hennar Dæju, móðursystur minn-
ar. Hún framkvæmdi það sem hún
ætlaði sér, var allt tíð sjálfstæð,
ákveðin, glöð, gefandi og jákvæð.
Hún bar virðingu fyrir öllum og
tókst ávallt að draga fram það já-
kvæða í fari hvers og eins.
Það var í þá tíð er
sunnudagsbíltúrinn var aðalsam-
verustund fjölskyldunnar, þeim
var ósjaldan varið í akstur upp að
Reykjalundi til Dæju frænku og
Vigfúsar. Pabbi sat og spjallaði við
Vigfús, mamma við Dæju og ég
skottaðist um. Þegar ég fékk
stundum að gista hjá frænku sá ég
hvernig hún var alltaf til taks. Þó
að hún væri í fríi var hringt og hún
stokkin að sinna því sem óskað var
eftir hverju sinni. Ef hún þurfti
næði fór hún að Lágafelli á staðinn
sinn, þar fékk hún næði.
Hún bar svo mikla umhyggju
fyrir allri sinni fjölskyldu, hún lét
sig varða og veitti aðstoð þar sem
þurfti. Hún var svo stolt af frænd-
systkinum sínum ef þau stóðu sig
vel. Ekki nema von ég hafi ung
hænst að henni. Hún þurfti oft að
skeppa til Reykjavíkur þegar hún
vann á Reykjalundi og kom þá oft
við í kaffi hjá mömmu. Full til-
hlökkunar gat ég setið í vagninum
á svölunum á Otrateignum og beð-
ið þess að Dæja kæmi akandi á
græna Saabnum.
Hún gaf sig á tal við litla fólkið
og gaf því uppbyggilegar staðhæf-
ingar, ást og hlýju. Það er ekki að
undra að börnin mín hafi alla tíð
elskað og virt Dæju frænku. Gam-
an hafði hún af því að segja frá því
hvað nafna hennar var ákveðin og
skelegg þó ekki væri nema fimm
ára. Hún fékk stöku sinnum að
gista hjá frænku og fór sú stutta
með frænku í búðina til að kaupa í
matinn, sú stutta vissi alveg hvað
átti að kaupa og svo eldaði sú
stutta, litlar kjötbollur, spaghettí
og sósu.
Hún passaði oft drenginn minn
hann Sverri Hákon þegar hann
var lítill. Eitt sinn þegar hún gætti
hans og hann var lasinn sat hún
við vögguna allt kvöldið. Þetta
finnst mér lýsandi fyrir hennar
vinnubrögð í svo mörgu; hún ætl-
aði að standa sig og það skyldi
ekki þurfa að vera neitt upp á
hana að klaga. Hennar vakt skyldi
vera flekklaus.
Þú hefur gefið mér svo margt
og lagt inn gott til eftirbreytni.
Marta og María koma upp í hug-
ann þegar ég hugsa um þær sam-
an mömmu og Dæju. Mamma með
stórt heimili og sinnti frábærlega
sínu starfi að fæða og klæða ung-
ana og svo kom Dæja og var svona
andlega gefandi. Eftir að mamma
fór á dvalarheimili fór Dæja að
sýna því áhuga að fara í þess kon-
ar skjól. Það gekk eftir að hún
fékk nýtt aðsetur á sama dvalar-
heimili. Það fór vel á því að þær
fengju að vera samferða þau ár
eins og öll þau fyrri. Það var svo
ríkt í henni úr uppeldinu þetta að
hjálpast að, þannig hafði það verið
í Hergilsey og þannig var það
áfram hjá henni að hugsa vel um
sitt fólk, hjálpa til og gera það vel.
Frágangurinn á útsaumnum hjá
mér átti að vera það snyrtilegur
að útsaumurinn liti eins út beggja
vegna, þetta hafði henni verið
kennt.
Ég kveð þig elsku frænka með
sömu orðum og þú kvaddir mig er
við hittumst síðast nú fyrr í mán-
uðinum. „Þú hefur alltaf verið
perlan mín.“
Björk Svanfríður.
Hjartkæra móðursystir mín er
horfin úr þessu lífi. Skírð eftir báð-
um ömmum sínum og fékk sem
barn að vera hjá og kynnast þeim
báðum. Fjölskyldan kallaði Dag-
björtu varla annað en Dæju.
Fyrstu minningar um Dæju
eru þegar foreldrar mínir fóru að
heimsækja þau Vigfús á Reykja-
lund og ég 5-6 ára. Við flutning
okkar til Reykjavíkur 1966 varð
samgangur milli systra, Auðar og
Dæju, reglulegur. Dæja kom við í
ferðum þegar hún erindaðist inn í
Reykjavík fyrir Reykjalund, eða
þau Vigfús voru á ferð, kíkti að-
eins til að heilsa upp á Auði og fjöl-
skylduna.
Þó að Dæja sinnti kröfuhörðu
starfi sem tók oftast töluvert
meira en dagvinnu þá kvartaði
hún aldrei yfir öllu sem lagðist á
hana að sinna þess utan. Alltaf var
hún glaðleg og hressileg í viðmóti
og bar með sér aðdáunarverðan
myndugleika og ákveðna rögg-
semi.
Við Dæja kynntumst betur er
ég fór að vinna á Reykjalundi á
sumrin og einhverjar helgar yfir
vetur. Hún fylgdist vel með starfs-
fólkinu sem hún hafði með að gera
þó að sumt sæi hana ekki oft.
Dæja naut virðingar í starfinu á
Reykjalundi eins og ég er viss um
að hún hafi líka gert í fyrri og síð-
ari störfum. Hún gerði hlutina á
þann hátt og vandaði til allra
verka. Ég veit að hún var oft
þreytt eftir langan vinnudag en
það breytti ekki því að hún fór út
aftur á kvöldin til að sinna sjúk-
lingum sem tóku ekki í mál annað
en að fá að tala við Dagbjörtu. Ef
Dæja átti frídag á góðviðrisdegi
en pappírsvinnan beið, þá tók hún
stundum góðan göngutúr frá hús-
inu sínu og upp í fjallshlíð eða alla
leið upp í Helgafellsland þar sem
hún fann sér litla laut. Þá naut hún
kyrrðarinnar og vann um leið það
sem þurfti að gera. Það náðist
ekki í hana og enginn vissi ná-
kvæmlega hvar hún væri.
Nokkru áður en Dæja hætti á
Reykjalundi keypti hún íbúð syðst
á Spáni með samstarfskonu, hún
sjálf dvaldi einn vetur þar í góðu
samneyti við nokkra Dani. Þá
seldi hún sinn hlut og fór í vel
skipulagðar menningarferðir
þangað sem hana langaði að fara.
Dæja bað fólk ekki um neitt
fyrir sig sjálfa en var alltaf boðin
og búin að aðstoða aðra. Sem ung-
lingur og ung kona naut ég þess að
finna traust sem Dæja bar til mín
og hún kunni að hrósa og tala fal-
lega til fólks. Eftir að ég flutti
heim í seinna skiptið bjuggum við í
nágrenni, Dæja, mamma og við
Kristín. Þá efldust tengslin enn á
ný og ég gerði það sem ég gat til
að aðstoða og létta undir en einnig
nutum við reglulega saman góðra
matarboða og samræðna.
Þær systur, Dæja og Auður,
voru nánar og ólíkar. Síðustu árin
þeirra saman höfðu þær samliggj-
andi aðstöðu. Sjónin var ekki til
lestrar og þá voru gjarnan lesnar
fyrir þær sögur úr eyjunum, þá
rifjuðust upp sögur frá æskuárun-
um í Hergilsey. Dæja sagði þá frá
liðinni tíð úr eyjunum, komu
stundum skemmtilegar athuga-
semdir frá Auði og greinilegt að
þær upplifðu hlutina oft með ólík-
um hætti. Þá var hlegið dátt og
samveran skemmtileg.
Yndislega hjartkæra frænka,
hlý og þakklát fyrir allt. Geymdar
eru frásagnir úr æsku, árum á
Norðurlöndum og allar hinar.
Minning þín er mér ljós um
ókomna tíð.
Valgerður Þorbjörg Elín.
Í tæpa tvo áratugi varð ég
þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja
hana Dagbjörtu, eða Dæju eins og
hún var oftast kölluð. Hún var
hætt að vinna þegar ég og syst-
urdóttir hennar, hún Björk Svan-
fríður, fórum að draga okkur sam-
an en var þó ávallt á þönum. Hún
lifði fyrir það að hjálpa öðrum og
vissulega fengum við Björk að
njóta þeirrar góðmennsku henn-
ar. Sérstaklega var það í tengslum
við börnin okkar en Dæja hafði
mikið dálæti á börnum og hafði lag
á að láta þeim líða vel í návist við
sig. Hún hafði gaman af að segja
þeim sögur frá uppvaxtarárum
sínum og ferðalögum sem hún
hafði farið þegar hún varð eldri.
Hún átti ótal smáhluti sem hún
hafði eignast á þessum ferðalög-
um og gat með frásögnum sínum
gefið þessum hlutum líf. Ósjaldan
kom það fyrir að börnunum var
gefið einhver smáhlutur, eitthvað
af þessum minjagripum þegar þau
kvöddu Dæju frænku og fengu
þeir munir góðan stað í herbergj-
um barnanna og munu um
ókomna tíð hjálpa til við að varð-
veita minningar hennar.
Síðustu árin dvaldi Dæja á
Hrafnistu í Kópavogi, í herbergi
við hlið Auðar systur sinnar
(tengdamóður minnar). Þegar við
komum í heimsókn á Hrafnistu
settist ég oftast hjá Dæju og
spjallaði. Hún sagði frá árunum í
Hergilsey og frá viðburðaríku lífi
sínu við hjúkrunarstörf o.fl. Frá-
sagnirnar öðluðust líf í flutningi
hennar með innlifun og leikræn-
um tilburðum. Þá var oft hlegið.
Síðustu árin var oft þungt yfir
Dæju. Það átti illa við hana að vera
upp á aðra komin. Henni var
miklu eðlilegra að hjálpa öðrum
en þiggja aðstoð sjálf. Ég reyndi
oft að slá á létta strengi og minna
hana á að þeir á Hrafnistu skuld-
uðu henni nú eiginlega að hugsa
vel um hana því hún hefði nú oft
hlaupið undir bagga með þeim á
árum áður. Þá var oftast stutt í
brosið. Síðan spurði ég Dæju út í
einhverja viðburði úr lífshlaupi
hennar og þá gleymdi hún bæði
stað og stund og fór að segja sög-
ur. Það var alveg sama hversu
veik Dæja varð, ávallt skyldi hún
gæta þess að segja eitthvað upp-
örvandi við þá sem hún umgekkst.
Hún varð aldrei uppiskroppa með
hrós og falleg orð. Ég kveð Dæju
með söknuði en fullur þakklætis
fyrir þær stundir sem ég fékk að
eiga með henni.
Takk fyrir samveruna, elsku
Dæja.
Marteinn Sverrisson.
Elskuleg vinkona mín, Dag-
björt Þórðardóttir, er látin. Það
var árið 1977 sem við Dagbjört,
eða Dæja eins og hún var alltaf
kölluð í fjölskyldunni, hittumst
fyrst. Ég var þá stödd á heimili
tengdamóður minnar. Þar var hún
mætt, þessi glæsilega kona, fær-
andi hendi eins og ávallt. Lúlli,
maðurinn minn, kynnti okkur og
sagði: Þetta er Dæja frænka, syst-
ir hennar mömmu. Ég vissi þá
ekki hversu stóran sess hún átti
eftir að skipa í lífi mínu og minnar
fjölskyldu. Minningarnar eru
margar frá þeim 36 árum sem lið-
in eru frá því við Dæja hittumst
fyrst, en allar eru þær góðar, enda
um einstaka manneskju að ræða.
Hún var mér og börnum mínum
einstaklega góð, sérstaklega tví-
burunum Hildi og Bjarna sem hún
kallaði oft englana sína. Alveg frá
því við Lúlli fórum að búa var
Dæja tíður gestur á heimili okkar.
Hún fylgdist með okkur öll árin,
var viðstödd skírnir, afmæli og
fermingar allra okkar barna og
hlúði að okkur eins og henni einni
var lagið. Ég tel mig einstaklega
heppna að hafa kynnst svo já-
kvæðri, góðri og gefandi mann-
eskju. Hennar fas og framkoma
einkenndist af fágun, velvilja og
rausnarskap.
Þegar tvíburarnir fæddust kom
Dæja næstum daglega til að að-
stoða mig. Hún tengdist börnun-
um sterkum böndum og voru þau í
miklu uppáhaldi hjá henni. Þetta
voru skemmtilegir tímar og Dæja
sagði mér frá mörgu sem hún
hafði upplifað á sinni ævi, t.d. frá
lífinu í Hergilsey og Flatey. Í einni
af mörgum ferðum fjölskyldunnar
út í Flatey var Dæja þar stödd, og
við ákváðum að fara með henni út í
Hergilsey. Sú ferð er mér mjög
minnisstæð þar sem Dæja gekk
með okkur um eyjuna og lýsti
staðháttum og fólkinu sem þar bjó
þegar hún var að alast upp. Seinna
meir bauð ég henni að koma með í
heimsókn til mömmu vestur á
Bíldudal. Í þeirri ferð fórum við út
í Ketildali og heim að bænum
Granda þar sem Dæja fæddist og
síðan lá leiðin út í Selárdal. Á
sumrin fórum við oft í styttri ferð-
ir eins og í Hveragerði eða til
Þingvalla. Í einni ferðinni stopp-
uðum við á Reykjalundi og hún
sýndi mér staðinn þar sem hún
hafði verið forstöðukona í mörg
ár. Það var gaman að ferðast með
Dæju, hún var bæði fróð og
skemmtileg. Eftir að heilsu Dæju
tók að hraka og hún hætti að
keyra kom hún sjaldnar til okkar.
Við fórum oft til hennar í Boða-
þing þar sem hún dvaldi síðustu
árin. Hún kom síðast til okkur
núna um páskana með Auði systur
sinni. Mér datt þá ekki í hug að
það yrði síðasta heimsókn hennar
til okkar, þar sem hún var það
hress. Við hittum hana fyrir hálf-
um mánuði, þá var hún orðin mik-
ið veik en við náðum samt aðeins
að tala saman. Ég og fjölskylda
mín vottum systkinum og ættingj-
um Dæju innilega samúð.
Minningin um frábæra vinkonu
og góða frænku lifir með okkur.
Með þökk fyrir allt.
Jóhanna Bjarnadóttir.
Mig langar með nokkrum orð-
um að kveðja vinkonu mína, Dag-
björtu Þórðardóttur, sem nú hefur
sofnað svefninum langa.
Þegar ég kynntist Dæju, eins
og hún var kölluð, var hún hætt að
vinna en hugurinn var vakandi og
ör og ávallt tilbúinn að takast á við
ný verkefni. Hún vildi læra á tölvu
og bað okkur Valgerði um aðstoð.
Við áttum saman góðar stundir í
Ljósheimunum þar sem hún
reyndi sig við hina nýju tækni og
þá sá ég hvað hún var opin fyrir
nýjungum og fordómalaus gagn-
vart tækjum og tólum nýrrar ald-
ar. Dæja var frændrækin mjög og
var einkar annt um velferð systk-
inabarna sinna og þeirra fólks.
Alltaf boðin og búin að aðstoða og
væntumþykjan var mikil. Sérstak-
lega áttu börnin hug hennar og al-
úð. Undanfarin ár leitaði hugur
hennar æ meir til fortíðar og hún
sagði á ljósan og lifandi hátt frá
fyrri tíð í Breiðafirðinum. Hún
ljómaði þegar talið barst að æsku-
slóðunum og ljóst var að hún var
mjög þakklát fyrir að hafa alist
upp í Hergilsey hjá ástríkum og
góðum foreldrum. Ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
Dæju og eiga með henni samleið
um sinn. Minningin lifir.
Kristín Sævarsdóttir.
Í mars árið 1948, eða fyrir 65
árum, hittust 12 ungar stúlkur í
hinni einu þáverandi kennslustofu
Landspítalans. Engar okkar
þekktust enda vorum við víða að
af landinu. Markmið okkar allra
var þó eitt og hið sama; að hefja
nám við Hjúkrunarkvennaskóla
Íslands. Námstíminn var við-
burðaríkur og dagarnir fljótir að
líða við nám og störf. Við bjuggum
á heimavist skólans, ýmist tvær
eða þrjár saman í herbergi. Okkur
leið vel, komnar á þá braut sem
hugur okkar stóð til. Þetta var
yndislegur tími í okkar lífi. Við
brautskráðumst sem hjúkrunar-
konur í maí 1951. Við bundumst
snemma sterkum vináttuböndum
og höfum hist reglulega í öll þessi
ár. Eftir lát okkar kæru Dagbjart-
ar eru þær af skólasystrunum sem
hafa kvatt þennan heim orðnar
sex. Okkur langar til að minnast
vinkonu okkar Dagbjartar Þórð-
ardóttur með þakklæti og virð-
ingu.
Oft er gildi hins lifaða lífs hug-
leitt, þegar aflvakinn sem knúði
huga og hönd er hættur að starfa.
Því vekja hugleiðingar okkar nú
við lát hennar margar minningar
enda spannar vinátta okkar yfir
sex áratugi. Dagbjört var ein af
þessum tryggu, dagfarsprúðu,
greindu og hugljúfu manneskjum
sem vildu öllum vel og gott að vera
í návist við.
Hún vann öll sín starfsár við
hjúkrun. Fyrstu árin vann hún á
Landspítalanum, síðan á Sentral-
sykehuset Akershus í Osló og
Centralsygehuset í Hilleröd í
Danmörku. Einnig vann hún á
Kleppsspítalanum og við heilsu-
vernd í Vestmannaeyjum. Í jan-
úar 1960 réði Dagbört sig að
Reykjalundi og frá 10. ágúst 1961
var hún ráðin þar sem yfirhjúkr-
unarkona eða hjúkrunarforstjóri
eins og staðan heitir í dag. Hún
gegndi þeirri stöðu af alúð um 30
ára skeið. Hún vakti yfir staðnum
og bað Guð að blessa hann í bráð
og lengd. Slíkur starfsmaður var
Dagbjört, traust í orði og verki.
Dagbjört var uppalin í Hergil-
sey á Breiðafirði en var á ung-
lingsárunum mikið í Flatey. Hún
var ein af 14 systkinum. Foreldrar
hennar voru Þórður Benjamíns-
son, bóndi í Hergilsey, og Þor-
björg Sigurðardóttir. Systkinin ól-
ust öll upp við kærleika,
heiðarleika og vinnusemi.
Þau voru og eru öll miklum
kostum búin og mikil samheldni
þeirra á milli. Öll leggja þau og
fjölskyldur þeirra sitt fram við að
viðhalda þeirra einstöku ættarein-
kennum.
Kæra Dagbjört. Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi, hafðu þökk
fyrir allt.
Fyrir hönd skólasystra,
Sigurlín Gunnarsdóttir.
Dagbjört G.
Þórðardóttir