Morgunblaðið - 28.08.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.08.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 ✝ Guðrún Þor-steinsdóttir fæddist í Hafnar- firði 16. febrúar 1911. Hún lést 7. ágúst 2013. Foreldrar: Þor- steinn Bjarnason trésmiður, f. 3.4. 1882, d. 12.3. 1971, og Eyrún Jakobs- dóttir húsfreyja, f. 19.8. 1885, d. 25.7. 1959. Guðrún var elst sex systk- ina: Jakob, f. 1913, d. 1993, Bjarnveig, f. 1914, d. 2002, Ein- ar, f. 1917, d. 1992, Kristín, f. 1919, d. 1997, Kristinn, f. 1921, d. 2007, Elín, f. 1924, d. 1940. Maki Guðrúnar var Jón Jóns- son Símonarson, f. 7. desember 1909, d. 18. maí 1989. Cand.phil., deildarstjóri hjá Ríkistollstjóra. Foreldrar Jóns voru Jón Sím- onarson, f. 14.6. 1862, d. 12.4. 1943, og k.h. Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 27.7. 1870, d. 22.7. 1938. Börn Guðrúnar og Jóns eru 1) Elín Jónsdóttir And- ersen, f. 10.1. 1941, bankamað- ur. Maki Kurt Andersen, f. 12.1. 1943. Barn: Knud Jón Andersen, f. 1975. Börn Jóns: Liva, f. 1999, William, f. 2002, Frederik, f. 2007. 2) Jón Birgir Jónsson, f. 3.5. 1943, maki: Íris Bryndís Guðnadóttir, f. 7.11. 1942 í Reykjavík, klínískur tann- smiður. Börn: Jóns: Guðni Ragn- ar, f. 1961. Börn Guðna: Anne stöðum í Garðabæ. Meðal annars var hún í vist í Gerðum í Garði 13 ára gömul. Fór síðan að læra sauma í Reykjavík um tvítugt hjá Valgerði Kristinsdóttur lærðri saumakonu frá Dan- mörku. Vann síðan hjá dönsku Mæju í Austurstræti 1 um tíma. Á sumrin hvíldi hún sig á sauma- skapnum og réði sig í kaupa- vinnu í Stíflisdal í Þingvalla- sveit, þar kynntist hún eiginmanni sínum sem var þing- skrifari á veturna og í kaupa- vinnu á sumrin á þeim tíma. Þau hófu búskap árið 1942 uppi á lofti á Austurgötu 34 hjá for- eldrum hennar og síðan Austur- götu 38 í Hafnarfirði. Árið 1952 fluttu þau í Stangarholt 32 í Reykjavík. Guðrún var heima- vinnandi húsmóðir eftir að börn- in komu í heiminn, en sauma- skapurinn gleymdist ekki og hafði hún yndi af saumaskap og skoðaði „móðins“ blöð alla tíð. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Háteigskirkju og vann mikið í þágu félagsins og var ein af þeim sem sáu um af- greiðslu á minningarkortum fé- lagsins. Guðrún hafði mikinn áhuga á hollum mat, útivist og sundi, hún ræktaði sitt eigið grænmeti og las bækur um lækningajurtir og las mikið alls konar bækur þegar tími gafst til fram yfir 100 ára aldurinn. Guð- rún sótti sundlaugarnar alla tíð reglulega þar til hún fór á Hrafnistu. Eftir lát Jóns hélt hún heimili í Stangarholti, flutti í lyftuhús á Kleppsveg 62 árið 1995 og síðan á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2002. Útför Guðrúnar fór fram 22. ágúst 2013 í kyrrþey. Bryndís, f. 1987. Börn Daniel og Vilde. Björn Ragn- ar, f. 1987. Hilde, f. 1994. Erling, f. 1964. Börn Erlings: Íris Una, f. 1996, Jón Máni, f. 2000. 3) Sigríður Jóns- dóttir, f. 26.3. 1945, kennari. 4) Þor- steinn Jónsson, f. 6.12. 1946, kvik- myndagerðarmaður. Maki: Erla Sólveig Óskarsdóttir, f. 16.6. 1957. Börn þeirra: Elísabet Rún, f. 1993. Elín Edda Þorsteins- dóttir, f. 1995. Barn Þorsteins og Dönu Jónsson: Anna Sóley, f. 1979. Börn Önnu: Dagur, f. 1993. Jana, f. 2002. 5) Bragi Jónsson, f. 16.10. 1948, við- skiptafræðingur. Maki: Katrín Guðbjörg Torfadóttir, f. 9.3. 1949. Börn þeirra: Berglind Guðrún, f. 1976. Börn hennar: Þorbjörn Bragi, f. 2001. Arnar Daði, f. 2002. Alexander Úlfur, f. 2009. Hjörtur Kári, f. 2012. Fóst- ursonur: Tómas Hrafn Jónsson, f. 1992. Brynjar Þór, f. 1980. Börn Brynjars: Katrín Sunna, f. 2011. Frosti Björn, f. 2005, Isa- bella Arna, f. 2009, Glódís Emma, f. 2010. Fósturdóttir Braga: Bjarndís Marín, f. 1968. Guðrún ólst upp í Hafnarfirði, lauk almennri skólagöngu og fór snemma að vinna í fiski og við húshjálp og í sveitinni á Hof- Nú er ég komin til Íslands. Þetta hugsaði ég fimm ára þar sem ég stóð í baðherberginu heima hjá ömmu eftir búsetu í útlöndum og hlustaði á hana rabba við fólkið frammi. Þetta augnablik framkallaði tilfinn- inguna að koma heim. Þetta er ein af mínum fyrstu minningum og hún er táknræn því að heimili ömmu minnar í Stangarholtinu var sannarlega mitt annað heim- ili á æskuárunum. Mín gæfa var að amma og afi bjuggu nálægt mér og ég sótti mikið í þeirra samveru frá unga aldri til ung- lingsáranna. Þó að það geti varla verið rétt þá finnst mér eins og ég hafi komið þar við á hverjum degi. Eitt er víst að ég var alltaf velkomin, í mat eða gistingu eða bara til að vera, amma gerði allt- af ráð fyrir mér og það var góð tilfinning. Við afi komum að borða fisk og kartöflur í hádeg- inu og svo kom ég aftur eftir skóla. Stundirnar okkar ömmu eftir hádegi gátu verið dýrmæt- ar á mjög látlausan hátt. Hún að bjástra inni í eldhúsi eða leggja sig, ég að þykjast vera að læra en laumast svo í bókahillurnar og leggjast á dívan með bók, eft- irmiðdagstónleikar í útvarpinu, sólargeislar inn um stofuglugg- ana, kannski dottuðum við báð- ar. Þessar stundir einkenndust af yndislegu tímaleysi. Af og til var meira stuð hjá henni, hún í miklum ham að hanna nýjasta teppið sitt og þá skreið hún þvers og kruss yfir stofugólfið með fangið fullt af hekluðum blómum sem hún hafði gert í öll- um regnbogans litum. Svo rað- aði hún blómunum þangað til hún var ánægð með litasamsetn- inguna og úr varð dásamlega fal- legt teppi. Amma var hógvær en hún sagði mér þó stolt frá því hversu góð hún væri í hugarreikningi og vildi líka að ég yrði það. Hún kenndi mér að spila Marías, sem krefst þess að staðan sé stöðugt endurreiknuð. Þó að ég næði ekki nema sæmilegri færni í hugarreikningi þá var skemmti- legast að fylgjast með henni reikna allt út á örskotsstundu. Amma og afi ræktuðu græn- meti á landskika í Mosfellssveit sem var kallaður „Stykkið“. Ég fór oft með þeim þangað og við áttum góða daga saman í útiver- unni. Á meðan þau voru að ham- ast við að setja niður eða stinga upp, var ég að drolla í móanum og bíða eftir nestinu hennar ömmu. Í nestisboxinu var nefni- lega heimabakað brauð og heimagerð kæfa, heimsins bestu kæfubrauðsneiðar. Dagarnir í Stykkinu voru fullir af sól og sumri. Afmælisdagurinn hennar ömmu var 16. febrúar. Ég tengi afmælisboðin hennar við ákveð- inn veðurham, uppábúnar frúr og frænkur að jesúsa sig yfir veðurofsanum og velta vöngum yfir því hvort þær komist heim úr boðinu. Í hundrað ára afmælinu sat amma í miðjum sal eins og höfð- ingi, svolítið mafíósaleg með dökk gleraugu, umkringd stór- fjölskyldunni. Annars fylgdist hún ekkert sérlega með því hversu gömul hún væri þó að fólkið í kringum hana væri upp- tekið af því. Hún ýmist harðneit- aði því að vera orðin þetta gömul eða að hún tilkynnti fólki blákalt að hún væri 112 ára! Nú er elsku amma mín farin að hvíla sig, og það er ekkert óveður þar sem hún er nú, held- ur heiðríkja og kyrrð, þar getur amma fengið hvíldina sem hún þráði undanfarið. Hendurnar hennar ömmu voru einstaklega hlýjar og mjúkar, góðar til að halda um. Þannig var hún öll sjálf. Hún var blíð á svipinn og með hlýlegasta bros sem ég hef séð. Faðmurinn hennar var op- inn og henni fannst gott að taka utan um afkomendur sína. Hennar hlýja mun lifa áfram í hjarta mínu. Anna Sóley Þorsteinsdóttir. Mín ástkæra tengdamóðir lést að kvöldi 7. ágúst sl. Guðrún hafði lifað langa ævi, hún var orðin 102 ára gömul. Það gefur auga leið að hún var búin að upplifa ólíka tíma því sem nú tíðkast. Hún bar það með sér að hún var sátt við sitt hlutskipti nægjusöm og gerði litlar kröfur fyrir sig. Þegar ég kom inn í hennar fjölskyldu með tvo drengi 8 og 11 ára tók hún mér vel frá fyrstu tíð. Hún hafði starfað sem saumakona á sínum yngri árum og unni fallegu handverki, fundum við þar sam- eiginlegt áhugamál. Guðrún var óþreytandi við að hekla teppi fyrir alla fjölskylduna og nutum við fjölskyldan sannanlega góðs af þeirri iðju hennar og eiga þessi teppi eftir að ylja okkur um langa framtíð og tengjast minningu hennar. Guðrún hafði mikinn áhuga á íslenskum lækn- ingajurtum og náttúrulækning- um og var bókin Íslenskar lækn- ingajurtir ein af hennar uppáhaldsbókum sem hún hafði hjá sér til æviloka. Hún hugsaði mikið um hollt og gott mataræði, ræktaði sínar eigin kartöflur og grænmeti í garðskika fyrir utan bæinn, þó að hún hafi aldrei átt bíl, lét hún það ekki aftra sér að stunda ræktunarstarfið á meðan Jón var á lífi. Við grænmetisgarðinn höfðu þau hjónin útbúið skjólgóða laut með birtitrjám þar sem gott var- að setjast með kaffibrúsann og meðlæti áður en haldið var heim að dagsverki loknu. Við Birgir nutum þess að styðja við bakið á þeim hjónum við ræktunina, þar til landið var tekið til byggingar fyrir Reykja- víkurborg, þar sem Bauhaus stendur nú. Guðrún missti manninn sinn 1989, hún hélt heimili eftir það í Stangarholti og síðan á Kleppsvegi til ársins 2002 eða í 13 ár. Þá fékk hún inni á Hrafnistu í Hafnarfirði, hún var nokkuð ánægð með það, hún var komin í sinn fæðing- arbæ og þar hafði hún byrjað sinn búskap. Hún talaði oft um það hvað hún var undrandi á því hvað gömul hún var orðin, og var jafnframt meðvituð um að hún þyrfti að halda færni sinni, þar sem hún var orðin svo göm- ul. Hún fór í göngutúra um gangana á Hrafnistu og söng eða las upphátt til að þjálfa röddina. Síðasta hálfa árið var farið að draga verulegu úr færni hennar og hún sagðist vilja fá að kveðja. Við Birgir áttum ljúfar stundir með henni þar sem hún skynjaði meira en hún gat tjáð sig um. Ég kveð góða tengda- móður með söknuði og þakka fyrir allar góðu minningarnar sem hún skilur eftir sig. Íris. Elskuleg amma okkar er látin 102 ára að aldri. Hún átti sjálf bágt með að trúa því að hún væri orðin þetta gömul enda bar hún aldur sinn vel og taldi fólk hana ávallt yngri en hún var. Amma, þín verður sárt sakn- að, við vorum verulega heppin að eiga þig að, og við getum allt- af minnst þeirra góðu stunda sem við áttum með þér og afa í Stangarholtinu. Það var alltaf gott að koma í heimsókn þar sem nýbakað brauð með heima- lagaðri kæfu var ávallt á boð- stólum fyrir okkur. Þetta brauð var að okkar mati besta brauð í heimi. Við gátum gengið að öllu vísu, perlunum og Öskubusku- spilið undir skenknum, göngu- ferðir á Klambratún og sund- ferðir með ömmu og afa snemma morguns í Sundhöllina eða Laugardalslaugina. Allt eru þetta minningar sem við munum varðveita á meðan við lifum. Amma var líka mikil handavinnukona og eigum við ófá hekluð teppi og lopapeysur eftir hana sem langömmubörn hennar njóta góðs af nú og var hún að langt fram á tíræðisald- urinn. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Við munum sakna þín og munum geyma allar góðu minningarnar í huga okkar. Nú ertu komin á þann stað sem þú varst farin að þrá að komast á og faðma afa. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Berglind Guðrún og Brynjar Þór. Guðrún Þorsteinsdóttir ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ELÍN SÓLEY KRISTINSDÓTTIR, Eskihlíð 22, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 23. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristinn Jóhann Ólafsson, Steinþóra Þórisdóttir, Margrét Sóley Kristinsdóttir, Benedikt Ólafur Kristinsson, Guðbrandur Helgi Kristinsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR, áður til heimilis á Móabarði 28b, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 14. ágúst á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Andrés Einar Guðjónsson, Þórhildur Tómasdóttir, Ingi Tómas Guðjónsson, Kristjana Gunnarsdóttir, barnabörn og langömmubarn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LÁRA F. HÁKONARDÓTTIR, áður til heimilis að Hrísateigi 1, sem lést að hjúkrunarheimilinu Ísafold miðvikudaginn 21. ágúst, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju 29. ágúst 2013 kl. 15.00. Svanhildur J. Thors, Örn Oddgeirsson, Þórdís Jónsdóttir, Leifur Gíslason, Sigrún G. Jónsdóttir, William S. Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Finnbjörg Konný Hákonardóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Katrín Fjeldsted Jónsdóttir, Magnús Ásmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Höfðagrund 5, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 24. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 3. september klukkan 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill. Hrönn Ingibergsdóttir, Skúli Óskarsson, Lárus Ingibergsson, Ísabella Lárusdóttir, Halla Ingibergsdóttir, Dagnýr Vigfússon, Hafdís Sigurbjörnsdóttir, Karl Arthursson, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Marteinn Einarsson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Brynhildur Björnsdóttir, Reynir Sigurbjörnsson, Magndís Guðmundsdóttir og ömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HREGGVIÐUR KARL ELÍASSON, Hjarðarholti 8, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 24. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 30. ágúst klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Akraness. Þórunn Jóhannesdóttir, Jóhannes R. Hreggviðsson, Ragnhildur Bjarnadóttir, Klara Hreggviðsdóttir, Guðjón Kjartansson, Haraldur B. Hreggviðsson, Ragnhildur Edda Ottósdóttir, Karl Þór Hreggviðsson, Íris Böðvarsdóttir og afabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, ÓLAFUR BÁRÐUR JÓNSSON frá Hvammeyri, Tálknafirði, Dalbraut 14, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 5. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, síðast til heimilis að Boðaþingi 5, Kópavogi, lést fimmtudaginn 22. ágúst. Jarðsett verður frá Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hrafnistu, Boðaþingi 5, Kópavogi. Ragnar Jónsson, Guðrún Hlín Adolfsdóttir, Ægir Jónsson, Guðný Svava Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.