Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 34

Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Kristín Alda Jónsdóttir laganemi er 25 ára í dag. „Þetta verð-ur reyndar örugglega mjög sérstakur afmælisdagur, ég erbara ólétt heima hjá mér að skrifa ritgerð,“ sagði Kristín Alda sem þessa stundina er að skrifa meistararitgerð við lagadeild Háskóla Íslands. „Ég er eins og tifandi tímasprengja í kappi við tím- ann. Settur dagur er 6. nóvember og ég ætla að vera búin að skrifa ritgerðina þá.“ Kristín Alda og unnusti hennar, Jóhannes Eiríksson, fluttu nýlega heim til Íslands frá Englandi, en Jóhannes lauk nýver- ið MCL-gráðu frá Cambridge-háskóla þar í landi. Kristín Alda sagði eina afmælishefð hafa haldist lengi á afmælinu hennar. „Það er alltaf grillað lambalæri í matinn á afmælinu mínu. Pabbi hefur grillað það fyrir mig en Jóhannes ætlar „í læri“ hjá pabba í ár,“ sagði Kristín Alda. „Þannig að það er alltaf fjöl- skyldumatur. Í ár verður hann heima hjá okkur í Álftamýrinni.“ Kristín Alda sagðist ekki vera mikið afmælisbarn, „en Jóhannes gerir alltaf svo mikið fyrir mig á afmælinu að ég fæ alltaf rosa góða daga“. Kristín Alda er fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur, en hún segir Vestmannaeyjar frábæran stað til að ala upp börn, þó svo hún segist kannski ekki alveg vilja búa þar akkúrat núna. „Ég kann afskaplega vel við mig þar sem ég er núna,“ sagði Kristín Alda. gunnardofri@mbl.is Kristín Alda Jónsdóttir er 25 ára í dag Á góðri stundu Kristín Alda Jónsdóttir og unnusti hennar, Jóhannes Eiríksson, í sparifötunum. Jóhannes mun grilla læri fyrir hana í kvöld. Í læri í læri hjá pabba Kristínar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Grundarfjörður Ísey fæddist 1. des- ember kl. 13.50. Hún vó 3.695 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Berghildur Pálmadóttir og Kári Gunn- arsson. Nýir borgarar Hafnarfjörður Antonina Anna fædd- ist 7. desember kl. 7.28. Hún vó 2.220 g og var 44 cm löng. Foreldrar hennar eru Edyta og Tómas Sig- mundsson. R agnhildur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Bergstaða- strætið. Hún var í Mið- bæjarskólanum, lauk landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík, stúdentsprófi frá MR 1973, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1979, stundaði framhaldsnám í alþjóðarétti við Institut Universi- taire de Hautes Études Int- ernationales í Genf 1979-81 og öðl- aðist hdl.-réttindi 1985. Ragnhildur starfaði á sumrin með laganámi við dóms- og kirkju- málaráðuneytið, og hjá sýslumönn- unum á Húsavík og á Ísafirði. Að loknu embættisprófi starfaði hún á lögmannsstofu Svölu og Gylfa Thorlacius. Hún var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1982, fulltrúi í samgönguráðuneytinu 1982, deildarstjóri þar frá 1984, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstj. innanríkisr.n. – 60 ára Stórfjölskyldan Frá vinstri: Kristján, Erlendur, Sigríður, Hjalti Geir, Ragnhildur og Jóhanna Vigdís. Glæsilegur fulltrúi íslenskrar stjórnsýslu Dæturnar Sigríður Theódóra, í framhaldsnámi, og Jóhanna Vigdís í MR. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 VINSÆLASTA RJÓMATERTAN Í 45 ÁR fæst hjá Reyni bakara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.