Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 35
skrifstofustjóri í samgöngu-
ráðuneytinu frá 1988, var ráðuneyt-
isstjóri í samgönguráðuneytinu frá
2003, í samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðuneytinu 2008 og hefur verið
ráðuneytisstjóri í innanríkisráðu-
neytisins frá stofnun þess, 2011.
Ragnhildur hefur verið fulltrúi
ráðherra, ráðuneytis og íslenskrar
stjórnsýslu um árabil á innlendum
og erlendum vettvangi.
Ragnhildur sat í stjórn Orators,
Félags laganema við HÍ, í stjórn
Lífs og lands 1982-84, var gjaldkeri í
stjórn Kvenréttindafélags Íslands
1989-93, sat í úrskurðarnefnd Neyt-
endasamtakanna og Kaupmanna-
samtaka Íslands, var formaður Holl-
vinasamtaka Háskóla Íslands
1996-2004, varaformaður Safnaðar-
ráðs Fríkirkjunnar í Reykjavík
2001-2005 og situr í stjórn eftir-
launasjóðs Leikfélags Reykjavíkur.
Nýtur bókmennta og lista
Ragnhildur hlær þegar kemur að
áhugamálum: „Ég á ekki þessi hefð-
bundnu áhugamál sem oft eru tínd
til þegar svona er spurt. Áhugi minn
snýr að lífinu almennt: Fjölskyldu,
vinum, heimili og því að njóta bók-
mennta og lista.
Ég les mikið, sérstaklega skáld-
sögur, ævisögur og ljóð, reyni að
fylgjast með efnilegum höfundum,
hef gaman af að fara í leikhús og á
myndlistarsýningar og hlusta mikið
á klassíska tónlist og tangósnillinga.
Ég lærði á píanó hér áður fyrr en hef
sjálf ekki spilað lengi. Kannski er
komið að því að maður setjist aftur
við píanóið og rifji upp gamla takta.“
Fjölskylda
Dætur Ragnhildar og Péturs Ein-
arssonar, f. 4.11. 1947, lögfræðings
og fyrrv. flugmálastjóra, eru Sigríð-
ur Theódóra, f. 8.8. 1985, MA í mark-
aðsfræði og alþjóða samskiptum, í
framhaldsnámi í Toulouse í Frakk-
landi, og Jóhanna Vigdís, f. 29.1.
1996, nemi í MR.
Systkini Ragnhildar eru Kristján
Hjaltason, f. 31.8. 1956, viðskipta-
fræðingur, búsettur í Berlín; Er-
lendur, f. 21.11. 1957, hagfræðingur,
búsettur í Reykjavík, og Jóhanna
Vigdís, f. 19.10. 1962, fréttamaður
við RÚV, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Ragnhildar eru Hjalti
Geir Kristjánsson, f. 21.8. 1926,
húsagagnaarkitekt og fyrrv. for-
stjóri í Reykjavík, og Sigríður Theo-
dóra Erlendsdóttir, f. 16.3. 1930,
sagnfræðingur.
Úr frændgarði Ragnhildar Hjaltadóttur
Ragnhildur
Hjaltadóttir
Sigríður Theodóra
Pálsdóttir
frá Selalæk
Jóhanna Vigdís Sæmundsdóttir
húsfreyja. í Rvík
Erlendur Ólafsson
sjóm. í Rvík
Sigríður Th. Erlendsd.
sagnfræðingur í Rvík
Guðríður Þorsteinsdóttir
húsfr. í Rvík
Ólafur Erlendsson
trésmiður í Rvík
af Víkingslækjarætt
Guðrún Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Eldeyjar-Hjalti
skipstj. og forstj. í Rvík
Ragnhildur Hjaltadóttir
húsfr. í Rvík
Kristján Siggeirsson
forstj. í Rvík
Hjalti Geir Kristjánsson
húsgagnaarkitekt og
forstj. í Rvík
Helga Vigfúsdóttir
Húsfr. í Rvík
Siggeir Torfason
kaupm. við Laugaveg
Kristján Hjaltason
viðskiptafr
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
fréttam
Erlendur Hjaltason
hagfræðingur
Holgeir Clausen
kaupm
Lára Siggeirsdóttir
kaupm
Guðbrandur Sæmundss.
b. í Ölvisholti
Guðríður Erlendsd.
húsfreyja
Jóhanna Vigdís Gíslad.
doktor í BNA
Katrín Sæmundsd
húsfr í Austvaðsholti
Sæmundur Jónsson
fulltr. í Rvík
Signý Sæmuundsd.
óperusöngkona
Rósa
Guðbrandsd.
Haukur
Morthens
Kristinn Morthens
listmálari
Bubbi
Morthens
Tolli
myndlistam.
Sæmundur Sæmundsson
b. á Lækjarbotnum á Landi,
af Lækjarbotnaætt
JóhannaVigdís Arnarsd.
leik- og söngkona
Guðrún Erlendsd.
hæstaréttardómari
Ráðuneytisstjórinn Ragnhildur
Hjaltadóttir.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir mat-
vælafræðingur hefur varið doktors-
ritgerð sína Nýjar og bættar aðferðir við
að framleiða vatnsrofin fiskprótein með
lífvirka eiginleika – Oxunarferlar og
notkun náttúrulegra andoxunarefna við
ensímatískt vatnsrof (New and impro-
ved strategies for producing bioactive
fish protein hydrolysates – Oxidative
processes and the use of natural anti-
oxidants during enzymatic hydrolysis)
við Matvæla- og næringarfræðideild Há-
skóla Íslands. Andmælendur voru dr.
Maurice Marshall, prófessor við Háskól-
ann í Flórída, BNA, og dr. Jakob K. Krist-
jánsson hjá Prokazyme Ltd. Leiðbein-
andi í verkefninu var dr. Hörður G.
Kristinsson hjá Matís ohf. Auk hans sátu
í doktorsnefnd þau Guðjón Þorkelsson,
prófessor við Háskóla Íslands og hjá
Matís ohf., dr. Hólmfríður Sveinsdóttir hjá Iceprotein ehf. og dr. Ágústa Guð-
mundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og hjá Zymetech ehf.
Vatnsrofin fiskprótein (fiskprótein hýdrólýsöt; FPH) búa yfir ýmsum heilsu-
bætandi lífvirkum eiginleikum, s.s. blóðþrýstingslækkandi eiginleikum og andox-
unarvirkni. Mikið magn af vannýttum aukaafurðum fellur til við fiskvinnslu sem
mætti nýta í slíkar afurðir. Heildarmarkmið rannsóknarinnar var að bæta vinnslu-
tækni og nýta nýjar aðferðir til að vinna lífvirkar FPH-afurðir úr fiskpróteinum.
Oxun þróaðist hratt við vatnsrof í nærveru oxunarhvata og getur valdið því að
FPH missi andoxunareiginleika sína. Útdráttur úr íslensku bóluþangi, Fucus vesi-
culosus, sem andoxunarefni kom í veg fyrir oxun, jók lífvirkni lokaafurðar og dró
úr myndun á bitru bragði hjá FPH.
Sigrún Mjöll fæddist 1978. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut MH
1999 og BS-prófi í matvælafræði árið 2007 frá Háskóla Íslands. Hún hefur unnið
sem sérfræðingur á líftækni- og lífefnasviði Matís ohf. frá árinu 2009. Foreldrar
Sigrúnar Mjallar eru dr. Halldór Ármannsson, efnafræðingur hjá ÍSOR, og Mar-
grét Skúladóttir kennari. Eiginmaður hennar er Hjörvar Orri Arason, smiður og
vélvirki, og eiga þau tvö börn, Þórdísi Maríu og Halldór Orra.
Doktor
Doktor í matvælafræði
95 ára
Ásta B. Ágústsdóttir
90 ára
Ásdís Stefánsdóttir
85 ára
Ásmundur Jónsson
Klara Kristjánsdóttir
Magnea Magnúsdóttir
Sigríður G. Guðjohnsen
Sigurjón Einarsson
Sigvaldi Ármannsson
80 ára
Laufey Aðalheiður
Lúðvíksdóttir
Sólveig Guðr.
Eysteinsdóttir
Steinunn Sveinsdóttir
75 ára
Aðalgeir Gísli Finnsson
Dagbjört Kristín Torfadóttir
Friðrik M. Árnason
Margrét Þóra Vilbergsdóttir
María Andrea Hreinsdóttir
Sonja Valdemarsdóttir
70 ára
Daði Þröstur Þorgrímsson
Edda Sigríður Sigfúsdóttir
Gunnar Snorrason
Helgi Gunnarsson
Hjörtur Guðjónsson
Kristján Ágúst
Ögmundsson
Ólöf Erla I. Waage
Sturlaugur Jón Einarsson
Zophonías Baldvinsson
60 ára
Bjarni Jónsson
Bryndís Anna Hauksdóttir
Guðmundur Örn
Benediktsson
Halldór Guðlaugsson
Hallgeir S. Pálmason
Hjördís Helga
Guðmundsdóttir
Hörður Gunnar Ólafsson
Jón Guðmann
Guðmundsson
María Anna Gísladóttir
Ólafur Ísleifsson
Sigfús Garðarsson
Steinþór Hálfdánarson
Wieslaw Pretko
Örlygur Hnefill Jónsson
50 ára
Anna Lísa Brynjarsdóttir
Atli Þorvaldsson
Guðmundur I.
Guðmundsson
Hilmar Björgvinsson
Hilmar Gísli Gunnarsson
Hjálmar Hjálmarsson
Ívar Andersen
Jónas Kristinn
Jóhannsson
Magnús Geir Pálsson
Ólöf Ingibjörg
Hallbergsdóttir
Yngvi Þór Magnússon
40 ára
Áki Pétursson
Gísli Rafn Árnason
Halldór Harðarson
Hjalti Páll Ingólfsson
Inga Rut Ingvarsdóttir
Oddgeir Isaksen
Rut Guðmundsdóttir
Tryggvi Jóhannsson
Valgeir Yngvi Árnason
30 ára
Dagný Huld Gunnarsdóttir
Einar Oddur Sigurðsson
Karen Martensdóttir
Kristín María Tómasdóttir
Rut Rúnarsdóttir
Þór Matthíasson
Til hamingju með daginn
30 ára Jón Viðar ólst upp
í Reykholti í Borgarfirði,
lauk prófum frá Lögreglu-
skólanum 2008 og er for-
maður Mjölnis.
Maki: Ágústa Eva Er-
lendsdóttir, f. 1982, leikk.
Sonur: Þorleifur Óðinn
Jónsson, f. 2011.
Foreldrar: Þóra Sigurðar-
dóttir, f. 1954, deildar-
stjóri hjá Reykjavíkurborg,
og Arnþór Sigurðsson, f.
1949, sjómaður.
Jón Viðar
Arnþórsson
30 ára Dís er að ljúka
embættisprófi í guðfræði.
Maki: Ólafur Þór Antons-
son, f. 1970, kerfisfræð-
ingur.
Dóttir: Edda, f. 2005.
Stjúpbörn: Laufey, f.
1992; Daði, f. 1995, og
Sóley, f. 2003.
Foreldrar: Stella Guð-
mundsdóttir, og Gylfi
Harðarson. Stjúpfor-
eldrar: Jónas B. Birgis-
son, og Stella F. Sigurðar-
dóttir.
Dís
Gylfadóttir
30 ára Hanna Birna lauk
myndlistarprófi frá
Listaháskóla Íslands og
stundar nám í uppeldis-
og menntunarfræði í HÍ.
Maki: Sindri Páll Sigurðs-
son, f. 1983, hönnuður hjá
Össurri.
Dóttir: Ylfa Björk Sindra-
dóttir, f. 2011.
Foreldrar: Jóna Stefáns-
dóttir, f. 1956, ritari, og
Geirmundur Geirmunds-
son, f. 1955, skrif-
stofumaður.
Hanna Birna
Geirmundsdóttir