Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef einhver hefur hæfileika til að heilla
aðra upp úr skónum ert það þú. Breyttu út
af daglegum venjum, ekki hanga heima í
dag.
20. apríl - 20. maí
Naut Vertu bjartsýnn því takmark þitt er
ekki eins fjarlægt og þú heldur. Láttu hjartað
ráða för og reyndu eitthvað nýtt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að halda aftur af þér í inn-
kaupum í dag, þótt ómótstæðilegur mun-
aðarvarningur verði á vegi þínum. Haltu þínu
striki og láttu neikvæðar raddir ekki hafa
áhrif á þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Efnisleg gæði skipta krabbann máli.
Hugsaðu um einn eða tvo hluti sem þú getur
gert til þess að bæta heilsu þína.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur það á tilfinningunni að sam-
starfsmenn þínir efist um hæfileika þína.
Enginn er fullkominn og það á líka við um
þig. Láttu neikvæðnina ekki ná tökum á þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Besta leiðin til þess að lækna hjarta
sitt er að eyða deginum í félagsskap ein-
hvers sem þú elskar, þó að um sé að ræða
vin eða gæludýr.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur raunhæfar hugmyndir um það
hvernig þú getur gert umhverfi þitt meira að-
laðandi. Vanagangur lífsins, sem hentaði þér
svo vel, passar ekki eins vel núna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það getur verið erfitt að útskýra
málin fyrir öðrum þegar þeir eru ekki inni í
fræðunum. Maki þinn gæti jafnvel fengið
launahækkun eða annan bónus. Vertu raun-
sær í peningamálunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur haldið spennunni inni
og verður að hleypa henni út með ein-
hverjum hætti. Gættu þess að vera raunsær
í peningamálunum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú væri kjörið að gera framtíð-
aráætlun. Ekkert er dýrmætara en heilsan og
það hefnir sín grimmilega ef gengið er á
hana í lengri tíma.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þar sem þú ert alltaf svo nær-
gætinn gæti það valdið vissum aðilum sárs-
auka ef þú ætlar að vera hispurslaus. Slak-
aðu á.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ættir að setjast niður með fjöl-
skyldunni og fara í gegnum málin. Leggðu
áherslu á að fara í stutt ferðalag til að dreifa
huganum.
Einhvern tíma var sagt um Guð-mund skólaskáld að hann væri
skáld „lognsins“. Grétar Fells tók
með sínum hætti undir þetta, –
hann væri ekki „skáld stormsins“
eins og Hannes Hafstein, heldur
hinna kyrrlátu afla í tilverunni,
hins djúpa og hins dulda, – „skáld
friðarins“.
Stutt er æfin, stundar bið
stendur oss til boða,
því skal syngja um sumar frið,
sól og morgunroða
Guðmundur fæddist í Hrólfs-
staðahelli á Landi í Rangár-
vallasýslu. Hér verður honum hugs-
að til æskustöðvanna:
Þegar aftanskinið skín á Skarðsfjalls hlíðar,
endurminning sálu svalar,
sem er þó um leið til kvalar.
Man ég rétt hjá Hellum háa hvamminn
græna;
áður þar hjá ungum svanna
undi ég milli blómknappanna.
Víða er hlíðin brotin, breytt af bröttum
skriðum,
einnig lífs míns ljúfu stundir
liggja þungum skriðum undir!
Og hann sækir líkingar í um-
hverfi sitt:
Loksins þig ég þekki, fljóð!
þvílíkt hjarta ég aldrei sá:
það er heitt sem Heklu-glóð,
heljarkalt sem Jökulsá.
Dóttir hans, Steingerður skáld-
kona, orti:
Fjúka orð af málsins myndum
meitla ljóð í skáldsins dul.
Fjúka lauf í léttum vindum
lifrauð græn og brún og gul.
Hannes Hafstein orti:
„Þótt hann rigni,
þótt ég digni,
þótt hann lygni
aldrei meir,“
fram skal stauta
blautar brautir
buga þraut,
uns fjörið deyr.
Varhug gjalda,
horfi halda,
hitta valda
braut um leir!
Þótt hann rigni,
þótt ég digni,
þá mun lygna
síðar meir.
Og um „ónotaðan foss“ orti
Hannes:
Alla daga Dynjandi
drynur ramma slaginn.
Gull í hrönnum hrynjandi
hverfur, allt í sæinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af skáldi friðarins
og skáldi stormsins
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ÞARF EKKI AÐ KEYRA … ÉG VIL BARA
GAGNRÝNA MANNINN MINN BETUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að búa til kjúklinga-
súpu fyrir hann þegar
hann er veikur.
HVERNIG SVARAR ÞÚ ÞEIM
ÁSÖKUNUM AÐ FYLGJA EKKI
„EKKI HRINGJA“ STEFNUNNI?
MEÐ SÍMA.
LEIFUR ÓHEPPNI, ÞÚ
HEFUR ELDAÐ GOTT SULL
OG ÞÚ HEFUR ELDAÐ
VONT SULL …
… EN ÞETTA ER BESTA
SULL SEM ÞÚ HEFUR
NOKKURNTÍMAN ELDAÐ!
VÁ, TAKK
HRÓLFUR!
ÞETTA
SANNAR
BARA …
… AÐ VINNA OG
ÞRAUTSEIGJA
SKILAR SÉR!
TAKIÐ ÞIÐ DÝRALÆKN-
AR EKKI EINHVERS-
KONAR EIÐ?!!
ÖKU-
KENNSLA
Víkverji upplifði ekki sömu örtröð-ina í bænum á menningarnótt og
endranær og kenndi þar rigningunni
um. Hann lét votviðrið þó ekki aftra
sér frá rápi. Hann hóf daginn á
Bakkastígshátíð þar sem íbúar
héldu uppi fjöri fyrir gesti og gang-
andi og hélt þaðan út á Granda, sem
hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Í
gömlu verbúðunum er nú marg-
vísleg starfsemi. Eins og endranær
var biðröð við nýja ísbúð, sem nefn-
ist Valdís, en einnig var hægt að líta
inn hjá fatahönnuðinum Steinunni
Sigurðardóttur, hönnuðinum Sigríði
Heimisdóttur og Gallerí Granda svo
eitthvað sé talið.
x x x
Hinum megin götunnar máttiheyra barsmíðar. Þar voru að
verki ungir smiðir fyrir utan Sjó-
minjasafnið þar sem opið var fyrir
gesti og gangandi. Safnið er
skemmtilega uppsett. Við haganlega
smíðuð skipslíkön á annarri hæðinni
hafði maður einn fundið líkan af
skipinu, sem hann reri á eitt sinn.
Við fiskverkunarborð þar sem gína
sat við störf stóð kona og rifjaði upp
að þegar hún hefði verið í fiski hefðu
ekki verið nein sæti, þá hefðu menn
mátt gjöra svo vel og standa.
x x x
Víkverji fór einnig í miðbæinn þarsem honum líður alltaf eins og
hann sé í stórborg á menningarnótt,
slíkur er erillinn. Þar fylgdist hann
meðal annars með hinni bráð-
efnilegu og hæfileikaríku hljómsveit
Macaya, sem spilaði grípandi og
seiðandi frumsamið fönk í súldinni á
mótum Bankastrætis, Laugavegar
og Skólavörðustígs. Að vanda hafði
Víkverji séð ýmislegt forvitnilegt í
dagskrá menningarnætur, en komst
yfir færra en hann hefði viljað. Loks
fylgdist hann með flugeldasýning-
unni, sem naut sín mun betur en
hann hafði átt von á undir lágskýj-
uðum himni.
x x x
Reykjavíkurmaraþonið og menn-ingarnótt eru orðnir fastir
punktar í sumrinu. Bærinn er fullur
af fólki frá morgni til kvölds og allir í
ljómandi skapi, jafnvel þótt rigni.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem
í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú
Drottin, sála mín, og gleym eigi nein-
um velgjörðum hans. (Sálmarnir 103:1-2)
www.nortek.is Sími 455 2000
ÖRYGGISLAUSNIR FYRIR
ÖLL HEIMILI
Nortek er með mikið af einföldum notenda-
vænum lausnum fyrir heimili og sumarbústaði.
Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík
Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is
HEIMILISÖRYGGI
• Innbrotakerfi
• Myndavélakerfi
• Brunakerfi
• Slökkvikerfi
• Slökkvitæki
• Reykskynjarar