Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 38

Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Fólk í leikhúsbransanum sem og allt áhugafólk um listir ætti ekki að láta þessa hátíð framhjá sér fara. Rétt er þó að taka fram að hátíðin er ekki aðeins ætluð fólki í leikhús- bransanum, því margar sýning- anna eru mjög að- gengilegar og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ seg- ir Sigríður Eir Zophoníusar- dóttir, fram- kvæmdastjóri al- þjóðlegu leik- listarhátíðarinnar Lókal, sem sett verður í Tjarnarbíói í dag kl. 17 og stendur til sunnudags. Að sögn Sigríðar er þetta í sjötta sinn sem hátíðin, en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2008. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Sigríður heldur um stjórnartaumana. „Ég hef fylgst vel með öllum fyrri hátíðum og unnið sem sjálfboðaliði á hátíðinni sl. þrjú ár,“ segir Sigríður, sem útskrif- aðist úr fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands sl. vor. Sem fyrr eru listrænir stjórnendur hátíð- arinnar þau Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, og Bjarni Jónsson, leikskáld. Stækkar leikhússenuna hér Í ár verður boðið upp á átta leik- sýningar, þar af fjögur ný íslensk verk en gestasýningarnar koma frá Belgíu, Finnlandi, Kanada og Nor- egi. „Hátíðin hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við grasrótarstarf bæði hér- og erlendis. Markmiðið með há- tíðinni er að stækka íslensku leik- hússenuna með því að fá til landsins erlenda leikhópa sem eru að gera spennandi hluti jafnframt því sem við gefum ungu og efnilegu íslensku listafólki tækifæri á að sýna sitt efni,“ segir Sigríður og bendir á að líkt og síðustu ár taki hátíðin á móti á annan tug listrænna stjórnenda er- lendra listahátíða og því geti hún reynst stökkpallur fyrir frekara sýn- ingarhald erlendis. „Sökum þessa eru allar erlendu sýningarnar á há- tíðinni leiknar á ensku og íslensku sýningarnar bæði á íslensku og ensku eða sýndar með enskum texta,“ segir Sigríður Opnunarsýning hátíðarinnar er Eiðurinn og eitthvað eftir Guðberg Bergsson sem Grindvíska atvinnu- leikhúsið (GRAL) frumsýnir í Tjarn- arbíói í kvöld kl. 21. „Þetta er mjög spennandi sýning, enda um er ræða frumraun Guðbergs sem leikskáld. Verkið fjallar um höfund sem á í mestu vandræðum með persónur sínar og getur ekki gert upp við sig hvort hann á að skrifa heimildarverk um Ragnheiði Brynjólfsdóttur bisk- upsdóttur eða tvo karlæga menn og hjúkrunarkonu á elliheimili,“ segir Sigríður og tekur fram að verkið tak- ist á við heimspekilegar spurningar um lífið og tilveruna á absúrd hátt. „Ragnheiður Harpa Leifsdóttir býður upp á fjölskylduskemmtun sem nefnist Tómið í Iðnó í kvöld og annað kvöld kl. 21. Þetta er einhvers konar ljóðakvöld í víðasta skilningi þar sem fjölskyldumeðlimir Ragn- heiðar Hörpu taka þátt með marg- víslegum atriðum,“ segir Sigríður og nefnir sem dæmi að leikkonan og leikstjórinn Guðrún Ásmundsdóttir, sem sé amma Ragnheiðar Hörpu, sé meðal þeirra sem koma fram. Draumur um dans Segja má að dansverkið Dansaðu fyrir mig, sem sýnt verður í Smiðj- unni á föstudag og laugardag, sé líka fjölskylduverk, því þar taka þátt þau Ármann Einarsson og sonur hans og tengdadóttir, Pétur og danshöfund- inn Brogan Davison. „Ármann hafði lengi alið með sér þann langþráða draum að dansa nútímadans á sviði, þrátt fyrir að vera ekki menntaður dansari. Með þessu verki vildu sonur hans og tengdadóttir láta þann draum rætast,“ segir Sigríður og tekur fram að Ármann hafi líka átt sér draum um að ferðast um heiminn með sýninguna og hugsanlega muni það ganga eftir, enda þegar búið að bóka sýningar á verkinu á listahátíð í Ástralíu. „Friðgeir Einarsson og félagar í leikhópnum Kriðpleir frumsýna verkið Lítill kall í stofu 220 í aðal- byggingu Háskóla Íslands föstudag og laugardag. Friðgeir er hér að fjalla um rannsóknir á heilanum og hvernig heilinn geti brenglað skynj- un okkar,“ segir Sigríður og tekur fram að Friðgeir sé mikið ólíkindatól og því megi búast við spennandi sýn- ingu um sýnd og reynd. Brecht með norskum augum Build Me A Mountain nefnist sýn- ing norska leikhópsins Verk Produk- „Styður við  Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal verður sett í Tjarnarbíói í dag kl. 17  Átta uppfærslur á fimm dögum Sigríður Eir Elysium Árið er 2154, Jörðin rústir einar og jarðarbúar búa við fátækt og vesöld. Hinir ríku lifa hins vegar í vellystingum í sérhannaðri geimstöð, Elysium. Þar ræður ríkjum ráðherrann Rhodes (Fost- er) og sér til þess að halda hinum þurfandi frá geimstöðinni. Max nokkur (Damon) freistar þess að komast inn í Elysium og hefur það afdrifaríkar afleiðingar. Leikstjóri myndarinnar er Neill Blomkamp og í aðalhlutverkum Matt Damon og Jodie Foster. Metacritic: 61/100 The Conjuring Hrollvekja byggð á frásögn bandarískra hjóna, Eds og Lorraine Warren, sem stunduðu rannsóknir á meintum yfirskilvitlegum atburðum á seinni hluta síðustu aldar. Í The Conjuring segir af meintum draugagangi á heimili Perron-fjölskyldunnar á Rhode Island í Bandaríkjunum árið 1971. Warren-hjónin voru fengin til að kanna málið. Leikstjóri er James Wan og í aðalhlutverkum eru Lili Taylor, Patrick Wilson og Vera Farmiga. Metacritic: 68/100 Flugvélar/Planes Teiknimynd frá Disney sem segir af lítilli áburðarflugvél sem ákveður að taka þátt í æsilegu kappflugi en til þess þarf hún að sigrast á lofthræðslu. Leikstjóri er Klay Hall. Metacritic: 39/100 Bíófrumsýningar Spenna, hrollur og flugvélar Draugagangur Úr kvikmyndinni The Conjuring sem ku vera hrollvekjandi. Útilistaverkið „Myndheimur – landslagsinnsetning“, eftir Bryn- hildi Þorgeirsdóttur, verður af- hjúpað við vígsluathöfn nýrrar hverfismiðstöðvar, Träffpunkt Stadsskogen, í Alingsås í Svíþjóð í dag kl. 10.30. Torg, skóli og fé- lagsmiðstöð mynda kjarna mið- stöðvarinnar og var sjálfbærni höfð að leiðarljósi við byggingu hennar. Brynhildur vann verk sitt að hluta í samstarfi við skólabörn í hverfinu og samanstendur það af þremur skúlptúrum auk 23 lítilla „Krakka- steina“. Morgunblaðið/Einar Falur Skúlptúr Brynhildur að störfum. Útilistaverk Bryn- hildar afhjúpað Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Heyrir þú illa í margmenni? Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu. 50% afslátturaf rafhlöðum í ágústKomdu í greiningu hjá faglærðum heyrnar- fræðingi Erum með allar gerðir af heyrnartækjum Finndu okkur á facebook

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.