Morgunblaðið - 09.09.2013, Side 11
Morgunblaðið/Einar Falur
kannski svolítið að herma
eftir þeim sem manni
finnst bestir í þessu í
dag. Mér þykir Ísak
Harðarson góður og svo
er Gyrðir Elíasson í
miklu uppáhaldi. Annars
er þetta bara fyrsta bók-
in mín og hún leggst
ágætlega í mig. Maður
veit svo sem ekki hvort
það sé eitthvað að marka
það en fólk hefur verið
að hrósa þessu, menn
þora kannski ekki að
segja annað,“ segir Viðar
sposkur.
„Ég er lærður kennari og svo
tók ég BA í sérkennslufræðum.
Árið 2010 tók ég svo meistarapróf
í þýðingarfræðum. Ég hef verið að
þýða svolítið núna og er meðal
annars með tvær nokkuð langar
barnabækur tilbúnar. Önnur
þeirra er japönsk og er ansi
áhugaverð. Ég hef því unnið mikið
með tungumál í gegnum tíðina,“
segir ljóðskáldið.
Snorri Hjartarson
í uppáhaldi
Ljóðabókin ber nafnið Silki-
leiðin, sem var fræg verslunarleið
um Asíu til forna, og má finna
samnefnt ljóð í bókinni.
„Ég reyni nú að
rekja aðeins í samnefndu
ljóði hvernig leiðin var
farin á sínum tíma. Leið-
in í mínu ljóði þróast síð-
an út í geimferðir sem
enda síðan við Prest-
hólmasund í Þingvalla-
vatni. Sá staður er gam-
all veiðistaður sem ég og
tengdafaðir minn veidd-
um mikið á. Presthólma-
sundið er titlað fyrir
hönnun kápu bókarinnar
en það er í raun bara
grín. Kunningi minn setti
þetta inn og mér þótti þetta passa
ágætlega. Ég gef bókina sjálfur út
en hún er prentuð í Odda. Fólkið
þar var einstaklega hjálplegt og
gott,“ segir hann. Spurður út í
innblástur segir hann margt spila
þar inn í.
„Maður las mikið í þessu
námi sem ég er búinn að sækja.
Svo hef ég lesið mikið eftir skáld á
borð við Snorra Hjartarson og
ýmsa aðra sem ég hef haldið upp
á. Megas finnst mér líka mjög
flottur,“ segir Viðar. Inni á milli
má finna ljóð sem í raun eru
minningar Viðars frá því hann var
ungur drengur í Reykjavík en
hann kveðst þó hafa fært þær að-
eins í stílinn.
Möguleiki á annarri
ljóðabók
Finna má hina ýmsu tilvistar-
speki í verkum Viðars, til að
mynda ljóðinu Allt nema dauðann.
„Það er svolítið langt síðan ég
samdi það ljóð og það hefur geng-
ið í gegnum ýmsar breytingar.
Þetta er að einhverju leyti samið
um hræðslu við dauðann. Svo er
líka skemmtilegur kontrast í olíu-
menguninni í Bakú og furunni í
Hvítufjöllum,“ segir Viðar. Hann
telur það líklegt að hann muni
halda áfram að semja og jafnvel
gefa út aðra ljóðabók.
„Ég er nú aðeins byrjaður á
nýjum ljóðum og svo á ég fleiri
eldri ljóð. Mér hefur fundist fólk
taka sæmilega vel í þetta og það
er alltaf skemmtilegt. Ég fór þá
leið að ég sneiddi framhjá öllum
forlögum. Ég hvet fólk til þess að
gera það ef það hefur fjármagn til
þess en þetta er náttúrulega ekk-
ert ódýrt. Ég gaf mína til að
mynda út í tvö hundruð eintökum.
Ég var ekki að sýna þetta neinum
nema kunningjunum en hingað er
ég kominn. Það er allt hægt,“ seg-
ir ljóðskáldið að lokum. Þess má
geta að áhugasamir geta nálgast
bókina í flestum stærri bókabúð-
um.
Silkileiðin Ljóða-
bókin er komin í
sölu í helstu bóka-
búðum landsins.
Minningar Viðar á margar
góðar veiðiminningar úr
Þingvallavatni en veiðistaður-
inn Presthólmasund kemur
við sögu í ljóðabókinni.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
Stuðmenn sungu þetta fyrir rúmum
30 árum. En hver er staða karl-
manna í dag, hvernig líður þeim og
hvert er hlutverk þeirra? Hvað finnst
karlmönnum um sjálfa sig?
Sjálfsmynd okkar allra mótast
m.a. af því hvernig við upplifum okk-
ur út frá samfélaginu, út frá fram-
komu annarra við okkur og í saman-
burði við aðra. Einnig getur það haft
áhrif á sjálfsmynd okkar hvort við
teljum okkur vera að taka fram-
förum, standa í stað eða hvort við
teljum að okkur fari aftur?
Rannsóknir sýna að margir karl-
menn eru óánægðir með líkama sinn
og að sú óánægja stuðlar að þung-
lyndi, slæmum matarvenjum og ekki
síst neikvæðri sjálfsmynd að öðru
leyti. Þær sýna einnig að mismun-
andi þættir stuðla að sterkri sjálfs-
mynd kynjanna, þ.e. hluti af sterkri
sjálfsmynd karlmanna er að þeir geti
aðgreint sig frá öðrum með frammi-
stöðu sinni og skarað fram úr.
Hlutverk karla og kvenna hafa
breyst mikið á undanförnum áratug-
um og bæði kynin bætt við sig hlut-
verkum. Flestir reyna eins og þeir
geta að standa undir kröfum sam-
félagsins en það er hægara sagt en
gert. Oft lætur eitthvað undan og oft-
ast er það eigin heilsa sem mætir af-
gangi. Óánægja með líkamann og
heilsuna eykst, streita og ekki síst
óánægja með eigin frammistöðu
eykst. Þannig er hætta á að sjálfs-
myndin verði smám saman neikvæð-
ari, viðkomandi standist ekki lengur
samanburð við hina, sem virðast al-
veg vera með þetta á hreinu (halda
sér í góðu líkamlegu formi, sinna fjöl-
skyldunni, standa sig vel í vinnunni,
sinna vinunum o.s.frv.). Ef við bæt-
um svo við ófarsælum tilraunum til
að bæta úr þessu ástandi þá stað-
festir það og styrkir neikvæða sjálfs-
mynd. Vonbrigðin verða meiri og
vanlíðan eykst.
Þegar einstaklingur hefur verið
lengi í þessum vítahring er oft komin
mikil uppgjöf, líkamleg og andleg
vanlíðan og oft á tíðum kvíði og þung-
lyndi í kjölfarið. Þá er mikilvægt að
byrja á réttum stað. Ekki gera sömu
mistökin aftur, heldur fá aðstoð til að
byrja á að vinna með sjálfstraustið og
finna smám saman öryggi og trú á
sjálfum sér.
Á sjálfstyrkingarnámskeiðinu
„Taktu stjórn“ er karlmönnum hjálp-
að að byggja upp sjálfstraust og já-
kvæðari sjálfsmynd svo þeir eigi auð-
veldara með að takast á við þær
hegðunarbreytingar (t.d. bættar
matarvenjur og reglulega hreyfingu)
sem þarf til að öðlast meiri orku og
betri heilsu. Í kjölfarið minnka
áhyggjur og streita og lífsgæðin
aukast.
Íslenskir karlmenn eru engar
gungur, þeir gefast ekki upp og skor-
ast ekki undan ábyrgð. Það sýnir
ábyrgð að taka stjórn á sínu lífi.
Íslenskir karlmenn
eru engar gungur
Heilsupistill
Bryndís Einarsdóttir
sálfræðingur
Anna Sigurðardóttir
sálfræðingur
Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafar-
þjónusta, Skeifunni 11a, 108 Reykjavík
www.heilsustodin.is