Morgunblaðið - 09.09.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HAUKUR HANNESSON
frá Hækingsdal í Kjós,
Lautasmára 5,
Kópavogi,
lést á dvalarheimilinu Ísafold mánudaginn
2. september.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. september
kl. 13.00.
Guðný Anna Eyjólfsdóttir,
Rúnar Gils Hauksson,
Jón Hjálmar Hauksson, Ike Tiora Hauksson,
Hannes Hauksson, Hjördís Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Pétur Filippus-son fæddist í
Reykjavík 20. nóv-
ember 1926. Hann
andaðist á Landa-
kotsspítala 28.
ágúst 2013.
Foreldrar hans
voru Filippus Guð-
mundsson, f. 13.3.
1894, d. 26.8. 1981,
múrarameistari í
Reykjavík, og kona
hans Kristín Jóhannesdóttir, f.
17.8. 1895, d. 22.2. 1979. Pétur
var þriðji í röðinni af fimm
systkinum. Systkini hans eru:
a) Helgi, f. 1919, d. 1982, b)
Hulda Guðrún, f. 1924, d) Þór-
hallur, f. 1930, d. 2010, e) Þóra
Kristín, f. 1935.
Hinn 2.8. 1947 kvæntist Pétur
Guðjónu Guðjónsdóttur, f. 25.6.
1927, og áttu þau því 66 ára
brúðkaupsafmæli í síðasta mán-
uði. Foreldrar hennar voru þau
Þuríður Guðmundsdóttir, f.
1893, d. 1981, og Guðjón Jóns-
son úrsmiður, f. 1896, d. 1927.
Pétur og Guðjóna eignuðust
tíð mikinn áhuga á flugi. Þrett-
án ára byrjaði hann að æfa svif-
flug og kenndi hann það á Sand-
skeiði, einnig hafði hann
einkaflugmannsréttindi og hafði
mikla ánægju af að fljúga, og
flaug hann á mörgum tegundum
flugvéla. Pétur vann mikið með
föður sínum í byggingarvinnu á
sínum yngri árum.
Hann var maður athafna, og
lék flest í höndum hans. Hann
hannaði og framleiddi á
skömmtunarárunum leikföng,
flugmódel, húsgögn, lampa og
lampagrindur, svo eitthvað sé
nefnt, í fyrirtæki sínu Flugmó í
Selásnum. Einnig stofnaði hann
árið 1953 Tómstundabúðina.
Þau Pétur og Guðjóna störfuðu
ætíð saman við reksturinn
ásamt fjölskyldunni, og er fyrir-
tækið enn í dag rekið af þriðja
ættlið. Pétur var einn af stofn-
endum Lionsklúbbsins Freys og
starfaði lengi í honum. Hann
hafði gaman af ferðalögum og
ferðaðist mikið innanlands,
bæði með klúbbfélögum og fjöl-
skyldunni. Einnig ferðuðust þau
hjón mikið erlendis.
Pétur verður jarðsunginn frá
Árbæjarkirkju í dag, 9. sept-
ember 2013, kl. 13.
þrjú börn. Börn og
afkomendur þeirra
eru: 1) Jón Víglund,
f. 1947, kona hans
er Elísabet Árna-
dóttir, f. 1947, dæt-
ur þeirra eru a)
Bryndís, f. 1977,
gift Elíasi Rúnari
Elíassyni, börn
þeirra eru Þóra
Rán, Matthías Máni
og Jón Zakarías, b)
Sigríður María, f. 1980, gift Jóni
Dan Kristbjörnssyni, börn
þeirra eru Sara Dal og Ísak Dal.
2) Kristinn Filippus, f. 1949,
kona hans er Kristný Björns-
dóttir, f. 1951, þau eiga tvíbura-
synina Björn og Birgi, f. 1978. 3)
Þuríður, f. 1951, hennar maður
var Magnús Guðmundsson, f.
1949, d. 2008, þau eignuðust
þrjú börn, a) Pétur, f. 1970, b)
Evu Björk, f. 1978, börn hennar
eru Aron Bjarki og Anja Sigur-
rós, c) Guðjón Þór, f. 1985.
Pétur lagði stund á nám í
flugvélaverkfræði í Svíþjóð á ár-
unum 1945-1949, og hafði alla
Fallinn er frá á 87. aldursári
tengdafaðir minn, Pétur Filipp-
usson.
Kynni okkar hófust fyrir
rúmum 40 árum síðan, er við
Kristinn sonur hans felldum
hugi saman. Mér var tekið vel
af fjölskyldunni, og höfum við
Kristinn búið með þeim hjónum
í sama húsi og unnið með þeim
stóran hluta þessa tímabils.
Það lék flest allt í höndunum
á honum Pétri. Hann var maður
athafna, hannaði og framleiddi
á skömmtunarárunum leikföng,
flugmódel, húsgögn, lampa- og
lampaskermagrindur í fyrirtæki
sínu Flugmó, svo eitthvað sé
nefnt. Einnig stofnaði hann
Tómstundabúðina fyrir um 60
árum. Þá kom hann að stofnun
Tjaldborgar á Hellu sem fram-
leiddi tjöld. Hann var stórtækur
í innflutningi á leikföngum, úti-
legubúnaði, gjafavöru og hrein-
lætisvörum.
Pétur hafði mikið yndi af
ferðalögum, bæði innanlands og
erlendis. Hann breytti bílum og
innréttaði sem húsbíla til að
njóta á ferðalögum og söluferð-
um um landið. Einnig notaði
hann tjöld mikið í ferðalögum.
Hann var félagi í Lions-klúbbn-
um Frey. Við ferðuðumst mikið
með þeim félögum á sumrin,
þegar þeir fóru í hinar svoköll-
uðu skiltamerkingarferðir, sem
voru u.þ.b.vikuferðir eftir því
hvar var verið að merkja.
Klúbburinn stóð fyrir
skiltamerkingum á hálendinu og
víða um landið, svo sem ferða-
leiðum, fjöllum og ám, og var
gaman að kynnast landinu með
þeim þannig.
Pétur byrjaði 13 ára að fljúga
svifflugum og kenndi hann svif-
flug á sumrin uppi á Sandskeiði,
einnig hafði hann einkaflugs-
réttindi, og hafði mikla ánægju
af að fljúga. Pétur fór utan til
Svíþjóðar og nam flugvélaverk-
fræði þar í um fjögur ár. Hann
hafði alltaf mikinn áhuga á flug-
tækjum og hannaði og smíðaði
líkön af ýmsum flugtækjum og
flugvélum.
Pétur vann mikið með föður
sínum á yngri árum í bygging-
arvinnu. Foreldrar Péturs, þau
heiðurshjónin Kristín og Filipp-
us, voru ein af frumbyggjum í
Árbæjar- og Seláshverfi. Fyrst
með sumarbústað, en síðan
byggði Filippus þar stórt og
myndarlegt hús fyrir fjölskyld-
una.
Kristín sá um póst- og síma-
þjónustu fyrir þessa efri byggð
á fyrstu árum hennar. Þá sá
hún um undirbúning á umgjörð
á barnamessum í Árbæjarskóla,
meðan hún var haldin þar fyrir
byggingu Árbæjarkirkju. Einn-
ig voru messur í stofunni hjá
þeim, því var oft mjög gest-
kvæmt á Selásheimilinu.
Pétur og Guðjóna störfuðu
alltaf saman við reksturinn,
ásamt fjölskyldunni. Um síðstu
verslunarmannahelgi áttu þau
sitt 66 ára brúðkaupsafmæli.
Ég vil þakka Pétri fyrir sam-
fylgdina og votta Jónu og öðr-
um aðstandendum hans mína
innilegustu samúð við fráfall
hans.
Hvíl í friði, kæri Pétur, þín
mun vera sárt saknað.
Kristný Björnsdóttir.
Miðvikudagurinn 28. ágúst
stefndi í að vera venjulegur
dagur, að vísu skutlaði ég
ömmu til afa vegna þess að
pabbi sem vanalega keyrði
ömmu var veikur með kvef og
hita og hann vildi ekki smita
þau gömlu.
Þegar við amma komum á
Landakot til afa voru systur
hans afa, Hulda og Þóra í heim-
sókn, eftir smá spjall fór ég aft-
ur í vinnuna. Eftir vinnu náði
ég í ömmu, amma vildi ómögu-
lega tefja mig þó að ég segði að
mér lægi ekkert á að komast
heim, talaði aðeins við afa og
kvaddi hann. Seint um kvöldið
hringdi amma og sagði að lækn-
irinn hans afa hefði hringt,
hann afi væri mjög veikur.
Biggi bróðir og ég flýttum okk-
ur niður í bæ til að ná í ömmu.
Þegar á Landakot var komið
tók læknirinn hans afa okkur
þrjú til hliðar í herbergi, hann
tjáði okkur að fyrr um kvöldið
hefði afi byrjað að veikjast og
hann væri látinn. Við þessi orð
fékk ég sting í hjartað og mig
langaði ekki að trúa því að afi
minn væri farinn, ömmu var
mjög brugðið við tíðindin, að
eiginmaður hennar til 66 ára og
lífsförunautur væri ekki lengur
meðal vor.
Aldrei hvarflaði það að mér
að 28. ágúst yrði þinn síðasti
dagur, elsku afi minn, einmitt
vegna þess að amma hafði það á
orði eftir veruna með þér að þú
hefðir verið svo hress.
Sakna þín sárt, afrek þín í líf-
inu munu veita mér innblástur
um ókomna tíð.
Hvíldu í friði afi minn.
Björn Kristinsson.
Mikið mun ég sakna þín afi
minn. Ferðalögin með þér um
landið endilangt í Lionsferðun-
um voru það sem gerði sumrin
skemmtileg og þau lifa með
manni um ókomna tíð. Gaman
var að hlusta á gömlu sögurnar
þínar frá skólaárunum í Svíþjóð
við flugvélaverkfræðina og flug-
sögurnar þínar. Frægust er frá-
sögnin af atvikinu á See Bee-
flugbátnum á Hafravatni þar
sem vélinni hlekktist á í lend-
ingu og sætið undir þér losnaði
með þeim afleiðingum að þú
hentist út úr flugvélinni, enn
bundinn við sætið en slappst
samt við öll meiðsli, eina tjónið
var að annar skórinn glataðist
þann dag og er líklega enn á
botni vatnsins. Margar voru
líka sögurnar frá ferðalögum
um Evrópu í gamla daga og
hæst ber ferðina á Volvo Ama-
zon-inum um Alpana og kappið
við fína karlinn á Porsche-num
um beygjurnar og brekkurnar.
Þú varst alltaf virðulega til
fara, jafnvel í jakkafötum í
ferðalögum uppi á hálendi eða
þeysandi um á öfluga Maver-
icknum.
Þau ár sem ég bjó í sama
húsi og þið amma eru einhver
þau bestu sem ég þekki, gott
var að hafa ykkur undir sama
þaki. Það er sérlega ánægjulegt
að hafa varið síðasta aðfanga-
dagskvöldi með þér og ömmu,
það minnti á gamla tíð úr Ár-
bænum.
Framtaks- og útsjónarsamur
varstu, hannaðir og smíðaðir
leikföng þegar ekki fékkst
gjaldeyrir fyrir innflutningi á
sjötta áratugnum. Stofnaðir á
þeim tíma leikfangabúð sem
fjölskyldan þín rekur enn og
mun áfram gera. Smíðaðir bíla,
húsgögn og líkön sem enn eru
til. Það mun margt standa eftir
þig til lengri tíma.
Hvíldu í friði, afi minn.
Birgir Kristinsson.
Pétur Filippusson
✝ Ásta Nína Sig-urðardóttir
fæddist í Reykjavík
14. febrúar 1937.
Hún lést á líknar-
deild LSH í Kópa-
vogi 30. ágúst 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Úlfarsdóttir, f.
1908, d. 1992, og
Sigurður Friðrik
Jóhannesson, f.
1898, d. 1980. Hálfsystkin Ástu
samfeðra voru Anna Ósk, f.
1921, d. 2012, Sigurður, f. 1925,
d. 1997, og Unnur, f. 1928. Al-
systkin Ástu voru Bjarnína
Kristrún, f. 1934, d. 1935, og
Bragi Hrafn, f. 1938. Á æsku- og
unglingsárum Ástu bjó fjöl-
skyldan á Hverfisgötu í Reykja-
vík og gekk Ásta í Austurbæj-
arskólann.
Ásta giftist Sigurði G. Theo-
dórssyni, f. 1929, d. 1986, raf-
virkja og verkstjóra árið 1956 og
Margrét Ingólfsdóttir, f. 1983,
gift Jani Borgenström og eiga
þau dæturnar Svövu og Elvu,
Sigrún Thea Ingólfsdóttir, f.
1990, og Sandra Björk Ingólfs-
dóttir, f. 1992. Ellert kvæntist
Díönu Ármannsdóttur árið 1983
og eiga þau synina Arnar Sigurð
Ellertsson, f. 1984, og Birki Frey
Ellertsson, f. 1990. Hlynur
kvæntist Sari Maarit Cedergren
árið 1998 og eiga þau synina Ró-
bert Ristó Hlynsson og Daníel
Hlynsson.
Ásta sótti námskeið í leiðsögn
ferðamanna 1969 og hóf störf
sem leiðsögumaður sumarið
1970. Ásta var einn af stofn-
endum Félags leiðsögumanna
árið 1972. Hún var mjög virk í
félaginu og var m.a. formaður
þess um tíma. Einnig var hún ein
fimm heiðursfélaga félagsins.
Ásta starfaði við leiðsögn
ferðamanna innanlands sem og
fararstjórn íslenskra hópa er-
lendis alla sína starfsævi. Mest
starfaði hún í dagsferðum út frá
Reykjavík fyrir Kynnisferðir.
Ásta var virkur félagi í Rebekku-
stúku nr. 1, Bergþóru IOOF.
Útför Ástu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 9.
september 2013, kl. 13.
hófu þau búskap
sinn á Njálsgötu,
fluttu síðar í Hólm-
garðinn og bjuggu
þar til ársins 1964
þegar þau fluttu á
Háaleitisbraut 51.
Börn þeirra eru
Börkur Helgi Sig-
urðsson, f. 1954,
Ingibjörg Þórdís
Sigurðardóttir, f.
1957, d. 2005, Ellert
Helgi Sigurðsson, f. 1960, Hlyn-
ur Helgi Sigurðsson, f. 1962, og
Auður Herdís Sigurðardóttir, f.
1970. Ingibjörg giftist Ingólfi
Torfasyni árið 1976 og eign-
uðust þau fimm börn. Ingibjörg
og Ingólfur fluttust til Svíþjóðar
1989. Börn þeirra eru Torfi Ing-
ólfsson, f. 1977, í sambúð með
Susönnu Svenningsson og eiga
þau soninn Theo, Ásta Nína Ing-
ólfsdóttir, f. 1978, í sambúð með
Per Anders Pettersson og eiga
þau börnin Milton og Selmu,
Ekki veit sú sem þetta ritar
hversu lengi íslensk ferðaþjón-
usta verður enn að bisa við að
slíta barnsskónum og komast í
það minnsta á gelgjuskeið. Í
umfjöllun um ferðaþjónustu er
viðkvæðið oft að hún sé „ung og
upprennandi grein“ eða að hún
sé „atvinnugrein í örum vexti“.
Núna er talað um nýliða í ferða-
þjónustu sem „gullgrafara“ og
að það ríki „gullgrafaraæði“ og
annað í þeim dúr. Umfjallanir af
þessu tagi hljóma undarlega í
eyrum þeirra sem hafa varið
starfsævinni í að þjóna erlend-
um ferðamönnum og taka þátt í
því að byggja upp stórveldi í
ferðaþjónustu, sem er til fyr-
irmyndar og fremst meðal jafn-
ingja í þau rúmlega 40 ár sem
það hefur verið starfrækt.
Ásta Nína Sigurðardóttir var
einn af fyrstu fastráðnum leið-
sögumönnum Kynnisferða,
ásamt úrvali annarra mann-
kostakvenna og -manna. Þetta
góða fólk lagði sig allt fram um
að þjóna og hafa ofan af fyrir er-
lendum ferðamönnum með
Ásta Nína
Sigurðardóttir
fræðslu um landið, sögum og
umfjöllun um samtímann. Þekk-
ingar um efnið var leitað í bók-
um og á námskeiðum á vegum
Félags leiðsögumanna, en þetta
var fyrir tíma upplýsingamiðla
og internets. Fyrr á þessu ári
lést Kristín S. Njarðvík leiðsögu-
maður, en þær Ásta voru sam-
starfsmenn og miklir mátar öll
árin sem þær unnu saman og
einnig eftir að báðar létu af
störfum. Ásta var greind og fljót
að læra og hún lagði sig fram
um að þjóna farþegum sínum
eftir bestu getu. Hún hafði gam-
an af því að vera í góðra vina
hópi og nutu samstarfsmenn
gestrisni hennar og örlætis
mörgum sinnum. Hún var glað-
vær og góðviljuð og tók að sér
verkefni sem voru utan verk-
sviðs hennar, til dæmis var hún
oft með í ráðum þegar nýjar
ferðir voru prófaðar og línur
lagðar í sambandi við bæklinga
félagsins. Ásta Nína sagði
skemmtilega frá og gat oft séð
spaugilegar hliðar á málum sem
komu upp og hún gerði óspart
grín að sjálfri sér og öðrum.
Hún var líka dugleg og vinnu-
söm, lét vinnuna ganga fyrir
öðru, enda eina fyrirvinna síns
heimilis, en mann sinn missti
hún 1986. Undanfarin ár hafa
heldrikonur úr leiðsögumanna-
stétt hist einu sinni í mánuði yfir
vetrartímann, en hópurinn kallar
sig Perlukonur. Þar var Ásta
fremst í flokki, glöð og glæsileg.
Hún hafði alltaf eitthvað til mál-
anna að leggja og var áhugasöm
um hvernig starfið á gamla
vinnustaðnum gekk og hvernig
gömlu vinnufélagarnir höfðu það.
Nú er hún fallin frá, hún
þurfti að láta í minni pokann
fyrir vágestinum vonda – krabb-
anum – sem heldur áfram að
herja á unga og gamla. Hún
kvartaði aldrei og bar sig alltaf
vel. Samstarfsmenn minnast
Ástu Nínu Sigurðardóttur með
virðingu og væntumþykju. Fjöl-
skyldu hennar eru sendar sam-
úðarkveðjur.
Sigríður Ásta Hallgríms-
dóttir, Kynnisferðum ehf.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ÁSDÍS MAGNÚSDÓTTIR
frá Orustustöðum,
lést hinn 4. september á heimili sínu,
Boðaþingi 5-7, Kópavogi.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 12. september kl. 13.00.
Elsa Guðjónsdóttir, Jóhannes G.M. Vignisson,
Svanhvít Guðjónsdóttir, Einar Ingi Einarsson,
Magúns Guðjónsson, Hulda Ragnheiður Árnadóttir,
Friðgeir Guðjónsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Katrín Guðjónsdóttir, Þorvaldur Gunnlaugsson,
Guðdís Guðjónsdóttir, Gunnar Karl Karlsson.
Ástkær sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og systir,
HRAFNHILDUR ÞURÍÐUR
INGÓLFSDÓTTIR,
Klukkurima 93, Reykjavík,
sem lést mánudaginn 2. september á
líknardeildinni í Kópavogi, verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 11.
september kl. 15.00.
Ásbjörn Sveinbjörnsson,
Sigurður N. Þorleifsson, Hólmfríður Gestsdóttir,
Eva Margrét Sigurðard, Hekla Sóley Sigurðard,
Sóley Njarðvík, Eiríkur Jón,
Ingólfur Njarðvík.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT S. ISAKSEN,
Hrísrima, Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum hinn 20. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram og þakka
aðstandendur veitta samúð.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Margrét Isaksen, Pétur Sverrir Gunnarsson,
Íris Pétursdóttir,
Gunnar Þór Pétursson, Tinna Björk Bryde,
Pétur Már Pétursson, Kolbrún Margrét Finnsdóttir,
og barnabarnabörn.
Fleiri minningargreinar
um Pétur Filipisson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.