Morgunblaðið - 09.09.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.2013, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 9. S E P T E M B E R 2 0 1 3  209. tölublað  101. árgangur  SKÁLD LESA UPP Á FIMM STÖÐUM Í MIÐBORGINNI HÆGI HARÐ- FISKURINN MINNISVARÐI UM ÞRÁ EFTIR FRELSI, SJÁLF- STÆÐI OG LÝÐRÆÐI FLATEYRI 16 MINNINGARSAFN 34BÓKMENNTABORGIN 37 ÁRA STOFNAÐ 1913 Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Fjölmargir lögðu leið sína í fjöruna við Rif á Snæfellsnesi og Bug skammt frá Ólafsvík í gær, þar sem tugir grindhvala strönduðu síðdegis á laugardag, og virtu dýrin fyrir sér. Margir sáu sér leik á borði og náðu sér í kjöt af hvölunum en hval- skurðurinn hófst þegar í stað á laug- ardagskvöldið eftir að hvalina hafði rekið upp á fjörur. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins sýndu fisk- salar á höfuðborgarsvæðinu kjötinu strax áhuga í gær. Einhverjir heimamanna brugðust við beiðninni og átti að senda grindhvalakjötið suður. Að sögn Floru-Josephine Hagen Liste, héraðsdýralæknis í Vestur- umdæmi, gerir Matvælastofnun ekki athugasemd við að almenn- ingur nýti kjötið af hvölunum, svo framarlega sem það sé aðeins nýtt til einkanota en ekki til sölu eða fóð- urs fyrir dýr sem gefa af sér afurðir. Eigi að selja kjötið, þurfi að skera það á viðurkenndum stað. Gagnrýnir aðgerðir Róbert Arnar Stefánsson, líffræð- ingur á Náttúrustofu Vesturlands, gagnrýnir aðgerðir á vettvangi. „Ég held að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt í mörgum atriðum,“ sagði hann í samtali við Morgun- blaðið. Hann telur að dýrin hafi ekki endilega verið dauð þegar hval- skurðurinn hófst á laugardaginn og fagaðili hefði þurft að meta stöðuna. Fisksalar sýndu hvalkjötinu strax áhuga  Aðeins má nota kjöt sem skorið er af dauðum hvölum í fjöru til einkanota Morgunblaðið/Alfons Finnsson Skurður Ólafsvíkingar og nærsveitamenn voru snöggir til eftir hvalrekann og hófu að skera sér kjöt í matinn. Unga kynslóðin fékk að fylgjast með. MFjöldi fólks náði sér í … »4 Mikil ljósadýrð var á himni yfir Reykjanesbæ í gærkvöldi þegar flugeldum var skotið á loft. Þar með lauk bæjarhátíðinni Ljósanótt en vegna illviðris á laugardagskvöld var flugeldasýningu frestað um einn dag. Útitónleik- unum „Fyrsti kossinn - Hljómar í 50 ár“ var einnig frestað en ákveðið hefur verið að þeir fari fram í Andrews Theatre nk. miðvikudagskvöld. Tvennir tónleikar verða, kl. 19 og 21, og frítt verður inn. Ljósadýrð á Ljósanótt Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Gleði Suðurnesjamanna framlengd vegna veðurs Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rætist spár um 15% árlegan vöxt í ferðaþjónustu út þennan áratug mun það hafa mikla efnahagslega þýð- ingu og gera greinina að leiðandi at- vinnuvegi í landinu. Án þessa vaxtar yrðu hagvaxtarhorfur mun lakari. Þetta er mat Ingólfs Bender, for- stöðumanns Greiningar Íslands- banka, sem segir greinina orðna leið- andi grein í sköpun gjaldeyristekna. „Ferðaþjónustan er orðin lykil- grein í íslenska hagkerfinu og sú grein sem leiðir hagvöxt. Við sjáum á nýjum tölum um hagvöxt að ferða- þjónustan knýr áfram vöxtinn. Ef spár um 15% árlegan vöxt ferðaþjón- ustunnar fram til 2020 rætast yrðu það stórtíðindi fyrir íslenskt efna- hagslíf,“ segir Ingólfur. Eins og rakið var í Morgunblaðinu í síðustu viku spáir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar, því að greinin muni vaxa um 15% að jafnaði fram til ársins 2020. Ferðaþjónustan skapaði 238 milljarða í gjaldeyris- tekjur árið 2012 en mun skapa 759 milljarða árið 2020 ef spáin rætist. Þá mun ferðamönnum fjölga úr um 800.000 í ár í um 2,14 milljónir árið 2020, gangi spáin eftir. Hjálpar til við afnám hafta Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri Júpíters rekstrarfélags, segir að- spurður að svo mikil fjölgun ferða- manna muni leiða til styrkingar krónunnar og hjálpa til við að af- nema höftin. „Ef þetta raungerist verður staða krónunnar allt önnur en hún er í dag. Ef svo mikið flæði gjaldeyris verður inn í landið verður Ísland sjálfkrafa dýrara fyrir ferða- menn í gegnum sterkari krónu. Ef ráðist verður í fjárfestingu í innviðum og tækjum til að þjónusta þennan mikla fjölda ferðamanna mun undirbúningurinn fyrir þann vöxt einn og sér skila okkur upp- gangi í þjóðarbúinu, sem ekki hefur verið gert ráð fyrir til þessa.“ „Stórtíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf“  Sérfræðingar telja fyrirhugaðan vöxt í ferðaþjónustu munu hafa mikil áhrif  Allir útgjalda- liðir í fjárfest- ingaáætlun síð- ustu ríkisstjórn- ar eru til endur- skoðunar og kemur til greina að skera niður framlög til þeirra allra. Samkvæmt áætluninni, sem nær til áranna 2013-2015, verða lagðar tæplega 1.500 milljónir króna til Kvikmyndasjóðs til við- bótar við fyrri framlög. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er til skoðunar að skera niður framlag ríkisins til sjóðsins um 40% á næsta ári sem þýddi að viðbótarframlag það ár félli niður. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkið ekki eiga fyrir áætluninni. »4 Fjárfestingaáætlun verður endurskoðuð Guðlaugur Þór Þórðarson  „Tilfinning mín er sú að okkur miði áfram og að okkur sé að takast að binda enda á þrátefli og hefja diplómatískar viðræður. Þótt ég sé bjartsýnn að eðlisfari er ég líka raunsæismaður hvað varðar samn- ingaviðræður um skiptingu makr- íls,“ sagði Herluf Sigvaldsson, for- maður samninganefndar Færeyja í makríldeilunni, um stöðuna eftir fund um deiluna í Reykjavík. Fundað var um helgina og herma heimildir Morgunblaðsins að engin tilboð hafi verið lögð fram og að ekki hafi verið reynt að semja um prósentutölur í skiptingu aflans. Litið hafi verið á fundinn sem undirbúning fyrir næstu fundi. »15 Þrátefli í makríl- deilunni að ljúka Í Reykjavík Fundað í makríldeilunni. Morgunblaðið/Golli Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að mikill vöxtur af ferðaþjónustu myndi breyta miklu. „Við höfum sagt að við núverandi kringumstæður og jafn hægan hag- vöxt sé lítið svigrúm til launabreytinga. Ef við fengjum hins vegar svona kröftugan vöxt í ferðaþjónustu, og væntanlega talsvert mikla fjárfestingu sem henni fylgdi, þá gefur auga leið að það myndi breyta myndinni talsvert hvað varð- aði verðmætasköpun í landinu og þar með svigrúm til launabreytinga,“ segir Þorsteinn ennfremur. Yki svigrúm til launahækkana FRAMKVÆMDASTJÓRI SA METUR ÁHRIFIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.