Morgunblaðið - 09.09.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Opið 8-22
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn-
dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal
að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.
Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.
Helstu námsgreinar:
• Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.
• Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
• Mannleg samskipti.
• Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu
sviðum.
Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir.
Umsögn:
„Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands.
Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið
um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á
landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög
skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald-
snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem
kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir
kennari.
- Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið -
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland.
-Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms.
-Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu
Helstu námsgreinar:
- Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
- Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
- Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
- Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
Umsögn:
Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á
landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman
á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik
og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa,
frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé
nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem
skapaði gott andrú sloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tí a var
mjög vel varið hvort sem maður hyggur á fer aleiðsögn e a ekki.
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8- 2
Magnús Jónsson
fv. veðurstofustjóri
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
Ekki er vitað af hverju hátt í 70
grindhvalir syntu í vöðu inn í höfnina
í Rifi á Snæfellsnesi síðdegis á laug-
ardag. Reynt var að koma hvölunum
út úr höfninni en vegna veðurs gekk
það illa. Marga tugi hvala rak einnig
upp í fjörur í Rifi og við Bug, rétt við
Ólafsvík, og drápust margir þeirra í
fjörunni.
Ýmsar tilgátur hafa verið settar
fram um þessa óvenjulegu hegðun
hvalanna en þó virðist ekki vera hægt
að slá neinu föstu varðandi hana. Að
sögn Jóhanns Sigurjónssonar, for-
stjóra Hafrannsóknastofnunar og
hvalasérfræðings, eru kenningar um
að hvalir nýti meðal annars segulsvið
jarðar til áttunar. „Segulsvið jarðar
er síbreytilegt og það eru tilgátur um
að breytingarnar geti haft áhrif á
dýrin, það er að segja ef þau nota seg-
ulsviðið til áttunar,“ segir Jóhann. Þá
er einnig möguleiki á því að hegðun-
ina megi rekja til veðurfars eða veik-
inda forystuhvalsins.
Gagnrýnir verklag
Róbert Arnar Stefánsson,
líffræðingur á Náttúru-
stofu Vesturlands, gagn-
rýnir aðgerðir á vettvangi
og segir óvíst hvort dýrin
sem skorin voru á
laugardagskvöldinu hafi
verið dauð. Ekki hafi
verið fagaðili á vettvangi
á laugardagskvöld sem
gat metið hvort dýrin
væru dauð. Skýrt er kveðið
á um hvernig aflífa skuli hvali
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Fjármagnsskortur stendur í vegi
fyrir að hægt sé að fara í nauðsyn-
legar framkvæmdir og viðhald á
Innra-Hólmskirkju í Saurbæjar-
prestakalli í Hvalfirði.
Ástand kirkjunnar er talið slæmt
en engin áform eru um fram-
kvæmdir. „Það vilja allir gera eitt-
hvað í þessu máli en það skortir
fjármuni,“ segir Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, formaður sóknar-
nefndar. „Gert var við kirkjuna ár-
ið 1963 en síðan þá hefur lítið verið
gert. Það var gerð úttekt fyrir tíu
árum og þá var rætt um 18 milljóna
króna kostnað en síðan þá hefur
talan hækkað og ástandið versnað.
Sóknargjöldin og þær tekjur sem
kirkjan fær dugar varla fyrir dag-
legum rekstri og minni sóknir og
kirkjur eru að ég held almennt
látnar mæta afgangi.“
„Innra-Hólmskirkja er friðlýst
bygging og heimild er fyrir því í
lögum að láta gera við byggingar á
kostnað eigenda. Ekki hefur reynt
á þá heimild en frekar er sóst eftir
því að ná samkomulagi,“ segir
Magnús Skúlason, formaður Húsa-
friðunarnefndar. „Menn geta feng-
ið styrki til viðgerða sé lögð fram
áætlun. Þessi kirkja er úr timbri og
steypt að utan og það getur aldrei
gengið til lengdar.“
Forn kirkja liggur
undir skemmdum
Lítið verið gert við hana í hálfa öld
Skemmdir Miklar skemmdir eru í
steyptri klæðningu kirkjunnar.
Ljósmyndir/Hilmar Sigvaldason
Forn Einn elsti kirkjustaður landsins en um hann er getið í Landnámu.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Til skoðunar er að skera útgjöld
ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta
ári niður um 40% þannig að þau
fari úr um milljarði í 600 milljónir
króna.
Morgunblaðið hefur þetta eftir
áreiðanlegum heimildum en á fjár-
festingaáætlun síðustu ríkisstjórnar
var gert ráð fyrir 488 milljóna við-
bótarframlagi til sjóðsins 2014. Gilti
áætlunin fyrir árin 2013-2015.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, á sæti í
hagræðingarhópi ríkisstjórnarinn-
ar. Hann segir fjárfestingaáætlun
fyrri ríkisstjórnar í endurskoðun.
Eigi ekki fyrir útgjöldunum
„Ég efast ekki um að ríkisstjórn-
in fari yfir þessi útgjöld eins og
önnur með gagnrýnum hætti. Fjár-
festingaáætlunin bar þess merki að
það var skammt til kosninga og því
miður eigum við ekki fyrir þessum
útgjöldum, heldur eru þau tekin að
láni með ærnum tilkostnaði. Það
þarf ekki aðeins að líta til fjárfest-
inga heldur líka rekstrarkostnað-
ar,“ segir Guðlaugur Þór sem gagn-
rýnir m.a. áform um að ríkið leggi
til samtals um 3,6 milljarða króna
vegna náttúruminjasafns í Perlunni
á næstu 15 árum.
Vigdís Hauksdóttir, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, á sæti
í hagræðingarhópnum. „Ég get
staðfest að við erum að skoða
fjárfestingaáætlunina. Við erum
að skoða alla póstana. Þetta er
jafnframt til skoðunar í fjár-
málaráðuneytinu. Það ligg-
ur allt undir.“
Skorið niður til kvikmynda
Til skoðunar að draga úr framlögum til Kvikmyndasjóðs Fjárfestingaáætlun
síðustu ríkisstjórnar endurskoðuð Þingmaður í hagræðingarhópi segir allt undir
Fleiri verkefni í sigtinu
» Til greina kemur að skera
niður fleiri menningartengd
verkefni í fjárfestingaáætlunni
sem gildir fyrir árin 2013-15.
» Þar er gert ráð fyrir að Kvik-
myndasjóður fái 1.464 milljónir
í viðbótarframlag á tímabilinu
og 2,4 milljarðar eru eyrna-
merktir Húsi íslenskra fræða.
Aftakaveður var á svæðinu á síðdegis á laugardag og fram eftir nóttu.
Þrátt fyrir veðurofsann söfnuðust um 15 manns saman í fjörunni við Rif
um kvöldið og hófust þegar handa við að skera hvalina. „Það var snarvit-
laust veður en við skárum til hálftíu um kvöldið,“ segir Vagn Ingólfsson,
íbúi í Ólafsvík.
Þegar veðrið hafði gengið niður í gærmorgun fjölgaði held-
ur í fjörunni. Margir skáru kjöt af hvölunum og þá fylgdust
einnig fjölmargir með, þar á meðal hópur erlendra ferða-
manna. Þáðu þeir hrátt hvalkjöt og fengu einhverjir að reyna sig
við skurðinn. „Þeir vildu vita af hverju hvalina rak á land en við
gátum ekki gefið þeim neinar skýringar,“ segir Vagn. Aðspurður
segist hann hafa verið fljótur að komast upp á lag með skurðinn
og hann, vinir og vandamenn eigi nóg af kjöti fyrir veturinn.
Skáru kjöt í aftakaveðri
MARGIR DRÓGU BJÖRG Í BÚ ÚR FJÖRUNNI
Vagn Ingólfsson
í aðstæðum sem þessum í verklags-
reglum um aðkomu opinberra aðila
þegar hvali rekur á land. „Eðlileg
öndunartíðni þessara hvala er einn
blástur á mínútu og því getur vel ver-
ið að dýrið sé lifandi þó að það liggi
hreyfingarlaust í fjörunni,“ segir Ró-
bert. „Ég held að verklagsreglum
hafi ekki verið fylgt í mörgum atrið-
um um helgina.“ Bendir hann á að
hugsanlega þurfi að kynna reglur er
varða hvalreka betur en þær séu til
staðar.
Róbert mælir ekki með því að fólk
borði mikið af kjöti af grindhvölum og
segir það sérstaklega hættulegt fyrir
konur á meðgöngu og fólk með undir-
liggjandi sjúkdóma. „Í kjötinu er
nokkuð af þrávirkum, lífrænum
mengunarefnum, skordýraeitri og
fleiri efnum og geta þau valdið fóst-
urskaða og heilsuvandamálum,“ segir
hann. „Ég mæli sterklega gegn því að
þetta sé borðað hrátt,“ segir Róbert
og bætir við að kjötið geti einnig inni-
haldið ýmis sníkjudýr. Róbert segir
einnig óheppilegt að svo fljótt hafi
verið gengið til verks á laugardegin-
um. Hafrannsóknastofnun ber að
koma á vettvang og taka sýni af hvöl-
um sem rekur á land með þessum
hætti en í gær var búið að skera kjöt-
ið af flestum hvölunum og þá hafi
einnig verið búið að urða mörg hræ
og einhverjum hafi skolað út á flóði.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Hvalreki Íbúar á Snæfellsnesi nýttu sér fljótt hvalrekann og hófu að skera kjötið í fjörunni í gær.
Fjöldi fólks náði sér í
kjöt af grindhvölum
Ekki vitað af hverju hátt í 70 hvalir syntu inn í höfnina
Skannaðu kóðann
til að sjá frétt og
myndskeið af hval-
skurðinum.
Spurður hvaða áhrif það hefði á
innlenda kvikmyndagerð, að
skera niður framlög til Kvik-
myndasjóðs um 40%, segir
Hilmar Sigurðsson, formaður
Sambands íslenskra kvik-
myndaframleiðenda, SÍK,
að ráðist yrði í gerð færri
íslenskra kvikmynda en
ella. Það sama muni ger-
ast og 2010 þegar fram-
lögin voru skorin úr 700
niður í 450
milljónir
króna.
Færri myndir
yrðu gerðar
MAT FORMANNS SÍK
Hilmar Sigurðsson