Morgunblaðið - 09.09.2013, Side 24

Morgunblaðið - 09.09.2013, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013 Síðasta greinin mín sem ber heitið Hversu örugg erum við í brengluðu samhengi við sannleikann? birt- ist í Morgunblaðinu 29. ágúst sl. hristi upp í nokkrum sem tengj- ast viðfangsefninu ekki á nokkurn hátt. Einn bráðskemmti- legur hélt til dæmis að ég væri að skrifa um matvælageir- ann og vildi vara mig við að líkja honum við svona forneskjuleg vinnubrögð og spillingu. Ég mætti alveg eins búast við því að ferða- þjónustan, bændur og mat- reiðslumenn brygðust hart við og ég yrði útskúfaður úr matvælageir- anum. Ég vil því benda fólki sem hefur áhuga á að lesa greinina aftur að ég var að skrifa um heilbrigð- iskerfið. Landlæknir var þar í gervi landskokksins. Í greininni er ég sem sagt að gagnrýna eftirlit landlæknis með heilbrigðisstarfsmönnum. Forn- eskjuleg vinnubrögð og viðhorf inn- an stjórnsýslunnar gagnvart þess- um málum koma öllum illa þegar upp er staðið. Það er almennt vitað að mistök verða alltaf til á vinnu- stöðum lækna sem annarra. Það er einnig almennt viðurkennt að van- ræksla og slæm hegðun lækna er allt annað en mistök og þarfnast því annarrar meðhöndlunar. Þetta tvennt er vandamál sem ekki má ræða af því að umræðunni er stjórn- að af meðvirkum embættismönnum á villigötum. Landlæknir er læknir, forstjórar eru læknar, skrif- stofustjórar ráðuneytisins eru læknar eða giftir læknum. Ráðu- neytisstjórinn er fyrrverandi stjórn- andi á LSH og jafnvel finnast lög- fræðingar sem koma að þessum málum sem eru giftir læknum og/ eða tengjast þeim öðrum böndum. Vensla- og hagsmunatengslin innan embætta sem og milli embætta, sjúkrastofnana jafnt sem trygginga- félaga liggja flest undir yfirborðinu. Meðan ekki er klippt á þessi tengsl skiptir engu máli hvort nýr spítali verður byggður eða læknar fá hærri laun. Með öðrum orðum; öryggi sjúklinga vex ekki í hlutfalli við launakjör lækna eða í takt við glæsihýsi jafn- vel þótt nýjasta og besta tæknin væri upp- færð daglega. Meðan læknum er uppálagt að afneita mistökum og fá í leiðinni þau skilaboð að öllu misjöfnu verði stungið undir stól landlæknis þá hættir vinnan þeirra að skipta máli þar sem ábyrgðin er engin. Læknar vinna mikilvæg þjónustustörf og vilja flestir axla sína ábyrgð þegar þeim verður á í störfum sínum rétt eins og aðrir. Orðræðan þarf því að snú- ast um að mistök eru slys sem eng- inn sá fyrir og því engum beint að kenna. Slíkt viðhorf eykur öryggi sjúklinga og starfsmanna miklu meira en nokkuð annað og tryggir að viðkomandi sjúklingur þurfi t.d. ekki að eyða dýrmætum tíma sínum í að fá mistökin viðurkennd til að fá áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Varðandi vanrækslu og ótilhlýðilega hegðun heilbrigðisstarfsmanna við sjúklinga/aðstandendur, sem enginn vill ræða að geti átt sér stað, verður að taka sérstaklega á því og það strax. Það mun skila sér fljótt og vel í betri þjónustu. Ég vona innilega að nýr heilbrigð- isráðherra komi auga á þetta óör- yggi sjúklinga og taki á málinu með ábyrgum hætti með hagsmuni al- mennings í huga en ekki þeirra hagsmunahópa/einstaklinga innan kerfisins sem dafna og vaxa í skjóli þöggunar í dag. Það vilja allir öruggt og gott heil- brigðiskerfi. Það er spurning hvar á að stinga á kýlið til að slíkt verði. Ástunga og aftöppun ætti að taka nokkrar vikur en ekki um tíu ár eins og einn stjórnandi LSH lét hafa eft- ir sér. Málið er að fylgja lögum og reglum en ekki að stofna sér- fræðinefnd sem engu skilar eða búa til handbækur og vinnureglur sem engin krafa er um að lesa eða fara eftir. Þegar kýlið er farið er eðlilegt framhald að stjórnendum og lækn- um sé skylt að viðurkenna mistök og horfa á þau svipað og gert er gagn- vart umferðaróhöppum. Við- urkenna, útskýra, biðjast afsökunar, axla ábyrgð eða bæta fyrir en ekki síður og það sem er mikilvægast; læra af og þroskast til að þjónustan og samskipti við sjúklinga verði betri. Þannig viðhorf og vinnubrögð veita sjúklingum sem læknum meira öryggi og traust en steinsteypa eða flottir tilgangslausir titlar embættis- manna og annarra starfsmanna stjórnsýslunnar og LSH sem berj- ast fyrir hinu gagnstæða. Ég átta mig á því að stjórnsýsla heilbrigðismála er peningasuga sem snýst um að viðhalda sjálfri sér. Það má spara stórar upphæðir með því að taka almennilega til í umræddum embættum. Burt með vensla- og hagsmunatengslin! Ég veit samt að það mun ekkert breytast í þessum málum nema almenningur fari að gera kröfur til alþingismanna sem og forstöðumanna ríkisstofnana. Ég hvet sjúklinga og aðstandendur þeirra til að skrifa greinar í blöð eða senda pósta á ráðamenn. Innihaldið þarf að fjalla meira um reynslu þess af stjórnsýslunni eða viðbrögðum kerfisins eftir að mistökin eða van- rækslan uppgötvast. Það er mun áhrifaríkara til breytinga en fjöldinn allur af ólíkum sjúkrasögum eða sjúkdómseinkennum sem nær eng- inn alþingismaður skilur eða nennir að setja sig inn í. Það sem þessir ráðamenn þurfa að sjá er að það skiptir engu máli hver á í hlut. Það fá allir jafn slæma þjónustu og huns- un sama hvert tilefni kvörtunar er upphaflega. Þeir þurfa að sjá að kerfið virkar ekki fyrir almenning. Hversu örugg erum við? Taka tvö Eftir Hallgrím Georgsson Hallgrímur Georgsson » Það er stundum auð- veldara að setja margflækt mál eins og heilbrigðismál og stjórnsýslu í annað sam- hengi til að skilja betur. Höfundur er kokkur. Í frétt í Frétta- blaðinu 7. desember 2011 segir frá því að eitt af hverjum þrem- ur börnum í Bretlandi eigi ekki bækur, engar bækur! Um fjórar milljónir barna í því landi á aldrinum 11 til 16 ára eiga ekki bók. Þetta eru niðurstöður nýrrar umfangsmik- illar könnunar á veg- um National Literacy Trust. Árið 2005 var eitt af hverjum 10 börnum án bóka! Niðurstöður könnunar- innar sýna jafnframt að lestur á netinu hefur ekki aukist. Börnin horfa í staðinn á kvikmyndir og myndir. Könnunin tók til 18 þúsund barna. Af þeim kváðust 19 prósent aldrei hafa fengið bók að gjöf og 12 prósent höfðu aldrei komið í bóka- búð. Stelpur reyndust eiga fleiri bækur en strákar. (ibs). Þessi frétt birtist svo í fjölmiðlum föstudaginn 23. ágúst 2013: „Niðurstaða lesskimunar meðal nemenda í öðrum bekk grunnskóla Reykjavíkur síðasta vor var sú lak- asta frá árinu 2005. Niðurstöðurnar sýna að einungis 63 prósent sjö ára barna gátu lesið sér til gagns. Árið áður var hlut- fallið 69 prósent og hafði þróunin heldur verið upp á við. Lökust var niðurstaðan 2005 að afloknu kenn- araverkfalli, þegar 60 prósent gátu lesið sér til gagns.“ Þetta eru ef til vill ekki fréttir fyrir okkur bókasafnsfólk – við höf- um fylgst með þessari óheillaþróun nokkur undanfarin ár. Nú hefur byrjað umræða hér á landi um minnkandi læsi meðal ungs fólks og slakan lesskilning barna. Skyldi nokkurn undra? Í umræðum í fjöl- miðlum síðustu misserin hefur verið fjallað um ábyrgð foreldra og skóla- fólks en ekki er minnst á skólasöfn- in né heldur almenningsbókasöfnin. Þau gegna vissulega lykilhlutverki, eða þau gætu gert það væri þeim gert hærra undir höfði. Um tíma voru skólasöfn nánast á útleið úr skólunum, ákvæði um þau var num- ið á brott úr lögum um skóla og víða er pottur brotinn i starfsmannahaldi þeirra. Sums staðar eru gang- averðir settir í það að „lána út bæk- ur“ á skólasafninu. Eins og það væri aðalatriðið, að lána út bækur! Starfsfólk í bókasöfnum gerir svo miklu meira en það. Lykilatriði í skólasafni er starfsfólkið, þar er nauðsynlegt að hafa bókasafns- og upplýsingafræðinga sem geta sinnt starfi sínu í að örva lestur, hvetja til gagnrýninnar hugsunar og gera börnum og unglingum létt með að lesa sér til yndis, þroska og fræðslu. Yndislestur er ekki síst mikilvægur. Barn sem ekki nær að ánetjast yndislestri er illa á vegi statt í „upp- lýsingaþjóðfélagi“ nú- tímans. Hvernig væri nú að sett yrði á laggirnar Þjóðar-læsis- stofnun hér á landi, sem ynni að framgangi bókarinnar og læsis með- al þegnanna? Sameina mætti krafta ýmissa samtaka og stofnana sem fyrir eru undir merkjum þessarar mikilvægu stofnunar sem, líkt og áður nefnt National Literacy Trust í Bretlandi myndi rannsaka þessa óheillaþróun, kanna hana og gera tillögur til úrbóta. En fyrst og síðast er mikilvægt að ráðamenn þessarar „bóka- og /eða bókmenntaþjóðar“ Íslendinga á landsvísu geri sér loksins fulla grein fyrir því að forsenda læsis er greið- ur aðgangur allra að góðum bóka- kosti! Hvort sem er í heimilis-, skóla- eða almenningsbókasafni. Það verður að efla söfnin til muna, fjölga útibúum í þéttbýli og tryggja dreifbýlinu jafnan aðgang að safn- kosti og þjónustu safna, upplýs- ingaþjónustu eins og hún gerist best. Til þessa þarf sérhannaðar byggingar, menntað starfsfólk og peninga til að kaupa inn efni. Enn er í fullu gildi máltækið blindur er bóklaus maður – bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Sjáum til þess að allir þegnar Ís- lands hafi bækur við höndina! Gef- um bækur í jólagjöf og afmælisgjöf og byggjum upp mesta og besta bókasafnakerfi heimsins í landi bók- anna og bókmenntanna, í landi Snorra, Laxness og Vilborgar! Hér er auðvitað átt við allar gerð- ir bóka, á pappír, plasti og stafræn- ar bækur (rafbækur). Í tilefni af Bókasafnadeginum 2013. Allir dagar eru bókasafns- dagar. Ekki bót (les: bók!) fyrir rassinn á sér? Um mikilvægi læsis Eftir Hrafn Andrés Harðarson »Niðurstöður könnun- arinnar sýna jafn- framt að lestur á netinu hefur ekki aukist. Hrafn Andrés Harðarson Höfundur er upplýsingafræðingur, bæjarbókavörður í Kópavogi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.