Morgunblaðið - 09.09.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013 Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is Reykjavík Skútuvogur 1 Sími 562 4011 Akureyri Draupnisgata 2 Sími 460 0800 Gorenje frystiskápur Áður 179.900 kr. Hausttilboð 129.900 kr. Gorenje frystiskápur F6151AW • Nýtanlegt rými frystihólfs 206 lítrar • Frystigeta 18kg/dag Hljóðstyrkur 40 dB • Orkunýtni A+ • Breidd 60 cm, hæð 145 cm, dýpt 64 cm • 6 skúffur • 5 ára ábyrgð PI PA R\ TB W A · SÍ A · 13 23 6 6 Þú sparar 50.000 kr. Matsveppurinn ullblekill vex bíða á láglendi hér á landi en hann er nokkuð áberandi vegna hæðar sinnar og litar. Að sögn Guðríðar Gyðu Eyjólfs- dóttur, sveppafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, er sveppurinn þekktur fyrir að aldinin vaxa stundum í gegnum bundið slitlag og lyfta upp malbiki þar sem hann vex meðfram vegum. Aldinin eru oft í þyrpingum, en þó ekki alltaf jafn þétt og þessir ullbleklar sem urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins sem átti leið um Seltjarnarnes um helgina. Ullblekill á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Ómar Matsveppina er víða að finna þessa dagana „Ég tel að allt sem leggur stein í götu upplýsingamiðlunar sé af hinu vonda og þessar breytingar séu skref til baka,“ segir Hjálmar Jóns- son, formaður Blaðamannafélags Ís- lands, um breytingar sem koma fram í nýjum reglum dómstól- aráðs sem áttu að taka gildi hinn 1. september sl. Morgunblaðið fjallaði um breyt- ingarnar síðast- liðinn föstudag en samkvæmt nýju reglunum verða færri dóm- ar birtir. Dómar í einkamálum verða ekki birtir þar sem ekki er haldið uppi vörnum og í nýju reglunum er tekið fram að ekki skuli birta dóms- úrlausnir ef mál varða lög um barna- vernd, hjúskaparmál eða barnalög. Þá verða nöfn annarra en ákærðu í sakamálum ekki birt, s.s. þeirra sem kærðu eða báru vitni í málinu. Að beiðni Héraðsdóms Reykjavíkur var ákveðið að fresta gildistöku laganna til 1. janúar 2014. „Eitt af lykilatriðum í lýðræðis- samfélagi er að dómþing séu fyrir opnum tjöldum,“ segir Hjálmar. „Það þýðir að upplýsingamiðlun frá þeim sé án hindrana og rök þurfi fyrir því að nöfn séu ekki birt.“ Hann segir að skoða þurfi hvert mál fyrir sig þegar kemur að því að birta ekki nöfnin. „Ég held að fjölmiðlum sé treyst- andi fyrir því að birta þetta af smekkvísi og það sé eðlilegra að það sé lagt á herðar fjölmiðla að fjalla um þessi mál en yfirvald setji reglur um málið,“ segir Hjálmar. Réttur fjölmiðla verði óskertur Aðspurður segir hann að forsvars- menn Blaðamannafélags Íslandi muni fylgjast grannt með stöðu mála. „Við munum standa af fremsta megni vörð um rétt fjölmiðla um að birta almenningi upplýsingar sem skipta máli,“ segir Hjálmar. „Við fylgjumst með þessu máli og reyn- um að hafa áhrif á þetta, að réttur fjölmiðla verði ekki skertur.“ Ekki náðist í Jónas Þór Guð- mundsson, formann Lögmanna- félags Íslands, við vinnslu fréttar- innar í gær. larahalla@mbl.is „Leggja stein í götu upplýsinga- miðlunar“  Formaður Blaðamannafélags Íslands gagnrýnir nýjar reglur dómstólaráðs Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.