Morgunblaðið - 09.09.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.2013, Blaðsíða 23
Lausaganga norskra eldislaxa úr sjókvíaeldi við Ísland Aldrei verður sátt um að norskur lax verði alinn í sjókvíum við Ís- land. Þegar norski laxa- stofninn var fluttur til landsins fyrir ald- arfjórðungi risu deilur um þá framkvæmd. Það var niðurstaða stjórn- valda á þeim tíma að meðferð norska laxa- stofnsins sætti þeim takmörkunum að hann mætti hvorki nota í hafbeit né ala í sjókvíum yrði innflutningur hans heimilaður. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þau fyrirheit sem gefin voru löngu gleymd eða svikin og tugþúsundir norskra laxa eru notaðar í eldi í lítt traustum sjókvíum við Ísland. Innlendir dýrastofnar verndaðir gegn blöndun Það sjónarmið nýtur almennt við- urkenningar meðal landsmanna að vernda skulu innlenda dýrastofna gegn erfðamengun erlendra stofna. Við bönnum innflutning hesta vegna sérstöðu íslenska hestastofnsins. Þá hafa áhugamenn um innflutning á er- lendu kúakyni ekki haft erindi sem erfiði. Rökin eru ætíð þau sömu: Stöndum vörð um sérstöðu ís- lenskra dýrastofna. Skyldi stjórnvöldum finnast íslenski laxinn eitthvað ómerkilegri en aðrir innlendir dýra- stofnar sem varðveist hafa frá upphafi vega? Gerðar hafa verið til- raunir til innflutnings á erlendu sauðfjárkyni með óafturkræfum um- hverfisáhrifum á ís- lensku sauðkindina. Þá má einnig minna á að innflutningur minka á sín- um tíma byggðist nánast á sömu rök- um og fiskeldismenn halda á lofti. Fullyrt var að búrdýrin kæmust ekki af í náttúrunni og þau kynnu ekki að fjölga sér eins og villt dýr. Nýlegar rannsóknir á genamengi laxa hafa leitt í ljós að íslenskir laxastofnar eru frábrugðnir og fjarskyldir norskum laxastofnum. Norskur lax er ekki það sama og íslenskur. Eldi á norskum laxi í sjó við Ísland er því falinn eldur. Ástand íslenskra laxastofna er nú með besta móti. Hættan við erfða- mengun af völdum norskra stroku- laxa úr sjókvíum er yfirvofandi. Allt mun það gerast án þess að augað nemi þangað til að skaðinn er skeður. Ábyrgðarlaus eldisfyrirtæki Verði fiskeldisfyrirtækin uppvís að því að starfsemi þeirra veldur um- hverfisspjöllum á íslenskum laxa- stofnum þýðir lítið að sækja þau til ábyrgðar. Við leyfisveitingar liggur fyrir sú vitneskja að einn lax sleppur fyrir hvert tonn sem alið er. Ef öll umbeðin leyfi verða veitt liggur því fyrir að tugþúsundir norskra stroku- laxa verða frjálsar við Íslands- strendur. Eitthvað af þessum löxum mun lifa til að verða kynþroska og leita í árnar til hrygningar. Það mun gerast þrátt fyrir fullyrðingar fisk- eldismanna um hið gangstæða. Fyr- irtækin sjálf kaupa ekki tryggingar gegn umhverfisskaða vegna mögu- legrar erfðamengunar af þeirra völd- um. Því hljótum við að spyrja nú þeg- ar háværar kröfur eru um að slaka á leyfisveitingarferli til þessarar starf- semi. Hver ætlar að axla umhverfis- og fjárhagslega ábyrgð á þessu „æv- intýri“? Er ríkisvaldið tilbúið að gefa út yfirlýsingu um ótakmarkaða ábyrgð á afleiðingum þessarar starf- semi? Nýlegar fréttir af hruni á verð- mæti laxveiðihlunninda í Skotlandi vegna áhrifa laxeldis þar gefa fullt til- efni til að krefja ríkisvaldið svara við þessari spurningu. Krafa um laxheldan útbúnað Eins og fyrr er getið var það nið- urstaðan 1988 að norskan lax skyldi ekki ala í sjókvíum. Hættan af erfða- mengun íslenskra stofna var lögð því til grundvallar. Það er lágmarkskrafa nú eins og þá að eldi á norskum laxi fari aðeins fram í laxheldum búnaði. Gildir þá einu hvort eldið fer fram í sjó eða á landi. Í Noregi er verið að þróa eldisbúnað í sjó þar sem laxinn er alinn í traustum umbúnaði í stað netpoka. Með þessum hætti er tryggt að laxinn sleppur ekki og jafnframt er úrgangi frá eldinu safnað saman og eytt. Er það í samræmi við al- mennar reglur t.d. í landbúnaði. Það er fráleitt að á meðan gerðar eru strangar kröfur á Íslandi um meðferð úrgangs frá atvinnustarfsemi þá sé hafið viðtakandinn á gríðarlegu magni af ómeðhöndluðum úrgangi frá sjókvíaeldinu. 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun hefur nú til með- ferðar í annað sinn hvort und- anþiggja skuli 10.000 tonna eldi á norskum laxi í Ísafjarðardjúpi um- hverfismati. Fyrri ákvörðun stofn- unarinnar var felld úr gildi við kæru- meðferð fyrir úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál. Ann- markar voru á meðferð Skipulags- stofnunar við meðferð málsins. Stofn- unin lagði til í ákvörðun sinni mótvægisaðgerðir vegna strokulaxa úr eldinu ásamt því leggja skort á upplýsingum um umhverfisáhrif þeirra til grundvallar því að und- anþiggja eldið umhverfimati. Úr- skurðarnefndin komst að þeirri nið- urstöðu að það væri ekki verkefni stofnunarinnar að kveða á um mót- vægisaðgerðir við matsákvörðun, til- mælin væru án lagastoðar og að engu hafandi. Aðeins verði mælt fyrir um mótvægisaðgerðir í umhverfismati. Skipulagsstofnun hefur því við- urkennt að þörf er á mótvæg- isaðgerðum vegna laxeldis í Ísafjarð- ardjúpi. Af því leiðir að framkvæmdin er matsskyld. Eftir Óðin Sigþórsson » Það er lágmarks- krafa nú eins og þá að eldi á norskum laxi fari aðeins fram í lax- heldum búnaði. Óðinn Sigþórsson Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga. 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013 Tvíburar Gestir Sægreifans við höfnina í Reykjavík gætu átt eftir að velkjast í vafa um hvor væri af holdi og blóði og hvor ekki, af þessum tvíburum sem hér sjást saman, en í gær var afhjúpuð eft- irmynd Kjartans Halldórssonar, stofnanda veitingahússins. Ernst J. Backman, skapari Sögusafnsins í Perlunni, sá um að „klóna“ greifann í fullri líkamsstærð. Kjartan tók vel á móti tvífaranum. Golli Um áratuga skeið hafa Íslendingar sinnt flugleiðsögn á Norður- Atlantshafi. Sú þjón- usta verður stöðugt umsvifameiri en ís- lenska flugstjórn- arsvæðið er 5,4 millj- ónir ferkílómetra að stærð og eitt það stærsta í heimi. Á síð- asta ári fóru 108 þús- und flugvélar um svæðið. Gjaldeyr- istekjur af þjónustunni nema nú rúmum þremur milljörðum króna á ári og hundrað manns hafa vel laun- aða atvinnu af henni hér á landi. Þessi störf og þessar tekjur eru nú í alvarlegu uppnámi vegna þeirr- ar ósveigjanlegu stefnu borgaryf- irvalda að leggja niður Reykjavík- urflugvöll á næstu árum og reisa blokkabyggð í Vatnsmýrinni. ISAVIA, sem sér um fyrrnefnda flugleiðsögu, getur ekki sinnt henni í náinni framtíð, nema stofnunin hafi tök á því að bæta við starfsemina tölvubúnaði og tækjum vegna sívaxandi flug- umferðar og fyllri ör- yggiskrafna. ISAVIA eða Graema Massie? Alþjóðaflug- málastofnunin hefur nú farið fram á aukinn tækjabúnað fyrir þjón- ustuna, en þeirri kröfu verður ekki sinnt nema ráðist verði fyrst í stækkun á því húnsæði ISAVIA sem hýsir starfsemina við Reykjavíkurflugvöll. Þar standa borgaryfirvöld hins vegar í veginum því slík stækkun myndi raska fyrir- huguðu skipulagi í Vatnsmýrinni, samkvæmt hugmyndum skosku arkitektanna, Graeme Massie Architects. Þær skipulags- hugmyndir Skotanna hafa þó enn ekki verið samþykktar sem hluti deili- eða aðalskipulags. Flutningur ekki inni í myndinni Rétt er að hafa í huga að ekki er hægt að flytja starfsemi ISAVIA úr núverandi húsnæði nema með ærn- um tilkostnaði. Aldrei má gera hlé á, né raska á annan hátt þjónustunni, sem er sífelld og stöðug allan sólar- hringinn, alla daga ársins. Flutn- ingur á starfseminni, þó ekki væri nema yfir í næsta hús, myndi hafa í för með sér tvöfaldan tækja- og tölvubúnað sem þyrfti að starfrækja samtímis, mánuðum saman. Kostn- aður við slíkar ráðstafanir er áætl- aður um 15 milljarðar króna. Al- þjóðaflugmálastofnunin mun að öllum líkindum ekki leggja í slíkan kostnað, nema færa þá jafnframt þjónustuna úr landi, til Skotlands eða Kanada, enda hefur slíkt þrá- faldlega komið til tals að und- anförnu. Borgaryfirvöld hafa í hótunum Stækkunin á húsnæði ISAVIA hefur fyrir löngu verið teiknuð, en skipulagsyfirvöld Reykjavík- urborgar hafa nú hundsað beiðni um byggingarleyfi í meira en eitt og hálft ár, þrátt fyrir margítrekaða málaleitan ISAVIA. Ef bygging- arleyfið fæst ekki nú innan örfárra vikna er fyrirsjánlegt að Alþjóða- flugmálastofnunin flytji starfsemina úr landi. Þetta hefur borgaryfir- völdum verið fullkunnugt um. Þegar arkitektinn að stækkuninni og forráðamenn ISAVIA gerðu skipulagsyfirvöldum það ljóst að frestur ISAVIA til að stækka við sig og auka tækjabúnaðinn væri að renna út ákvað skipulagsráð borg- arinnar loksins að setja stækkunina í auglýsingu, nú í sumar. Af því til- efni sáu fulltrúar borgarstjórn- armeirihlutans í skipulagsráði ástæðu til að bóka, að slík auglýsing af hálfu ráðsins yrði háð því skilyrði að ríki og flugmálayfirvöld stað- festu, að NA-SV-braut Reykjavíkur- flugvallar yrði lögð af innan þriggja ára. Með þessari bókun er haft í eftir- farandi hótunum: Ef þið ekki sam- þykkið að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður mun samfélagið verða af hundrað vel launuðum störfum og þriggja milljarða gjald- eyristekjum á ári. Lifandi borg – LEGO-kubbar? Reykjavíkurborg er ekki LEGO- kubbar. Hún er rammi um grósku- mikið mannlíf lifandi einstaklinga. Skipulag hennar á ekki að snúast um upphafna og fagurfræðilega sér- visku borgaryfirvalda. Það á sam- kvæmt eðli sínu að snúast um sam- vinnu, samhæfingu og tillitssemi gagnvart margbreytileika mannlífs- ins – gagnvart ólíkum einstakling- um, fyrirtækjum og stofnunum, og gagnvart mismunandi þörfum, hags- munum og hugmyndum. Þetta er borgaryfirvöldum ekki ljóst, sem standa nú í hatrömmu stríði við samfélag sitt. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Flutningur á starf- seminni, þó ekki væri nema yfir í næsta hús, myndi hafa í för með sér tvöfaldan tækja- og tölvubúnað sem þyrfti að starfrækja samtímis, mánuðum saman. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi. Flugleiðsögn Íslendinga á Norður-Atlantshafi í uppnámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.