Morgunblaðið - 09.09.2013, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur víðfeðmar hugmyndir um
hvernig þú getur bætt umhverfi þitt. Ekki
treysta aðstöðu þar sem peningarnir skipta
meira máli en vinnan.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur byrinn með þér til að klára
þau verkefni sem setið hafa á hakanum.
Hlustaðu vel því að öðrum kosti áttu á hættu
að missa hluti frá þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú nýtur svo mikillar velgengni í
fjármálunum þessa dagana að þú átt erfitt
með að treysta því að hún sé varanleg. Vertu
ekki ósanngjarn. Varastu bara að tefla of
djarft.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það hefur ekkert upp á sig að fresta
málum sem verður að vinna. Það er ekki allt-
af rétta ráðið að grípa inn í líf annarra þótt
aðstæður séu til þess. Haltu bara ró þinni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Hafðu
samt allan vara á þér og ljóstraðu engu upp
við fyrstu kynni. Ræddu málin við félaga þinn
þótt það sé ekki sársaukalaust.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þurfirðu að gera eitthvað sem er þér á
móti skapi skaltu lofa þér því að það verður í
síðasta sinn. Farðu strax í frí.
23. sept. - 22. okt.
Vog Leitin að vellíðan er eilíf og maður þarf
að æfa sig. Ekki vera of fljót/ur að afskrifa
hlutina. Leitið ráða til þess að verja ykkur og
sinnið aðeins því sem hugur ykkar stendur
til.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ættir að gera þér glaðan dag
með einhverju móti, svona bara til þess að
vera góður við sjálfan þig. Stórhuga ráða-
gerðir krefjast athygli þinnar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú færð tækifæri til að aðstoða
einhvern í fjölskyldu þinni. Treystu gróða-
vænlegum hugmyndum sem þú færð í dag,
þær gætu borgað sig. Gættu þess þó að
brenna ekki allar brýr að baki þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Stundum finnst þér að ef þú ferð
út fyrir þinn nánasta vinahóp til að biðja um
ráð, sértu að svíkja vinina. Kannski finnst þér
sem einhver leyni þig einhverju.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú elskar fólk og fólk bregst vel
við þeirri afslöppuðu athygli sem þú veitir
því. Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Taktu með þér heilsusnakk og forð-
astu skyndibitastaði til þess að halda orku-
flæðinu jöfnu. Reyndu að halda aftur af þér.
Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum uppi á Barónsstíg við
Landspítalann þar sem hann virti
fyrir sér sjúkraflugvél í aðflugi.
„Það er ómetanlegt að hafa spítal-
ann svona nálægt flugvellinum.
Þeir eru að nálgast 70 þúsund sem
hafa skrifað undir stuðning við
flugvöllinn,“ sagði hann. „En það
skilja ekki allir,“ bætti hann við og
gerði sig „gnarralegan“ í framan:
Brúnum lyftir, öxlum ypptir,
allir þekkja hann og kenna:
„Engu skipta undirskriftir
utanbæjar manna og kvenna!“
Sigrún Haraldsdóttir yrkir:
Í borgarstjórn allt er í bullandi plús,
þar búum við marga Gnarra
sem reistu við götuna Hofsvalla-hús
um heimilislausa starra.
Ármann Þorgrímsson um „fugla-
hús við Hofsvallagötu“:
Vesalinga sorg og sút
sefar skrautleg flóra
þarna verður ungað út
eggjum borgarstjóra.
Þetta þóttu karlinum á Lauga-
veginum tíðindi svo að hann
skrapp vestur á Mela:
Í kvöld er sól var sest í Vesturbænum
við skrýtna fugla varð ég varr
þeir vögguðu og sögðu: „gnarr, gnarr,
gnarr!“
Páll Jónasson í Hlíð yrkir um
steinklöppuna:
Klappstýru þessa ég þekki
(þó að hún klappi mér ekki).
Á kvöldin í leyni
klappar hún Steini,
ég fæ ekki „kökk heldur kekki“.
Upp úr hádegi 4. september
skrifar Hjálmar Freysteinsson:
Obama hefur erfitt starf
ýmislegt sem þarf að laga.
Sífellt ráð hann sækja þarf
til Sigmundar og Gunnars Braga.
Og fyrir kvöldmat bætti Davíð
Hjálmar Haraldsson við:
Þeir sátu í Svíþjóð að snæðingi
(saltkjöt af þarlendum gæðingi)
og Óbami sagði
við Simba er þagði:
„Mér finnst hann betri með bræðingi.“
Ármann Þorgrímsson næsta
dag:
Illa ræður Obama
við Austurlanda stríðin
er nú dauður Osama
en alltaf versnar tíðin.
Halldór Blöndal.
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af sjúkraflugi, fuglinum
starra og Bandaríkjaforseta
Í klípu
NÝÁRSHEITIÐ HANS BIBBA VAR AÐ
PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT OG TAKA
ÁHÆTTU - BEST AÐ BYRJA Á MORGUN.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ERTU AFTUR HÆTTUR AÐ REYKJA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...að taka ekki það sem
er úti með þér inn.
ÞEF
ÞEF
SKRÍTIÐ! ÞAÐ ERGÓÐ
LYKT ÚT
ÚR ODDA
BLANDA AF TANN-
KREMI OG RAK-
SPÍRA HEFUR
ÞAU ÁHRIF
HELGA, ÉG ER
FARINN
Í VINNUNA!
BÍDDU, ÞÚ GLEYMDIR
SVOLITLU!
FRÁBÆRT, ÞÚ HEFUR
SMURT NESTI.
SATT BEST AÐ SEGJA ÞÆTTI
MÉR BARA FÍNT EF ÞÚ FÆRIR
STUNDUM ÚT Í HÁDEGINU.
Síðsumarblíðan leikur nú viðlandsmenn eftir hreint ömurlegt
rigningarsumar. Víkverji getur þó
varla kvartað enda er hann ekki
mikill sólardýrkandi. Það kom þó
fyrir í verstu lægðunum að D-
vítamínskorturinn varð aðkallandi
og íhugaði hann því á tímabili að
kasta frá sér öllum grundvallar-
prinsíppum sínum og fara til Beni-
dorm. Af því varð þó ekki, þó að síð-
ustu fregnir beri með sér að hann
hefði verið í hópi með góðum
mönnum.
x x x
Fyrir Víkverja dagsins skiptirsumarblíðan nú þó meira máli af
öðrum ástæðum. Hann er nefnilega
forfallinn KR-ingur og nú þegar hef-
ur þurft að fresta tveimur leikjum
liðsins. Síðasta törnin í Íslands-
mótinu verður því strembin fyrir
KR-ingana, og því má varla við því
að fresta leikjum frekar vegna veð-
urs. Hvað ætti þá að gera? Spila
leikina í október? Eina bótin í máli
er að hugsanlega munu frestuðu
leikirnir ekki skipta eins miklu máli
og ef þeir hefðu gert þegar þeir voru
settir fyrst á.
x x x
Fyrir KR-hjartað skiptir líka máliað veðrið verði gott í september.
Hjátrúarfullur Víkverji hefur nefni-
lega sannfærst um það af langri
reynslu að vera hans á vellinum geti
skipt sköpum fyrir gengi liðsins inni
á velli. Ekki nóg með það, heldur
verður hann að geta staðsett sig nær
því marki sem KR sækir á hverju
sinni. Vissir staðir á KR-vellinum
eru því helgir fyrir Víkverja og má
hann hundur heita ef hann fer ekki á
þá staði.
x x x
Í síðasta heimaleik stóð Víkverji þvíúti í kuldanum og mátti hund-
blautur heita. Er ekki laust við að
snertur af hálsbólgu hafi komið í
kjölfar þessa. Í seinni hálfleik kom
því fátt annað til greina en að beygja
ögn af hjátrúnni og leita sér skjóls í
stúkunni. Þrátt fyrir að Víkverji
væri ekki staðsettur á réttum stað
náðu KR-ingarnir að vinna leikinn.
Víkverji klórar sér eðlilega í hausn-
um yfir því hvers vegna liðið hafi náð
árangri án hans. víkverji@mbl.is
Víkverji
Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til
samfélags við son sinn Jesú Krist,
Drottin vorn. (Fyrra Korintubréf 1:9)