Morgunblaðið - 09.09.2013, Side 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Pólski stjórnmálafræðingurinn og
sagnfræðingurinn dr. Pawel
Ukielski var staddur hér á landi á
dögunum og flutti fyrirlestur á ráð-
stefnu í Þjóðarbókhlöðunni á vegum
Varðbergs og Alþjóðamálastofn-
unar Háskóla Íslands. Fyrirlestur
dr. Ukielski fjallaði um uppreisnina
í Varsjá árið 1944. Ukielski er for-
stöðumaður minningarsafns í
Varsjá um uppreisnina sem Þjóð-
verjar bældu niður af mikilli
grimmd en álitið er að um 150-
200.000 pólskir óbreyttir borgarar
hafi látið lífið í henni og í kjölfar
hennar, en um 85 prósent af borg-
inni voru eyðilögð.
Ukielski segir marga hafa fremur
einfalda hugmynd um seinni heims-
styrjöldina meðan málið sé mun
flóknara. „Í hinum vestræna heimi
er almennt álit að seinni heims-
styrjöldin hafi verið barátta milli
góðs og ills þar sem línur voru skýr-
ar en málið er flóknara. Bretar sem
heimsækja minningasafnið í Varsjá
verða mjög undrandi þegar þeir
komast að því að þýskar flugvélar
sem vörpuðu sprengjum á London
árið 1940 í baráttunni um Bretland
notuðu sovéskt eldsneyti. Þeir hafa
alltaf litið á Sovétmenn sem banda-
menn í heimsstyrjöldinni. Í Póllandi
var hins vegar ekki litið á Sovét-
menn sem bandamenn, því Sovét-
menn og Þjóðverjar unnu saman í
byrjun stríðs og báðar þjóðir réðust
inn í Pólland árið 1939. Þetta
breyttist síðan árið 1941 og Sovét-
menn urðu bandamenn vestrænna
lýðræðisríkja. Þeir urðu hins vegar
ekki bandamenn Pólverja. Eftir
stríðslok tók síðan við nær hálfrar
aldar kúgun kommúnista á þjóðum í
Mið-Evrópu.“
Ótrúleg seigla
Uppreisnin í Varsjá er fræg í sög-
unni, en það er ástæða til að minna
á hana og reyndar vita ekki allir
hvað gerðist. Rektu það í stuttu
máli.
„Árið 1944 var Varsjá undir
stjórn þýskra nasista og pólsk út-
lagastjórn hafði aðsetur í London. Í
júlímánuði 1944 þegar Rauði herinn
nálgaðist Varsjá var ákveðið að
heimaherinn hæfi uppreisn í borg-
inni til að reyna að ná völdum af
Þjóðverjum áður en Rauði herinn
kæmi til borgarinnar. Þetta var
gert til að sýna að Pólverjar gætu
barist fyrir sjálfstæði sínu og gegn
óvininum á pólskri grundu. Upp-
reisnin hófst en þá ákváðu Sovét-
menn að stöðva för sína inn í Varsjá
og bíða þar til búið væri að bæla
uppreisnina niður. Á fyrstu dögum
uppreisnarinnar tókst heimahern-
um að ná borgarhlutum á sitt vald
en Þjóðverjar kölluðu til nýjar her-
sveitir og hófu að kveða uppreisnina
niður með harðræði. Hitler gaf svo
skipun 1. ágúst um að allir borgar-
búar yrðu drepnir. Nýjar hersveitir
Þjóðverja komu í vesturhluta Var-
sjár og fylgdu þessari skipun eftir
og drápu alla þá sem þeir gátu.
Skipunin var svo dregin til baka þar
sem það þótti of erfitt að berjast og
stunda um leið fjöldamorð. Fjöldi
fólks var drepinn en um 90 prósent
af fórnarlömbum Varsjár uppreisn-
arinnar voru óbreyttir borgarar.
Stalín og Rauði herinn gerðu ekkert
til að koma borgarbúum til bjargar.
Uppreisnin í Varsjá stóð í tvo mán-
uði og eftir það tortímdu Þjóðverjar
borginni.“
Hvaða máli skipti þessi uppreisn
fyrir Pólverja?
„Uppreisnin í Varsjá skiptir máli
fyrir Pólverja því hún sýndi að þeir
gátu risið upp gegn grimmd og
illsku. Heimaherinn var illa vopnum
búinn, hafði ekki fallbyssur, skrið-
dreka og flugvélar, eins og Þjóð-
verjar. En heimahernum tókst að
berjast í tvo mánuði og sýndi ótrú-
lega seiglu. Yfirmenn hersins voru
atvinnumenn en almennir hermenn
höfðu fengið sína þjálfun í hernám-
inu. Þetta voru ekki menn sem vildu
vera hermenn, heldur ungir menn
sem ætluðu að verða læknar, arki-
tektar, lögfræðingar og svo fram-
vegis, en þeir vissu að mikilvægt
væri að berjast fyrir sjálfstæði Pól-
lands. Minningin um þessa frelsis-
baráttu skipti miklu máli fyrir Pól-
verja á tímum kommúnismans og
var mjög sterk og lifandi þótt áróð-
ursvél kommúnista reyndi að gera
sem minnst úr henni og lét reyndar
eins og hún væri ekki til. Á Stalíns-
tímanum var meira að segja uppi
áróður um að heimaherinn hefði
unnið í samstarfi við Þjóðverja sem
var fullkomlega fáránleg fullyrð-
ing.“
Ábyrgðin hjá þeim sem drápu
Ef ekki hefði komið til uppreisnar
hvað þá?
„Í Póllandi spyrja menn sig enn
þeirrar spurningar og eru ekki á
einu máli um svarið. Sumir segja að
ef ekki hefði komið til uppreisnar í
Varsjá hefði Varsjá staðið sem heil-
leg og falleg borg, 200.000 manns
hefðu haldið lífi og það hefði orðið
mun erfiðara að sovétvæða Pólland.
Um þetta er enn deilt. Ef hins veg-
ar ekki hefði komið til uppreisnar í
Varsjá væri auðvelt að halda því
fram að heimaherinn hefði ekki gert
nokkurn skapaðan hlut og það
hefðu verið kommúnistar sem frels-
uðu Pólland. Einnig er deilt um það
hvort pólskir yfirmenn í heimahern-
um hefðu átt að stöðva uppreisnina
þegar ljóst var að Sovétmenn
myndu ekki halda innreið sína í
Varsjá og þá hefðu fórnarlömbin
orðið færri. Hins vegar verður að
hafa í huga að Sovétmenn gáfu hvað
eftir annað í skyn að Rauði herinn
myndi að lokum koma til borgar-
innar.
Umræður um allt þetta eru lif-
andi í Póllandi og mín skoðun er sú
að öllum Pólverjum sé frjálst að
ræða hver beri ábyrgðina á upp-
reisninni í Varsjá, en um leið verður
að hafa í huga að það voru ekki
pólskir yfirmenn í hernum sem
báru ábyrgð á dauða fjölda fólks og
eyðingu Varsjár heldur liggur
ábyrgðin hjá Þjóðverjum og að
hluta til hjá Sovétmönnum. Það er
ástæða til að ítreka þetta því alltof
oft eru pólskir yfirmenn taldir bera
ábyrgðina. Það er ekki rétt því þeir
sem drápu hljóta að bera ábyrgð-
ina.“
Minnisvarði um mikilvæg gildi
Ukielski veitir forstöðu minning-
arsafni um uppreisnina í Varsjá, en
safnið var opnað á sextíu ára afmæli
uppreisnarinnar, 31. júlí 2004. Lech
Kaczynski, sem þá var borgarstjóri
í Varsjá og varð síðar forseti, var
mikill áhugamaður um stofnun þess
en þeir Ukielski kynntust við það
verkefni. Ukielski er spurður um
safnið og segir: „Við sem vorum
fengin til að koma upp þessu safni
töldum mikilvægt að segja alla sög-
una um uppreisnina og hún er sann-
Barátta
gegn grimmd
og illsku
Dr. Pawel Ukielski er forstöðumaður
minningarsafns um uppreisnina í Varsjá
árið 1944. Í viðtali ræðir hann uppreisn-
ina, minningarsafnið og kynni sín af
Lech Kaczynski, forseta Póllands
REGATTA 8
25% afsláttur
Kr. 467.500,-
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • fastus@fastus.is • www.fastus.is
Tilboð gilda til og með 31. ágúst eða á meðan birgðir endast.
Njóttu lífsins
Hafðu samband
og við hjálpum þér
að finna rafskutlu
við hæfi
Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af rafskutlum
Meðfærilegar í notkun • Einfaldar stillingar
NEO 8
25% afsláttur
Kr. 345.000,-