Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þessi verður örugglega seld á veitingahús,“ segir Geir Vilhjálms- son, fisksali í Fiskbúðinni Hafberg við Gnoðarvog í Reykjavík, um 11 kg sandhverfu sem hann er með til sölu í búðinni. Sandhverfa er sjaldséður fiskur við strendur Íslands og árlega veiðast um þrjár til fimm slíkar sem meðafli hérlendis. Þær eru yf- irleitt um 2-5 kg en í fyrradag veiddist umrædd sandhverfa, sem er 11 kg, 78 cm að lengd og 58 cm að breidd. „Venjulega er slegist hart um þessar fáu sandhverfur sem veið- ast en í gær [fimmtudag] virðist enginn hafa verið að fylgjast með og ég fékk hana,“ segir Geir um sandhverfuna sem Vestmanna- eyjabáturinn Frár VE veiddi við Ingólfshöfða sl. miðvikudag. Á sömu slóð 1974 Sagt er að sandhverfa geti orðið allt að 16 kg og metri að lengd. Geir segir að þær stærstu sem hafi veiðst í heiminum hafi verið 11-12 kg. „Þetta er því merkileg veiði og ekki síður sú staðreynd að sami bátur, Frár frá Vestmannaeyjum, veiddi álíka stóra sandhverfu á sama stað fyrir um 39 árum eða 1974.“ Hann segir að sú hafi verið 11 kg, 79 cm að lengd og 58 cm að breidd. Sandhverfa er með verðmætari fiskum á markaðnum. „Þegar hún fæst svona fersk er slegist um að kaupa hana,“ segir Geir. „Þessi er spikfeit og flott.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sandhverfa Geir Vilhjálmsson, fisksali í Fiskbúðinni Hafberg , með fiskinn stóra, þunga og góða. Sjaldséð og væn sandhverfa Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísitala kaupmáttar launa í ágúst var lítillega lægri en í ágúst 2008, eins og grafið hér til hægri sýnir. Vísitalan náði lágmarki 2010 en hefur svo hægt og bítandi hækkað. Má í þessu efni rifja upp að laun sam- kvæmt almennum kjarasamningum hækkuðu hinn 1. júní 2011 og 1. febr- úar árið 2012 og á þessu ári. Spurður hvort styrking kaup- máttar frá 2009 sé viðunandi í ljósi þeirra aðstæðna sem hafa verið í efnahagslífi landsins, segir Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Sam- tökum atvinnulífsins, að kaupmáttur hafi vaxið hraðar en ráðgert var. „Í kjarasamningunum 2011 var m.a. byggt á ákveðnum forsendum um hagvöxt, fjárfestingar, geng- isþróun, verðbólgu og lækkun trygg- ingagjalds. Þær forsendur gengu ekki eftir eins og kunnugt er heldur fylgdi í kjölfar samninganna vaxandi verðbólga, minni hagvöxtur og lægra atvinnustig en ella. Kaupmáttur launa hefur aukist um 6,1% á samn- ingstímanum á mælikvarða launa- vísitölunnar sem samsvarar 2,2% ár- legri aukningu að meðaltali. Þetta er meiri aukning kaupmáttar en efna- hagforsendur hafa verið fyrir og raunar meiri aukning en samnings- aðilar sáu fyrir við gerð kjarasamn- inganna 2011,“ segir Halldór. Gæðunum hafi verið misskipt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir launahækkunum síðustu ár misskipt eftir starfsstéttum. „Þeir sem hafa notið almennra launahækk- ana á þessu tímabili hafa verið í sam- felldri kaupmáttarskerðingu. Þetta eru æði margir. Það dugar ekki að segja við þessa einstaklinga, að vegna þess hversu kaupið hafi hækk- að mikið í bönkunum sé þetta að meðaltali ágætt. Það „flýgur ekki“, svo ég noti það orðalag,“ segir Gylfi og vísar til þess að launavísitala fjár- málageirans hækkaði um 38,4% frá ársbyrjun 2008 fram á mitt þetta ár eða meira en í öðrum greinum. „Viðfangsefnið er að styðja þá sem hafa setið eftir,“ segir Gylfi. Ólík sýn á þróun kaupmáttarins  Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins segir kaupmátt hafa aukist umfram spár kjarasamninga  Forseti ASÍ segir þá sem nutu almennra launahækkana hafa upplifað kjararýrnun síðustu misserin Vísitala kaupmáttar launa 2008-2013 125 120 115 110 105 100 Jan. - ág. 2008 Jan. - ág. 2009 Jan. - ág. 2010 Jan. - ág. 2011 Jan. - ág. 2012 Jan. - ág. 2013 120,2 114,9 109 105,9 105,5 107,7 108,2 110,3 110,8 112,2 111,7 113,7 Sýnir breytingu launavísitölu umfram breytingu á vísitölu neysluverðs. Heimild: Hagstofa Íslands Gylfi Arnbjörnsson Halldór Árnason „Kaupmáttarstyrkingin sem við sjáum þessa dagana byggist fyrst og fremst á almennu launaskriði og hefur ekkert haft með laun almenns verkafólks að gera,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, um þróunina. „Við teljum mikilvægt að ná þeim stöðuga og jákvæða kaupmætti sem náðist bestur á síðasta áratug sem er sambærilegur við þann árangur sem önnur lönd á Norð- urlöndum hafa náð.“ Nær ekki til verkafólks SÝN EFLINGAR Sigurður Bessason María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Sérfræðihópur á vegum Landspítal- ans hefur nú skilað ráðherra sér- stakri aðgerðaáætlun vegna fráflæð- isvanda af lyflækningasviði en þar er lagt til að flytja 50 sjúklinga á Vífils- staðaspítala auk þess sem þar kemur fram að áætlaður kostnaður vegna flutningsins nemur nokkur hundruð milljónum króna. Húsnæði Vífils- staðaspítala er sagt tilbúið að mestu leyti en þó þarf að kaupa ýmis tæki. 4,2 milljarðar í viðhald Á læknaráðsfundi Landspítalans í gær kom fram að yrði hætt við að reisa nýjan spítala þyrfti að ráðast í kostnaðarmiklar viðgerðir á hús- næði Landspítalans. „Á næstu tveimur árum þarf að fara í framkvæmdir sem eru á svo- kölluðum björgunaraðgerðalista og sá kostnaður nemur allt að 4,2 milljörðum króna. Við bíðum nú eftir því hvað fjárlagafrumvarpið ber í skauti sér og metum stöðuna þá,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, sem segir fundinn hafa verið gagnlegan og að upp úr standi áhugi lækna á að halda áfram að vinna að úrbótum. „Við erum ágætlega sett með þá aðgerðaáætlun sem sett hefur verið af stað og það er eitthvað að gerast,“ segir Björn en búið er t.d. að ráða þrjá deildalækna til starfa á lyflækn- ingasviði sem munu taka til starfa á mismunandi tímum. Enn á þó eftir að ráða í stöðu yfirlæknis lyflækn- ingasviðs og verður ákvörðun þess efnis ekki tekin nú um helgina. Leggja til Vífilsstaði  Flutningur kostar nokkur hundruð milljónir  Fram- kvæmdir upp á 4,2 milljarða verði nýr spítali ekki byggður Morgunblaðið/Eggert Vífilsstaðaspítali Lagt er til að spítalinn verði nýttur. Á áætlun » Búið er að skila skýrslu um fráflæðisvanda LSH tveimur dögum á undan áætlun. » Í september á að ráða yfir- lækni almennra lyflækninga. » Í október á starfshópur að skila tillögum um meðal ann- ars mat á mannaflsþörf á lyf- lækningasviði. Starfshópur á vegum Kópavogs- bæjar og Reykjavíkurborgar, sem falið var að skoða mögulega stað- setningu á sundlaug í Fossvogsdal, leggur til að gerð verði tillaga að nýrri sundlaug í miðjum dalnum í nýju aðalskipulagi sveitarfélaganna beggja. Sundlaugin myndi þjóna skólasundi og vera hverfislaug fyrir íbúa beggja vegna dalsins. Skýrsla starfshópsins var lögð fram í borgarráði á fundi ráðsins á fimmtudaginn og var henni vísað til umsagnar. Í vinnu starfshópsins var lögð áhersla á að aðgengi þyrfti að vera sambærilegt frá báðum sveitar- félögum. Laugin sinnti skólasundi á daginn en yrði opin almenningi eftir lok skóladags. Þá yrði gert ráð fyrir því að gestir laugarinnar kæmu gangandi eða hjólandi. Ekki yrði því gert ráð fyrir bílastæðum við laug- ina, en í staðinn yrðu gönguleiðir frá bílastæðum við Fossvogsskóla og Snælandsskóla. Í skýrslunni kemur fram að kostnaður skólanna beggja vegna skólasunds sé um 1,2 milljónir króna á mánuði, en um 700 nem- endur eru í skólunum og þarf að keyra þá með rútu í skólasundið. Nemendum er ýmist ekið í Kópa- vogslaug eða Laugardalslaug. Einn- ig er talið að Réttarholtsskóli gæti nýtt sundlaugina. sgs@mbl.is Sundlaug best sett í miðjum Fossvogsdal  Gestir kæmu hjólandi eða gangandi Morgunblaðið/Þorkell Fossvogsdalur Lagt hefur verið til að reisa sundlaug í miðjum dalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.