Morgunblaðið - 21.09.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
flugvelli í Vatnsmýri árið 2030. Í
samtali við mbl.is sagði Jón að mál-
efnalega yrði tekið á áskoruninni en
að hann hefði engu að síður búist við
fleiri undirskriftum.
Gera alvarlegar athugasemdir
Þá hafa Íbúasamtök Miðborgar
skilað inn athugasemdum en sam-
tökin mótmæla harðlega áformum
um að heimila fimm hæða byggingar
meðfram norðanverðri strandlengj-
unni í miðborginni.
„Slíkar byggingar rýra gæði
þeirra íbúðarhverfa sem fyrir eru og
eru almennt ekki í samræmi við eldri
byggð. Nægir hér að benda á skipu-
lag við Skúlagötu þar sem háhýsi
byrgja sýn og hafa rýrt gæði byggð-
arinnar sem stendur nú í hvarfi
þeirra bygginga,“ segir í at-
hugasemdum samtakanna. Leggja
þau til að á svæðinu innan Hring-
brautar verði ekki heimiluð meiri
hæð bygginga en tveggja hæða hús
með risi.
Sverrir Þórarinn Sverrisson, for-
maður samtakanna, segir að í skipu-
lagstillögunni sé gert ráð fyrir að
heimila megi rekstur veitingastaða í
flokki III með takmarkaðar heim-
ildir á svokölluðu svæði M1c. Ný skil-
greining á þessu svæði mun því fela í
sér að efri hluti Frakkastígs og stórt
svæði neðan Hverfisgötu, sem áður
voru skilgreind sem íbúðarsvæði,
verði opnuð fyrir veitingahúsarekst-
ur. „Með þessari tillögu er hagsmuna
íbúa ekki gætt en hagsmunir áfeng-
issala augljóslega hafðir í huga.“
Sverrir segir að borgin geti sett regl-
ur sem takmarki afgreiðslutíma veit-
ingastaða, en hann bendir jafnframt
á að ef þessi stefnumörkun verði
staðfest í aðalskipulagi muni það
auka ónæði íbúa miðborgarinnar.
Safnað á netinu og gengið í hús
Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur rann út í gær
Íbúar Húsahverfis í Grafarvogi mótmæla Jón Gnarr tók við rúmlega 69 þúsund undirskriftum
Morgunblaðið/Rósa Braga
Undirskriftir Jón Gnarr tók í gær við rúmlega 69 þúsund undirskriftum þar sem því er mótmælt að Reykjavíkur-
flugvöllur verði fluttur úr Vatnsmýri. Samtökin Hjartað í Vatnsmýri stóðu fyrir undirskriftasöfnuninni.
Húsahverfi Elvar Hólm Ríkharðsson afhenti Ólöfu Örvarsdóttur, skipu-
lagsstjóra Reykjavíkurborgar, athugasemdir íbúa Húsahverfis í gær.
Knattspyrnufélagið Fram segir
það mikil vonbrigði að til standi
að breyta fyrirhuguðum áform-
um um byggð í Úlfarsárdal úr
því að vera að lágmarki þrjú
þúsund íbúða byggð í að vera
aðeins 1.100-1.200 íbúðir. Slíkt
muni líklega leiða til þess að í
stað níu til tíu þúsunda íbúðar-
byggðar verði einungis byggð
fyrir þrjú þúsund manns.
Í tilkynningu segir að til að
íþróttafélög eins og Fram geti
þrifist til langrar framtíðar þurfi
stærra en átta þúsund manna
hverfi. „Reynsla félagsins og
annarra íþróttafélaga er að sá
fjöldi íbúa er ekki nægjanlegur
til að bera uppi blómlegt
íþróttastarf kvenna og karla
þegar horft er til langs tíma.“
Framarar
mótmæla
GERA ATHUGASEMDIRBAKSVIÐ
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Frestur til að gera athugasemdir við
tillögu að aðalskipulagi Reykjavík-
urborgar rann út á miðnætti í gær,
föstudag. Fjölmargir borgarbúar,
hagsmunaaðilar og íbúasamtök
gerðu athugasemdir við skipulagið
sem á að gilda til ársins 2030.
Elvar Hólm Ríkharðsson er einn
þeirra en hann afhenti í gær, fyrir
hönd íbúa Húsahverfis í Grafarvogi,
Ólöfu Örvarsdóttur, skipulagsstjóra
Reykjavíkurborgar, undirskriftir
íbúanna. Eru þeir ekki ánægðir með
tillöguna.
„Við gengum í hús eitt kvöldið og
söfnuðum 121 undirskrift. Und-
irtektirnar voru mjög góðar og nán-
ast allir sem skrifuðu undir.“ Hann
segir íbúa hverfisins almennt vera á
móti því að þetta mikla svæði fari
undir byggð og sér í lagi undir versl-
unarstarfsemi. Í tillögum að skipu-
laginu er gert ráð fyrir gjörbreyt-
ingu á Keldum en áformað er að
reisa þar 50 þúsund fermetra at-
vinnuhúsnæði og 400 íbúðir. „Það
eru vissulega vonbrigði að svona
grænt svæði, þar sem mikið er af
skógrækt og plöntum, skuli vera
hugsað sem íbúðarbyggð,“ segir Elv-
ar.
Starfsmenn Tilraunastöðvar Há-
skóla Íslands á Keldum taka undir
með íbúunum og segja mikilvægt að
vernda grænu svæðin. „Með góðu
skipulagi gætu þessi svæði verið ein-
stök og ákjósanleg útivistarsvæði.“
Ekki liggur fyrir hve margar at-
hugasemdir bárust en tillagan var
fyrst auglýst í byrjun júnímánaðar.
Bjóst við fleiri undirskriftum
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykja-
víkur, tók í gær við rúmlega 69 þús-
und undirskrifum þar sem því er
mótmælt að Reykjavíkurflugvöllur
verði fluttur úr Vatnsmýri. Rúmlega
20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu
undir áskorunina en tillagan að að-
alskipulaginu gerir ekki ráð fyrir
Morgunblaðið/Eggert
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fulltrúar 16 verkalýðsfélaga sem
veitt hafa Starfsgreinasambandinu
(SGS) samningsumboð í komandi
kjaraviðræðum, gera kröfu um það í
sameiginlegri kröfugerð að samið
verði til skamms tíma eða til sex til
tólf mánaða vegna óvissunnar í efna-
hagsmálum.
Samninganefnd SGS lauk í gær
tveggja daga fundi þar sem mótuð
var sameiginleg kröfugerð sem verð-
ur í framhaldinu lögð fyrir Samtök
atvinnulífsins.
,,Við viljum að sótt verði fram í út-
flutningsgreinunum, s.s. fiskvinnsl-
unni og ferðaþjónustunni. Við viljum
líka að í skammtímasamningi verði
farin blönduð leið krónutöluhækk-
ana og prósentuhækkunar,“ segir
Björn Snæbjörnsson, formaður
SGS, og bætir við að sérstök áhersla
verði lögð á hækkun lægstu launa.
Félögin vilja einnig að skattleys-
ismörk verði hækkuð og að gripið
verði til aðgerða varðandi félagslegt
húsnæði o.fl. ,,Það var mjög góð
samstaða á þessum fundi og menn
mjög samstiga. En menn eru sam-
mála um að ekki sé hægt að fara í
lengri samninga m.a. vegna óviss-
unnar í efnahagsmálunum,“ segir
hann.
Hafa gert viðræðuáætlanir
Starfsgreinasambandið hefur ekki
gengið frá viðræðuáætlun við við-
semjendur þess en það hafa bæði VR
og Samiðn nú gert. Samkvæmt
viðræðuáætlun VR eiga viðræður
um kaupliði að hefjast eigi síðar en í
lok október og er markmiðið að ljúka
samningsgerð fyrir lok nóvember.
Undirritun viðræðuáætlunarinnar
markar formlegt upphaf samninga-
viðræðna. Umræður verða byggðar
á greiningum samstarfsnefndar
heildarsamtakanna á vinnumark-
aðnum um launaupplýsingar og
efnahagsforsendur kjarasamninga.
Forysta Samiðnar og SA undirrit-
uðu í fyrradag viðræðuáætlun, sem
hefur að markmiði að samningsgerð
skuli lokið fyrir lok nóvember. Fyrir
miðjan október eiga viðræður að
vera hafnar um ákvæði er lúta að
öðru en kaupliðum og ekki síðar en í
lok október um launaliði. Á kjara-
málaráðstefnu Samiðnar í gær var
samþykkt að fela samninganefnd fé-
lagsins að vinna að sátt um stuttan
samningstíma í komandi viðræðum.
Hilmar Harðarson, formaður Sam-
iðnar, segir það vænlegast í ljósi
þess að efnahagsstefna stjórnvalda
sé ekki komin fram að fullu.
Beina sjónum að útflutnings-
greinunum í kjaraviðræðum
SGS vill semja til 6-12 mánaða og blöndu krónutölu- og prósentuhækkana
Morgunblaðið/Eggert
Kjör Samningar á almennum vinnumarkaði renna út í lok nóvember. SGS
ætlar að sækja fram í útflutningsgreinunum, s.s. ferðaþjónustu.
Undirbúa viðræður
» 16 stéttarfélög hafa veitt
Starfsgreinasambandinu
samningsumboð og gengið
hefur verið frá sameiginlegri
kröfugerð.
» Flóafélögin svonefndu, Efl-
ing – stéttarfélag, Hlíf í Hafn-
arfirði og Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur og
nágrennis semja sér.
» Samiðn og VR hafa þegar
undirritað viðræðuáætlanir við
Samtök atvinnulífsins.
Aðalmeðferð fór fram í gær í máli
ákæruvaldsins gegn Páli Heimis-
syni, sem gegndi stöðu ritara
íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hann
er ákærður fyrir umboðssvik í
tengslum við notkun á greiðslu-
korti Sjálfstæðisflokksins.
Páll er ákærður fyrir að misnota
aðstöðu sína og skuldbinda Sjálf-
stæðisflokkinn þegar hann í 321
skipti notaði kreditkort flokksins til
úttekta á reiðufé, kaupa á vörum og
þjónustu fyrir 19,4 milljónir króna.
Úttektirnar voru á árunum 2009-
2011.
Við aðalmeðferð málsins í gær
sagðist hann hafa haft fulla heimild
til kortanotkunarinnar sem starfs-
maður Sjálfstæðisflokksins en hann
var með starfsaðstöðu í Valhöll.
Jónmundur Guðmarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
og Andri Óttarsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri, sögðu báðir
fyrir dómi að hann hefði ekki verið
starfsmaður flokksins. Ítarlega er
fjallað um málið á mbl.is.
Morgunblaðið/RAX
Valhöll Þar hafði ákærði starfsstöð.
Kveðst hafa haft
heimild til að nota
greiðslukortið