Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Óháð ráðgjöf
til fyrirtækja
Firma Consulting gerir fyrirtækjum
tilboð í eftirfarandi þjónustu:
• Kaup, sala og sameining.
• Verðmat fyrirtækja.
• Samningaviðræður, samningagerð
• Áætlanagerð.
• Fjárhagsleg endurskipulagning.
• Samningar við banka.
• Rekstrarráðgjöf.
Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík.
Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766
info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is
Fjölbrautaskólinn við Ármúla hlaut
Hjólaskálina í gær fyrir að hvetja
nemendur og starfsfólk til að hjóla í
skólann, meðal annars með því að
bjóða upp á íþróttaáfangann „Hjólað í
skólann“. Skálin var afhent við setn-
ingu ráðstefnunnar Hjólum til fram-
tíðar í Iðnó.
Steinn Jóhannsson, skólameistari
Fjölbrautaskólans við Ármúla, Heiða
Björk Sturludóttir, sögukennari og
umsjónarmaður áfangans, og Daði
Gautason veittu skálinni viðtöku fyrir
hönd Fjölbrautaskólans, en þetta er í
þriðja sinn sem þessi viðurkenning er
veitt.
Heiða Björk segir að áfanginn
„Hjólað í skólann“ hafi orðið til sem
valkostur fyrir nemendur sem vildu
taka íþróttaeiningar sínar með öðrum
hætti en í hefðbundnum leikfimitím-
um. Um leið legði skólinn sitt af
mörkum til þess að draga úr mengun í
borginni og bæta heilsu nemenda.
„Við buðum upp á þetta fyrst árið
2007, en það voru ekki margir sem
skráðu sig þá,“ segir Heiða Björk, en
einungis tíu nemendur ákváðu að
taka áfangann í upphafi. Síðan þá hef-
ur þeim fjölgað jafnt og þétt og núna
eru um 60 nemendur sem hjóla í skól-
ann. Settar hafa verið upp sérmerkt-
ar hjólagrindur bara fyrir þá nem-
endur.
Heiða Björk segir að í ár hafi verið
bætt við þeim valmöguleika að ganga
í skólann. „Það var ekki gert áður
vegna þess að ekki var hægt að fylgj-
ast með því hvort nemendur gengju í
skólann,“ segir Heiða Björk. Það hafi
hins vegar breyst með tilkomu snjall-
símanna. Í því felst að nemendur
þurfa að ganga að lágmarki 1,5 kíló-
metra á leið sinni í skólann. sgs@mbl.is
Hjólað og
gengið í
Ármúla
Hjólafólk Fulltrúar FÁ tóku við
Hjólaskálinni í gærmorgun.
FÁ afhent
Hjólaskálin í ár
sem neysla hefst því betra. Það er
keppikefli í forvörnum að seinka upp-
hafsaldrinum sem mest. Þetta skilja
foreldrar vel og gera sér grein fyrir
þeirri hættu sem ungmennum stafar
af áfengis- og vímuefnaneyslu.“
Samstarf foreldra er mikilvægt og
mikil vitundarvakning hefur orðið í
þeim efnum síðustu ár. Foreldrar láta
sig þessi mál varða í auknum mæli,
eru t.d. almennt á verði gagnvart eft-
irlitslausum partíum og efla samstöðu
sín á milli með foreldrarölti. For-
varnir geta ekki eingöngu farið fram í
skólum, þær þurfa einnig að ná til for-
eldranna og í raun alls samfélagsins.
Fordæmi hinna fullorðnu verður þar
ekki undanskilið. Hvaða mynd gefum
við t.d. börnum og ungmennum af
þætti áfengis í skemmtanalífinu?
Læra þau af foreldrunum að hægt sé
að skemmta sér án áfengis?
„Það er ekkert eitt sem virkar best
í forvörnum og lausnirnar eru ekki
einfaldar. Áfengisneysla t.d. er svo
inngróin í samfélagið að forvarnir
þurfa að ná til nánast allra þátta
þess,“ segir Árni og bætir við að for-
varnastarfið eigi ekki að snúa ein-
göngu að börnum og unglingum.
,,Lífsviðhorf og lífsgildi barna verða
til í samfélaginu. Sú speki að það þurfi
heilt þorp til að ala upp barn er í fullu
gildi.“
,,Árangur í tóbaksvörnum er gott
dæmi,“ segir Árni. ,,Þar vaknaði allt
samfélagið til vitundar og almenn við-
urkenning varð á rétti þeirra sem
ekki reyktu til reyklauss umhverfi.
Sama máli gegnir um neyslu áfengis.
Hún varðar ekki bara neytandann
sjálfan fremur en reykingarnar.“ Árni
segir að horft sé til árangursins í tób-
aksvörnum. Fyrst slíkur árangur hafi
náðst í sambandi við reykingar sé að
sjálfsögðu mögulegt að ná svipuðum
árangri varðandi áfengis- og vímu-
efnaneyslu.
Dregið hefur úr áfengis- og
vímuefnaneyslu ungmenna
Litið til árangurs forvarna gegn reykingum Þarf heilt þorp til að ala upp barn
„Maríjúananeysla er á ýmsan hátt
normalíseruð, og jákvæð mynd er
dregin upp af henni í fjölmiðlum.
Það er ekki gott, öflugri fræðslu
vantar um skaðsemina,“ segir
Margrét Lilja Guðmundsdóttir,
sérfræðingur hjá Rannsóknum og
greiningu í Háskólanum í Reykja-
vík. Þrátt fyrir að áfengis- og
vímuefnaneysla hafi minnkað í
grunn- og framhaldsskólum sést
ekki sama þróun ef litið er til
maríjúananeyslu ungmenna. Mikið
stökk verður í neyslu ungmenna á
áfengis- og vímuefnum milli
grunn- og framhaldsskóla. Aukn-
ingin er þó ekki eins mikil og hef-
ur verið síðustu ár.
„Við höfum náð miklum árangri
í forvarnarstarfi. Í alþjóðlegu
samhengi er litið til Íslands.“ Hún
bendir á að þegar umræðan um
áfengis- og vímuefnaneyslu ung-
menna er skoðuð í fjölmiðlum í
kringum 1997-1998 hafi verið
áberandi ákall um samtakamátt
foreldra, fræðimanna og sam-
félagsins í heild um að sporna
gegn neyslu ungmenna. Sú varð
raunin og árangurinn er sýnilegur.
Margrét mun kynna niðurstöður
rannsókna á vegum Rannsókna
og greiningar er varða vímuefna-
neyslu unglinga á fundi Náum
áttum miðvikudaginn 25. sept-
ember.
Of jákvæð mynd af maríjúana
ÁRANGUR Í FORVARNARSTARFI Á ÍSLANDI
Reykingar ungmenna á Norðurlöndum
Unglingar sem hafa einhvern tímann reykt
Heimild: ESPAD könnun
Danmörk Færeyjar Finnland Ísland Noregur Svíþjóð
1995 1999 2003 2007 2011
100%
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Reykingar Íslendinga 18 ára og eldri
frá 1989 til 2012
Heimild: Embætti landlæknis
50%
45%
40%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
1989 2012
Hafa aldrei reykt
Hættu fyrir meira en ári
Reykja daglega
Reykja sjaldnar en daglega
Hættu fyrir minna en ári
36,3%
32,9%
22,7%
4,5%
3,7%
49,5%
14,2%
30,4%
2,7%
3,2%
BAKSVIÐ
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Sú jákvæða þróun hefur orðið í
ávana- og vímuefnaneyslu ungmenna
á Norðurlöndum að dregið hefur úr
neyslunni,“ segir Árni Einarsson,
framkvæmdastjóri FRÆ, Félags
áhugafólks um forvarnir og heilsuefl-
ingu. Það byggir hann á niðurstöðum
samræmdra evrópskra rannsókna
(ESPAD) sem gerðar hafa verið um
árabil á neyslu ungmenna á aldrinum
15-16 ára. ,,Mikilvægi ESPAD-
rannsóknanna felst í því að þær gera
mögulegt að bera saman þróun á milli
landa.“
Hann segir rannsóknirnar sýna að
þróun unglinganeyslunnar hjá öðrum
Norðurlandaþjóðum er á svipuðu róli
og hér á landi en Ísland kemur þó al-
mennt betur út en hin löndin og hefur
gert frá upphafi. „Það að nágranna-
þjóðirnar eru samstiga okkur í þróun-
inni er jákvætt og gefur meiri von um
að árangurinn haldist en ef hann væri
einungis bundinn við Ísland.“
Mikilvægt að seinka neyslunni
„Upphafsaldur neyslu er við-
urkenndur áhættuþáttur í ávana- og
vímuefnaneyslu; þeim mun seinna
Útför Páls Jónssonar, tannlæknis á
Selfossi, fór fram klukkan hálftvö í
gær frá Selfosskirkju. Séra Óskar
Hafsteinn Óskarsson sá um athöfn-
ina. Líkmenn Páls voru félagar hans
í Frímúrarareglunni en ættingjar
hans tóku síðan við kistunni og
gengu með til grafar.
Páll lést á hjúkrunarheimilinu
Fossheimum á Selfossi 11. sept-
ember síðastliðinn.
Páll fluttist með foreldrum sínum
frá Reyðarfirði á Selfoss árið 1934
og bjó þar allar götur síðan. Páll var
fyrsti tannlæknirinn á Suðurlandi og
starfaði óslitið við fagið í 45 ár. Þá
sinnti hann sveitarstjórnarmálum á
Selfossi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Líkmenn frá vinstri: Ingvar Guð-
mundsson, Björn Gíslason, sr. Úlfar
Guðmundsson, Guðmundur Eiríks-
son, Páll Egilsson, Guðmundur Guð-
brandsson, Atli Gunnarsson og Örn
Grétarsson. sgs@mbl.is
Páll Jónsson tannlæknir borinn til grafar
Morgunblaðið/Ómar