Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is Fjölbrautaskólinn við Ármúla hlaut Hjólaskálina í gær fyrir að hvetja nemendur og starfsfólk til að hjóla í skólann, meðal annars með því að bjóða upp á íþróttaáfangann „Hjólað í skólann“. Skálin var afhent við setn- ingu ráðstefnunnar Hjólum til fram- tíðar í Iðnó. Steinn Jóhannsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, Heiða Björk Sturludóttir, sögukennari og umsjónarmaður áfangans, og Daði Gautason veittu skálinni viðtöku fyrir hönd Fjölbrautaskólans, en þetta er í þriðja sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Heiða Björk segir að áfanginn „Hjólað í skólann“ hafi orðið til sem valkostur fyrir nemendur sem vildu taka íþróttaeiningar sínar með öðrum hætti en í hefðbundnum leikfimitím- um. Um leið legði skólinn sitt af mörkum til þess að draga úr mengun í borginni og bæta heilsu nemenda. „Við buðum upp á þetta fyrst árið 2007, en það voru ekki margir sem skráðu sig þá,“ segir Heiða Björk, en einungis tíu nemendur ákváðu að taka áfangann í upphafi. Síðan þá hef- ur þeim fjölgað jafnt og þétt og núna eru um 60 nemendur sem hjóla í skól- ann. Settar hafa verið upp sérmerkt- ar hjólagrindur bara fyrir þá nem- endur. Heiða Björk segir að í ár hafi verið bætt við þeim valmöguleika að ganga í skólann. „Það var ekki gert áður vegna þess að ekki var hægt að fylgj- ast með því hvort nemendur gengju í skólann,“ segir Heiða Björk. Það hafi hins vegar breyst með tilkomu snjall- símanna. Í því felst að nemendur þurfa að ganga að lágmarki 1,5 kíló- metra á leið sinni í skólann. sgs@mbl.is Hjólað og gengið í Ármúla Hjólafólk Fulltrúar FÁ tóku við Hjólaskálinni í gærmorgun.  FÁ afhent Hjólaskálin í ár sem neysla hefst því betra. Það er keppikefli í forvörnum að seinka upp- hafsaldrinum sem mest. Þetta skilja foreldrar vel og gera sér grein fyrir þeirri hættu sem ungmennum stafar af áfengis- og vímuefnaneyslu.“ Samstarf foreldra er mikilvægt og mikil vitundarvakning hefur orðið í þeim efnum síðustu ár. Foreldrar láta sig þessi mál varða í auknum mæli, eru t.d. almennt á verði gagnvart eft- irlitslausum partíum og efla samstöðu sín á milli með foreldrarölti. For- varnir geta ekki eingöngu farið fram í skólum, þær þurfa einnig að ná til for- eldranna og í raun alls samfélagsins. Fordæmi hinna fullorðnu verður þar ekki undanskilið. Hvaða mynd gefum við t.d. börnum og ungmennum af þætti áfengis í skemmtanalífinu? Læra þau af foreldrunum að hægt sé að skemmta sér án áfengis? „Það er ekkert eitt sem virkar best í forvörnum og lausnirnar eru ekki einfaldar. Áfengisneysla t.d. er svo inngróin í samfélagið að forvarnir þurfa að ná til nánast allra þátta þess,“ segir Árni og bætir við að for- varnastarfið eigi ekki að snúa ein- göngu að börnum og unglingum. ,,Lífsviðhorf og lífsgildi barna verða til í samfélaginu. Sú speki að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn er í fullu gildi.“ ,,Árangur í tóbaksvörnum er gott dæmi,“ segir Árni. ,,Þar vaknaði allt samfélagið til vitundar og almenn við- urkenning varð á rétti þeirra sem ekki reyktu til reyklauss umhverfi. Sama máli gegnir um neyslu áfengis. Hún varðar ekki bara neytandann sjálfan fremur en reykingarnar.“ Árni segir að horft sé til árangursins í tób- aksvörnum. Fyrst slíkur árangur hafi náðst í sambandi við reykingar sé að sjálfsögðu mögulegt að ná svipuðum árangri varðandi áfengis- og vímu- efnaneyslu. Dregið hefur úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna  Litið til árangurs forvarna gegn reykingum  Þarf heilt þorp til að ala upp barn „Maríjúananeysla er á ýmsan hátt normalíseruð, og jákvæð mynd er dregin upp af henni í fjölmiðlum. Það er ekki gott, öflugri fræðslu vantar um skaðsemina,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu í Háskólanum í Reykja- vík. Þrátt fyrir að áfengis- og vímuefnaneysla hafi minnkað í grunn- og framhaldsskólum sést ekki sama þróun ef litið er til maríjúananeyslu ungmenna. Mikið stökk verður í neyslu ungmenna á áfengis- og vímuefnum milli grunn- og framhaldsskóla. Aukn- ingin er þó ekki eins mikil og hef- ur verið síðustu ár. „Við höfum náð miklum árangri í forvarnarstarfi. Í alþjóðlegu samhengi er litið til Íslands.“ Hún bendir á að þegar umræðan um áfengis- og vímuefnaneyslu ung- menna er skoðuð í fjölmiðlum í kringum 1997-1998 hafi verið áberandi ákall um samtakamátt foreldra, fræðimanna og sam- félagsins í heild um að sporna gegn neyslu ungmenna. Sú varð raunin og árangurinn er sýnilegur. Margrét mun kynna niðurstöður rannsókna á vegum Rannsókna og greiningar er varða vímuefna- neyslu unglinga á fundi Náum áttum miðvikudaginn 25. sept- ember. Of jákvæð mynd af maríjúana ÁRANGUR Í FORVARNARSTARFI Á ÍSLANDI Reykingar ungmenna á Norðurlöndum Unglingar sem hafa einhvern tímann reykt Heimild: ESPAD könnun Danmörk Færeyjar Finnland Ísland Noregur Svíþjóð 1995 1999 2003 2007 2011 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Reykingar Íslendinga 18 ára og eldri frá 1989 til 2012 Heimild: Embætti landlæknis 50% 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 1989 2012 Hafa aldrei reykt Hættu fyrir meira en ári Reykja daglega Reykja sjaldnar en daglega Hættu fyrir minna en ári 36,3% 32,9% 22,7% 4,5% 3,7% 49,5% 14,2% 30,4% 2,7% 3,2% BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Sú jákvæða þróun hefur orðið í ávana- og vímuefnaneyslu ungmenna á Norðurlöndum að dregið hefur úr neyslunni,“ segir Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, Félags áhugafólks um forvarnir og heilsuefl- ingu. Það byggir hann á niðurstöðum samræmdra evrópskra rannsókna (ESPAD) sem gerðar hafa verið um árabil á neyslu ungmenna á aldrinum 15-16 ára. ,,Mikilvægi ESPAD- rannsóknanna felst í því að þær gera mögulegt að bera saman þróun á milli landa.“ Hann segir rannsóknirnar sýna að þróun unglinganeyslunnar hjá öðrum Norðurlandaþjóðum er á svipuðu róli og hér á landi en Ísland kemur þó al- mennt betur út en hin löndin og hefur gert frá upphafi. „Það að nágranna- þjóðirnar eru samstiga okkur í þróun- inni er jákvætt og gefur meiri von um að árangurinn haldist en ef hann væri einungis bundinn við Ísland.“ Mikilvægt að seinka neyslunni „Upphafsaldur neyslu er við- urkenndur áhættuþáttur í ávana- og vímuefnaneyslu; þeim mun seinna Útför Páls Jónssonar, tannlæknis á Selfossi, fór fram klukkan hálftvö í gær frá Selfosskirkju. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sá um athöfn- ina. Líkmenn Páls voru félagar hans í Frímúrarareglunni en ættingjar hans tóku síðan við kistunni og gengu með til grafar. Páll lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi 11. sept- ember síðastliðinn. Páll fluttist með foreldrum sínum frá Reyðarfirði á Selfoss árið 1934 og bjó þar allar götur síðan. Páll var fyrsti tannlæknirinn á Suðurlandi og starfaði óslitið við fagið í 45 ár. Þá sinnti hann sveitarstjórnarmálum á Selfossi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Líkmenn frá vinstri: Ingvar Guð- mundsson, Björn Gíslason, sr. Úlfar Guðmundsson, Guðmundur Eiríks- son, Páll Egilsson, Guðmundur Guð- brandsson, Atli Gunnarsson og Örn Grétarsson. sgs@mbl.is Páll Jónsson tannlæknir borinn til grafar Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.