Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 11

Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 11
Morgunblaðið/RAX Flugslys Sérstaða Flugbjörgunarsveitarinnar hefur haldist frá því hún var stofnuð árið 1950. Hér má sjá björg- unarsveitamenn hlúa að slösuðum þegar tvær vélar fórust með fáeinna klst millibili á Mosfellsheiði árið 1979. una út árið 2015, á 65 ára afmæli sveitarinnar. Hver var Gústi skór? Flestir, ef ekki allir í Flug- björgunarsveitinni, hafa einhvern tíma heyrt minnst á Gústa skó. Það er stutt síðan Jónas fékk útskýringu á þessu viðurnefni sem hann heyrði fyrst nefnt fyrir 27 árum. „Ég heyrði útskýringuna bara fyrst fyrir viku þegar ég var að gramsa í þessu. Þá ákvað þessi Gústi skór á sínum tíma, fyrir um fimmtíu árum, að Flugbjörgunarsveitarmenn þyrftu betri skó. Hann gekk frá samningi við skóframleiðanda á Ak- ureyri um að smíða og sauma gönguskó á Flugbjörgunarsveitina. Alvöru leðurskó. Þess vegna fékk hann þetta viðurnefni.“ Það skorti ekki frumkvæðið og áræðið hjá mönnunum í árdaga Flugbjörg- unarsveitarinnar og er Gústi skór eitt fjölmargra dæma um það. Með talstöð á bakinu Einn velunnari sveitarinnar býr erlendis í dag en fylgist vand- lega með starfinu. Hann á heiðurinn af því að hafa fyrir margt löngu tek- ið sig til og smíðað talstöðvar fyrir leitarhópa svo þeir gætu átt í sam- skiptum sín á milli við erfiðar að- stæður. „Það var búinn til risastór bakpoki og upp úr honum stóð loft- net marga metra upp í loftið og þetta var sett á einn í hverjum hópi þegar farið var í útköll og sveiflaðist loftnetið svo mikið til að menn urðu hálfsjóveikir við að ganga með þetta. Ef menn voguðu sér að halla sér fram eða aftur þá duttu þeir og þurftu aðstoð við að standa upp aft- ur. Menn voru að tala um að þetta hafi verið um tuttugu kíló og svo kemur sveiflan á loftnetinu þarna inn. Menn gerðu nú ýmislegt til að bjarga sér,“ segir Jónas. Eldhugar og uppfinningamenn Þessar talstöðvar voru notaðar um árabil og óhætt að fullyrða að um íslenskt hugvit hafi verið að ræða. Engu öðru var til að dreifa og því bjuggu menn það til sem þurfti. Þegar farið var í útköll tók oft lang- an tíma að komast á staðinn og ekki hægt að hafa tíð vaktaskipti. „Það var verið að segja mér sögu af manni sem týndist í Bláfjöllum í kringum 1970. Leitað var í viku og þá fóru menn bara upp í Bláfjöll og leituðu allan daginn og fram á nótt. Svo var ekið í bæinn, og það tók nú engan smá tíma, svo fengu menn sér að borða, fóru í sturtu og fengu sér kríu í svona tvo tíma og fóru svo aft- ur að leita.“ Þannig var leitinni hátt- að og mikið í lagt. Þetta er með breyttu sniði í dag. Það tekur um tuttugu mínútur að skjótast úr bæn- um og upp í Bláfjöll og það eru ekki eingöngu farartækin sem eru breytt heldur einnig fatnaðurinn. Jónas efast um að fullþjálfaðir björgunar- sveitarmenn í dag gætu hreyft sig hratt í þeim fötum sem notuð voru í þá daga. Alla vega ekki án dálítils undirbúnings. Sérstaðan er enn til staðar Á fyrsta starfsári Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík voru útköllin sex, þar af þrjú vegna leitar að flugvélum. Fyrsta leitin var að Glitfaxa, DC-3 vél Flugfélags Ís- lands. Hún fórst með tuttugu manns innanborðs í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli í lok janúar ár- ið 1951. Þá hafði Flugbjörgunar- sveitin starfað í tvo mánuði. Í dag eru útköllin sjaldan tengd flugi en þó heldur sveitin sérstöðu sinni með tengingu við flugið. RNF-hópurinn er sérstaklega þjálfaður fyrir útköll vegna flugslysa, fallhlífahópurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi og að lokum má nefna fis-leitarhóp sem stofnaður var fyrir tveimur ár- um. Sveitin er með samning við Fis- félagið um að koma henni til að- stoðar við leit. Þá fer leitarmaður frá sveitinni með sem er sérþjálf- aður í leit úr lofti. Kostir við leit úr fisi eru meðal annars þeir að unnt er að fljúga mjög hægt og lágt yfir leitarsvæði og þannig má til dæmis koma auga á fótspor og rekja ferðir týnds fólks úr lofti. Þeim sem vilja leggja söguritara þessarar merku sveitar lið, annaðhvort með sögum, myndum eða munum, er bent á að hafa samband við Jónas Guðmunds- son í gegnum netfangið: jonas@fbsr.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Dagana 23.-25.september n.k eru stjórnendur og leiðtogar hvarvetna úr atvinnulífinu hvattir til að setja upp rautt nef og finna trúðinn í sjálf- um sér. Um er að ræða leiðtoga- og samskiptafærninámskeið sem nefn- ist Ertu að grínast? þar sem tækni trúðsins er beitt til að auka leiðtoga- og samskiptafærni einstaklinga. Námskeiðið byggist á áralangri hefð úr leikhúsinu. Leiðbeinandi í tækn- inni er trúðameistarinn Rafael Bian- ciotto sem er Íslendingum kunnur en hann hefur áður haldið námskeið fyr- ir leikara hér á landi ásamt því að kenna í Listaháskólanum. Hann leik- stýrði ennfremur tveimur sýningum, Dauðasyndunum og Þrettándakvöldi, í stóru leikhúsunum hér. Sterkir leiðtogar hafa sterka nærveru Tinna Lind Gunnarsdóttir útskrif- aðist með MPM gráðu frá Háskól- anum í Reykjavík síðastliðið vor. Lokaverkefni hennar kallaðist „The Project Manager as a Clown“ en þar skoðaði hún hvernig hægt væri að nýta tækni trúðsins til að auka leið- toga- og samskiptafærni verkefna- stjóra. Tinna mun á námskeiðinu miðla rannsókn sinni á efninu og leið- beina þátttakendum í að tengja við sinn starfsvettvang. Tinna hélt erindi um efnið á norrænni verkefnastjórn- unarráðstefnu í Hörpu í byrjun sept- ember og henni hefur ennfremur ver- ið boðið að halda erindi þessa efnis á ráðstefnu alþjóðlega verkefnastjórn- unarfélagsins (IPMA) í Króatíu í byrj- un október. Hún segir mikinn fjársjóð vera falinn innan veggja leikhússins sem vert sé fyrir leiðtoga úr atvinnu- lífinu að leita í. Oft er talað um að sterkir leiðtogar hafi sterka nærveru en það er nokkuð sem leikarar eru einmitt mjög meðvitaðir um að þjálfa með sér. Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á net- fangið: tinnalind@mac.com Trúðatækni eflir leiðtoga- og samskiptafærni stjórnenda Trúðar Leiðtogar úr atvinnulífinu leita í fjársjóð innan veggja leikhússins. Að finna trúðinn í sjálfum sér Kínverska er töluð af tæplega fimmt- ungi veraldarbúa og þykir sífellt eftir- sóknarverðara að kunna hana með auknu vægi Kína í heiminum. Þótt vissulega megi finna fjölmargar kín- verskar mállýskur er stöðluð kín- verska (mandarín eða putonghua) alls staðar gjaldgeng í Kína og raunar víða annars staðar. Námskeið í kínversku sem nú fer af stað hjá Endurmenntun veitir inn- gang að þessu heillandi tungumáli. Kennslan fer fram á ensku og nem- endur öðlast grundvallarþekkingu á málinu, færni í framburði og læra að tjá sig með einföldum hætti um hag- nýt efni. Einnig verða kínversk tákn kynnt til sögunnar. Skráningarfrestur rennur út á morgun, sunnudag. Kennari verður Liu Kailiang, sendi- kennari frá Ningbo-háskóla í Kína. Námskeiðið verður í tíu skipti mánu- daga og fimmtudaga 30. sept. til 31. okt. klukkan 20.15 - 22.15. Kennslan fer fram hjá Endurmenntun HÍ, Dun- haga 7. Nánari lýsing og skráning á vefsíðunni www.endurmenntun.is. Námskeið í kínversku fyrir byrjendur Morgunblaðið/Árni Sæberg Bardagalist frá Kína Kynning sem fram fór á Háskólatorgi á þessu ári. Nú er lag að læra kínversku og horfa til framtíðarinnar Staða mála og væntanlegir kjarasamningar RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Stórhöfða 31, sími: 580 5200, rafis.is Fundir í september 2013 Mánudagur 23. september Sauðaárkrókur kl. 12.00 Kaffi Krókur Mánudagur 23. september Akranes kl. 17.00 Gamla kaupfélagið Þriðjudagur 24. september Reykjavík kl. 12.00 Grand hótel Fimmtudagur 26. september Ísafjörður kl. 12.00 Hótel Ísafjörður Föstudagur 27. september Selfoss kl. 12.00 Hótel Selfoss Fundaferð Rafiðnaðarsambands Íslands 2013

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.