Morgunblaðið - 21.09.2013, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
90%
afsláttur
Allt að
RISAlagersala
á Fiskislóð 39
Blöðrur og
bókamerki
fyrir börnin!
Yfir
3500
titlar
BOLLAKÖKUR RIKKU OG
HEIMSRÉTTIR RIKKU
Verð:
1.690 kr.2fyrir1
SKURÐGOÐIÐ MEÐ
SKARÐ Í EYRA OG
LEYNDARDÓMUR
EINHYRNINGSINS
Verð:
990 kr.2fyrir1
LIFANDI DAUÐ Í DALLAS
Verð: 99 kr.
Opið alla helgina kl. 10–19
NEI! SAGÐI
LITLA SKRÍMSLIÐ
Verð:
1.490 kr.
Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305
HÁR
Dreifingaraðili
Hárteygjur
• Engir klofnir endar
• Sterkt grip
• Allar hárgerðir
• Ekkert teygjufar
• Enginn höfuðverkur
• Fyrir allar hárgerðir
Invisibobble Ísland
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kornskurður stendur nú yfir á Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum, það er
að segja þegar gefur til þreskingar.
Ólafur Eggertsson bóndi sagði að
búið væri að vera blautt í haust í
bland við hvassviðri.
„Kornið hefur þroskast seint í
sumar vegna kulda og lítils sólskins.
Því hefur ekki veitt af að standa og
bíða. Það hefur ekkert gefið í
marga daga til að þreskja,“ sagði
Ólafur. Svolítið hefur fallið af korni
á ökrum undir Eyjafjöllum og
örugglega víðar, að sögn Ólafs. Um
daginn gerði mikið hvassviðri á
þessum slóðum og korn sem er
komið að þroska stenst ekki slíkt.
Ef stöngullinn brotnar næst ekki
kornið.
Uppskeran nú er almennt heldur
rýrari en venjulega. Það er þó mis-
jafnt eftir ræktunarsvæðum og teg-
undum, að sögn Ólafs. Fljótþroskuð
íslensk afbrigði af byggi hafa náð
ágætum þroska. Þau eru jafnframt í
meiri hættu að brotna þegar hvess-
ir. Seinþroskaðri afbrigði hafa ekki
náð nægri fyllingu.
Ólafur sagði að fyrir utan Selja-
land, t.d. í Landeyjum, á Móeið-
arhvoli og í Gunnarsholti þar sem
eru stórir akrar, hefði kornið staðið
betur enda ekki verið jafnsvipti-
vindasamt þar. Hins vegar vantar
alls staðar á þroska kornsins.
Ólafur ræktar nú hveiti á fjórum
hekturum. Hann segir hveitið miklu
sterkara í vindi en byggið og það
hafi lítið skemmst. En það þarf gott
sumar til að hveiti þroskist vel og
ekki horfur á að það nái fullum
þroska á þessu ári. Það verður samt
í góðu lagi sem fóður fyrir skepnur.
Áfram er spáð vætu. Landið er
forblautt eftir miklar rigningar.
„Maður lifir í voninni um að það
komi góðir dagar. Langtímaspár
eru frekar í þá átt að það þorni til.
Menn hafa oft slegið korn langt
fram í október. Kornið getur staðið
lengi en það hættir að safna í sig
þegar kólnar. Þá þornar stráið
og kornið sjálft þannig að það
sparar þurrkun og þess háttar,“
sagði Ólafur.
„Það verður rýrari uppskera
en oft áður. Við fengum topp-
ár í fyrra. Það var mjög
gott kornræktarár á nær
öllu landinu,“ sagði
Ólafur.
Ljósmynd/Ólafur Eggertsson
Kornskurður á Þorvaldseyri Sumarið hefur ekki reynst kornræktinni hagfellt á Suðurlandi og víðar. Það hefur
skort hlýindi og sólskin í staðinn fyrir endalausa rigningu. Myndin var tekin haustið 2009.
Horfur á minni korn-
uppskeru en oft áður
Óhagstætt veðurfar Kalt og blautt sumar á Suðurlandi
Stjórnvöld ætla ekki að taka þátt í að
styrkja áætlunarflug til og frá Alex-
andersflugvelli á Sauðárkróki, að því
er segir í bréfi innanríkisráðuneyt-
isins til byggðaráðs Skagafjarðar.
Ráðið skorar á innanríkisráðuneytið
að endurskoða afstöðu sína.
„Staða ríkissjóðs er þröng og er
ekki gert ráð fyrir að áætlunarflugið
verði styrkt af ríkinu, hvorki á nú-
gildandi samgönguáætlun né fjár-
lögum. Því miður eru við þessar að-
stæður ekki forsendur til þess að
verða við beiðni yðar um frekari
stuðning á þessu stigi,“ segir í bréfi
ráðuneytisins.
Skagafjörður hefur greitt 27 millj-
ónir það sem af er þessu ári vegna
áætlunarflugs Air Arctic, áður Eyja-
flugs, en félagið hóf að fljúga milli
Sauðárkróks og Reykjavíkur í lok
janúar.
Munu ekki styrkja
flug til Sauðárkróks
Komin er meira en hálfrar aldar
reynsla af kornrækt á Þorvalds-
eyri undir Eyjafjöllum. Eggert
faðir Ólafs bónda hóf kornrækt í
smáum stíl upp úr 1950 og bygg
hefur verið ræktað þar samfellt
frá 1960. Ólafur segir að alltaf
hafi komið slæm ár inn á milli.
Hann nefnir árið 1983 sem sam-
bærilegt við þetta ár.
„Við megum alveg reikna með
að á tíu ára fresti verði
uppskeran eitthvað
minni,“ sagði Ólafur.
„Við vitum það sem
búum hér að þetta
var ekkert sumar. Það
komu tvær þokka-
legar vikur í júlí en
engir verulegir
hitar.“
Löng reynsla
af byggrækt
SLÆM KORNRÆKTARÁR
GETA KOMIÐ AF OG TIL
Ólafur
Eggertsson
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
innanríkis-
ráðherra kynnti
á fundi Hafna-
sambands Ís-
lands í gærmorg-
un að hún ætlaði
að leggja fram
lagafrumvarp
um breytingar á
hafnalögum sem
miðuðu að því að bregðast við fjár-
hagsvanda hafna og styðja betur
endurnýjun hafnamannvirkja. Hún
sagðist jafnframt vera opin fyrir
þeirri hugmynd að heimila aðkomu
annarra en ríkissjóðs að uppbygg-
ingu innviða í landinu, til dæmis
vega, flugsamgangna eða hafnar-
mannvirkja.
Um væntanlegar breytingar á
lögum sagði hún að markmið frum-
varpsins væri fyrst og fremst að
bregðast við fjárhagsvanda hafna,
auk annarra breytinga, s.s. á
ákvæðum um neyðarhafnir.
Boðar frumvarp til
að bregðast við fjár-
hagsvanda hafna
Hanna Birna
Kristjánsdóttir