Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 90% afsláttur Allt að RISAlagersala á Fiskislóð 39 Blöðrur og bókamerki fyrir börnin! Yfir 3500 titlar BOLLAKÖKUR RIKKU OG HEIMSRÉTTIR RIKKU Verð: 1.690 kr.2fyrir1 SKURÐGOÐIÐ MEÐ SKARÐ Í EYRA OG LEYNDARDÓMUR EINHYRNINGSINS Verð: 990 kr.2fyrir1 LIFANDI DAUÐ Í DALLAS Verð: 99 kr. Opið alla helgina kl. 10–19 NEI! SAGÐI LITLA SKRÍMSLIÐ Verð: 1.490 kr. Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 HÁR Dreifingaraðili Hárteygjur • Engir klofnir endar • Sterkt grip • Allar hárgerðir • Ekkert teygjufar • Enginn höfuðverkur • Fyrir allar hárgerðir Invisibobble Ísland Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kornskurður stendur nú yfir á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, það er að segja þegar gefur til þreskingar. Ólafur Eggertsson bóndi sagði að búið væri að vera blautt í haust í bland við hvassviðri. „Kornið hefur þroskast seint í sumar vegna kulda og lítils sólskins. Því hefur ekki veitt af að standa og bíða. Það hefur ekkert gefið í marga daga til að þreskja,“ sagði Ólafur. Svolítið hefur fallið af korni á ökrum undir Eyjafjöllum og örugglega víðar, að sögn Ólafs. Um daginn gerði mikið hvassviðri á þessum slóðum og korn sem er komið að þroska stenst ekki slíkt. Ef stöngullinn brotnar næst ekki kornið. Uppskeran nú er almennt heldur rýrari en venjulega. Það er þó mis- jafnt eftir ræktunarsvæðum og teg- undum, að sögn Ólafs. Fljótþroskuð íslensk afbrigði af byggi hafa náð ágætum þroska. Þau eru jafnframt í meiri hættu að brotna þegar hvess- ir. Seinþroskaðri afbrigði hafa ekki náð nægri fyllingu. Ólafur sagði að fyrir utan Selja- land, t.d. í Landeyjum, á Móeið- arhvoli og í Gunnarsholti þar sem eru stórir akrar, hefði kornið staðið betur enda ekki verið jafnsvipti- vindasamt þar. Hins vegar vantar alls staðar á þroska kornsins. Ólafur ræktar nú hveiti á fjórum hekturum. Hann segir hveitið miklu sterkara í vindi en byggið og það hafi lítið skemmst. En það þarf gott sumar til að hveiti þroskist vel og ekki horfur á að það nái fullum þroska á þessu ári. Það verður samt í góðu lagi sem fóður fyrir skepnur. Áfram er spáð vætu. Landið er forblautt eftir miklar rigningar. „Maður lifir í voninni um að það komi góðir dagar. Langtímaspár eru frekar í þá átt að það þorni til. Menn hafa oft slegið korn langt fram í október. Kornið getur staðið lengi en það hættir að safna í sig þegar kólnar. Þá þornar stráið og kornið sjálft þannig að það sparar þurrkun og þess háttar,“ sagði Ólafur. „Það verður rýrari uppskera en oft áður. Við fengum topp- ár í fyrra. Það var mjög gott kornræktarár á nær öllu landinu,“ sagði Ólafur. Ljósmynd/Ólafur Eggertsson Kornskurður á Þorvaldseyri Sumarið hefur ekki reynst kornræktinni hagfellt á Suðurlandi og víðar. Það hefur skort hlýindi og sólskin í staðinn fyrir endalausa rigningu. Myndin var tekin haustið 2009. Horfur á minni korn- uppskeru en oft áður  Óhagstætt veðurfar  Kalt og blautt sumar á Suðurlandi Stjórnvöld ætla ekki að taka þátt í að styrkja áætlunarflug til og frá Alex- andersflugvelli á Sauðárkróki, að því er segir í bréfi innanríkisráðuneyt- isins til byggðaráðs Skagafjarðar. Ráðið skorar á innanríkisráðuneytið að endurskoða afstöðu sína. „Staða ríkissjóðs er þröng og er ekki gert ráð fyrir að áætlunarflugið verði styrkt af ríkinu, hvorki á nú- gildandi samgönguáætlun né fjár- lögum. Því miður eru við þessar að- stæður ekki forsendur til þess að verða við beiðni yðar um frekari stuðning á þessu stigi,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Skagafjörður hefur greitt 27 millj- ónir það sem af er þessu ári vegna áætlunarflugs Air Arctic, áður Eyja- flugs, en félagið hóf að fljúga milli Sauðárkróks og Reykjavíkur í lok janúar. Munu ekki styrkja flug til Sauðárkróks Komin er meira en hálfrar aldar reynsla af kornrækt á Þorvalds- eyri undir Eyjafjöllum. Eggert faðir Ólafs bónda hóf kornrækt í smáum stíl upp úr 1950 og bygg hefur verið ræktað þar samfellt frá 1960. Ólafur segir að alltaf hafi komið slæm ár inn á milli. Hann nefnir árið 1983 sem sam- bærilegt við þetta ár. „Við megum alveg reikna með að á tíu ára fresti verði uppskeran eitthvað minni,“ sagði Ólafur. „Við vitum það sem búum hér að þetta var ekkert sumar. Það komu tvær þokka- legar vikur í júlí en engir verulegir hitar.“ Löng reynsla af byggrækt SLÆM KORNRÆKTARÁR GETA KOMIÐ AF OG TIL Ólafur Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra kynnti á fundi Hafna- sambands Ís- lands í gærmorg- un að hún ætlaði að leggja fram lagafrumvarp um breytingar á hafnalögum sem miðuðu að því að bregðast við fjár- hagsvanda hafna og styðja betur endurnýjun hafnamannvirkja. Hún sagðist jafnframt vera opin fyrir þeirri hugmynd að heimila aðkomu annarra en ríkissjóðs að uppbygg- ingu innviða í landinu, til dæmis vega, flugsamgangna eða hafnar- mannvirkja. Um væntanlegar breytingar á lögum sagði hún að markmið frum- varpsins væri fyrst og fremst að bregðast við fjárhagsvanda hafna, auk annarra breytinga, s.s. á ákvæðum um neyðarhafnir. Boðar frumvarp til að bregðast við fjár- hagsvanda hafna Hanna Birna Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.