Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Nú þegar afar góðu laxveiðisumri er
að ljúka er ljóst að metveiði hefur
verið í allmörgum ám og gríðarlega
góð veiði í þeim mörgum hverjum.
Met hafa verið sett í Norðurá, Stóru-
Laxá, Haffjarðará, Húseyjarkvísl í
Skagafirði, Flókadalsá í Borgarfirði,
Straumfjarðará og Miðá í Dölum. Og
fleiri kunna að bætast í hópinn.
„Jú, það er metveiði í Norðurá.
Hún fór í 3.309 laxa eftir lokaholli ár-
nefndarinnar,“ segir Jón Ásgeir Sig-
urvinsson, veiðivörður við Norðurá.
Eitthvað mun þó bætast við töluna
því enn á eftir að veiða einhverja laxa
í klak. Eldra metið var 3.307 og sett
sumarið 2008. „Aðstandendur árinn-
ar eru himinlifandi. Þetta er það
besta sem gat komið fyrir veiðina al-
mennt á landinu eftir þetta hörm-
ungasumar í fyrra.“
Jón Ásgeir segir að um síðustu
mánaðamót hafi stakir dagar verið
seldir í Norðurá og þeir hafi verið illa
nýttir og veiðin því dræm. „Í kjölfar-
ið kom holl 6. til 9. september sem
lenti í kjöraðstæðum og veiddi 151
lax. Þetta var vant haustveiðifólk
sem kom til veiða þegar áin var að
falla eftir flóð. Síðan fékk árnefndin
hátt í sextíu laxa í lokin.“
„Allir í skýjunum“
Óhætt er að segja að fyrst hafi
veiðimet fallið þetta sumarið í Stóru-
Laxá. Fyrra met þar var tveggja ára
gamalt, 776 laxar, en í gær var veiðin
í ánni komin yfir 1.400 laxa. Veitt er
til 30. september í ánni og því líklegt
að veiðin verði nálægt því tvöfalt
meiri nú en þá.
„Hér eru allir í skýjunum og við
vonum bara að þetta haldi áfram
næsta sumar,“ segir Esther Guð-
jónsdóttir, bóndi á Sólheimum, for-
maður veiðifélagsins. Þegar spurt er
um mögulegar skýringar á þessari
frábæru veiði segir hún að eflaust
skipti það máli að farið sé að sleppa
miklu fleiri löxum en áður og ein-
hverjir þeirra veiðist aftur. Þá hafi
skilyrðin eflaust verið góð í hafinu.
Þekkt er að á haustin hefur iðu-
lega hafist mikil aflahrota í ánni en
Esther segir hana hafa hafist miklu
fyrr nú og veiðin verið jöfn í haust.
Veiddu á ótrúlegum stöðum
Í gær skrifaði Ástþór Jóhannsson,
sem hefur verið staðarhaldari við
Straumfjarðará í 16 ár, undir nýjan
samning fyrir hönd Snasa ehf. við
veiðifélag árinnar. Veiðirétturinn var
boðinn út á dögunum og var Snasi
með hæsta boðið af þeim 14 sem bár-
ust. Þá féll fyrra veiðimet í ánni en
það var 755 laxar og sett sumarið
1975. „Veiðin endaði í 786 löxum,“
segir Ástþór og bætir við að þetta
hafi verið ótrúlegt frá fyrsta veiði-
degi sumarsins. „Þetta var stöðug
veiði, jafnt og þétt, þar til kólnaði í
síðustu viku. Nú vantaði heldur ekki
vatn, eins og stundum áður. Það var
fiskur nánast alls staðar í ánni. Nýir
veiðimenn sem voru að koma í ána
gátu verið að setja í fiska á ótrúleg-
ustu stöðum.
Skelfingarárið í fyrra fór dags-
veiðin bara í tvígang í tveggja stafa
tölu, tíu laxa annan daginn og ellefu
laxa nokkrum dögum síðar. Nú í
sumar fór hún varla niður fyrir
tveggja stafa tölu.“
Bjóst ekki við að metið félli
Í Húseyjarkvísl í Skagafirði er
veitt á tvær laxastangir og tvær sil-
ungastangir. Þar er góð sjóbirtings-
veiði vor og haust og veitt til 25. sept-
ember. Fyrra met í ánni var um 270
laxar en nú nálgast veiðin 370.
„Það er algjörlega frábært. Ég
bjóst aldrei við því að fyrra metið
yrði bætt, hvað þá að veiðin færi í
svona tölu,“ segir Valgarður Ragn-
arsson, leigutaki árinnar. Hann segir
veiðina hafa byrjað vel í lok júní með
þrettán laxa holli og síðan hafi verið
að veiðast 20 til 30 laxar í holli á
besta tímanum, langt inn í ágúst.
„Auðvitað hjálpar að öllum veiddum
laxi er sleppt en ég taldi einfaldlega
að áin gæti ekki framleitt þetta mikið
af fsiki. Það hefur verið gríðarlega
mikið af laxi í ánni í sumar. Og mikið
af stórum laxi. Síðan hefur verið fín
sjóbirtingsveiði, þrátt fyrir skelfileg-
ar aðstæður.“
Enn er veitt í Miðá í Dölum og þar
er fyrra met fallið fyrir nokkru. Það
var 477 laxar en á miðvikudaginn var
höfðu 665 laxar veiðst á stangirnar
þrjár. Að sögn veiðimanns sem var
þar fyrir skömmu og þekkir vel til
var mikið af laxi um alla á, á merkt-
um stöðum sem ómerktum, og fékk
hann tíu laxa á dagsstöngina.
510 á stöng í Ásunum
Í Flókadalsá höfðu 886 laxar
veiðst á miðvikudagskvöldið á stang-
irnar þrjár. Besta veiði í ánni til
þessa voru 768 laxar sumarið 2008.
Þar er sömu sögu að segja og svo
víða á Vesturlandi; laxinn tók að
ganga snemma og mikið var af fiski á
öllum helstu veiðistöðum út sumarið.
Veiðimetið féll ekki í Laxá á Ásum
en veiðin var afar góð. Veitt er á
flugu á tvær stangir í 82 daga og
voru 1.019 laxar færðir til bókar. Í
fyrra veiddust hins vegar aðeins 211.
Veiðin á dagsstöng í Ásunum var
um 510 laxar á stöng eða rúmlega
sex á stöng á dag að meðaltali.
Met á met ofan í laxveiðinni
Norðurá komin í 3.309 laxa og enn er klakveiðin eftir Eldra met í Stóru-Laxá var 776, nú hafa
um 1.400 veiðst Metveiði í Straumu og leigutakar með nýjan samning „Frábært“ í Húseyjarkvísl
Morgunblaðið/Einar Falur
Hvað nú? Bandaríski veiðimaðurinn Martin Bell setti í lax af kletti
Stekkjarfoss í Vatnsdalsá í vikunni, þegar áin var í foráttuflóði.
Aflahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
Ytri-Rangá & Hólsá(22)
Eystri-Rangá (18)
Miðfjarðará (10)
Þverá-Kjarrá (14)
Norðurá (15)
Blanda (14)
Langá (12)
Haffjarðará (6)
Selá í Vopnafirði (9)
Grímsá og Tunguá (8)
Stóra-Laxá (10)
Laxá í Kjós (10)
Hofsám/Sunnudalsá (10)
Elliðaárnar (4)
Vatnsdalsá (7)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Á sama
tíma í fyrra
3.887
2.740
1.545
738
953
832
1.010
1.146
1.444
434
450
494
1.008
830
305
Staðan 18. september 2013
4.821
4.176
3.554
3.356
3.309
2.610
2.605
2.158*
1.640
1.486
1.350
1.129
1.128
1.112
1.054
* Lokatölur
Á fundi umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjavíkurborgar síðasta
miðvikudag var samþykkt tillaga
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að
umferðartalning verði gerð á
nokkrum götum í nágrenni við
Hofsvallagötu. Vísbendingar eru
um að umferð hafi aukist á ein-
stökum götum í kjölfar fram-
kvæmdanna á Hofsvallagötu fyrr í
sumar.
Í tillögu þeirra Gísla Marteins
Baldurssonar, Hildar Sverrisdóttur
og Júlíusar Vífils Ingvarssonar seg-
ir að íbúar hverfisins hafi bent á að
umferðarþungi hafi aukist á Furu-
mel, Neshaga, Ægisíðu og Birkimel
eftir framkvæmdirnar, en eins og
alkunna er var gatan þrengd í sum-
ar og hjólastígar lagðir sinn hvorum
megin við götuna.
Aðspurður segir Ólafur Bjarna-
son, samgöngustjóri Reykjavíkur-
borgar, málið vera komið á borð
samgöngusviðs. „Talningin fer
þannig fram að umferð er „hand-
talin“ hluta úr degi.“
Í tillögunni er lagt til að talningar
verði gerðar á fyrrnefndum götum,
sem og á Hofsvallagötu, og að nið-
urstöðurnar verði bornar saman við
fyrri talningar. kij@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Umferðartalning verður gerð á nokkrum götum í nágrenni við
Hofsvallagötu. Umferðin hefur breyst í kjölfar framkvæmdanna.
Umferðartalning
við Hofsvallagötu
Vísbendingar um aukna umferð
www.gilbert.is