Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú þegar afar góðu laxveiðisumri er að ljúka er ljóst að metveiði hefur verið í allmörgum ám og gríðarlega góð veiði í þeim mörgum hverjum. Met hafa verið sett í Norðurá, Stóru- Laxá, Haffjarðará, Húseyjarkvísl í Skagafirði, Flókadalsá í Borgarfirði, Straumfjarðará og Miðá í Dölum. Og fleiri kunna að bætast í hópinn. „Jú, það er metveiði í Norðurá. Hún fór í 3.309 laxa eftir lokaholli ár- nefndarinnar,“ segir Jón Ásgeir Sig- urvinsson, veiðivörður við Norðurá. Eitthvað mun þó bætast við töluna því enn á eftir að veiða einhverja laxa í klak. Eldra metið var 3.307 og sett sumarið 2008. „Aðstandendur árinn- ar eru himinlifandi. Þetta er það besta sem gat komið fyrir veiðina al- mennt á landinu eftir þetta hörm- ungasumar í fyrra.“ Jón Ásgeir segir að um síðustu mánaðamót hafi stakir dagar verið seldir í Norðurá og þeir hafi verið illa nýttir og veiðin því dræm. „Í kjölfar- ið kom holl 6. til 9. september sem lenti í kjöraðstæðum og veiddi 151 lax. Þetta var vant haustveiðifólk sem kom til veiða þegar áin var að falla eftir flóð. Síðan fékk árnefndin hátt í sextíu laxa í lokin.“ „Allir í skýjunum“ Óhætt er að segja að fyrst hafi veiðimet fallið þetta sumarið í Stóru- Laxá. Fyrra met þar var tveggja ára gamalt, 776 laxar, en í gær var veiðin í ánni komin yfir 1.400 laxa. Veitt er til 30. september í ánni og því líklegt að veiðin verði nálægt því tvöfalt meiri nú en þá. „Hér eru allir í skýjunum og við vonum bara að þetta haldi áfram næsta sumar,“ segir Esther Guð- jónsdóttir, bóndi á Sólheimum, for- maður veiðifélagsins. Þegar spurt er um mögulegar skýringar á þessari frábæru veiði segir hún að eflaust skipti það máli að farið sé að sleppa miklu fleiri löxum en áður og ein- hverjir þeirra veiðist aftur. Þá hafi skilyrðin eflaust verið góð í hafinu. Þekkt er að á haustin hefur iðu- lega hafist mikil aflahrota í ánni en Esther segir hana hafa hafist miklu fyrr nú og veiðin verið jöfn í haust. Veiddu á ótrúlegum stöðum Í gær skrifaði Ástþór Jóhannsson, sem hefur verið staðarhaldari við Straumfjarðará í 16 ár, undir nýjan samning fyrir hönd Snasa ehf. við veiðifélag árinnar. Veiðirétturinn var boðinn út á dögunum og var Snasi með hæsta boðið af þeim 14 sem bár- ust. Þá féll fyrra veiðimet í ánni en það var 755 laxar og sett sumarið 1975. „Veiðin endaði í 786 löxum,“ segir Ástþór og bætir við að þetta hafi verið ótrúlegt frá fyrsta veiði- degi sumarsins. „Þetta var stöðug veiði, jafnt og þétt, þar til kólnaði í síðustu viku. Nú vantaði heldur ekki vatn, eins og stundum áður. Það var fiskur nánast alls staðar í ánni. Nýir veiðimenn sem voru að koma í ána gátu verið að setja í fiska á ótrúleg- ustu stöðum. Skelfingarárið í fyrra fór dags- veiðin bara í tvígang í tveggja stafa tölu, tíu laxa annan daginn og ellefu laxa nokkrum dögum síðar. Nú í sumar fór hún varla niður fyrir tveggja stafa tölu.“ Bjóst ekki við að metið félli Í Húseyjarkvísl í Skagafirði er veitt á tvær laxastangir og tvær sil- ungastangir. Þar er góð sjóbirtings- veiði vor og haust og veitt til 25. sept- ember. Fyrra met í ánni var um 270 laxar en nú nálgast veiðin 370. „Það er algjörlega frábært. Ég bjóst aldrei við því að fyrra metið yrði bætt, hvað þá að veiðin færi í svona tölu,“ segir Valgarður Ragn- arsson, leigutaki árinnar. Hann segir veiðina hafa byrjað vel í lok júní með þrettán laxa holli og síðan hafi verið að veiðast 20 til 30 laxar í holli á besta tímanum, langt inn í ágúst. „Auðvitað hjálpar að öllum veiddum laxi er sleppt en ég taldi einfaldlega að áin gæti ekki framleitt þetta mikið af fsiki. Það hefur verið gríðarlega mikið af laxi í ánni í sumar. Og mikið af stórum laxi. Síðan hefur verið fín sjóbirtingsveiði, þrátt fyrir skelfileg- ar aðstæður.“ Enn er veitt í Miðá í Dölum og þar er fyrra met fallið fyrir nokkru. Það var 477 laxar en á miðvikudaginn var höfðu 665 laxar veiðst á stangirnar þrjár. Að sögn veiðimanns sem var þar fyrir skömmu og þekkir vel til var mikið af laxi um alla á, á merkt- um stöðum sem ómerktum, og fékk hann tíu laxa á dagsstöngina. 510 á stöng í Ásunum Í Flókadalsá höfðu 886 laxar veiðst á miðvikudagskvöldið á stang- irnar þrjár. Besta veiði í ánni til þessa voru 768 laxar sumarið 2008. Þar er sömu sögu að segja og svo víða á Vesturlandi; laxinn tók að ganga snemma og mikið var af fiski á öllum helstu veiðistöðum út sumarið. Veiðimetið féll ekki í Laxá á Ásum en veiðin var afar góð. Veitt er á flugu á tvær stangir í 82 daga og voru 1.019 laxar færðir til bókar. Í fyrra veiddust hins vegar aðeins 211. Veiðin á dagsstöng í Ásunum var um 510 laxar á stöng eða rúmlega sex á stöng á dag að meðaltali. Met á met ofan í laxveiðinni  Norðurá komin í 3.309 laxa og enn er klakveiðin eftir  Eldra met í Stóru-Laxá var 776, nú hafa um 1.400 veiðst  Metveiði í Straumu og leigutakar með nýjan samning  „Frábært“ í Húseyjarkvísl Morgunblaðið/Einar Falur Hvað nú? Bandaríski veiðimaðurinn Martin Bell setti í lax af kletti Stekkjarfoss í Vatnsdalsá í vikunni, þegar áin var í foráttuflóði. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Ytri-Rangá & Hólsá(22) Eystri-Rangá (18) Miðfjarðará (10) Þverá-Kjarrá (14) Norðurá (15) Blanda (14) Langá (12) Haffjarðará (6) Selá í Vopnafirði (9) Grímsá og Tunguá (8) Stóra-Laxá (10) Laxá í Kjós (10) Hofsám/Sunnudalsá (10) Elliðaárnar (4) Vatnsdalsá (7) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra 3.887 2.740 1.545 738 953 832 1.010 1.146 1.444 434 450 494 1.008 830 305 Staðan 18. september 2013 4.821 4.176 3.554 3.356 3.309 2.610 2.605 2.158* 1.640 1.486 1.350 1.129 1.128 1.112 1.054 * Lokatölur Á fundi umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjavíkurborgar síðasta miðvikudag var samþykkt tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að umferðartalning verði gerð á nokkrum götum í nágrenni við Hofsvallagötu. Vísbendingar eru um að umferð hafi aukist á ein- stökum götum í kjölfar fram- kvæmdanna á Hofsvallagötu fyrr í sumar. Í tillögu þeirra Gísla Marteins Baldurssonar, Hildar Sverrisdóttur og Júlíusar Vífils Ingvarssonar seg- ir að íbúar hverfisins hafi bent á að umferðarþungi hafi aukist á Furu- mel, Neshaga, Ægisíðu og Birkimel eftir framkvæmdirnar, en eins og alkunna er var gatan þrengd í sum- ar og hjólastígar lagðir sinn hvorum megin við götuna. Aðspurður segir Ólafur Bjarna- son, samgöngustjóri Reykjavíkur- borgar, málið vera komið á borð samgöngusviðs. „Talningin fer þannig fram að umferð er „hand- talin“ hluta úr degi.“ Í tillögunni er lagt til að talningar verði gerðar á fyrrnefndum götum, sem og á Hofsvallagötu, og að nið- urstöðurnar verði bornar saman við fyrri talningar. kij@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Umferð Umferðartalning verður gerð á nokkrum götum í nágrenni við Hofsvallagötu. Umferðin hefur breyst í kjölfar framkvæmdanna. Umferðartalning við Hofsvallagötu  Vísbendingar um aukna umferð www.gilbert.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.