Morgunblaðið

Date
  • previous monthSeptember 2013next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 19

Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 19
an fyrir makrílinn með Asdic-tæki og búnaði til veiðanna. Aflaverðmætið í ár nái ekki þeirri tölu, en næsta ár standi þeir betur að vígi og séu reynslunni ríkari. Ekki sé spurning að makrílveiðar séu fínt verkefni fyr- ir smábátana, sérstaklega þá kvóta- litlu. Bátarnir komi með úrvals- hráefni að landi og þeir á Öðlingi hafa lagt mikla vinnu í að hafa gæðin sem allra mest. Þeir hafi fengið hátt í 150 krón- ur fyrir kílóið af makríl að meðaltali og voru í föstum viðskiptum. Nokkur kíló af allra besta makrílnum fóru á tæplega 300 krónur. Þeir voru með 50 króka á fimm slóðum og því yfir- leitt með 220 króka úti í einu. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi St. Franciskuspítalinn í Stykk- ishólmi er bæjarbúum og öðrum íbúum á Snæfellsnesi mikils virði og mikilvægur öryggisþáttur í þróun byggðar á svæðinu. Heilbrigð- isráðherra, Kristján Þór Júlíusson og Guðjón Brjánsson forstöðumað- ur Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands heimsóttu Stykkishólm í vikunni. Þar var þeim kynnt starf- semi sjúkrahússins og farið yfir hugmyndir um endurbætur á sjúkrahúsinu. Af því tilefni voru þeim afhentar undirskriftir um 630 heimamanna um stuðning við starfsemi sjúkra- hússins og starfsfólks. Um er að ræða yfir 80% íbúa svæðisins sem eru yfir 18 ára aldri. Sesselja Pálsdóttir hafði orð fyrir þeim sem stóðu að söfnuninni og sagði að bæjarbúar teldu löngu tímabært að láta í ljós skoðun sína og hug til sjúkrahússins. Dregið hefur úr starfsemi sjúkrahússins á undanförnum árum og hefur það verið lokað í allt að 7 vikur að sumri til mikilla óþæginda fyrir íbúana. Kristján Þór þakkaði þann áhuga og velvilja sem undirskriftirnar sýndu. Samtakamáttur væri afl sem skilaði árangri. Ekki vildi ráðherra vekja miklar vonir um auknar fjár- veitingar og lítið væri hægt að segja fyrr en fjárlagafrumvarp fyr- ir næsta ár liti dagsins ljós í byrjun næsta mánaðar. Hólmarar styðja sjúkrahúsið Morgunblaðið/Gunnlaugur Afhending Sesselja Pálsdóttir af- henti Kristjáni Þór Júlíussyni undir- skriftalistana í Stykkishólmi. Lögreglu höfuðborgarsvæðisins hef- ur ekki verið tilkynnt um fram- kvæmdirnar við nýja ljósastýrða gangbraut yfir Hringbraut á móts við Sæmundargötu. Þetta segir í svari Ólafs Bjarnasonar, samgöngu- stjóra Reykjavíkurborgar, við fyrir- spurn Morgunblaðsins. Framkvæmdir eru nýhafnar við nýju gangbrautina en ekki er mjög langt síðan ljósastýrð gangbraut var lögð aðeins nokkra tugi metra frá, við Þjóðminjasafnið. Ólafur segir að aðeins sé haft sam- ráð við lögregluna þegar um er að ræða meiriháttar aðgerðir í gatna- kerfinu og aðgerðir sem lagaskylda er að hafa samráð um. „Hins vegar hefur verið samráð og samvinna við Vegagerðina um fram- kvæmdir á og við Hringbraut þar sem Hringbraut er þjóðvegur sem Vegagerðin á og rekur. Greiðir hún hluta kostnaðar við gönguljósin“ segir Ólafur jafnframt. kij@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Ljósastýrð gangbraut Það verður stutt á milli gangbrauta á Hringbraut. Ekkert samráð  Lögreglu hefur ekki verið tilkynnt um framkvæmdir við nýja gangbraut Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að heimilað verði að stunda færaveiðar á makríl á grunnslóð til 30. september. Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda kemur fram að sambandið óskaði eftir því við ráðherra að veiðarnar yrðu ekki stöðvaðar í gær eins og reglu- gerð kvað á um. LS hafi talið afar mikilvægt að veiðarnar yrðu leyfðar áfram til að afla upplýsinga um göngu makrílsins auk stærð- arsamsetningar og gæða. Heild- arafli smábáta var í gær kominn í 4.518 tonn. Mega veiða út mánuðinn SMÁBÁTAR MEÐ 4.518 T. Ragnheiður Garðarsdóttir hefur starfað sem leikskólakennari í 19 ár. Hún vinnur mikið á gólfinu og þarf þar af leiðandi sífellt að vera að setjast og standa upp aftur. Ragnheiður er greind með slitgigt og hefur fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni um árabil. "Haustið 2012 var ég í berjamó og varð svo slæm á eftir að ég þurfti að fá sprautur og sterk verkjalyf fyrir mjöðmina. Ég skánaði við það en var alltaf með seyðing og verki. Suma daga var ég þokkaleg en aðrir voru hreint helvíti á jörð. Næturnar hafa líka í gegnum árin verið mér erfiðar. Ég var með eilífan seyðing í mjöðminni og niður í tá og gat ómögulega legið á hægri hliðinni. Ég sá best hversu slæmt ástandið var á því hvað göngulagið mitt var orðið skelfilegt í myndbandi frá Flórídaferð fjölskyldunnar haustið 2011." Öðlaðist nýtt líf "Ég hef notað NUTRILENK GOLD síðan í september 2012 með frábærum árangri, og þá meina ég árangri. Í byrjun tók ég 6 töflur á dag í 2 mánuði en í dag tek ég 3 töflur á dag. Ég hef stundað æfingar í Meta- bolic af fullum krafti síðan vorið 2013 og tek þá aðeins meira af NUTRILENK GOLD. Núna sef ég allar nætur og get beygt mig án sársauka. Ég átti mjög erfitt með að klæða mig í sokka og skó á morgnana og þurfti að fá aðstoð. Það er allt annað í dag, ég get bókstaflega allt! Ég er meira að segja farin að fara í kraftgöngur á ný. Ykkur finnst þetta kannski vera ýkt saga … en hún er sönn. Ég öðlaðist nýtt líf með NUTRILENK GOLD." Nutrilenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is P R E N T U N . I S NUTRILENK - hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina Verkirnir hreint helvíti á jörð Hvað getur Nutrilenk gert fyrir þig? Heilbrigður liður Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamó- tum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin Nutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf - upplifið breytinguna! Liður með slitnum brjóskvef Ragnheiður Garðar sdóttir leikskólakennari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 220. tölublað (21.09.2013)
https://timarit.is/issue/372174

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

220. tölublað (21.09.2013)

Actions: