Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 22
VIÐTAL
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Margvísleg tímamót eru í ævi fólks
og sum skemmtilegri en önnur.
Þetta þekkir Jóhannes Sigfússon,
bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði
en nú í haust voru fimmtíu ár síðan
hann fór í sínar fyrstu göngur, þá tíu
ára gamall.
Jóhannes er fæddur og uppalinn á
Gunnarsstöðum í stórum systk-
inahópi, þar sem forfeður hans hafa
búið frá árinu 1888, sonur hjónanna
Sigríðar Jóhannesdóttur og Sigfúsar
Aðalbergs Jóhannssonar.
Hann hefur sinnt margvíslegum
trúnaðarstörfum í sveitinni og var í
sveitarstjórn í tuttugu og fjögur ár.
Hann hefur einnig verið atkvæða-
mikill í málefnum bænda í landinu
og var lengi formaður Lands-
samtaka sauðfjárbænda.
Heimabyggðin er honum kær eins
og greinilega kemur fram í kvæði
hans „Við Þistilfjörð“ en Jóhannes
er góður hagyrðingur. Tvítugur hóf
hann búskap á Gunnarsstöðum, þá í
félagsbúi með foreldrum sínum.
Fimmta kynslóðin er nú komin í bú-
skapinn því tvö af börnum hans hafa
nú sest þar að með fjölskyldum sín-
um.
Jóhannes segir margt hafa breyst
á þessum fimmtíu árum hjá gangna-
fólki, einkum aðbúnaður og húsa-
kostur en fyrstu árin voru gangna-
kofarnir torfkofar, sem voru samt
ótrúlega hlýir þegar kolavélin hafði
verið kynt.
Alltaf tilhlökkunarefni
„Fruggulyktin í kofanum er þó
enn minnisstæð,“ sagði hann og hló.
„Ett hefur þó ekki breyst. Það er
alltaf tilhlökkunarefni að fara í
göngur og ríða um heiðarlöndin í
góðum félagsskap.“
Fjölmennt var í fyrstu göngum
þetta haustið en bræður Jóhannesar
höfðu ákveðið að koma honum á
óvart með því að mæta allir í göng-
urnar, einnig sá sem býr í Noregi og
þaðan kom einnig dóttir Jóhannesar
til að fara í göngur með þeim.
Hreindýrahjörð í Heljardal
Smölun gekk vel og sagði Jóhann-
es að heiðarlöndin væru enn algróin
eins og um hásumartíð en það vor-
aði seint fyrir norðan. Hreindýr
sjást æ oftar á þessum slóðum og
virðast vera að færa sig á milli
svæða. Syðst í Heljardalnum var
stór hreindýrahjörð, líklega hátt í
400 dýr, en þar er ekki skilgreint
hreindýraveiðisvæði. Gangnamenn
urðu samt varir við hreindýra-
veiðimenn á þessum slóðum og
a.m.k. níu dýr voru felld meðan þeir
voru í göngunum. Ummerki á land-
inu voru líka greinileg eftir veiði-
mennina og farartæki þeirra og
hafa bændur áhyggjur af þessari
framvindu.
Féð var vel fram gengið
Eftir tveggja daga smölun á heið-
inni var féð rekið út fyrir heiðargirð-
ingu og síðan réttað um helgina. Fé
var vel fram gengið og ekki mikil af-
föll að sjá við fyrstu sýn.
Á réttardaginn er margt um fólk
og fé í Gunnarsstaðarétt. Kaffi-
hlaðborð var í fjárhúsi þar sem
myndarlegar Þistilfjarðar-
húsfreyjur gáfu á garðann, brenn-
heitt á könnunni og meðlæti að
sveitasið.
Kvenfólkið sækir á í smala-
mennskunni og þegar heimalandið
var smalað fyrir síðustu helgi voru
konur þar í meirihluta. Það hefur
aldrei skeð áður í minni smalatíð,“
Fimmtíu ára
gangnaafmæli
Gunnarsstaðabónda
Jóhannes Sigfússon hóf tvítugur búskap á Gunnarsstöð-
um í Þistilfirði Fimmta kynslóðin er komin í búskapinn
Ánægja Fjóla Runólfsdóttir og Jóhannes á góðum degi í réttunum. Jafnan margt um fólk og fé í Gunnarsstaðarétt.
Í lok dags Jóhannes og hesturinn Kjói eftir góðan dag við smölun.
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013