Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 22
VIÐTAL Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Margvísleg tímamót eru í ævi fólks og sum skemmtilegri en önnur. Þetta þekkir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði en nú í haust voru fimmtíu ár síðan hann fór í sínar fyrstu göngur, þá tíu ára gamall. Jóhannes er fæddur og uppalinn á Gunnarsstöðum í stórum systk- inahópi, þar sem forfeður hans hafa búið frá árinu 1888, sonur hjónanna Sigríðar Jóhannesdóttur og Sigfúsar Aðalbergs Jóhannssonar. Hann hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum í sveitinni og var í sveitarstjórn í tuttugu og fjögur ár. Hann hefur einnig verið atkvæða- mikill í málefnum bænda í landinu og var lengi formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda. Heimabyggðin er honum kær eins og greinilega kemur fram í kvæði hans „Við Þistilfjörð“ en Jóhannes er góður hagyrðingur. Tvítugur hóf hann búskap á Gunnarsstöðum, þá í félagsbúi með foreldrum sínum. Fimmta kynslóðin er nú komin í bú- skapinn því tvö af börnum hans hafa nú sest þar að með fjölskyldum sín- um. Jóhannes segir margt hafa breyst á þessum fimmtíu árum hjá gangna- fólki, einkum aðbúnaður og húsa- kostur en fyrstu árin voru gangna- kofarnir torfkofar, sem voru samt ótrúlega hlýir þegar kolavélin hafði verið kynt. Alltaf tilhlökkunarefni „Fruggulyktin í kofanum er þó enn minnisstæð,“ sagði hann og hló. „Ett hefur þó ekki breyst. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fara í göngur og ríða um heiðarlöndin í góðum félagsskap.“ Fjölmennt var í fyrstu göngum þetta haustið en bræður Jóhannesar höfðu ákveðið að koma honum á óvart með því að mæta allir í göng- urnar, einnig sá sem býr í Noregi og þaðan kom einnig dóttir Jóhannesar til að fara í göngur með þeim. Hreindýrahjörð í Heljardal Smölun gekk vel og sagði Jóhann- es að heiðarlöndin væru enn algróin eins og um hásumartíð en það vor- aði seint fyrir norðan. Hreindýr sjást æ oftar á þessum slóðum og virðast vera að færa sig á milli svæða. Syðst í Heljardalnum var stór hreindýrahjörð, líklega hátt í 400 dýr, en þar er ekki skilgreint hreindýraveiðisvæði. Gangnamenn urðu samt varir við hreindýra- veiðimenn á þessum slóðum og a.m.k. níu dýr voru felld meðan þeir voru í göngunum. Ummerki á land- inu voru líka greinileg eftir veiði- mennina og farartæki þeirra og hafa bændur áhyggjur af þessari framvindu. Féð var vel fram gengið Eftir tveggja daga smölun á heið- inni var féð rekið út fyrir heiðargirð- ingu og síðan réttað um helgina. Fé var vel fram gengið og ekki mikil af- föll að sjá við fyrstu sýn. Á réttardaginn er margt um fólk og fé í Gunnarsstaðarétt. Kaffi- hlaðborð var í fjárhúsi þar sem myndarlegar Þistilfjarðar- húsfreyjur gáfu á garðann, brenn- heitt á könnunni og meðlæti að sveitasið. Kvenfólkið sækir á í smala- mennskunni og þegar heimalandið var smalað fyrir síðustu helgi voru konur þar í meirihluta. Það hefur aldrei skeð áður í minni smalatíð,“ Fimmtíu ára gangnaafmæli Gunnarsstaðabónda  Jóhannes Sigfússon hóf tvítugur búskap á Gunnarsstöð- um í Þistilfirði  Fimmta kynslóðin er komin í búskapinn Ánægja Fjóla Runólfsdóttir og Jóhannes á góðum degi í réttunum. Jafnan margt um fólk og fé í Gunnarsstaðarétt. Í lok dags Jóhannes og hesturinn Kjói eftir góðan dag við smölun. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.