Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 26

Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 26
NORÐURLAND-VESTRA DAGA HRINGFERÐ SAUÐÁRKRÓKUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áætlað er að um 113 þúsundum fjár verði í haust slátrað hjá kjöt- afurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Sláturtíðin sem hófst þann 4. september stendur næsta hálfan annan mánuðinn og er nú komin á fullt skrið. „Mér finnst alltaf gaman þegar fólkið hefur fundið takt- inn og þetta er allt farið að rúlla áfram. Alls fáum við um 120 starfs- menn til okkar á þessa vertíð og þeg- ar fullum dampi er náð fara rösklega sjö kindur í gegnum sláturhúsið á mínútu eða um 3.300 fjár yfir dag- inn,“ segir Ágúst Andrésson sem um langt árabil hefur stýrt sláturhúsi og kjötvinnslu KS. Frá Hvalfirði og austur á Firði Við áðurnefnda tölu, 113 þúsund fjár, bætist að um 90 þúsundum fjár er slátrað á Hvammstanga, hjá dótt- urfélagi KS þar, og þegar þetta er lagt saman – það eru rösklega 200 fjár – lætur nærri að hlutdeildin í kindakjöts- framleiðslunni sé þriðjungur af heild. Útkoman úr því verður um 3.000 tonn af dilkakjöti. Á Sauðárkróki og Hvammstanga er slátrað fé af hálfu landinu, það er alveg frá Hvalfirði og þaðan svo hringinn réttsælis austur á land: það er úr Borgarfirði, af Snæ- fellsnesi, og þaðan áfram allt austur á land. Vaskur hópur fólks víðsvegar að úr veröldinni var kominn á Krókinn þegar sláturtíðin þar hófst. Pólverj- arnir eru um sextíu, nokkrir koma frá Búlgaríu, Spáni og Svíþjóð og frá Nýja-Sjálandi koma tólf manns. Þaulvanir slátrarar „Sannarlega er talsverð fyr- irhöfn og kostar sitt að fá hingað fólk hinum megin af hnettinum. Þetta eru hins vegar þaulvanir slátrarar sem munar um. Síðan kemur hingað alltaf drjúgur hópur fólk t.d. úr sveitunum hér í kring. Sumir hafa gengið til fastra starfa hér í áratugi,“ segir Ágúst. „Hins vegar er þetta þannig um- hverfi að vinnan getur verið einhæf. Sé fólk með hníf í hendi allan daginn og að gera sömu handtökin aftur og aftur getur það leitt af sér allskonar bólgur og slit Vinnudagurinn er að jafnaði níu tímar á dag og segjast verður að þetta er erfiðisvinna. Þú ferð ekki í sláturtíð nema þokkalega á þig kominn líkamlega.“ Selt til stórra kaupenda Matvælavinnsla er í þróun og öll vinnubrögð í kjötafurðastöðinni hafa Ljósmynd/ Páll Friðriksson Kjöt Rösklega er tekið til hendi þegar komið er með kjötið á færibandi. Þar er það skorið til og fer svo í úrbeiningu. Sjö kindur á mínútu  Mikil umsvif í kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga  Slátra 113.000 fjár  Flytja út eistu, lifur og þindir Ágúst Andrésson  Við botn Skagafjarðar stendur Al- exandersflugvöllur, sem dregur nafn sitt af Alexander Jóhannessyni há- skólarektor og frumkvöðli í flug- málum. Hann var alinn upp á Sauð- árkróki og var farþegi í fyrstu flugvélinni sem lenti þar en það var sjóflugvélin Súlan árið 1928. Völlurinn var tekinn í notkun árið 1976, hann þykir vel staðsettur og aðflug gott. Hefur m.a. verið lagt til að hann verði gerður að varaflugvelli fyrir stærri flugvelli landsins. Þangað hefur verið áætlunarflug með hléum en nú flýgur Eyjaflug til Sauðárkróks tvo daga í viku. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sauðárkrókur Eyjaflug flýgur þangað reglulega, á Alexandersvöll. Flogið á Alexandersflugvöll Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Hugmyndin kom frá mömmu,“ segir Hanna Þrúður Þórðardóttir, eigandi fyrirtækisins Dýrakots á Sauðárkróki sem framleiðir nammi og nagvöru handa hundum úr nauta- og lambalifur, svínseyrum og hornum lamba. „Þetta er allt handgert, eiginlega svona „go- urmet“ fyrir gæludýr.“ Þrúður Gunnlaugsdóttir, móðir Hönnu, hafði um skeið útbúið hundanammi úr lifur handa sínum eigin hundum sem kunnu vel að meta framtakið. „Þessi hugmynd, að fara í framleiðslu, kviknaði þegar mamma hitti hundinn Lúkas sem hafði týnst og átt mjög erfitt í kjölfarið. Hann varð mjög hrifinn af hundanamminu og eigandi hans vildi fá að kaupa það fyrir hann. Í framhaldinu spurðist þetta út, við athug- uðum hvort fleiri vildu kaupa vöruna, sóttum um styrk til Atvinnumála kvenna, fengum hann og þá ákváðum við að fara út í fram- leiðslu. Núna er fyrirtækið á fimmta ári.“ Hundurinn Lúkas, sem Hanna vísar til, varð landsfrægur árið 2007 í kjölfar hvarfs hans sem fékk talsverða umfjöllun fjölmiðla. Hundur með þroskaða bragðlauka Öll vinnsla og pökkun er á Sauðárkróki. Vinnslan fer þannig fram að hráefnið, sem kemur nánast allt úr Skagafirði, er sneitt og þurrkað. Til þess að gæta þess að fram- leiðslan falli að smekk dýranna er yfirsmakk- arinn Hr. Tímon fenginn til að bragða hana, en hann er hundur í eigu Þrúðar og mun búa yfir afar þroskuðum bragðlaukum. Sér til fulltingis hefur hann nokkra aðra hunda. Kis- ur njóta líka góðs af framleiðslunni, þar sem margir kaupa lambalifrarnammið handa köttunum sínum, að sögn Hönnu. Fær mikinn stuðning vina og ættingja Hingað til hefur aðaláherslan verið lögð á vöruþróun en núna hyggst Hanna Þrúður leggja meiri áherslu á sölu- og markaðs- setningu. Í dag eru vörur Dýrakots seldar í gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Á næstunni verður framleiðsla Dýrakots kynnt erlendis, en Hanna fékk styrk frá Vaxtarsamn- ingi Norðurlands vestra til að fara með vöruna á sýningu í Danmörku sem verður núna í nóv- ember. Auk Hönnu er einn starfsmaður í hluta- starfi í Dýrakoti, en hún segist fá mikinn stuðning frá vinum og fjölskyldu við rekst- urinn. „Það eru svo margir góðir í kringum mig. Maður gerir svona ekki einn.“ „Gourmet“-nammi fyrir hvutta og kisur  Hundurinn Lúkas var innblástur Ljósmynd/Hanna Þrúður Þórðardóttir Börn og hundur Hanna Þrúður ásamt börn- um sínum og herra Tímoni yfirsmakkara. Góðgæti Dýrakot framleiðir „gourmet“ vöru.  Verðmætaskapandi greinar þurfa vel menntaða einstaklinga úr iðn-, tækni- og listgreinum auk þeirra sem kjósa einungis bóklega námið. Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra, FNV, er í góðum tengslum við atvinnulífið og hefur sinnt tæknigreinum, auk iðn- og listgreina, mjög vel. Til að mæta sífellt auknum um- svifum og kröfum í plastiðnaði á Ís- landi hefur skólinn tekið að sér að skipuleggja og byggja upp nám í plastiðnaði frá grunni. „Þegar plast- iðnaðurinn var athugaður hér á landi kom í ljós að flestir eru að vinna með trefjaplast sem er til að mynda mikið notað við bátasmíði. Í samvinnu við Siglingastofnun settum við því upp námskeið í fyrra sem var vel sótt og voru útskrifaðir 33 einstaklingar úr náminu á síðasta ári,“ segir Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameist- ari FNV. Námið síðasta vetur var þó ekki að fullu uppsett, að sögn Þor- kels og stendur núna yfir mikil vinna í skólanum við að byggja upp nám í faginu til framtíðar. Atvinnulífið stendur skólanum nærri og segir Þorkell mikilvægt að samstarf skóla og atvinnulífs sé gott. „Við höfum lagt upp úr því að hafa sterk tengsl við atvinnulífið, ekki síst hér á svæðinu í kringum okkur. Við megum aldrei missa tengslin við nærumhverfi okkar og þarfir þess.“ Hátt í 400 nemendur stunda nú nám við skólann. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Fjölbreytni Í Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra er margvíslegt nám. Fjölbrautaskóli sem byggir brú milli nemenda og fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.